Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MAÍ 2003 41 ✝ MargretheGíslason var fædd á Lyngebæks- gården við Auderød í Karlebosókn á Sjálandi 19. janúar 1904. Hún lést á Sólvangi í Hafnar- firði 13. maí síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Laur- its Carl Nielsen, þá bóndi en síðar sölu- maður landbúnað- arvéla í Kaup- mannahöfn, f. 28. apríl 1872, d. 1951, og Johanne Malmvig, f. 19. ágúst 1871, en hún lést úr barnsfar- arsótt hálfum mánuði eftir fæð- ingu dóttur sinnar 1904. Eldri systkini voru Michael, f. 20. jan- úar 1902, og Marca, f. 30. janúar 1903, bæði látin. Við lát móð- urinnar var Michael tekinn í fóstur hjá föðurbróður sínum Joachim, overjæger við Svenst- rup, en systurnar fylgdu föður Vilborg Gunnarsdóttir, f. 1956, gift Halldóri Guðmundssyni. Þeirra börn eru Brynjar, Hrafn- hildur, Gunnar og Guðmundur Óskar. Elsta dóttir Önnu Vil- borgar er Kolbrún Ósk Ívars- dóttir Gissurarsonar og hennar dóttir er Anna Lena. Margrethe ólst upp í Kaup- mannahöfn og lauk þar hefð- bundnu grunnskólanámi. Veik- indi á unglingsárum komu í veg fyrir frekara nám. Hún stundaði síðar enskunám, hraðritunarnám og íslenskunám í kvöldskólum. Hún vann um skeið í vistum, en lengst af við skrifstofustörf, fyrst hjá heildsölu Hugo Grün við Ráðhústorg og síðan í átta ár við Danske forfatteres forlag þar til hún fluttist til Íslands. Hún vann síðan við skartgripa- verslun þeirra hjóna við Skóla- vörðustíg í 32 ár og rak barna- fataverslunina Emmu í 17 ár. Margrethe var í Dansk kvinde- klub, var þar í stjórn um árabil, og starfaði einnig lengi með kirkjunefnd kvenna Dómkirkj- unnar. Hún bjó lengst af í Reykjavík en síðustu 12 árin í Hafnarfirði hjá dóttur sinni. Útför Margrethe fór fram í kyrrþey að hennar eigin ósk. sínum til Kaup- mannahafnar. Seinni kona hans var Astrid sem gekk systrunum í móðurstað. Hinn 9. júlí 1932 giftist Margrethe Þorleifi Óskari Gísla- syni gullsmið, f. 30. október 1902, d. 11. júlí 1980. Foreldrar hans voru Friðbjörg Friðleifsdóttir, f. 13.2. 1882, d. 3.3. 1946, og Gísli Jó- hannesson trésmiður, f. 18.10. 1867, d. 26.3. 1948. Dóttir Margrethe og Óskars er Edda Óskarsdóttir myndlistarkennari, f. 18. janúar 1938, eiginmaður Hjalti Krist- geirsson. Dætur Eddu og fyrri manns hennar Gunnars Dyrset (þau skildu) eru: 1) Margrét Þóra Gunnarsdóttir, f. 1954, gift Örnólfi Thorssyni. Þeirra börn eru: Margrét Edda, Þórgunnur Anna og Gunnar Thor. 2) Anna Látin er í hárri elli heiðurskonan Margrethe Gíslason, en hún var á hundraðasta aldursári er hún lést hinn 13. maí sl. Ég hef þekkt Grethe síðan ég man eftir mér. Hún var gift uppáhalds frænda mínum frá fyrstu tíð, Óskari heitnum Gíslasyni gullsmíðameist- ara. Óskar lauk gullsmíðanámi í Reykjavík árið 1922 og hélt til Kaup- mannahafnar árið 1925 til tónlistar- náms. Hann var músíkalskur maður og lék bæði á selló og trompet, en tónlistarnámið reyndist honum dýr- ara en ráð hafði verið fyrir gert í fyrstu, svo ekki var um annað að ræða en leggja það á hilluna. Hann brá þá á það ráð að fara í framhalds- nám í gull- og silfursmíði (drifsmíði) til hins þekkta fyrirtækis Georg Jen- sen. Hann starfaði svo hjá því fyr- irtæki að framhaldsnáminu loknu, eða til ársins 1930. Á Hafnarárum sínum kynntist Óskar Grethe, sem þá vann við skrif- stofustörf. Árið 1930 sneri Óskar aft- ur heim til Íslands og kom hún svo í heimsókn árið eftir til að hitta fólkið hans. Jafnframt hefur tilgangur ferðarinnar að öllum líkindum verið sá að komast að raun um, hvort hún gæti hugsað sér að flytjast til Ís- lands fyrir fullt og allt. Hún hefur sjálfsagt tekið ákvörðunina að heim- sókninni lokinni, því veturinn 1931 til 1932 stundaði hún íslenskunám í Kaupmannahöfn hjá Sigfúsi Blöndal og Vestergaard-Nielsen. Sumarið 1932 tók Grethe sér far með gamla Gullfossi til Íslands og fluttist þar með alkomin til landsins. Hinn 9. júlí var svo brúðkaup þeirra haldið. Ekki tíðkaðist það nú á Ís- landi á þessum árum, að brúðhjón færu í brúðkaupsferðalög, en það gerðu þau Grethe og Óskar. Óskar átti forláta Harley-Davidson mótor- hjól. Þau fóru með gamla Laxfossi upp í Borgarnes og þaðan á hjólinu að Arnbjargarlæk í Þverárhlíð til afa míns og ömmu, en amma, Guðrún Erlendsdóttir frá Sturlureykjum í Reykholtsdal, og Óskar voru systk- inabörn. Eftir nokkurra daga dvöl á Arnbjargarlæk fóru þau að Húsa- felli, þaðan um Kaldadal til Þingvalla og til Reykjavíkur. Óskar hlýtur að hafa verið frækinn mótorhjólakappi að geta hjólað þessa leið með far- þega á aftursætinu, eins og vegirnir voru á þessum árum, að ekki sé nú talað um Kaldadalinn eða Uxa- hryggina. Eitt er víst: Aldrei hefði ég getað leikið þetta eftir honum. Þegar Grethe fluttist til Íslands hófu þau Óskar búskap hjá tengda- foreldrum Grethe á Grettisgötu 27, og þar bjuggu þau til ársins 1938, að þau fluttust að Laugavegi 5, beint á móti verkstæði og verslun Óskars. Eftir fárra mánaða dvöl þar keyptu þau hús á Laugarnesvegi 47, bjuggu þar til ársins 1941, en þá flytja þau á Skólavörðustíg 5, sem þau höfðu keypt árið áður og þar bjó Grethe til ársins 1991, eða í 50 ár. Þá flutti hún með einkadóttur sinni Eddu og manni hennar, Hjalta Kristgeirs- syni, til Hafnarfjarðar. Þess má til gamans geta, að húsið á Skólavörðustíg 5 byggði Sigurður Jónsson árið 1872, en hann var fyrsti fangavörðurinn í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Húsið var kallað „Ekkjukassinn“, því hann byggði það sem athvarf fyrir konu sína ef hans missti við og hún yrði að flytja úr íbúð þeirra í Hegningarhúsinu. Stækkuðu Óskar og Grethe svo húsið eftir að þau keyptu það og byggðu m.a. ofan á það rishæð. Ekki var það þeim hjónum nóg að koma sér upp húsnæði í hjarta bæj- arins. Áður höfðu þau með hjálp tengdaföður Grethe, Gísla Jóhann- essonar trésmiðs, byggt sér lítinn sumarbústað fyrir utan bæinn, nán- ar tiltekið þar sem Bústaðakirkja stendur nú. Árið 1945 byggðu þau svo stærri sumarbústað við Elliðavatn, girtu landið af sem þau höfðu keypt undir hann og hófu ræktun trjáa. Á þess- um fallega stað undi fjölskyldan sér vel á sumrin í marga áratugi. Þenn- an sumarbústað á Edda enn. Senn fer að þrengja þar verulega að, því byggðin á Norðlingaholti rís áður en langt um líður. Strax eftir komuna til Íslands byrjaði Grethe að vinna við fyrirtæki eiginmannsins, en hann hafði fest kaup á gullsmíðaverkstæði og versl- un á Laugavegi 4. Fyrirtækið fluttu þau svo síðar á Skólavörðustíginn, en það ráku þau til ársins 1962 eða í 32 ár. Auk afgreiðslustarfa í versluninni annaðist Grethe bókhald, útborgun launa til starfsfólks og lærlinga og önnur skrifstofustörf. Á starfsævi sinni útskrifaði Óskar sjö gullsmiði. Árið 1959 stofnaði Grethe barna- fataverslun, sem hún rak á Skóla- vörðustígnum til ársins 1976, eða í 17 ár. Verslun þessi gekk vel og man ég, að lengst af störfuðu þar tvær konur við afgreiðslu, auk Grethe. Auk þeirra fyrirtækja sem nú hafa verið nefnd, rak Óskar Silfursmiðj- una á Hverfisgötu í mörg ár, ásamt fleirum. Umsvifin hafa því verið mik- il og frístundir þeirra hjóna fáar. Grethe annaðist allt bókhald sjálf ásamt verslunarstörfunum, en það varð hún að gera á kvöldin, jafnvel á næturnar og um helgar. Ofan á allt þetta bættust svo við tíðar innkaupa- ferðir til útlanda eftir að hún stofn- aði barnafataverslunina, en hún keypti inn vörur frá Danmörku, Englandi, Þýskalandi og Hollandi. Grethe var sístarfandi og ham- hleypa til allra verka; hún var út- sjónarsöm og skipulögð og kunni vel að forgangsraða verkefnum, enda hefði hún aldrei komið því öllu í verk, sem eftir hana liggur, ef hún hefði ekki notið þessara hæfileika sinna. Á fjórða áratugnum voru ferðalög fólks ekki algeng, að ekki sé nú talað um ferðalög á milli landa. Grethe fór þó í heimsókn til fólksins síns í Dan- mörku árið 1934 og aftur með litlu dóttur sína árið 1939. Þær mæðg- urnar sluppu heim skömmu fyrir stríðsbyrjun, en þá lokaðist allt og þar með slitnaði sambandið við fjöl- skylduna úti, sem Grethe frétti ekk- ert af öll stríðsárin. Það hefur án efa verið þungbært fyrir hana og tíminn oft lengi að líða. Þegar samband komst loks aftur á eftir stríðslok hóf Grethe að senda fjölskyldu sinni í Danmörku matföng, fatnað og fleira, en þar var þá nánast skortur á öllu. Þessu hélt hún áfram meðan þörf var á, og þetta lýsir henni vel. Hún var höfðingi í lund, raungóð, hjálp- söm og mátti ekkert bágt sjá. Hún heimsótti svo fjölskylduna í Danmörku reglulega eftir að eðlileg- ar samgöngur komust á milli land- anna eftir stríðið og hélt uppfrá því góðu sambandi við hana. Þá sendi hún Eddu dóttur sína til sumardvalar hjá henni árin 1946, 1948 og 1950. Þó aginn hafi verið í hávegum hafður eins og hjá öðrum dönskum fjölskyldum líkaði Eddu vistin vel. Edda dvaldi svo hjá móður minni og okkur systkinunum á Grund sumrin 1947, 1949 og 1952. Síðan höfum við systkinin litið á hana sem eitt af okkur og held ég að það sé gagnkvæmt af hennar hálfu. Skólavörðustígur 5 var mikið fjöl- skylduhús. Þar bjó Edda einnig með dætrum sínum, Margréti og Önnu, þar til þær náðu fullorðinsaldri, og þær einnig síðar á sínum fyrstu bú- skaparárum. Þeim báðum var Grethe sem önnur móðir og þær henni mjög nánar, sem dætur væru. Grethe fór ekki varhluta af veik- indum þegar líða tók á ævina. Á átt- unda áratugnum fór hún að þjást af æðaþrengslum og uppúr þeim fékk hún blóðtappa í hægri handlegginn. Eftir miklar hörmungar varð að taka af henni handlegginn við olnboga. Hún lét ekki bugast við þetta mikla áfall, hélt ró sinni og tók að læra að skrifa með vinstri hendinni. Það var með ólíkindum hve þraut- seig hún var og hve frábær árang- urinn varð. Hún varð svo fyrir hverju áfallinu á fætur öðru á næstu árum, beinbrotnaði þrisvar sinnum og verst af þeim varð síðasta áfallið fyrir páskana í fyrra, en þá lær- brotnaði hún heima hjá sér í Víð- vanginum. Eftir þetta áfall náði hún sér aldrei, hún dvaldist á St. Jósefs spítalanum í Hafnarfirði fram á síð- astliðið haust, en vistaðist þá á Sól- vangi í Hafnarfirði, þar sem hún fékk hægt andlát. Eftir að Grethe varð að fara á sjúkrahús var gott fyrir hana að eiga slíka dóttur að sem Edda var henni alla tíð. Það var ekki auðvelt að ann- ast hana heima í öllum veikindum hennar, en aldrei hvarflaði það að þeim hjónum að láta hana fara frá sér. Edda gerði það ekki endasleppt við móður sína. Tvisvar sinnum á hverjum degi heimsótti hún hana á sjúkrahúsin og tók hana heim þegar mögulegt var. Ég heimsótti þessa öldnu vinkonu mína alloft eftir að hún varð að vist- ast á sjúkrastofnunum. Í langflest- um heimsóknum mínum hafði hún orð á því, hve Edda væri henni góð og hve vel hún hefði reynst sér. Hún kunni því svo sannarlega að meta það hve góð dóttir Edda var henni. Ég er viss um það, að sú ást og um- hyggja sem Edda sýndi móður sinni er afar fátíð ef ekki algjört eins- dæmi. Margrét, Anna og öll börnin létu heldur ekki sitt eftir liggja. Lífið varð Grethe gott og gjöfult, þótt andstreymi það, sem ávallt fylgir veikindum mætti henni á seinni hluta ævinnar. Hún hefur ef- laust verið orðin södd lífdaga og þráð hvíldina í þeirri von, að hitta eigin- mann sinn aftur eftir 23 ára aðskiln- að. Blessuð veri minning hennar. Bjarni Pétursson. Ég kynntist Grethe Gíslason fyrir tæpum þrjátíu árum; þá kom ég fyrst inn á heimili hennar og Óskars Gíslasonar á Skólavörðustíg fimm; laumaðist upp stigann með Margréti Þóru dótturdóttur hennar og heyrði á eftir mér upp seinni stigann: „Hvaða búskmaður er nú þetta?“ Þá bjuggu þær systur, Margrét og Anna, í risinu, og ólust raunar þar upp með móður sinni í góðu sam- félagi við afa sinn og ömmu á neðri hæðinni. Grethe var athafnakona. Þegar ég kynntist henni voru þau hjón, hún og Óskar gullsmiður, hætt að reka gull- smíðaverslun og vinnustofu í húsinu, einsog þau gerðu um áratugi, sam- hent og samstiga. En þegar þeim rekstri sleppti stofnaði Grethe barnafataverslunina Emmu og kenndi við konurnar fjórar í fjöl- skyldunni, Eddu dóttur sína, sjálfa sig og dótturdæturnar Margréti og Önnu Vilborgu. Mér fannst Grethe vera ung þegar við kynntumst, kvik í hreyfingum og sístarfandi; ef hún var ekki að elda með smávindil í munnvikinu sat hún yfir bókhaldinu eða sýslaði með kontanta. Hún var glæsileg kona og tignarleg, suðræn í útliti með andlitsdrætti sem minntu á fornar styttur, en ef mér reiknast rétt til hefur hún verið tæplega sjö- tug þegar við kynntumst. Og samt fannst mér hún ung. Kannski það hafi verið vegna þess hvað hún var lifandi í öllu sem hún tók sér fyrir hendur, forvitin um um- hverfi sitt og náunga, ekki síst þá sem næst hjarta hennar stóðu, greind og fordómalaus, vel lesin og sílesandi, skemmtileg og hláturmild; umhyggjusöm og stundum áhyggju- full yfir afkomendum sem stöðugt urðu fleiri; hún vildi vita af öllum, helst hafa þá í augsýn, alltaf. Og hún var aldrei kölluð annað en Mómó í fjölskyldunni, mormor; og ættliðirn- ir urðu fimm í beinan kvenlegg áður en kallið kom, fimm glæsilegar kon- ur. Þau hjónin tóku mér vel frá upp- hafi: við Mómó urðum góðir vinir og kannski Óskar hafi í aðra röndina verið feginn að karlpeningi fjölgaði í þessum fansi sjálfstæðra atorku- kvenna á heimilinu. Og samskiptin urðu nánari þegar við Margrét flutt- um inn í risið þar sem við bjuggum í nokkur ár; og einn vetur bjuggum við Mómó ein í húsinu þegar Mar- grét var við nám erlendis og Óskar látinn. Þau hjónin byggðu sér unaðsreit á Norðlingaholti við Elliðavatn, breyttu þar mel og bakka í skóg og lund með þrotlausri elju í hálfa öld. Og þangað fannst Mómó gott að koma, ekki síst kannski vegna þess að þar voru endalaus verkefni til að takast á við. Og þegar ellin færðist mjúklega yfir var gott að sitja úti í sólinni með hattinn eða við gluggann með bók og vita af fólkinu sínu nærri. Það var ekki mulið undir Mómó í lífinu. Hún missti móður sína ung og braust til mennta af eigin rammleik. Þegar þau Óskar kynntust árið 1928 í Kaupmannahöfn þar sem hann var við nám í gullsmíði var hún þegar bú- in að hasla sér starfsvöll á sviði út- gáfu. En hún var reiðubúin að hefja nýtt líf með honum á Íslandi og lærði íslensku hjá þeim Sigfúsi Blöndal orðabókarhöfundi og Christian Westergaard Nielsen áður en þau fluttu heim. Og brúðkaupsferðin má vera til marks um bjartsýni og bar- áttuhug þessara ungu hjóna: þau fóru á mótorhjóli uppá Kaldadal. Á efri árum herjuðu þrálát veik- indi á Mómó sem lyktaði með því að hún missti hægri handlegg við oln- boga. En það sýnir baráttuhug hennar að hún tók sér þá fyrir hend- ur að þjálfa skrift með vinstri hendi og gafst ekki upp fyrr en hún hafði náð sömu leikni og fyrrum með þeirri hægri. Og þrátt fyrir líkamleg áföll og háan aldur hélt hún fullum andlegum styrk allt til loka. Og vant- aði lítið á aldarafmælið, sem ég hafði þó aldrei efast um að hún næði. Undir lokin átti Mómó athvarf og heimili hjá Eddu dóttur sinni og Hjalta í Hafnarfirði sem sýndu henni einstaka umhyggju og ástúð. Megi hún hvíla í friði. Örnólfur Thorsson. Reisn – reisn og æðruleysi eru fyrstu orðin sem koma í hugann þeg- ar hugsað er til Grétu, eða mómó einsog hún var alltaf kölluð af sinni fjölskyldu, í íslenskri afbökun danska orðsins mormor. Það er vægt til orða tekið að segja um konu sem fæddist í upphafi 20. aldar og lifði – með skilningarvitin í lagi – fram á þá 21., að hún hafi lifað tímana tvenna: Hún er tíu ára þegar Ferdinand erkihertogi er myrtur og fyrri heimsstyrjöldin brýst út, hún er rúmlega níræð þegar langömmu- börnin eignast sína fyrstu gsm-síma. Mómó, sem ólst upp í gróinni borg og var þó í æsku aldrei fjarri vinaleg- um þyt í dönskum laufskógum, sagði skilið við það allt og fluttist með manni sínum, Óskari Gíslasyni, til Íslands í upphafi kreppunnar. Það var ekki um annað að ræða en bjarga sér, og fáir eiginleikar hafa verið gagnlegri í þeirri viðleitni en hinir fyrrnefndu, auk alveg ótrúlegs dugnaðar, einsog sjá mátti hvort heldur var í heimilisstússi eða versl- unarrekstri, félagsstörfum eða skóg- rækt, því fyrr en varði var hún búin að koma sér upp sínum eigin skógi á hrjóstrugum mel upp við Elliðavatn. Heimili Óskars og Grétu við Skólavörðustíginn varð þungamiðja fjölskyldunnar, enda bjó Edda dóttir þeirra þar ásamt dætrum sínum og þær svo síðar með sínu fólki um lengri og skemmri tíma. Systurnar ólust því upp í húsi afa síns og mómó og tengdust þeim órjúfandi böndum. En það var í gróðurreit sínum við sumarbústaðinn við Norðlingabraut, sem þau hjónin byggðu í lok seinni heimsstyrjaldar, sem mómó var í essinu sínu, þar eyddi hún ómældum tíma á sumrin með afkomendum sín- um. Mómó var ein af þessum mann- eskjum sem laða fyrirhafnarlaust að sér menn og málleysingja; börn fengu umsvifalaust á henni fullkomið traust, og án þess að hún hefði um það mörg orð bar hún til þeirra ótak- markaða elsku. Slíkur fastur punkt- ur í fjölskyldulífi verður seint ofmet- inn, jafnvel þótt athafnasömum börnum gæti þótt umhyggjan fyrir því að þau dyttu ekki í ökkladjúpt Elliðavatnið full mikil á stundum. Rétt einsog það var bara sjarmer- andi eiginleiki að hún skyldi aldrei losa sig alveg við dönskuna í sinni ágætu íslensku, og alltaf spyrja um möndulinn í grautnum á aðfangadag. Það var gaman að ræða við mómó; maður hafði á tilfinningunni að heim- ili þeirra hjóna hafi löngum mótast af hæfilegri borgaralegri íhaldssemi á menningarlegum grunni, en jafn- framt að hún hafi orðið æ opnari fyr- ir öðrum skoðunum með aldrinum, öfugt við margan andlegan þurra- búðarmanninn. Hún las kynstrin af bókum alveg fram í andlátið, var raunsæ og jarðbundin og hafði gam- an af að velta mörgu fyrir sér, en hún bar harm sinni í hljóði – aldrei heyrði ég hana til dæmis hafa orð á því að það væri erfitt að vera einhentur, en hún missti aðra höndina fyrir ald- arfjórðungi. Þá gilti sem fyrr í uppá- komum lífsins að bjarga sér, æðru- laust og með reisn. Við þökkum þér samfylgdina, mómó. Halldór Guðmundsson. MARGRETHE GÍSLASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.