Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MAÍ 2003 51 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i 14. Sýnd kl. 3, 5.40, 8 og 10.15. B.i. 14. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. B.i 12.  Kvikmyndir.com "Tvöfalt húrra" Fréttablaðið SV MBL  HK DV Kvikmyndir.is Kyngimagnaður tryllir með stórleikaranum Robert De Niro þegar þú leitar morðingja er sonur þinnsá síðasti sem þú vilt finna www.laugarasbio.is  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 4, 6.30 og 9. B.i. 12.  HK DV "Tvöfalt húrra" Frétta- blaðið kl. 2 og 4. Ísl. tal. Tilboð 500 kr. Sýnd kl. 2. Ísl. tal. Tilboð 400 kr. 500 kr Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15 B.i. 16 Kvikmyndir.is 400 kr Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Miðaverð 750 kr. HIN árlega Póstganga Ís- landspósts var haldin um síð- ustu helgi en 260 manns gengu sem leið liggur frá Hellisheiði vestur að Kolvið- arhóli og þaðan að Drauga- tjörn og endaði gangan við Skíðaskála ÍR-inga. Gangan hefur verið farin á hverju ári frá árinu 1999, að sögn Ingibjargar Sigrúnar Stefánsdóttur, fræðslustjóra ÍP. „Við höfum reynt að feta í fótspor gamalla landpósta,“ segir hún. Gangan er farin í kringum 14. maí á ári hverju en þann dag fyrir rúmum tveimur öldum var farin fyrsta póstsiglingin milli Dan- merkur og Íslands. „Sá yngsti í ferðinni var fjögurra ára og sá elsti var yf- ir áttrætt,“ segir Ingibjörg. „Við fengum ofsalega gott veður, logn og sól, uppá Hellisheiði, sem gerist nú ekki oft,“ segir hún og er ánægð með hvernig til tókst. Ingibjörg segir að Björn Pálsson frá Hveragerði hafi verið leiðsögumaður hópsins. „Hann sagði okkur ýmsar skemmtilegar sögur á leið- inni, þar á meðal lognar og sannar draugasögur við Draugatjörn, eins og hann sagði sjálfur,“ segir Ingi- björg, sem ætlar að halda ótrauð áfram í Póstgöngunni á næsta ári. Fetað í fótspor landpósta Krakkarnir undu sér vel enda lék veðrið við garpana. Einar Þorsteinsson, forstjóri ÍP, blæs í gamlan póstlúður sem landpóstarnir notuðu til að láta vita af ferðum sínum. H in á rl e ga P ó st ga ng a Ís la nd sp ó st s FEGURÐARDROTTNING Íslands 2003 var valin á föstu- dagskvöldið með viðhöfn á veitingastaðnum Broadway. Sigurvegarinn kemur frá Keflavík, er 21 árs gömul og heitir Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. Blaðamaður Morgunblaðsins hringdi í hina nýkrýndu drottningu snemma morguns á laug- ardegi og heyrði í henni hljóðið. Jæja, hvernig er líðanin þá? „Hún er bara fín. Mér fannst sérstaklega gaman að fá þessa kosningu á Stöð 2, þar sem fólk gat hringt inn atkvæði.“ Þér finnst þá kannski vænna um að fá dóm „þjóð- arinnar“ fremur en álit ein- hverrar fagnefndar? „Já, ég myndi segja það. Það er alla vega gaman að vita til þess að fólk úti í bæ sé sammála dómnefndinni.“ En svona á léttu nótunum, hugsaðir þú kannski „Það hlaut nú að koma að þessu, ég hef nú alltaf verið svo mynd- arleg“? „(Hlær). Nei, auðvitað ekki. Ég er bara ósköp róleg yfir þessu. Ég held að ég umverp- ist ekkert þótt ég beri þennan titil. Ég verð ekkert sætari við að bera kórónu. Ég verð bara ég sjálf áfram. Vonandi virðir fólk það.“ Það verður nú að spyrja þessarar sígildu spurningar: Áttir þú von á þessu? „Í svona keppnum er ekki hægt að eiga von á neinu. Þú veist aldrei hverju dómnefnd- in er að leita eftir og mark- mið mitt í keppninni var bara að vera ég sjálf og krossa svo fingur.“ Hvernig var andinn í hópn- um? Var samkeppnin mikil? „Andinn var ótrúlega góð- ur. Ég bjóst reyndar við að það yrði meiri keppnisharka en raun varð. Auðvitað er keppnisandinn til staðar – keppnir ganga jú út á það að vinna.“ Nú virðast raddir sem mót- mæla fegurðarsamkeppnum verða æ háværari. Það er sagt að það sé ekki hægt að keppa í fegurð. Ekki frekar en í huglægum hlutum, eins og t.d. tónlist. Hvað finnst þér um þetta? „Auðvitað er þetta afstætt. Og það er erfitt að velja ein- hvern út fyrir að vera „falleg- astur“. En ég held – og vona – að fólk sé meira að líta til al- mennrar útgeislunar ein- staklingsins og hvernig fyr- irmynd hann geti orðið.“ Hvað er gert eftir svona kvöld, fer fólk á skrall eða beint í rúmið? „Ég fór nú bara heim með vinum og fjölskyldu. Við keyptum okkur snakk og nammi og höfðum það bara gott – svona eins og gengur.“ Nú ert þú svona í „eldri“ kantinum ef litið er til hinna keppendanna. Stuðlaði það að úrslitunum á einhvern hátt? „Ég hef verið beðin um það áður að vera með en ég hefði ekki treyst mér að fara fyrr í keppnina. Núna fyrst var ég tilbúin; ég var búin að mynda mér mínar skoðanir á þessu, ég vissi hvernig ég vildi koma að þessu og var örugg með mína veru í þessari keppni.“ Önnur úrslit í fegurð- arsamkeppninni urðu þau að Tinna Alavis, 18 ára úr Kópa- vogi, varð í öðru sæti auk þess að vera valin Nina Ricci- stúlkan. Samsveitungur hennar, hin 19 ára gamla Regína Diljá Jónsdóttir, varð í þriðja sæti. Í fjórða sæti varð svo Erna Guðlaugs- dóttir, 22 ára gamall Reyk- víkingur – handhafi titilsins Ungfrú Reykjavík. Í fimmta sæti varð austfirðingurinn Æsa Skeggjadóttir, hún er tvítug og kemur frá Horna- firði. Laufey Tinna Guð- mundsdóttir, 21 árs Garðbæ- ingur, var valin ljósmyndafyrirsæta DV og einnig var hún valin Oroblu- stúlkan. Þórshafnarbúinn Anna Lilja Sigurvinsdóttir, 21 árs, var svo valin vinsælasta stúlkan. „Verð ekk- ert sætari við að bera kórónu“ Morgunblaðið/Jim Smart Tinna Alavis, Ragnhildur Steinunn og Regína Diljá. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir er Ungfrú Ísland 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.