Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 5
Landssamband stangaveiðifélaga hefur síðustu ár- in gengist fyrir fluguhnýtingasamkeppni. Guðmundur Guðjónsson frétti að þetta árið hefði verið bætt við vægast sagt athyglisverðum keppn- isflokki þar sem menn afhjúpuðu leynivopnin sín og kepptu um Leynivopn ársins 2003. ÞAÐ hefur lengi vafist fyrirmörgum stangaveiði-mönnum að sýna öðrum ífluguboxin. Flestir reynd-ir veiðimenn eiga sér sín- ar eftirlætisflugur og oft eru það vel þekktar flugur sem gefa mörgum öðrum góða veiði ekki síður en þeim sjálfum. En þeir sem hnýta sínar eigin flugur eru oft og iðulega búnir að finna áður óþekktar flugur sem hafa gefið vel. Sumir sýna aldrei öðrum, aðrir njóta flugna sinna um tíma, en opinbera síðan leyndar- dóminn og leyfa öðrum að njóta. Hægt væri að nefna nöfn margra flugna hér í þessu sambandi. Bjarni Bryjólfsson, stjórnarmaður hjá Landssambandi stangaveiðifélaga, sem sá að stærstum hluta um fram- kvæmd keppninnar, sem haldin var í samvinnu við veiðivöruverslanirn- ar Útivist og veiði og Veiðihornið, sagði að það hefði komið sér skemmtilega á óvart hversu viljugir sumir hnýtarar voru að sýna leyni- flugur sínar. Hér á eftir greinum við frá Leynivopnunum 2003. Flóin Flóin var í fyrsta sæti, en höf- undur hennar er Sigurbjörn Árna- son á Höfn í Hornafirði. Höfund- urinn segir fluguna eiga að svipa til marflóa og þannig sé nafnið tilkom- ið. Kunnugir munu auk þess sjá að flugunni svipar ekki lítið til hinnar skæðu Frances. Hér sé sum sé komin enn ein rækjuflugan. Sigur- björn segir: „Flugan var hönnuð fyrir um einu ári til að veiða sjó- bleikju og ég hef séð eða frétt af marflóm í þessum litum sem þarna koma fram. Ég hef fengið fiska á hana þó ég hafi lítið reynt hana enn sem komið er á heppilegustu stöð- unum, þá á ég við á ósasvæðum og neðarlega í ánum.“ Sigurbjörn segir það ekki flókið mál að hnýta Flóna. Fyrst eru aug- un útbúin. Þau eru úr girni og er annar endinn brenndur aðeins og honum díft ofaní svart lakk. Þetta á að þorna vel áður en áfram er hald- ið. Önglar eru gylltar þríkrækjur, 10 til 14. Byrjað er á stélinu, appels- ínugulur, brúnn eða grænn hana- hnakki. Næst eru augun fest og þau látin standa rétt aftur fyrir bug öngulsins og vísa aðeins út. Næst koma svo tveir stilkar úr hanaháls- fjöðrum í sama lit og stélið. Búk- efnið er Antron garn, hvítt í appels- ínugulu og grænu flugurnar en rústrautt í þá brúnu. Með þessu er búkurinn byggður upp og á hann að vera breiðastur að aftan, en mjókka fram. Þessu er svo lokið með haus- hnút á réttum stað. Þá er það skelin. Hún er úr epoxílími og er Revell málningu blandað út í límið, appelsínugulur litur nr. sm332, brúnn nr. sm383. Nóg að setja 2–3 dropa af málning- unni út í límið og hræra varlega, annars myndast loftbólur. Best að láta límið bíða í u.þ.b. tvær mínútur. Síðan er flugan sett í fjöðurklemmu og límið borið á bakið á henni, henni er síðan snúið á alla kanta 4–5 sinn- um og síðan er hún lögð varlega til hliðar og látin þorna í 1–2 daga. Þá er skorið aðeins í búkinn til að líkja eftir fótum. Sigurbjörn segist veiða best á fluguna með því að draga hana í stuttum kippum, eins og þegar marfló syndir. Þess má og geta, að þetta er gríðarlega „laxaleg“ fluga. Sóla Sóla varð í öðru sæti, en höf- undur hennar er Finnur Sigurðs- son. Finnur segir að flugan sé eft- irlíking af vorflugupúpu. Hann hafi veitt 2 punda bleikju í Ólafsdrætti í Þingvallavatni í júní í fyrra og við aðgerð vall hrúga af vorflugupúpum út úr bleikjunni sem voru svona heiðgular á búkinn og dökkar yfir og undir. Hann hnýtti þá Sólu og var frumraunin á Arnarvatnsheiði. Þar veiddi hann vel á fluguna og þar fundust sömu gulu púpurnar í bleikjunni. Uppskriftin er þessi: Búkur er Sverrisson og nefndi hann sem dæmi um aflasæld hennar, að vinur hans, Ágúst Morthens á Selfossi, hefði tekið með sér nokkur eintök í Vatnamótin á sumardaginn fyrsta sl. og veitt 16 sjóbirtinga, allt að 8 og 9 punda fiska. „Hún virkar því greinilega,“ segir Bjarnfinnur. Uppskriftin er þessi: Straum- fluguöngull, 10 til 2. Stél er kónga- blátt hrosshár og broddur er 3–5 vafningar af ávölu silfri. Vöfin eru ávallt silfur og búkur úr rauðu Fuji bait glit- þræði (Krystal flash). Skegg er kóngablátt hross- hár og undirvængur svart hár úr hjartardindli. Vængir eru tvær bleikar hanafjaðr- ir hvorum megin, hnýttar utan á búkinn svo þær myndi þak á flug- una. Vangar eru fjaðrir af frum- skógarhana. Frúin Loks sýnum við leynivopn sem kallast Frúin og er eftir Pál Haf- steinsson. Hnýtt sem laxafluga nú í vor og hefur aðeins verið reynd í skaftfellskum birtingi enn sem kom- ið er. Móttökurnar þar lofa góðu fyrir sumarið, m.a. fékkst hörku- veiði á fluguna í Vatnamótunum. Uppskriftin er þessi: Öngull er Mustad hefðbundinn nr. 10. Tvinni er rauður uni 8/0 og broddur er ávallt silfur. Stél er hausfjöður af gullfasana. Loðkragi er úr svartlit- aðri strútfjaðrafön og vöf eru ávallt silfur. Búkur er 2/3 svart flos og 1/3 rautt flos. Skegg er úr fönum úr svartri hanahálsfjöður en vængur er úr hári úr bláfjólulituðu íkorna- skotti og hári úr gráref. Haus er rauður. gudm@mbl.is Frúin. Jóhannes neðst, Amstel sú rauða og Sóla efst. Morgunblaðið/sr Leynivopnið 2003, Flóin. launa, en vakti samt óskipta at- hygli. Hún er eftir Örn Bjarnason. Hann hnýtti fluguna er hann beið eftir því að Jó- hannes vinur hans sækti sig til að fara til veiða austur í Grenlæk. Jóhannesi seinkaði, en Örn hnýtti þá þessa flugu sem „minnti mig á þessa stóru vorflugu sem kemur oft upp á vorin þarna fyrir austan,“ eins og hann komst að orði. Jóhann- es skilaði sér loksins og fengu þeir m.a. tuttugu sjóbirtinga á fluguna og síðan miklu fleiri, bæði í Gren- læk og víðar. Einnig bleikju og staðbundinn urriða. Uppskriftin er þessi: Búkur er svart flos og stálvír, bakið er með peacockfjöðrum. Skegg er með fön- um úr hanahálsfjörðum og vængur er úr hvítum ref. Hausinn er hálfur svartur og hálfur rauður. Hrói höttur Þessi straumfluga vakti einnig eftirtekt. Höfundur er Bjarnfinnur Leynivopnin afhjúpuð gul ull. Vöf eru koparvír og yfir búk og undir eru fasanafjaðrir. Fram- búkur er ull spunnin á vír og í skeggi eru fjórar fanir af fasana- fjöður. Hausinn er brúnn. Amstel Í þriðja sæti var silungapúpan Amstel og heitir væntanlega í höf- uðið á hinum þekkta hollenska bjór. Amstel er eftir Sigþór S. Ólafsson. Þetta er silungapúpa sem gefið hef- ur urriða og bleikju víða, t.d. hefur höfundurinn mokað á hana í vötnum á Skagaheiði. Uppskriftin segir sig nokkurn veginn sjálf að því er virð- ist. (Beðið eftir) Jóhannes(i) Þessi fluga vann ekki til verð- Hrói höttur. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MAÍ 2003 B 5 Sjúkra-, aðhalds-, flug- og nudd- sokkar. Græðandi, losar þig við fótrakann SOLIDEA BAS ET COLLANTS Aðalfundur Aðalfundur hlutafélagsins Línu.Nets hf., kt. 490799-3039, fyrir starfsárið 2002 verður haldinn þriðjudaginn 10. júní 2003 í húsi Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1 og hefst hann kl. 16.00. Dagskrá fundarins er sem hér segir: 1. Tillaga um breytingu á samþykktum félagsins. 2. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 14. grein samþykkta félagsins. 3. Önnur málefni, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofu þess að Skaftahlíð 24, Reykjavík, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Stjórn Línu.Nets hf. Skaftahlíð 24 • 105 Reykjavík • Kt. 490799-3039 Sími 559 6000 • Fax 559 6099 • www.lina.net

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.