Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 8
3 laukar, gróft niðurskornir 5–6 hvítlauksrif, gróft niðurskorin (það skaðar ekki að nota enn meiri hvítlauk) Tvær dósir af niðursoðnum tómötum 4 gulrætur. Skerið þær í tvennt langsum og síð- an í um 4 cm langa bita 2 paprikur skornar í grófa bita 8 meðalstórar kartöflur, flysjaðar og skornar í fernt. 2 kúrbítar skornir langsum og síðan í þykka bita (eða einn kúrbítur og einn gulur squash ef menn vilja litríkari rétt). 2 bollar kjúklingabaunir. Ef notaðar eru þurrk- aðar baunir verður að láta þær liggja í bleyti samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Þurrkað eða ferskt timjan, oregano og rósmarín. Salt og pipar 2 lítrar vatn eða kjúklingasoð AÐFERÐ: Brúnið kjötið í ólívuolíu í stórum potti, bætið við lauknum eftir um fimm mínútur og síðan hvítlauknum nokkrum mínútum síðar. Mýk- ið lauk og hvítlauk. Saltið og piprið. Bætið við vatni eða kjúklinga- soði, tómötum ásamt safa, kjúk- lingabaunum og kryddjurtum. Látið malla á vægum hita í rúma klukkustund, jafnvel allt að eina og hálfa klukkustund ef þið hafið nægan tíma. Bætið við gulrótum, kartöflum og papriku og látið malla áfram í um 15 mínútur. Bætið við kúrbít og sjóðið þar til hann er orð- inn hæfilega mjúkur, um 15 mínútur til viðbótar. Mik- Sælkeri á sunnudegi Steingrímur Sigurgeirsson ÞAÐ ER forvitnilegt að skoða tölur yfir sölu á víni í vínbúðum ÁTVR á fyrsta fjórðungi þessa árs og bera þær saman við sama tímabil í fyrra. Strax blasir við að neysla á létt- vínum heldur áfram að aukast og það ansi hratt. Neysla á rauðvíni eykst þannig um heil þrjátíu pró- sent á milli ára. Að sama skapi blasir við að kassavín halda áfram að auka hlut sinn og eru nú rúmur þriðjungur allrar neyslu rauðvína í slíkum umbúðum. Hlutur kassavín- anna fer úr þrjátíu prósentum í rúm þrjátíu og fimm prósent. Ef horft er til einstakra víngerð- arsvæða má sjá að frönsk vín halda áfram að missa hlutdeild í nær öll- um flokkum. Ítölsk vín eru jafnt í sókn sem vörn. Hlutur Toskana-vína eykst um 0,83% í magni talið en hlutdeild þeirra í heildarmagni seldra vína dregst saman um rúm tuttugu pró- sent. Tæplega 30% meira var selt af vínum frá Piedmont en árið á undan en engu að síðar dróst hlutur þeirra af heildinni saman um tæpt prósent. Sala á vínum frá Veneto eykst jafnt í magni sem hlutfalls- lega en mesta aukningin er hins vegar í sölu vína frá Suður-Ítalíu. Magnið jókst um 75% og hlut- deildin um 34%. Hlutur spænsku Rioja-vínanna, sem lengi hafa verið vinsæl, dregst saman um tæp 14% en engu að síð- ur eykst heildarmagn þeirra um 13%. Sala á vínum frá Katalóníu dregst saman jafnt í magni sem hlutfallslega. Hlutur almennra Kaliforníu-vína dregst saman um 4,5% en engu að síður er um fjórðungi meira selt af þeim vínum ef miðað er við magn. Vín frá Sonoma og Napa eru hins vegar í sókn. Magnið fer upp um 66% og hlutdeildin um 27%. Það ber þó að hafa í huga að hlutdeild þeirra vína á markaðnum er ein- ungis 0,3%. Vín frá Chile hafa hins vegar um 15% hlut en hann dregst engu að síður saman um rúm 22% þótt magnið hafi aukist um 1,56%. Suður-Afríka sækir hins vegar gífurlega á. Magn seldra vína frá Suður-Afríku fer upp um tæp 47% milli ára, hlutdeildin eykst um 12,5% og heildarhlutur þeirra er nú 7,21%. Ástralía er í enn meiri sókn og er heildarhlutdeild ástralskra rauðvína nú 10,2%. Mest er aukn- ingin í vínum frá Suður-Ástralíu eða 152% í magni og 93% sem hlut- fall af heild. Einstakar tegundir eru í mikilli sókn, Wolf Blass Red Lab- el um tæp 400% og Penfold’s Kal- imna Bin 28 Shiraz um tæp 500%. Í hvítum vínum má sjá svipaða þróun nema hvað þar höfðu kassa- vínin þegar náð 35% markinu og standa nokkurn veginn í stað hlut- fallslega milli ára þótt auðvitað sogi þau þá jafnframt til sín megnið af magnaukningunni. Heildarsala hvít- vína jókst um 30% í magni milli ára. Hlutur franskra vína í vínum seldum á flöskum dregst saman á milli ára. Þannig fer hlutur Elsass- vína niður um 10% hlutfallslega, Búrgundarvína um 12,5%, Loire- vína um 17,6% og Bordeaux-vína um 18%. Raunmagnið eykst hins vegar nokkuð í öllum tilvikum. Sala á spænskum hvítvínum eykst um tæp 47% milli ára og hlut- deild þeirra um 12,3%. Magn almennra Kaliforníu- hvítvína eykst um 55,6% og hlut- deild þeirra um rúm 19%. Sala á hvítvínum frá Napa og Sonoma nær tvöfaldast milli ára og hlutdeild þeirra fer upp um helming. Sala á hvítum Chile-vínum er nær óbreytt milli ára í magni en hlutdeildin minnkar þar af leiðandi um hátt í fjórðung. Er hún nú rétt tæplega 10% af heildinni. Hvítu Suður-Afríku vínin sækja ekki síður á en þau rauðu. Magnið upp um tæp 142% og hlutdeildin eykst um tæp 85% í rúm 3% af heildarsölu vína. Áströlsku vínin auka hlut sinn verulega. Magnið upp um tæp 64% og hlutdeildin um fjórðung. Er heildarhlutur þeirra nú um 10%. Það ber að hafa í huga þegar þessar tölur eru skoðaðar að vín í stærri umbúðum en 75 cl (fyrst og fremst kassavín) eru einn flokkur óháð uppruna vínanna. Þar sem megnið af þessum vínum kemur frá Frakklandi, Ítalíu og Chile eykur það þó nokkuð á hlut þessara ríkja í heildarneyslunni. „Kassavín“ þriðjungur neyslunnar Morgunblaðið/Jim Smart Vín vikunnar er einungis eittað þessu sinni og er þaðmatvænn og ódýr Suður- Ítali. Tor del Colli Biferno Riserva 1997 er vín af svæðinu Biferno í hér- aðinu Molisse. Það er unnið úr þrúgunum Aglianico og Montepul- ciano. Sjarmerandi sveitaruddi þar sem Montepulciano hefur yfirhönd- ina, hesta- og mykjulykt, kryddað og gróft en með góðan þokka og smellur vel að mat, t.d. einföldum pastaréttum á borð við Bolognese eða þá heimatilbúnum pitsum. Kostar 1.090 krónur og fær mjög góða einkunn í þeim verðflokki. 17/ 20 Það eru ekki mörg ár frá því kúskús fórfyrst að birtast í hillum verslana hér álandi. Nú er hins vegar svo komið aðþessi norður-afrísku hveitigrjón eruorðin fastur liður í mataræði margra og óspart notuð í margs konar salöt eða sem meðlæti. Í huga flestra er kúskús „framandi“ hráefni. Í Maghreb-ríkjum Norður-Afríku, Marokkó, Tún- is og Alsír, er kúskús hins vegar jafnsjálfsagður hluti hins daglega mataræðis og pasta á Ítalíu og hrísgrjón í Kína. Í Evrópu hefur kúskús fyrst og fremst náð fótfestu í Frakklandi vegna mikils fjölda innflytjenda frá þessum ríkjum. Í borgum Frakklands eru kúskús-veitingastaðir jafn- algengir og pitsu-staðir og Frakkar hafa tekið hina norður-afrísku matargerð upp á sína arma. Alla jafna er kúskús borið fram með kjöti, lamba- kjöti, kjúklingum og krydduðum merguez- pylsum, auk eins konar grænmetis- og/eða kjöt- súpu. Það fyrsta sem sló mig þegar ég var dreg- inn inn á kúskús-stað fyrir mörgum árum er hversu margt þessi réttur á sameiginlegt með hinni íslensku kjötsúpu, enda grunnhugmyndin að mörgu leyti sú sama þótt kryddið og hráefnin séu önnur og fleiri. Hér fylgir uppskrift að túnískum kúskús-rétti og eru flestar uppskriftir að hinni sígildu kúskús- kássu eins konar afbrigði í þessum dúr. Það má skipta út grænmetistegundum og sleppa eða bæta við kryddi. Til dæmis getur einnig verið gott að nota kúmmín og saffran til viðbótar við það krydd sem hér er notað. KÚSKÚS FRÁ TÚNIS 1 kg lambakjöt. Hér má til dæmis nota súpukjöt, best er að fituhreinsa það ef einhverjir bitar eru of feitir. ilvægt er að ofsjóða ekki grænmetið þannig að það verði of mjúkt. Þá er komið að því að útbúa sjálft kúskúsið. Best er að gufusjóða kúskús en til þess þarf sér- stakan búnað, sem ekki er algengur á íslensk- um heimilum. Því er best að útbúa kúskús sam- kvæmt leiðbeiningum á pakka. Yfirleitt þarf um hálfan lítra af vatni á hvern pakka. Látið suðu koma upp, setjið ögn af salti í vatnið, takið pottinn af hitanum og hrærið kúskúsinu saman við vatnið ásamt vænni matskeið af smjöri. Lát- ið grjónin standa í nokkrar mínútur í lokuðum potti meðan þau sjúga í sig vökvann. Berið fram kúskús og lambakássuna hvort í sinni skálinni. Kúskús er síðan sett í skál og kásunni ausið yfir. Vínið með: Best er að bera fram öflugt en einfalt vín, t.d. frá Suður-Frakklandi eða Suður-Ítalíu. Reynið t.d. Morgante Nero d’Avola, Planeta La Seg- reta eða A Mano Primitivo. Kúskús og „kjötsúpa“ Morgunblaðið/Arnaldur Vín Með AVIS kemst þú lengra Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað – Það borgar sig Hringdu til AVIS í síma 591-4000 AVIS Knarrarvogi 2 – 104 Reykjavík – Sími 591 4000 Fax 591 4040 – Netfang avis@avis.is Innifalið í verði er ótakmarkaður akstur, trygging, vsk. og flugvallargjald. (Verð miðast við lágmarksleigu 7 daga). Ekkert bókunargjald. Bretland kr. 2.800,- á dag m.v. A flokk Danmörk kr. 3.200,- á dag m.v. A flokk www.avis.is Við gerum betur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.