Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 16
Gullpálmasunnudagur á kvikmyndahátíð Hverjir standa á verðlauna- palli í Cannes í kvöld?  BRESKI rithöfundurinn og hnyttnimeistarinn Oscar Wilde leggur til efnið í bíómyndina A Good Woman eða Góð kona sem byggir á leikriti hans, Lady Windemere’s Fan eða Blæ- vængur lafði Windemeres. Kim Basinger, sem ekki hefur fengið mörg bitastæð hlutverk í seinni tíð fyrir utan móður Em- inems í 8 Mile, leikur aðal- hlutverkið, konu sem flýr fjöl- skylduvandamál í New York 4. áratugarins og sest að á Rívíerunni. Í öðrum helstu hlutverkum verða Joseph Fiennes, Scarlett Johansson og Tom Wilkinson. Basinger er Góð kona Kim Basinger: Góð.  ... EKKI þó Harry Potter heldur rithöfundinn Beatrice Potter í myndinni Miss Potter sem landi hennar, ástralski leik- stjórinn Bruce Beresford (Dri- ving Miss Daisy), stendur fyrir. Áður en við sjáum þá mynd mun Cate Blanchett birtast á tjaldinu síðar á árinu í hlutverki írska blaðamannsins Victoria Guerin sem lét lífið fyrir skrif sín um starfsemi IRA og ann- arra glæpamanna í heimalandi sínu. Hún snýr einn- ig aftur í lokakafla Hringadróttinssögu, The Return Of the King og þessa dagana er hún að leika í vestranum The Missing ásamt Tommy Lee Jones undir leikstjórn Rons Howard. Blanchett leikur Potter Cate Blanchett: Dugleg.  TÖLVULEIKIR eru orðnir býsna algengt hráefni fyrir bíó- myndir og því miður fæstar beysnar. Nú hefur Nicolas Cage tekið að sér aðalhlutverk í mynd sem byggist á tölvu- leiknum Dead to Rights sem snýst um lögreglumann sem sætir fölskum ásökunum og þarf að hreinsa mannorð sitt. „Aðalpersónan er tilfinn- ingalega þjökuð og slíkt getur jafnan af sér góða kvikmynd og góða Nic Cage- mynd,“ segir framleiðandinn Lorenzo di Bonavent- ura. Að minnsta kosti góðan tölvuleik. Cage í tölvuleik Nicolas Cage: Þjakaður.  ÞÓTT hið langþráða verkefni Martins Scorsese Gangs Of New York hafi ekki náð sömu hæðum og ýmsar fyrri myndir hans er hann sem betur fer ekki af baki dottinn og hefur nú tekið höndum saman með aðal- leikara þeirrar myndar, Leon- ardo Di Caprio um gerð The Aviator sem fjallar um ævi hins skrautlega og sérvitra auðjöf- urs Howards Hughes. Fyrir utan Di Caprio í aðal- hlutverkinu mun Jude Law fara með hlutverk leik- arans og vinar Hughes Errols Flynn. Law og Di Caprio hjá Scorsese Jude Law: Flynn. OPINBERUN einkamála erauðvitað algengur verknaður ínútímanum, hvort heldur er í opinskáum játningaviðtölum í fjöl- miðlum, dagbókum og heimasíðum á Netinu, sjálfsævisögum á bóka- markaði, svokölluðu raunveruleika- sjónvarpi og raunar hvers konar tjáningu, en um þessar mundir er orðið „tjáning“ að fá svipaða merk- ingu og „athyglissýki“ og „sýniþörf“. Það er ekkert sjálfgefið að einka- reynslan eigi erindi út fyrir sjálfa sig. Oftar en ekki fer best á því að hún haldi sig heima. En undantekn- ingarnar felast í því þegar miðlun einkareynslu nær að skapa eða spegla sammannlegan veruleika, auka einhverju sem máli skiptir við einkareynslu okkar hinna. Ég efast þannig um að ég muni sjá áhrifameiri kvikmynd á þessu ári en norsku heimildarmyndina Alt om min far eða Allt um föður minn, sem sýnd var á hátíðinni Reykjavík Shorts & Docs um daginn. Þar opn- ar ungur leikstjóri, Even Benestad, okkur óvenjulega sýn inn í óvenju- lega fjölskyldu með þeim hætti sem „venjulegir“ áhorfendur geta numið, skilið, hrifist og lært af; vegna þess hversu fallega og næmlega myndin nálgast viðfangsefni sitt verða áhorfendur í reynd þátttakendur. Og þetta viðfangsefni er, eins og tit- illinn gefur til kynna, faðir unga kvikmyndagerðarmannsins, vel metinn læknir í smábænum Grims- tad, Esben Benestad. En Esben er ekki bara Esben; hann á sér annað líf sem Esther Pirelli. Frá barnæsku hefur hann glímt við þörf sína fyrir að klæðast kvenfötum, þörf sem ekki aðeins storkar smábæj- arumhverfinu sem þó virðist furðu skilningsríkt, heldur bindur endi á hjónaband hans með móður Evens og systur hans. Esben hefur kynnst annarri konu sem virðir þessa þörf. En þar með er henni ekki fullnægt. Klæðskiptin eru aðeins áfangi á leið Esbens að kynskiptum; hann vill verða kona. Esther er að taka Esben yfir. Og þá finnst ekki aðeins börn- unum að þau séu að missa föður, heldur nýju konunni að hún sé að missa mann. Þessi sérstaka saga, sem sann- arlega er þó ekki einsdæmi, fjallar í raun um leit manneskju að sjálfri sér og baráttu hennar fyrir að fá að vera sú manneskja sem kemur í leit- irnar. Og eftir standa ekki aðeins ástvinir og ættingjar meira eða minna vanmáttug andspænis spurn- ingum og svörum, togstreitu sárs- auka og kærleika. Einnig Esben Esther Pirelli Benestad skilur ekki hlutskipti sitt til fulls. En hann veit hvert það er. Athyglisvert er hversu margar heimildarmyndanna á fyrrnefndri hátíð voru opinberun á einkareynslu höfunda sinna. Í My Terrorist/ Hryðjuverkamaðurinn minn reynir þolandi hryðjuverkaárásar að skilja gerandann með hliðsjón að þjóð- félagslegum bakgrunni beggja. Í Missing Allen/Allens saknað rann- sakar höfundurinn örlög horfins vin- Ég um okkur frá mér til ykkar „Foreldrarnir eyðileggja fyrri hluta ævi okkar og börnin þann síðari,“ sagði draugurinn og hefur eflaust ekki áttað sig á því að líf er eftir dauðann; ella hefði hann varla farið að bera fjölskylduvanda- mál sín á torg. Nema hann sé höfundur heimildarmynda. Í þeim geira kvikmynda nú um stundir er stefnan þessi: Tökum ekki einkamálin með okkur í gröfina. Allt um föður minn: Esther Pirelli bakar köku. SJÓNARHORN Árni Þórarinsson SJÁLFUR segist hann hafadregið sig í hlé, að mestuhættur að skipta sér af há- tíðinni, vali á þeim myndum sem þangað komast inn og svo sjálf- um sigurvegurunum. En allir aðrir vita betur. Allir aðrir vita að svo lengi sem Jacob er á staðnum muni hann beita sínum miklu áhrifum og þegar hann geltir er lagt við hlustir. Og efer einhvern tímann megi bóka að hinn aldni rakki gelti er það þegar Lars von Trier er mættur með nýja mynd. Það hefur nefnilega komið á daginn að Jacob er fyrir ein- hverra hluta sakir hundtryggur honum von Trier sínum. Nú þeg- ar sá danski er mættur enn eina ferðina til Cannes, kannski með sína djörfustu mynd til þessa, þarf engan sérlega fróðan hundatemjara til spá því að mynd hans sé sú sem hljóta muni flest og háværustu geltin í ár. Á pappírunum á Jacob karlinn náttúrlega ekkert að fá neinu um ráðið hver hlýtur Gull- pálmann eftirsótta í kvöld. Nei, það á víst að vera hlutverk sér- skipaðrar alþjóðlegrar níu manna dómnefnar, sem leidd er af franska leikstjóranum Patrice Chéreau og inniheldur eins ólíka liðsmenn og Hollywood- stjörnuna Meg Ryan, bosníska leikstjórann Danis Tanovic (No Man’s Land), bandaríska leik- stjórann Steven Soderbergh og indversku leikkonuna Aishwa- rya Rai. Það er á valdi þeirra að ákvarða hvaða mynd hlýtur æðstu verðlaunin, Gullpálmann, næstæðstu verðlaunin Grand Prix, leikaraverðlaun og hand- ritsverðlaun. Vandasamt verk sannarlega, að velja úr 20 gjör- ólíkum myndum, en þó sér- staklega ef tekið er mið af hversu mikið spilar inn í, sem kemur í veg fyrir að dómnefndin geti valið blátt áfram eftir eigin samvisku og smekk; saga hátíð- arinnar, alþjóðapólitík, þrýst- ingur frá Frökkum; hátíðarhöld- urunum. Hvort sem blaðamanni líkar betur eða verr skal hann hundur heita ef Dogville glefsar ekki til sín einhver verðlaun. Myndin er sannarlega talin sú sigurstrang- legasta af flest- um gagnrýn- endum sem hafa tjáð sig um málið og hún hlaut ríf- andi viðtökur þegar hún var sýnd. En hún er umdeild, framhjá því verður ekki horft. Svo gæti sett strik í reikn- inginn að von Trier er þegar búinn að vinna Gullpálmann og það fyrir stuttu (Myrkradans- arinn 2000). Ef ekki von Trier, hver þá? Ef dómgreind undirritaðs og rétt- lætið sjálft fær einhverju ráðið hlýtur Innrás barbaranna (In- vasion Barbares) eftir kanadíska leikstjórann Denys Arcand að koma sterklega til greina. Eftir að hafa setið undir vænum skammti af tilfinningadaufum og fráhrindandi myndum var hreinn unaður að upplifa svo hjartnæma mynd og mannlega, jafnvel þótt hún á stundum færi yfir strik tilgerðarinnar. Þetta sjálfstæða framhald Falls amer- íska heimsveldisins hefur nær einróma verið lofað af þeim sem séð hafa og hinn hæfileikaríki og hlédrægi Arcand, sem einnig á að baki Jesús frá Montréal, þyk- ir loksins sýna snilli sína á ný eftir tvær magrar myndir og sumir hafa meira að segja lýst yfir að Innrás barbaranna, sem þegar hefur slegið í gegn í Kan- ada, sé hans besta og um leið að- gengilegasta mynd. Hér hafa tvær myndir verið nefndar til sögunnar sem hugs- anlegur sigurvegari „hundasýn- ingarinnar“ í Can- nes 2003. Miðað við ríkulegt úrval bæði í fyrra og hitteðfyrra verður að teljast sorgleg staðreynd hversu fáar aðrar þeirra 20 mynda, sem í keppninni eru 2003, geta komið til greina eða talist verðugir verð- launahafar. Und- irritaður, sem og margir aðrir blaðamenn, myndu sætta sig vel við ef hin vandaða, hugvit- sama og umfram allt settlega mynd Francois Ozon Sundlaug (Swimming Pool) ynni til einhverra verð- launa. Vissulega eru skiptar skoðanir um ágæti hennar, en varla verður deilt um frammi- stöðu leikkvennanna Charlotte Rampling og Ludivine Sagnier. Síðarnefnda á reyndar stórleik á Cannes-hátíðinni í ár því þessi unga og efnilega franska leik- kona stelur einnig senunni í síðri mynd hins reynda Claudes Mill- ers, Lili litla (La petite Lili). Hún verður því að teljast líkleg til að næla í leikaraverðlaun, jafnvel þótt nær allir tali um að Nicole Kidman hafi verið búin að tryggja sér þau áður en hún mætti á staðinn. Hvað áhrærir besta leikarann sér undirritaður aðeins einn í hendi sér, af þeim sem hann hef- ur horft á (14 myndir af 20); Rémy Girard sem fer hamförum í hlutverki dauðvona há- skólaprófessors í magnaðri Inn- rás barbaranna. Vandi er um slíkt að spá eins og venjulega. Hver veit nema hin rómaða en erfiða tyrkneska Einvera (Uzak) steli sigrinum eða þá íranska Klukkan fimm síðdegis (Panj é asr) eftir hina 23 ára gömlu Samir Makhmalbaf. Traustur spennutryllir Clints Eastwoods, Dulá (Mystic River), á ennfremur möguleika, sem og myndirnar Faðir og sonur (Otets i syn) Rússans Alexand- ers Sukurovs (Rússneska örkin) og fyrsti hluti Peters Gree- naways The Tulse Luper Suitca- ses, Part I: The Moab Story. Sumir hrifust mjög og töluðu um endurkomu brasílíska leikstjór- ans Hectors Babencos með fang- elsisdramanu Carandiru, en ekki undirritaður sem þótti myndin um margt meingölluð svartholssápa þótt kröftug sé og áferðarflott á sinn forljóta hátt. Þegar á heildina er litið er vart hægt að komast að annarri niðurstöðu en að það sé hrein- lega einhver hundur í Cannes og þá í neikvæðri merkingu. Það er eitthvað að, því einungis örfár myndir í aðalkeppninni eru þess verðugar að eiga þar heima. Hinar hefðu í besta falli átt að lenda í Un Certain Régard dag- skránni, sem gerir út á fram- sæknari og þungmeltari myndir, en í versta falli áttu þær engan veginn heima hér, hvað þá á kvikmyndahátíðum yfir höfuð. Fyrsta skal nefna Brúnu kan- ínuna (The Brown Bunny) eftir viðundrið Vincent Gallo, umtöl- uðustu mynd hátíðarinnar. Auð- vitað er hún algjörlega hand- ónýt, rétt eins og undirritaður og aðrir gagnrýnendur sann- reyndu. En þó skulum við, skv. ábendingu Screen International, leyfa ólíkindatólinu Gallo að njóta þess vafa að hann sé hrein- lega að spila með samfélag kvik- myndahátíða, hafi ætlað að sjá hversu langt hann kæmist þar með leiðinlegustu mynd sem gerð hefði verið. Sem er einmitt skoðun flestra, þ.á.m. undirrit- aðs, sem aldrei hefur upplifað eins sjálfhverfa kvikmyndagerð. Gallo leikstýrir, skrifar, skýtur, Reuters Denys Arcand (í miðið) og leikhópur hans: Hundheppin? Hundakúnstir í Cannes Von Trier og Kidman: Hundheppin? Það er hundur í Dogville. En samt ekki því þótt hann gelti mikið þá er þessi hundur enginn eiginlegur hund- ur heldur bara krítaður á gólfið eins og svo margt annað í mynd Lars von Triers sem minna máli skiptir. Það er líka hundur í Cannes. Þótt hann gelti líka mjög mikið er hann ekki neinn hundur í alvörunni heldur Gilles Jac- ob, forseti hátíðarinnar, og það er sko náungi sem skiptir öllu máli. Skarphéðinn Guðmundsson CANNES

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.