Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 25. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ferðalög Hvernig var í Prag? Það var dálítið kalt fyrstu dagana og regnhlífin kom að góðum notum en þótt veðrið hafi ekki verið sem ákjósan- legast er Prag engu að síður dásamleg borg. Gamli bær- inn er alveg sérstaklega fallegur með sínar gömlu bygg- ingar sem eru margar hverjar útflúraðar, með styttum og stórum gluggasyllum. Fóruð þið í skoðunarferðir? „Já, við fórum t.d. strax fyrsta daginn í skoðunarferð með Soffíu Halldórsdóttur fararstjóra sem býr í Prag. Hún er einstakur fararstjóri og afar vel að sér um borgina. Soffía leiddi okkur um gamla bæinn og fræddi okkur um það sem fyrir augu bar. Við skoðuðum líka Gyðingahverfið, Karlsbrúna og enduðum á Café Reykjavík. Síðan fórum við í siglingu um Moldá með djassbát og það var virkilega gaman. Eftirminnileg var líka dagsferð til Karlsbad og önnur í Karlstejn kastala þar sem við skoðuðum kristalsverk- smiðju. Þarna fylgdumst við með því hvernig hlutir verða til eins og t.d. vörur í Möttu rósinni sem margir þekkja. Það er ótrúleg vinna að búa til hvern einasta hlut og það verður að segjast eins og er að eftir að hafa séð ferlið þá kann ég miklu betur að meta kristalinn minn hér heima.“ Heimsóttuð þið einhver söfn? „Eitt það skemmtilegasta sem við gerðum var að fara í smásjársafn sem er í klaust- urgarðinum Strahvoský. Það var einstakt að sjá handverkið sem var svo smátt að það var bara hægt að greina það með smásjá. Þarna voru t.d. járnbrautarlestir sem voru á mannshári. Ég hef aldrei séð önnur eins listaverk.“ Er hagstætt verðið í Prag? „Okkur fannst ekki borga sig að vera að kaupa föt í Prag, verðið var ósköp svipað og heima. Gull og silfur var á góðu verði, kristallinn líka, strengjabrúður og leir- vörur. Úrvalið er hins vegar mjög mikið t.d. af gull- og silfurskartgripum og ég sá fljótt að ég myndi gera lítið annað en þræða slíkar verslanir ef ég ætlaði að skoða það sem í boði væri.“ Funduð þið spennandi veitingahús? „Já, við fórum á ýmsa staði og það var t.d mjög gaman að borða í útsýnisturninum í Prag. Við fundum líka tvo góða staði nálægt hótelinu okkar, sem heitir Tosca. Þetta eru Rauði baróninn og Hvíti fíllinn. Sá fyrrnefndi var ekki dýr og skemmti- legur. Við borðuðum t.d. nautasteik og með drykkjarföngum kostaði máltíðin fyrir okkur hjónin um 2.000 krónur. Hvíti fíllinn er eins og hellir þ.s. fíla- mynstur eru skröpuð á veggina. Matseðill- inn er mjög fjölbreyttur á þessum stað og maturinn ódýr. Fyrir aðalrétt og eftirrétt með drykkjum borguðum við um 1.500 krónur fyrir okkur bæði. Er auðratað um borgina? Já, og það er líka mjög auðvelt að ferðast um með lestum milli bæjarhluta. Það er mun sniðugra að taka neðanjarðarlest milli staða en leigubíla eða sporvagn því umferðin er svo þung ofanjarðar. Auk þess borgar sig ekki að eiga viðskipti við allar leigubílastöðvar. Sú sem mælt var með heitir AAA, þeir eiga að vera nokkuð traustir.“ Getur þú hugsað þér að heimsækja borgina aftur? „Það er ekki nokkur spurning en þá myndi ég kannski fara aðeins seinna þegar það væri orðið hlýrra. Ég á eftir að skoða mjög margt í Prag.“ Um páskana fór Sigurbjörg Sigurðardóttir til Prag með eiginmanni sínum, Kristni Hraunfjörð, til að halda upp á 35 ára brúðkaupsafmæli þeirra. Kristinn Hraunfjörð og Sigurbjörg Sigurðardóttir héldu upp á 35 ára brúðkaupsafmælið sitt í Prag. Sigurbjörg segir að margar byggingar séu mjög fallegar í gamla bænum. Morgunblaðið/Ásdís Úrvalið af strengjabrúðum er ótrúlega fjölbreytt og hægt að gera hagstæð kaup á þeim. Smásjársafnið var einstakt Hvaðan ertu að koma?  Útsýnisturninn Tower Praha Mahlerovy sady 1, Prag 3 Sími: 00420 2 67 00 57 78 Vefslóð: www.tower.cz Tölvupóstfang: info@tover.cz  Veitingahúsið Rudý Baron (Rauði baróninn) Korunni 23 Prag 2 Sími: 00420 222 511 348  Hvíti fíllinn Budecska 6 Prag STÆRSTA verslunarhús Evrópu, og hið frægasta í Berlín, heitir Ka- DeWe sem stendur fyrir „Kaufhaus des Westens“, eða verslunarhús vestursins. Það var stofnað árið 1907 og vilja sumir meina að það sé jafn- frægt kennileiti borgarinnar og sjálft Brandenborgarhliðið. KaDeWe er á átta hæðum og er verslunaraðstaðan alls 60.000 fer- metrar. Með öll helstu merkin í boði er þetta risastóra verslunarhús víst í dýrari kantinum miðað við aðrar verslanir í Berlín. En það eitt að njóta ótrúlegs vöruúrvalsins er upp- lifun út af fyrir sig – auk ánægjunnar að stelast til að kaupa eitthvað smá … Frægust og vinsælust er 6. hæðin, heimsfræg fyrir ferska matvöru frá öllum heimshornum. Þar vinna hvorki meira né minna en 150 kokk- ar við að gleðja viðskiptavinina sem eru allt að 80.000 daglega. Í þessa Mekka sælkeranna, innlendra sem erlendra, mæta Berlínarbúar gjarn- an á laugardögum til að sýna sig og sjá aðra, og smakka ókeypis á ótelj- andi girnilegum réttum sem í boði eru: kavíar, ostrum, kampavíni, há- gæðasúkkulaði … namm! Mörg verslunarhverfi En Berlín hefur meira í boði fyrir verslunarglaða, og taka má U2-neð- anjarðarlestina til að komast á milli allra helstu verslunarstaða Berlínar, jafnt í austri sem vestri. Kurfürstendamm er aðal- verslunargata vestursins; þar er Ka- DeWe og einnig dýru merkjabúðirn- ar, vinsælu tískuverslanakeðjurnar, s.s H&M og Zara, minni tísku- og hönnunarbúðir, auk kaffihúsa, leik- húsa og skemmtistaða. Í austrinu er aðalgatan Fried- richstraße. Reyndar liggur hún í gegnum mismunandi hverfi, þar sem frábær arkitektúr, menning og mat- arhefð blandast verslunarleiðangrin- um á ánægjulegan máta. Ekki er ónýtt að hvíla þreytta þrammfætur á kaffihúsi á hinu sögulega breiðstræti Unter den Linden. Aðalverslunar- miðstöð austursins er Galeries Laf- ayette, glæný og glæsileg með yfir 2.000 verslanir innanborðs. Hið heimsfræga torg Potsdamer Platz hefur nú verið endurgert, þar sem Potsdamer Platz Arkaden er vinsælasta verslunarmiðstöðin. Öll úr gleri er hún nýtískuleg og í sam- ræmi við annan tilkomumikinn arki- tektúr á svæðinu. Markaðir og neðanjarðarmenning En fyrir þá sem kjósa frjálslegri stemmningu er úrval úti- og flóa- markaða í Berlín. Þeir eiga sér langa sögu og þá má finna víða á torgum, og eru þeir oftast opnir tvisvar í viku. Vinsælasti og stærsti flóamarkað- urinn er sá á Straße des 17. Juni, eða á 17. júní strætinu. Þar má finna allt frá brotnum forngripum upp í ný- stolnar geislagræjur. Þegar kemur að götumörkuðum er Winterfeldt- platz-markaðurinn í Schöneberg skemmtilegastur, og fínasta göngu- ferð á milli formbókabúða og forn- gripaverslana. Minni og sérstæðari tískuverslan- ir ásamt búðum með notuðum fötum gætu hentað unga fólkinu. Upplagt er fyrir það að leggja leið sína í tvö áhugaverð hverfi: Prenzlauer Berg og Kreuzberg. Það fyrrnefnda er mjög þýskt, en fullt af stúdentum og listamönnum og því margt skemmti- legt að gerast. Það síðarnefnda er eitt þekktasta Tyrkjahverfið, eigin- lega 4. stærsta Tyrkjasamfélagið í heiminum. Unga fólkið, námsmenn- irnir og hipparnir lifa þar góðu lífi innan um tyrkneska verkamenn, neðanjarðarmenningin blómstrar, sköpunargleðin einnig og búðirnar bera keim af því. Margbreytileiki og menning Morgunblaðið/Hildur Kreuzberg hefur búðir fyrir unga fólkið, með notuð föt og listræn tískuföt. Morgunblaðið/Hildur Lofts KaDeWe: Stærsta verslunarhús Evrópu, með veitingastað með útsýni yfir Berlín. Verslunarborgin Berlín Það er ekki vitlaust að skella sér í verslunarleiðangur til Berlínar, segir Hildur Lofts- dóttir, enda ku vöruverðið þar vera lægra en í öðrum vinsælum verslunarborgum Evrópu. hilo@mbl.is Vefslóð: www.kadewe.com Opið: Mán.–fös. kl. 9.30–20 og lau. kl. 9–16. www.kurfuerstendamm.de www.friedrichstrasse.de U2-neðanjarðarlestin fer milli allra helstu verslunarstaða Berlínar. Alltaf stemmning á Kurfürstendamm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.