Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MAÍ 2003 B 9 ... notaðu hjálm! Hvað á þitt barn yfir höfði sér? Þegar vorar flykkjast börnin okkar út í góða veðrið og taka fram reiðhjólin, línuskautana og hlaupahjólin. Öllum þessum farartækjum fylgir aukin hætta á óhöppum og því er mikilvægt að við séum vakandi gagnvart því að vernda þau eins og kostur er. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að reiðhjólahjálmar geta komið í veg fyrir alvarlega höfuðáverka enda kveða lögin á um að öll börn, yngri en 15 ára, skuli nota hjálma á reiðhjólum. OFTAST er einfaldleikinn bestur. Einhver besta skinka sem völ er á í heim- inum, spænska þurrsk- inkan, er nú fáanleg á Ís- landi og það þarf ekki að gera mikið til að búa til litla veislu með hana í aðal- hlutverki. Á spánskum veit- ingastöðum og heimilum er algengt að skinka sem þessi sé borin fram með grilluðu tómatabrauði. Brauðið er grillað í sneiðum við arin, á grilli eða í ofni þar til sneið- arnar eru stökkar í gegn en án þess þó að þær brenni. Það brauð sem hentar best er gróft sveitabrauð í ítölsk- um eða spænskum stíl. Slíkt brauð má fá í mörgum af betri bakaríum landsins. Þegar búið er að grilla brauðsneiðarnar er hvítlauk nuddað inn í hart yfirborðið. Nota má allt að eitt með- alstórt rif á hvert brauð. Þá er tekinn þroskaður tóm- atur og honum sömuleiðis nuddað inn í brauðið. Að því búnu er ólívolíu í hæsta gæðaflokki hellt yfir. Saltið með klípu af Maldon-salti og piprið með örlitlu af svörtum pipar úr kvörn. Með þessu er gott að drekka ískalt og þurrt fino- sérrí eða þá rautt Rioja-vín. Spænsk skinka á tómatabrauði Morgunblaðið/Arnaldur SAMTÖKIN Consejo Regulador er halda utan um gæðaeftirlit í vínhér- aðinu Rioja á Spáni hafa úrskurðað að árgangurinn 2002 skuli teljast „góður“. Uppskera ársins var fremur lítil í magni eða um fjórðungi minni en ár- ið á undan. Raunar mun þetta vera minnsta uppskera í tíu ár í Rioja. Þá setti veður víða strik í reikn- inginn, frost í apríl skemmdi þrúgur og náðu þær sér ekki alls staðar á strik þrátt fyrir ágætar aðstæður yf- ir sumarmánuðina. Úrkoma var töluvert yfir meðallagi sem gerði að verkum að á sumum svæðum, ekki síst í Rioja Alta og Rioja Alavesa uxu þrúgurnar of hratt og upp komu vandamál með myglu. Er það mat Consejo Regulador að á köflum séu vínin frábær en í heild- ina eru gæði þeirra ekki nema þokkaleg. Árangurinn telst því „góð- ur“ en ekki framúrskarandi. Lítil uppskera en góð í Rioja Alltaf á þriðjudögum Sérblað alla þriðjudaga Hafðu það skemmtilegt í sumar! Leigjum út flest allt sem þú þarft fyrir veisluna þína Brúðkaup - Afmæli - Ættarmót - Vörukynningar - o.fl. Þegar allt á að heppnast www.skemmtilegt.is Skútuvogi 12L - 104 Reykjavík Sími 557 7887 - Fax 557 7855 skemmtilegt@skemmtilegt.is Skemmtilegt Hátíðlegt Regnhelt Reynsla Öryggi Gæði Sterk og falleg tjöld fyrir: Brúðkaup - Afmæli - Ættarmót - Garðveislur- Landsmót - Vörukynningar - Kvikmyndaver - Bæjarhátíðir Einnig höfum við: Borðbúnað - Borðdúka - Borð - Stóla - Bekki - Rennibrautir - Hoppukastala - Boxhringi - Gladiator - Candyflosvélar - Poppvélar - Gjallarhorn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.