Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 25. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 3. Frábær rómantísk gamanmynd sem hefur allstaðar slegið í gegn. Sýnd kl. 8. B.i.14.Sýnd kl. 5,30. B.i.12 ára. Sýnd kl. 3, 5, 6, 8, 9 og 10. B. i. 12 ára.Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 3. Sýnd kl. 3, 5.40, 8 og 10.15.  Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is SV MBL HK DV  SG Rás 2 Radio X  ÞÞ Frétta- blaðið  ÓHT Rás 2 „Grípandi og gefandi með óborganlega bardaga“ ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI kl. 5.20, 8 og 10.20. / kl. 3.20, 5.20, 8 og 10.20. / kl. 2 og 4 Sýnd kl. 2, 4 og 6. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8. B.i. 14 ára ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10. B.i. 14 ára ÁLFABAKKI kl. 2 og 3.50 ísl. tal. / kl. 4. Ísl. tal. ÁLFABAKKI / KRINGLAN Sýnd kl. 2. Íslenskt tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2. Íslenskt tal. Tilboð 500 kr. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 6. KEFLAVÍK KVIKMYNDIR.COMÓHT Rás 2 Frábær rómantísk gamanmynd sem hefur allstaðar slegið í gegn. ÞAÐ þarf vænan skammt af hugrekki, hroka og húmor til að skíra verk í höfuðið á sjálfu Nóbels- skáldinu okkar. Tala nú ekki um þegar rokkplata er annars vegar. En þetta hafa einmitt verið höfuðeig- inleikar Mínus, allt síðan sveitin sigraði í Músíktil- raunum Tónabæjar 1999. Hæfilegur hrokinn hefur alltaf verið til staðar. Þetta yfir- keyrða rokkfas, allir taktarnir og stælarnir á sviðinu, auðvitað þarf vissan hroka til að komast upp með þá, hroka og náttúrlega húm- or, því um leið virðast sveitar- menn alltaf hafa verið meðvitaðir um þessa ímynd sína og hreinlega gert út á hana. Hugrekkið er það sem stendur þó uppúr og lýsir sveitinni best, er hennar helsta dyggð. Það þarf nefnilega hugrekki til að fylgja ætíð eigin sannfær- ingu og spila þá tónlist sem maður sjálfur hefur áhuga á, burtséð frá kröfum annarra. Það þurfti sannarlega hugrekki til að brjótast fram á sjónvar- sviðið með flutningi viðlíka harðkjarnarokks og finna mátti á tveimur fyrstu plötunum, Hey, Johnny! og Jesus Christ Bobby. Enn þá meira hug- rekkis krefst samt að storka svo rækilega því góða orðspori sem sveitin hafði skapað sér innan hins kröfuharða harðkjarnageira, að breyta tónlistar- stefnunni svo skyndilega og á svo róttækan og ófyr- irsjáanlegan máta. En við nánari athugun er þetta alls ekkert svo ófyrirsjáanleg þróun, því Mínus hef- ur aldrei gefið sig út fyrir einhverja lognmollu, aldr- ei sætt sig við óbreytt ástand. Og hvort sem unn- endum fyrri platna líkar betur eða verr þá höfðu Mínus-menn, eins og allir sannir og skapandi tón- listarmenn, þörf fyrir að breytast, þróast áfram, taka framförum ef vill. Þess vegna eru þeir og hafa alltaf verið saman í hljómsveit, jú og svo náttúrlega líka út af rokklíferninu gerir maður ráð fyrir, og allri athyglinni. Á meðan tvær fyrstu plöturnar voru byltingarkenndar hver á sinn hátt, frábærar rokkplötur til síns brúks, þá er Halldór Laxness ekkert minna en risastökk fram á við, hreint ótrú- legt framfaraskref. Allt spilar inní: betri lög, betri textar, svalari stíll, betur heppnaðri pælingar, betri söngur og það sem mest er um vert margslungnari, bitastæðari og frjórri rokktónlist – og voru hinar plöturnar þá hreint engin endurvinnsla. Það er varasamt að nota orðið „fullkomin“ í svona umsögn en hér verður vart hjá því komist, segjum bara „næstum fullkomin“ svona til vonar og vara. Sem rokkplata kemur Halldór Laxness – svona klaufaorðalag er nákvæmlega það sem þeir sáu fyr- ir sér þegar þeir völdu þennan titil, púkarnir – eins nærri því að verða fullkomin og íslensk rokkplata hefur komist, er næstum fullkomin. Hún líka hefur þetta allt; flæði, frumleika, funhita, fyndni, hæfileg- an fáránleika, rétta fasið og firnasterk lög. Og unun er að heyra hversu smekklega þeir tvinna saman fortíð sína og framtíð, gömlu þungmeltu harð- kjarnakeyrsluna og nýju grípandi melódísku til- raunarokkstefnuna. Kristallast það kannski best í fyrstu þremur lögum plötunnar – „Boys Of Wint- er“, „Who’s Hobo“ og „Romantic Exorcism“ – sem saman mynda eitthvert magnaðasta upphaf ís- lenskrar plötu, og þótt víðar væri leitað innan rokk- geirans. Þetta er einhver undarlega fullkomin – þarna kemur orðið aftur – blanda; brjáluð keyrsla, grjótharður gítar, sjóðheit hrynjandi og límandi melódíur. Heilaga þrenning þessi rís auðvitað hæst í „Romantic Excorcism“, besta rokklagi sem ég hef heyrt í háa herrans tíð, ef ekki lengur. Þau gerast hreinlega ekki betri, meira grípandi, djarfari, ágengari. Halldór Laxness er náttúrlega vaðandi í gömlum og nýjum rokkklisjum sem hugsanlega á eftir að stuða einhverja. En það liggur samt í augum uppi að um leið og Mínus-menn eru greinilega veikir fyr- ir þessum klisjum þá ala þeir vísvitandi á þeim, ekki hvað síst húmorsins vegna. Auðvitað er fyndið þeg- ar rokkklisjur eru yfirkeyrðar á svo vel heppnaðan máta; allt morandi í vísunum í goðsagnir á borð við Stooges (berið saman myndir af Krumma á sviði og ungum Igga Pop og ímyndið ykkur Pop syngja „Search and Destroy“), Big Star, Guns’n Roses, MC5 (ómurinn af Kick Out The Jams er sterkur í nýju Mínusarstefnunni). Gott dæmi um þessar dásamlegu klisjur eru „My Name is Cocaine“ og „Here Comes The Night“, sem reyndar er fyrsta harðkjarnadiskó sem hljóðritað hefur verið, þar sem Krummi leikur sér að því að taka nokkrar Michael Jackson falsettur – orðinn ótrúlega fjöl- hæfur og margslunginn rokksöngvari hann Krummi. Hér væri hægt að fara út í nákvæma greiningu á hverju lagi fyrir sig, velta sér uppúr þeim af ein- skærum unaði, en það er nú bara ekki mikið rokk í því. Svona tónlist segir sig sjálf, kallar ekki á djúpa greiningu. Hana á að finna og fíla. Verður þó ekki komist hjá því að nefna „The Long Face“, kannski léttasta lagið á plötunni, það sem næst kemst meg- instraumnum, poppinu. Þar sýna þeir Mínus-drengir og sanna hversu auðveldlega hið melódíska form leikur í höndunum á þeim, að þeir gætu auðveldlega gert heila plötu með slíku efni. En það væri of auð- velt. Þeir kæra sig ekki um neitt auðvelt, allavega ekki þegar tónlistarsköpunin sjálf er annars vegar. Áður hefur verið getið frábærs framlags Krumma, sem sýnir á sér nýjar og fjölbreyttari hliðar sem söngvari, en að öðrum ólöstuðum í band- inu verður að geta framlags gítarleikaranna Frosta og Bjarna sem auðheyrilega eru að drukkna í eigin frjósemislind, springa af sköpunarkrafti. Annað eins gítarkukl og þeir fremja saman á plötunni hef- ur ekki heyrst á íslenskri plötu síðan Þorsteinn Magnússon og Guðlaugur Óttarsson brugguðu sína seiði með Þeysurum fyrir góðum tveimur tugum ára síðan. Talandi um gömlu nýbylgjuna, gamla ís- lenska nýrokkið frá upphafi níunda áratugar; enn og aftur skýtur það upp kollinum, nú hjá bestu ís- lensku rokksveit nýrrar aldar. Það er nefnilega svo gaman að heyra því bregða fyrir, þessu séríslenska kuldarokki – er reyndar mjög erfitt að lýsa þessum Rokk í Reykjavík suðupotti – innan um allar er- lendu rokkklisjurnar og þennan haug nýrra hug- mynda sem Mínus hefur fram að færa. Það er klárt mál að Halldór Laxness á eftir að teljast til merkari platna í íslenskri rokksögu og er reyndar hreinlega með því besta sem komið hefur út almennt í rokkheiminum lengi vel. Þessi plata er sannarlega bjargvættur, hvalreki, verðugur fyrsti handhafi rokknóbelsverðlaunanna – sem ætti hrein- lega að setja á laggirnar gagngert fyrir þessa plötu. Halldór Laxness er Íslandsklukka íslenska rokks- ins. Tónlist Íslandsklukkan Mínus Halldór Laxness Smekkleysa Halldór Laxness er þriðja breiðskífa hljómsveitarinnar Mínus. Hljómsveitina skipa Krummi söngvari, Frosti gít- arleikari, Bjarni gítarleikari, Þröstur bassaleikari og Bjössi trommuleikari. Við sögu koma og Katiejane Gar- side (söngur) og Hrafn Ásgeirsson (saxófónn). Lög og textar eru eftir Mínus en Katiejane Garside á textann við „Last Leaf Upon The Tree“ auk þess að semja tón- listina í því lagi með Mínus. Upptökum stjórnuðu Birgir Örn Thoroddsen, Ken Thomas og Mínus. Ljósmynd/Börkur Sigþórsson „Það er klárt mál að Halldór Laxness á eftir að teljast til merkari platna í íslenskri rokksögu og er reyndar hreinlega með því besta sem komið hefur út almennt í rokkheiminum lengi vel.“ Skarphéðinn Guðmundsson FÖRÐUNARKEPPNI No Name fór fram í Vetrargarðinum í Smáralind um síðustu helgi. Lilja Nótt Þór- arinsdóttir, framkvæmdastjóri keppninnar, segir móttökur gesta hafa verið góðar. „Þetta gekk von- um framar. Á milli fimm og sex þús- und manns fóru þarna í gegn,“ segir hún en þetta er í fyrsta skipti sem keppni af þessu tagi er haldin á land- inu. Tilgangur keppninnar var að gefa öllum, sem lært hafa förðun tækifæri til að koma sér á framfæri og virðist það hafa tekist. „Sumar þessara stelpna sem tóku þátt í keppninni eru strax komnar með atvinnutilboð. Þetta virkaði vel fyrir þær. Sú sem vann brúðarförð- unina er bókuð núna fram í júlí,“ segir Lilja Nótt, sem er ánægð með hvernig til tókst. Keppt var í fimm flokkum: „Smokey“, tískunni í dag , ljósmyndaförðun, brúðarförðun og unglingaflokki. Sigurvegarar voru Gréta Huld Mellado (tímabilaförð- un), Elma Dögg Gonzales (brúð- arförðun), Anna Sigrún Benedikts- dóttir (tískuförðun), Margrét H. Sigurpálsdóttir („smokey“), Íris Björk Björnsdóttir (unglingflokkur). Morgunblaðið/Árni Torfason Þemað í keppninni var nátt- úran. Hér má sjá Brynhildi sitja rólega á meðan Þórdís umbreytir henni. Framtíðin í förðunF ö rð u na rk e pp ni N o N am e í S m ár al in d TENGLAR ..................................................... www.noname.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.