Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 25. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ö RLÖGIN réðu því að ég settist að á Íslandi fyrir 30 árum. Ég gat lítið við því gert og dettur heldur ekki í hug að kvarta. Hér hef- ur mér liðið af- skaplega vel og aldrei orðið fyrir beinni áreitni. Ég er bara mjög ánægður með að vera Íslend- ingur og veistu bara hvað!“ Brosið breiðist yfir andlit Justiniano „Ning“ de Jesus. „Nú dreymir mig á íslensku.“ Við hittumst í Sælkerabúðinni hjá Ning á Suð- urlandsbrautinni og röltum yfir í Café Konditori í næsta húsi til að fá okkur kaffi. Ning skiptist á nokkrum orðum við eigandann. „Vissir þú að hún er líka útlendingur?“ spyr hann og leggur kaffi- bollana varlega á borðið. Blaðamaðurinn kinkar kolli – hafði komið auga á danska fánann í hvítum einkennisbúningnum. Við tölum um nöfn og Ning útskýrir að de Jesus sé spænskt nafn. „Á Filipps- eyjum eru spænsk áhrif áberandi. Spánverjar réðu yfir eyjunum í 400 ár. Ef þú keyrir um höf- uðborgina Manila sérðu fljótt að sum götuheitin eru spænsk. Sum orð í tungumálinu tagalog eru komin úr spænsku, t.d. segjum við „la mesa“ um borð rétt eins og Spánverjar. Við töluðum spænsku heima þegar ég var lítill. Pabbi var verk- fræðingur og kenndi spænsku í hlutastarfi í grunnskóla. Mamma var heima og sá um mig og yngri systur mínar fjórar. Við höfum verið ósköp venjuleg millistéttarfjölskylda býst ég við,“ segir Ning ofurlítið hugsi. „Ég gekk alltaf í góða skóla.“ Rokk og ról „Unglingsárin voru yndislegur tími,“ viður- kennir Ning dreyminn á svip og dreypir á ilmandi kaffinu. „Við vorum algjörlega áhyggjulaus. Eng- inn þurfti að hugsa um að vinna fyrir sér. Eftir skóla lögðum við á ráðin um hvar við ættum að halda partí næst. Við komum saman til skiptis hvert hjá öðru og í gripahúsum og héldum uppi fjörinu fram á rauða nótt. Rokkið réð ríkjum og helstu fyrirmyndirnar voru stjörnur á borð við James Dean og Bill Haley. Áhrifin komu beint frá Bandaríkjunum. Andi kvikmyndarinnar Americ- an Graffiti sveif yfir vötnunum. Við lifðum fyrir líðandi stund og höfðum aldrei áfengi um hönd. Eiturlyf þekktust ekki.“ Væntingar um enn meira fjör urðu til þess að Ning fór að vinna með skólanum í næturklúbbi með menntaskólanáminu. „Bróðir vinar míns rak klúbb fyrir fræga fólkið á Hótel Filippseyjum, þ.e. einu flottasta hóteli Filippseyja. Vinur minn sagði við mig: „Ning, komdu að vinna í klúbbnum. Þar er fjörið.“ Ég var ekki lengi að þiggja starfið og var orðinn þjónn í klúbbnum fyrr en varði. Vin- ur minn hafði svo sannarlega rétt fyrir sér. Klúbburinn iðaði af lífi alveg frá opnun og langt fram á morgun. Hjá mér voru heldur ekki margar dauðar stundir. Ég var í skólanum fram eftir degi, vann í klúbbnum fram á morgun, svaf 3–4 tíma og fór svo aftur í skólann,“ segir Ning og hristir höf- uðið brosandi. „Eftir að ég lauk menntaskólanámi fór ég svo að vinna á hótelinu. Ég hafði yfirum- sjón með þrifum á einni hæðinni.“ Á meðan Ning var að vinna á Hótel Filipps- eyjum var byggt 5 stjörnu Sheraton-hótel í Man- ila. „Einn daginn fékk ég spennandi tilboð frá vini mínum. Hann bauð mér að hafa yfirumsjón með dyravörðunum, vikapiltunum „pikkoló-unum“ og þrifum á fyrstu hæð hótelsins. Ég þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um. Eftir þriggja mánaða starfsþjálfun á Sheraton-hótelinu á Hawaii tók ég til starfa á nýja Sheraton-hótelinu í Manila árið 1959. Eins og á Hótel Filippseyjum var sjaldan dauð stund á Sheraton og þar hitti ég stjörnur eins og Burt Reynolds, Bítlana og Carpenters í eigin persónu. Ég get ekki sagt að ég hafi kynnst neinum í þessum hópi persónulega nema helst Karenu Carpenter. Hún hringdi oft niður til mín eftir tónleika til að biðja mig um að færa sér mat – kjúkling í körfu, samloku eða eitthvað svoleiðis. Hún var mjög indæl og gaf mér miða á hverja ein- ustu tónleika Carpenters í Manila. Gestirnir á hótelinu voru heldur ekki nískir á þjórfé. Við starfsfólkið á fyrstu hæðinni fengum þjórfé frá hverjum einasta gestahópi – mörgum á dag. Vas- arnir voru oft bólgnir af seðlum á kvöldin. Ég þurfti aldrei að hafa peningaáhyggjur.“ Íslenska fegurðardrottningin Einn gestanna á Sheraton átti eftir að ráða ör- lögum Nings. „Einu sinni gistu 6 fegurðardrottn- ingar í tengslum við Miss World-fegurðarsam- keppnina á Sheraton-hótelinu. Systurnar Anna og Sigríður Geirsdætur voru í þessum fegurð- ardrottningahópi. Ég kynntist Önnu fljótlega eft- ir að hópurinn kom á hótelið. Hún hringdi niður og spurði hvort ég gæti komið með mat upp á her- bergi. Ég gerði eins og hún bað og í framhaldi af því urðum við málkunnug. Vinir mínir á hótelinu urðu grænir af öfund. Anna var svo sannarlega glæsileg stúlka,“ segir Ning og rifjar upp að eftir að hafa verið kjörin ungfrú Ísland hafi hún hreppt annað sætið í Miss Universe-fegurðarsamkeppn- inni. Sigríður Geirsdóttir „Sirrý“, systir Önnu, hafi hreppt titilinn Miss World. „Fljótlega eftir að við kynntumst spurði hún svo hvort ég vissi um einhvern góðan dansstað! Við fórum saman út að dansa og dönsuðum svo saman út í lífið.“ – Hafðir þú einhverja hugmynd um hvar Ísland var á þessum tíma? „Nei, ekki hugmynd.“ Ning skellir upp úr. „Ég man bara eftir að einu sinni þegar ég varð vitni að því að Anna var að tala við pabba sinn í síma uppi á herbergi spurði ég hana hvort hún væri að tala rússnesku – hljóðin voru svo hörð.“ Ning var fráskilinn þegar hann kynntist ís- lensku fegurðardrottningunni. Sambandið þróað- ist hratt og ekki leið á löngu þar til þau voru kom- in í sambúð á Filippseyjum. „Ef mig misminnir ekki bjuggum við saman á Filippseyjum í hátt í 2 ár. Anna borðaði allan skrítna matinn okkar og var ákaflega opin gagnvart filippseyskri menn- ingu Við vorum ástfangin upp fyrir haus og ekki leið á löngu þar til hún varð ólétt. Við ákváðum að hún myndi fara til Íslands til að eiga barnið og koma svo aftur til baka þegar barnið væri orðið nægilega stórt til að ferðast. Hún hélt í framhaldi af því til New York til að vinna og svo áfram til Ís- lands til að eiga barnið. Ég varð eftir og hélt áfram að vinna á Sheraton.“ Skömmu eftir að Anna hélt til Íslands kynntist Ning bandarískum auðkýfingi á hótelinu. „Auð- kýfingurinn Ray Lehmann bauð mér starf fram- kvæmdastjóra við skipafyrirtæki sitt American Asiatic. Fyrirtækið var með skrifstofur bæði á Filippseyjum og í Singapúr og sérhæfði sig í hvers kyns farmflutningum auk þess að leigja út skip til sérhæfðra flutninga, t.d. leigði fyrirtækið oft út sérstakt timburflutningaskip til að flytja timbur frá Indónesíu til annarra landa. Mitt starf fólst í því að hafa yfirumsjón með allri starfsemi fyrirtækisins á Filippseyjum, bæði niðri á höfn og í tengslum við hvers kyns pappírsvinnu,“ segir Ning og brosir. „Þessi vinna átti svo sannarlega vel við mig því að hún var bæði krefjandi og skemmtileg.“ „Hvar er allt fólkið?“ Svo dundi áfallið yfir. „Marcos lokaði landinu,“ segir Ning og skuggi færist yfir andlitið. „Anna komst ekki aftur til baka með Sigríði „Nini“ okkar og fljótlega fór að bera á erfiðleikum í tengslum við rekstur skipafyrirtækisins. Ray sá að útlitið var ekki gott og ákvað að flytja alla starfsemi fyr- irtækisins frá Filippseyjum. Hann bauð mér far með einu skipanna þegar skipaflotinn yrði fluttur til Singapúr og enn og aftur ákvað ég að grípa tækifærið. Algjör óvissa ríkti um framtíð mína á Filippseyjum og svo var Anna alltaf að hringja í mig frá Íslandi og spyrja hvort að ætlaði ekki að fara að koma til þeirra mæðgna á Íslandi.“ Ning kom til Íslands í ágústmánuði árið 1974. „Ég ætlaði ekki að trúa því að ég væri að fara í gegnum aðalflugvöllinn þegar ég kom til Kefla- víkur. Byggingarnar voru hrörlegar, umhverfið fráhrindandi og eyðilegt. Á Filippseyjum hafði ég vanist fallegum byggingum, gróðursæld og iðandi götulífi. Hér voru húsin gráleit, gróðurinn lítill og göturnar auðar. „Hvar er allt fólkið?“ spurði ég þegar ég kom til Reykjavíkur. „Inni,“ var svarið. Ég átti ekki til eitt einasta orð og sannfærðist enn frekar um að sú ákvörðun mín að setjast ekki að á Íslandi heldur flytja aftur til Filippseyja eða reyna fyrir mér í Bandaríkjunum væri rétt.“ Hvað varð til þess að þú skiptir um skoðun? Ning er ekki lengi að svara. „Tengdaforeldrar mínir. Þau tóku mér opnum örmum og reyndust mér alltaf ákaflega vel. Tengdamömmu minni var mikið í mun að sannfæra mig um að Ísland væri gott land. Stuttu eftir að ég kom til landsins sagði hún við mig alvarleg á svip. „Ning. Ísland er gott land. Hér eru engir glæpir og engar líkur á því að nokkurn tíma verði alvöru stríð.“ Ég játti því og sagðist svo viss um að um leið og Íslendingar færu að ferðast meira út fyrir landsteinana myndu þeir læra að fremja glæpi rétt eins og aðr- ar þjóðir. Þrjátíu árum seinna veit ég að ég hafði á réttu að standa.“ Fjórir Asíubúar „Ég held að við höfum verið fjórir Asíubúar í Reykjavík fyrstu árin mín hérna,“ segir Ning og rifjar upp að hafa oft verið spurður að því hvort hann væri af herstöðinni á Keflavíkurflugvelli. „Íslendingar þekktu varla Asíubúa. Asískur mat- ur var ekki fáanlegur og hráefnið reyndar af skornum skammti. Ég man að skömmu eftir að ég kom til Íslands bað ég Önnu um að fara með mig í stærstu matvöruverslunina á Íslandi. Við fórum með langan innkaupalista í matvöruverslunina í Glæsibæ og tókum til við að leita að vörunum. Leiðangurinn varð því miður talsvert endaslepp- ur því að aðeins fáar vörur á listanum voru til í versluninni – ekki almennileg hrísgrjón, krydd, sósur og hvítlaukur. Ef mig misminnir ekki voru ekki einu sinni til tómatar í búðinni,“ segir Ning. „Eina grænmetið var laukur, gulrófur og svoleið- is.“ Við gæðum okkur á ljúffengri köku í boði kaffi- hússins og Ning segist hafa áttað sig á því að hann yrði að grípa til sinna eigin ráða til að geta mat- reitt alvöru asískan mat á Íslandi. „Fyrsta skrefið var að hringja til mömmu eftir uppskriftum. Næsta skrefið var að ná í hráefni. Ég kom heim úr viðskiptaferðum til London með fulla ferða- tösku af asísku hráefni og flutti svo svolítið inn Nings getur ekki „Eftir að hafa lifað góðu lífi á Filippseyjum kom ég h ingastað á Íslandi loks að veruleika og viðtökurnar f Ning með dætrum sínum fjórum: (f.v.) Sigríður „Nini“, Anna María, Ning, Stefanía og María Ditas.  Filippseyjar eru yfir 7.000 eyja eyja- klasi og hefur 2.773 verið gefið nafn. 95% þjóðarinnar býr á 11 stærstu eyj- unum en hinar eyjarnar eru að mestu leyti óbyggðir regnskógar.  Á Filippseyjum er mikil áhersla lögð á menntun (94% læsi) og meirihluti há- skólanema eru konur. Opinber tungu- mál Filippseyja eru tagalog og enska. Enskan er aðallega notuð í viðskiptum og af sumum fjölmiðlum. Alls eru töluð rétt innan við 100 tungumál á eyjunum og mörgum þeirra tilheyra mállýskur.  Filippseyjar eru eina ríkið í Asíu þar sem kristin trú eru opinber trúarbrögð og eru langflestir íbúanna rómversk- kaþólskir. Kaþólska kirkjan nýtur tals- verðra áhrifa innan samfélagsins og margir innan kirkjunnar áttu stóran þátt í „byltingu fólksins“ þegar Ferdin- and Marcos var steypt af stóli eftir 21 ára valdasetu. Corazon Aquino varð forseti Filippseyja árið 1986.  598 filippískir ríkisborgarar bjuggu á Íslandi 31. desember árið 2002. (Fróðleiksmolar frá Alþjóðahúsi.) Vissir þú að ... Dýrmætt framlag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.