Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 25. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ S KAPGERÐIN réð líka miklu um framabrautina en Snorri segist sem barn hafa talið sig þurfa að kunna að smíða eða setja saman flesta þá hluti sem fyrir augu bar. Hann fékk þó ekki sérstakan áhuga á flugvélum fyrr en hann var 10 ára, sumarið 1974. „Þá fór ég og tvíburabróðir minn á sumarnámskeið á Laugarvatn. Og ég varð afskaplega ástfanginn af tíu ára gamalli stúlku sem var þar, dóttur stjórnandans á nám- skeiðinu. Mig minnir að hann hafi verið íþróttakennari í menntaskól- anum þar eða eitthvað svoleiðis. Nema hvað að hann átti tvær gull- fallegar dætur og ég varð svona ógurlega ástfanginn af annarri þeirra og reyndar svolítið skotinn í hinni líka. Og svo þegar ég kom heim til Reykjavíkur eftir vikuna langaði mig svo ofboðslega til að halda áfram að hitta þær að ég fór að velta fyrir mér hvernig ég gæti nú komist þangað. Þá kom þetta eðli upp í mér, að þurfa að smíða alla skapaða hluti. Ég ætlaði bara að leysa málið með því að smíða eitthvað. Fyrst ætlaði ég að smíða bíl og síðan mótorhjól en af ein- hverjum ástæðum komst ég að þeirri niðurstöðu að það væri sjálf- sagt einfaldast að smíða flugvél,“ segir Snorri. Stalst upp í flugvélarnar og tók í stýrið Ekki tókst honum að slá slíkri vél saman og hann fór reyndar ekki til Laugarvatns fyrr en löngu síðar. En áhuginn á flugvélum hafði kviknað. „Ég gerði mér grein fyrir því að þekkingu minni var talsvert ábótavant og einhvern veg- inn varð ég að afla mér þekking- arinnar. Það var augljóslega best að fara niður á Reykjavíkurflugvöll og skoða flugvélar hátt og lágt. Og það var það sem ég gerði í mörg, mörg ár. Ég er ekkert að ýkja þeg- ar ég segi að ég hafi verið á flug- vellinum á hverjum einasta degi á sumrin. Nema kannski einstaka sunnudaga,“ segir hann. „Ég var að þvælast í kringum vélarnar og þegar enginn sá til opnaði ég þær, settist inn og tók í stýrið. Ég reyndi samt aldrei að setja neitt í gang,“ fullvissar hann blaðamann- inn um. Snorri var 12 ára þegar hann flaug í fyrsta skipti með flugvél og um ári síðar leyfði Guðmundur Daði Ágústsson, bróðir bekkjar- systur Snorra, honum að koma með í flugferð, en Guðmundur var þá í flugnámi. Ferðirnar áttu eftir að skipta tugum ef ekki hundr- uðum. „Hann leyfði mér að fljúga vélinni og nokkrum sinnum að lenda og taka á loft. Þetta hafði mikið að segja um framtíðaráform mín,“ segir Snorri sem telur að reynsla sín leiði í ljós hversu mik- ilvægt sé að hafa flugvöll í Reykja- vík, það skipti máli að upprennandi flugmenn geti fylgst með og kynnst fluginu. Ferðir Snorra á flugvöllinn voru tíðastar þegar hann var 13–16 ára en smám saman dró úr þeim. Snorri lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1984 og hóf upp úr því nám í vélaverk- fræði í Háskóla Íslands. Honum þótti þó enn sem flugverkfræði ætti betur við sig og fór það svo að hann hætti í háskólanum. Í þrjú ár vann Snorri sem flugþjónn hjá Flugleiðum en frestaði því að sækja um að komast í nám í flug- verkfræði. Það óx honum í augum að þurfa að gangast undir ýmis próf til að komast inn í skóla og síðan flytja til annars lands. Tókst ekki að smíða flugvél 10 ára Vikulangt íþróttanámskeið sem Snorri Guð- mundsson fór á með tvíburabróður sínum þegar þeir voru tíu ára reyndist örlagaríkt og réð miklu um að fjórtán árum síðar hóf Snorri nám í flugverkfræði í Bandaríkjunum. Hann ílengdist í landinu og er nú verkfræðingur hjá Cirrus-flugvélaverksmiðjunum sem framleiða nútímalegar einkaflugvélar úr trefjagleri. Rúnar Pálmason ræddi hann. „Eftir að ég fór að vinna í þessu þá breyttust ýmsir hlutir. Við lengdum stélarminn á vélinni og breyttum áfallshorni á hæðarstýri. Og svo enduðum við með því að setja sérstakar frambrúnir á vængina til þess að hún yrði afskaplega góð í ofrisi en þetta er sjálfsagt besta vél sem hægt er að stjórna eftir að hún hefur ofrisið,“ segir Snorri. Morgunblaðið/RAX Flugverkfræðingurinn og tónlistarmaðurinn Snorri Guðmundsson. „IÐNAÐUR í Bandaríkjunum á í sí- felldu stríði við lögsóknaróðan al- menning,“ segir flugverkfræðing- urinn Snorri Guðmundsson. Fyrir um áratug nam kostnaður við vörn gegn lögsókn um 30% af söluverði nýrrar einkaflugvélar. Þessi kærugleði haml- aði að hans sögn framþróun í grein- inni. Breytingar á lögum um 1993 voru hliðhollar flugvélaframleið- endum og upp úr því hófu eigendur Cirrus-verksmiðjanna að hanna og smíða nýja flugvél, SR-20. „Stóru framleiðendurnir, eins og Cessna og Piper, voru og eru að framleiða vélar sem voru að mestu hannaðar um 1950. Fólk getur spurt sig: Myndi ég kaupa bíl sem var hannaður á fimmta áratugnum og það eina sem hefur breyst er liturinn eða aðferð við log- suðu? Það er sambærilegt við breyt- ingarnar sem hafa verið gerðar á þessum vélum,“ segir Snorri. Við hönnun SR-20 hefur verið lögð áhersla á nýjungar, öryggi og þæg- indi. Mælaborðið hefur verið gert ein- falt og skjáir hafðir fáir en stórir – gjörbylting frá eldri vélum þar sem allt úir og grúir í litlum mælum og tækjum. Snorri segir að almenningur telji einkaflugvélar óþægilegar og til að auka þægindin var höfð hliðsjón af bílum við hönnun á stjórnklefanum. Þægilegri og sterkari sæti voru sett í flugvélina og útsýni úr klefanum auk- ið eins og frekast var kostur. Þá er stýrið ekki fyrir miðju eins og venjan er heldur til hliðar við flugmanninn. Þetta eykur öryggi þar sem stýrið getur ekki skaðað flugmanninn fari svo illa að vélin brotlendi. Nýstárlegasti búnaður vélarinnar er án efa neyðarfallhlífin, en engin önnur vél í heiminum hefur slíkan búnað. Fallhlífin er þó ekki til þess að flugmaðurinn eða farþegar geti stokkið út heldur er fallhlífin fyrir flugvélina sjálfa. Með því að toga í handfang skýst út raketta sem opnar fallhlíf sem er nægilega stór og sterk til að flugvélin getur svifið til jarðar. Er miðað við að allir geti gengið óhultir frá borði. Þessi búnaður hefur einu sinni verið notaður í neyð og reyndist hann þá fullkomlega að sögn Snorra. Vélar Cirrus eru úr trefjagleri sem er óvenjulegt því flestar flugvélar eru gerðar úr áli. Trefjaglerið varð fyrir valinu þar sem tiltölulega auðvelt er að móta það og „hámarka loftafls- fræðilegt útlit vélarinnar,“ eins og Snorri segir. Fyrsta SR-20 flugvélin var afhent kaupanda árið 1999 og ári síðar var SR-22 afhent. SR-22 er að flestu leyti eins og forveri sinn nema hún er heldur stærri og kraftmeiri. Báðar rúma þær þrjá farþega auk flug- manns. Aðspurður segir Snorri að vélarnar kosti um 16–31 milljón eftir því hvaða búnaður fylgir. Verðið sé álíka og ódýrustu Cessna-flugvél- arnar en Cirrus-flugvélarnar séu mun betur tækjum búnar. Sambærilegar Cessnur kosti fjórum milljónum meira. Það sé ekki sérlega spennandi kostur þegar við bætist að Cessn- urnar séu hægfleygari en Cirrus- vélarnar. Fleiri en Snorri virðast sjá kosti Cirrus því að hans sögn hefur Cirrus á fjórum árum selt mest af flugvélum í þessum flokki í öllum Bandaríkjunum. Ekki er vitað til þess að Íslendingur hafi keypt slíka vél. „Ekki ennþá,“ segir Snorri. Vilt þú kaupa flugvél sem var hönnuð 1950? Ef allt annað bregst má skjóta út fall- hlíf og flugvélin flýgur mjúklega til jarðar, a.m.k. tiltölulega mjúklega. Mælaborðið er einfalt og skjáir fáir en stórir. Gjörbylting frá eldri vélum þar sem allt úir og grúir í litlum mælum og tækjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.