Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 12
Bílaleigubílar Sumarhús í Danmörku og Mið-Evrópu Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975 á viku. Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar. (Afgrgjöld á flugvöllum.) Aðrir litlir og stórir bílar, 6-7 manna, minibus og rútur. Sumarhús og íbúðir. Norðurlönd og Mið-Evrópa. Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Heimasíðan www.fylkir.is með fjölbreyttar upplýsingar. Nýjustu verðlistarnir komnir. Hringið og fáið sendan. Dancenter, Lalandia, Novasol/Dansommer. Fylkir Ágústsson, Fylkir — Bílaleiga ehf., ferðaskrifstofan sími 456 3745. Netfang fylkirag@fylkir.is Heimasíða www.fylkir.is Lögum samkvæmt ber ferðaskrifstofum að vera með leyfi frá samgönguráðuneytinu. Leyfisbréfið er eins og það sem hér sést. Það hangir jafnan á áberandi stað í viðkomandi fyrirtæki. Ferðaskrifstofum er skylt að leggja fram tryggingu til að tryggja m.a. heimferð farþega komi til gjaldþrots viðkomandi ferðaskrifstofu. Hjá samgönguráðuneytinu og á vef þess www.samgonguraduneyti.is er listi yfir þær ferðaskrifstofur sem hafa öll sín leyfi í lagi. Fólk er hvatt til að kynna sér listann áður en ákvörðun er tekin um kaup á ferð. Samgönguráðuneytið Sími 545 8200 SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ VILT ÞÚ VERÐA STRANDAGLÓPUR? Þeir sem ætla að ferðast innanlands í sumar hafa gagn af því að skoða slóðina www.nat.is „VIÐ leggjum áherslu á að fólk geti komið hingað og slakað á, það eru uppábúin rúm, handklæði á staðn- um og gestir þurfa ekki að þrífa þegar þeir fara,“ segir Hrefna Hreiðarsóttir sem ásamt manni sínum Hauki Gunnlaugssyni býr á Núpum í Ölfusi og leigir út átta ný bjálkahús sem eiga rætur sínar að rekja til Finnlands. „Við hættum með kúabúskap og ákváðum að nýta jörðina með þess- um hætti, byggja þar upp ferða- þjónustu svo við gætum haft at- vinnu hér heima á Núpum. Fyrstu fjögur húsin voru tekin í notkun í ágúst í fyrra og í vetur var bætt við fjórum húsum.“ Hrefna segir að húsin séu 22 og 35 fermetrar að stærð. Minni húsin eru hugsuð fyrir par eða hjón en í stærri húsunum er gistiaðstaða fyrir fjóra til sex. „Aðaláherslan hjá okkur er að fólk geti komið til okkar án þess að þurfa að koma með sængurföt, handklæði og annað þvíumlíkt. Það á að geta komið til okkar og haft það náðugt og gengið að uppá- búnum rúmum og haft það huggu- legt. Þegar dvöl lýkur er óþarfi að vera með kúst á lofti því hreingern- ing er innifalin í því verði sem fólk borgar fyrir bústaðinn. Í öllum húsunum er sjónvarp með myndbandstæki, útvarp, geislaspil- ari, nettenging og á verönd er heit- ur pottur í skjóli og gasgrill. Inni er eldhús með öllum búnaði sem þarf og í stofu eru notaleg húsgögn. Hrefna segir að viðbrögðin séu góð og að í vetur hafi þau mikið til verið pöntuð um helgar. Í júní á að setja upp leiktæki við bústaðina fyrir yngstu kynslóðina. Átta ný bjálkahús til útleigu í Ölfusi Gestir eiga ekki að þrífa  Núpar – ferðaþjónusta bænda Netfang: nupar@nupar.is Vefslóð. www.nupar.is Sími 483-5066 846-9286 Það kostar 6.500 krónur að leigja minni húsin í einn sól- arhing en 9.000 krónur stærri húsin. Afsláttur er gefinn þegar gist er lengur en í þrjár nætur og hann getur mest farið upp í 25%. Morgunblaðið/grg SÚ nýjung verður tekin upp á einu af sumarhótelum Fosshótela, Höfða, Skipholti 27, að gestir geta haft á herbergi sínu gullfisk í búri. Í móttöku hótelsins verður fiskabúr með fjöl- mörgum fiskum sem hægt er að velja úr og setja í lítil búr sem henta á her- bergjunum. Velja gestir sér fisk og hafa hann hjá sér meðan á dvöl þeirra stendur. Hafa erlendar ferðaskrif- stofur brugðist mjög vel við þessari nýjung og fengið jákvæðar móttökur frá viðskiptavinunum. Fosshótel Höfði verður mjög fjölskylduvænt hótel, börn mega velja sér sængurföt (Pokemon, Barbie) og spil og leikföng verða í setustofu. Gullfiskar á hótelher- bergjum  Frekari upplýsingar um Foss- hótel fást á slóðinni www.foss- hotel.is eða hjá Sigrúnu Hjart- ardóttur í síma 562 3350 eða 868 9037. Hægt er að bóka herbergi með því að senda tölvupóst á bok- un@fosshotel.is og í síma 562 4000. TJALDSVÆÐIÐ á Húsavík var opnað sumargestum um miðjan maí. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp að láta vakta tjaldsvæðið á nóttunni til að gera það fjölskylduvænna. Haraldur Líndal Pétursson, fram- kvæmdastjóri markaðsráðs Húsa- víkur og nágrennis, segir að þá hafi gjaldskrá tjaldsvæðisins verið breytt. Nú greiða gestir einungis fyrir fyrstu nóttina á tjaldsvæðinu og gista eftir það frítt. Á tjaldsvæðinu er rafmagn fyrir húsbíla og fellihýsi, þar er salernis- aðstaða, grill, þvottavél, eldunarað- staða og leiksvæði fyrir börn. Þá er ýmis þjónusta í göngufæri eins og matvöruverslun og sundlaug. Morgunblaðið/Hafþór Gestir borga einungis fyrir fyrstu nóttina á tjaldsvæðinu en gista svo frítt. Tjaldsvæðið á Húsavík vaktað NÝTT safn er að rísa í Peenemünde sem liggur á Eystrasaltsströnd gamla Austur-Þýskalands til að minnast eldflaugaáætlunar Þriðja ríkisins og þrælabúðanna sem reistar voru til að útvega vinnuafl til eld- flaugasmíðinnar. Í Peenemünde voru í seinni heims- styrjöld þróaðar V-eldflaugarnar svo- kölluðu en V stendur fyrir „Vergelt- ung“, endurgjald. Flaugarnar gátu borið 750 kílóa sprengihleðslu og var töluverðu magni skotið á London í stríðinu. Hitler batt vonir við að V- eldflaugarnar myndu snúa stríðs- lukkunni Þjóðverjum í hag en svo fór ekki. Eldflaugaverkstæðið í Peene- münde er forveri nútímageimtæki. Þjóðverjinn Werhner von Braun stýrði eldflaugaáætlun Þriðja ríkisins. Eftir lok styrjaldarinnar flutti hann til Bandaríkjanna og var lykilmaður í þróun geimflauga NASA. Von Braun neitaði því til dauða- dags að hafa vitað um meðferðina á vinnuaflinu í Peenemünde. Að stærstum hluta voru það fangar sem þvingaðir voru til starfans. Talið er að um 25 þúsund þeirra hafi látið lífið. Í danska blaðinu Politiken er sagt frá safninu sem nú er í uppbyggingu. Eftir stríð var Peenemünde not- aðað af sovéska hernum og síðar austur-þýska alþýðuhernum. Svæðið hefur ekki að fullu verið hreinsað af óvirkum sprengjum frá seinna stríði og er að hluta til lokað almenningi enn. Sýningarsvæðið er í gamalli raf- stöð og smátt og smátt verður svæðið stækkað. Að sögn Politiken komu 350 þúsund gestir til Peene- münde í fyrra og ekki er búist við síðri aðsókn í ár. Eldflaugaverk- stæði Hitlers  ÞAÐ er mamma sem ákveður hvert fjölskyldan fer í fríinu, sam- kvæmt könnun sem Háskólinn í Árósum gerði og sagt er frá í Jyl- lands-Posten. Í flestum tilvikum er það móð- irin sem bæði ákveður hvert á að fara og skipuleggur síðan ferða- lagið. Ekki liggja fyrir upplýsingar um stöðu íslenskra mæðra í ferðlaga- menningu fjölskyldunnar. Mamma ákveður hvert á að fara í frí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.