Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MAÍ 2003 29 og er almenn ánægja með þau störf sem þar eru unnin. Þessir skólar eru ákveðinn valkostur fyrir þá sem reiðubúnir eru að greiða skólagjöld. Þeir foreldrar sem á hinn bóginn vilja ekki gera það hafa engan valkost þar sem hið opinbera treystir eingöngu sjálfu sér til að reka þessar mikilvægu menntastofnanir. Reynsla Hollendinga og Svía sýnir hins vegar svo ekki verður um villst, að þar hafa verið gerðar framsæknar endurbætur á skólakerfinu með þátttöku annarra en hins op- inbera og án þess að kostnaður foreldra hafi auk- ist. Þar standa einstaklingarnir ekki einvörð- ungu frammi fyrir jöfnum heldur einnig fjölbreyttari tækifærum en einstaklingar í sömu stöðu hér á landi. Því er eðlilegt að spyrja hvort ekki sé rétt að við Íslendingar skoðum fleiri kosti til að efla skólakerfið enn frekar í stað þess að láta klisjur og oft og tíðum fordóma ráða ferð?“ Verðandi menntamálaráðherra er augljóslega með nýjar hugmyndir, sem munu verða henni gott veganesti í nýju starfi. Varnarmálin og dómsmálin Gera má ráð fyrir að aðrir nýir ráðherrar muni verða duglegir að hrinda hugmynd- um í framkvæmd, þótt þær séu ekki endilega nefndar í stjórnarsáttmálanum. Þannig segir fátt um dóms- og kirkjumál þar, en tekið er fram að áfram eigi að styrkja lögregluna í landinu og ör- yggi borgaranna verði að hafa forgang. Hins vegar má gera ráð fyrir að Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra verði álíka af- kastamikill í nýju ráðuneyti og hann var í menntamálaráðuneytinu. Við þær aðstæður, sem nú eru uppi, er til dæmis mikill fengur að af- burðaþekkingu Björns á varnar- og öryggismál- um. Eins og Morgunblaðið hefur oft bent á að und- anförnu, má fastlega gera ráð fyrir því að vænt- anlegar viðræður íslenzkra stjórnvalda við Bandaríkjamenn um fyrirkomulag varnarsam- starfs ríkjanna snúist m.a. um að Íslendingar taki sjálfir að sér afmarkaða þætti í vörnum landsins. Jafnframt verður að gera ráð fyrir að auka þurfi samstarf varnarliðsins og þeirra borg- aralegu öryggisstofnana, sem heyra undir dóms- málaráðuneytið, þ.e. lögreglunnar og Landhelg- isgæzlunnar, ekki sízt með tilliti til varna gegn hryðjuverkum. Þá hafa Bandaríkin sýnt áhuga á auknu samstarfi tollgæzlu og landamæraeftirlits ríkjanna vegna hryðjuverkavarna. Í stjórnarsáttmálanum er einmitt nefnt að varnarsamstarfið verði áfram þungamiðja ör- yggisstefnu þjóðarinnar, ekki sízt í ljósi þeirrar ógnar sem heimsbyggðinni stafi af hryðjuverk- um. Þegar að því kemur að ræða þessi mál, er Björn Bjarnason réttur maður á réttum stað. Einkaframtak og almanna- þjónusta Mikið starf var unnið við einkavæðingu á síðastliðnu kjörtíma- bili, en þá voru seldar ríkiseignir fyrir 55 milljarða króna, eins og fram kom í Morgunblaðinu sl. miðvikudag. Stærsta verkefnið í einkavæðingarmálum á kom- andi kjörtímabili er sala Landssímans, sem rík- isstjórnin stefnir áfram að. Hins vegar eru í stjórnarsáttmálanum fleiri atriði, sem lúta að því að draga úr umsvifum ríkisins, auka svigrúm einkaframtaksins og efla samkeppni. Þannig á að bjóða út rekstur á vegum ríkisstofnana þar sem því verður við komið, en jafnframt að tryggja að- gengi og þjónustu. Í kaflanum um heilbrigðismál er að finna at- hyglisverðar setningar: „Nauðsynlegt er að verja fjármunum sem best og nýta kosti breyttra rekstrarforma og þjónustusamninga um ein- staka þætti þar sem það á við til að tryggja góða þjónustu, án þess að dregið verði úr rétti allra til að nota heilbrigðisþjónustu.“ Hér er augljóslega opnað í vaxandi mæli á að einkaaðilar geti tekið að sér fleiri verkefni í heil- brigðiskerfinu og það er vel. Eins og Morgun- blaðið hefur áður bent á, er sá misskilningur út- breiddur, að með því að fela einkaaðilum að annast framkvæmd verkefna sem hið opinbera hefur hingað til haft á sinni könnu, sé ýtt undir mismunun og ójöfnuð. Opinberir aðilar geta falið einkaaðilum að sinna ýmiss konar þjónustu, sem áfram er greidd af hinu opinbera, t.d. samkvæmt þjónustusamningum, og sett henni ramma með lögum og reglum. Kosturinn við slíkt fyrirkomu- lag, hvort heldur er í t.d. menntamálum eða heil- brigðismálum, er að frumkvæði og hugmynda- auðgi einkaframtaksins er virkjuð, samkeppni er komið á, fjölbreytni vex og þar með er stuðlað að bættri þjónustu við almenning og lægri kostnaði fyrir skattgreiðendur. Í þessu sambandi er ástæða til að rifja upp orð Davíðs Oddssonar forsætisráðherra á ráðstefnu fyrir erlenda bankamenn í september í fyrra: „Í mínum huga er engin ástæða til að ætla að rík- isvaldið sé eitt fært um að veita þá félagslegu þjónustu sem pólitísk samstaða er um að greidd sé úr ríkissjóði. Það eru því fjölmörg tækifæri til að auka enn hagræðið í ríkisrekstri og á sama tíma auka gæði þeirrar þjónustu sem nú er boð- in. Einkavæðing og samhjálp eru ekki andstæð- ur, þvert á móti getur einkavæðingin, sé rétt á málum haldið, bætt samhjálpina og aukið.“ Sársaukafull aðlögun í landbúnaði Loks er ástæða til að víkja að orðum stefnu- yfirlýsingar stjórnar- flokkanna um land- búnaðinn. Þar segir að stefnt sé að því að „íslenskum landbúnaði verði skapað það starfs- umhverfi að hann geti séð neytendum fyrir holl- um og öruggum búvörum á hagstæðum kjörum. Greininni verði sköpuð skilyrði til að nýta styrk- leika sína til að takast á við aukna samkeppni, m.a. með hliðsjón af væntanlegum samningum Alþjóða viðskiptastofnunarinnar, WTO. Þetta verði t.d. gert með lækkun gjalda á búvörufram- leiðslu, eflingu mennta- og rannsóknarstofnana í landbúnaði og stuðningi við nýsköpun og nýliðun í sveitum. Þannig verði möguleikar landbúnaðar- ins til frekari sóknar nýttir til fulls, auk þess sem brýnt er að styrkja lífeyrisréttindi bænda og rétt þeirra til sjúkrabóta.“ Það er jákvætt að það skuli gert að markmiði að íslenzkir neytendur fái búvörur á hagstæðum kjörum, því að þeir búa nú við það öfugsnúna ástand að borga fyrst einhverja hæstu styrki í heimi til landbúnaðarins, með þeim umdeilan- lega árangri að búa jafnframt við eitthvert hæsta verð landbúnaðarvara á byggðu bóli. Neytendur munu ekki sætta sig við að þurfa að greiða hærri styrki til landbúnaðarins og þeir munu heldur ekki samþykkja að þurfa áfram að greiða miklu hærra verð fyrir mat en nágrannaþjóðirnar. Ef íslenzkur landbúnaður getur ekki framleitt vörur á samkeppnisfæru verði, liggur beinast við að opna fyrir innflutning landbúnaðarvara án tolla, sem sennilega gerist hvort sem er vegna WTO- samninganna. Hvernig sem mál æxlast, er sárs- aukafull aðlögun að markaðsaðstæðum og al- þjóðasamningum fram undan í landbúnaðinum og vafamál hvort orðalag stjórnarsáttmálans býr þá, sem þar starfa, undir alvöru málsins. Morgunblaðið/Ómar Á Austurvelli. „Þegar á heildina er litið, má líka segja að það hversu fáorður stjórnarsáttmálinn er, sé enn eitt merk- ið um það traust, sem ríkir í stjórn- arsamstarfinu.“ Laugardagur 24. maí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.