Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 1
Sunnudagur 25.maí 2003 atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 8.690 Innlit 18.362 Flettingar 93.113 Heimild: Samræmd vefmæling Svæðisskrifstofa málefna fatlaðara á Vesturlandi Ráðgjafarþroskaþjálfi óskast í Snæfellsbæ Svæðisskrifstofa Vesturlands óskar eftir þroskaþjálfa í 60% starf við ráðgjafarþjón- ustu svæðisskrifstofunnar í Snæfellsbæ. Ráðgjafarþroskaþjálfinn er þátttakandi í þver- faglegri ráðgjafarþjónustu svæðisskrifstofunn- ar, ásamt öðrum þroskaþjálfum, sálfræðingum, iðjuþálfa og félagsráðgjafa. Um er að ræða framsækið þróunarstarf, þar sem áhersla er lögð á að styrkja fjölskyldur þeirra sem búa við fötlun og nána samvinnu við þær. M.a. er áhersla á samstarfsnet þeirra sem veita þjón- ustu, þar sem fjölskyldan er virkur þátttakandi. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi góða samstarfshæfileika og virði aðra á jafnréttis- grundvelli. Umsóknarfrestur er til 11. júní nk. Nánari upplýsingar veitir Guðný Sigfúsdóttir forstöðumaður í síma 896 0163 netfang: gudny@skoli.net og Magnús Þorgrímsson framkvæmdastjóri í síma 437 1780 netfang: magnus@fatl.is. Laun skv. gildandi kjarasamn- ingi Þ.Í. Skriflegar umsóknir sendist til Svæðisskrifstofu Vesturlands Bjarnarbraut 8 - 310 Borgarnesi. Forstöðuþroskaþjálfi óskast við skammtímavistun fatlaðra barna á Gufuskálum Snæfellsbæ Svæðisskrifstofa Vesturlands óskar eftir þroskaþjálfa í 40% starf forstöðumanns skammtímavistunar fyrir fötluð börn á Snæfellsnesi sem er starfandi um helgar á Gufuskálum Snæfellsbæ. Forstöðuþroskaþjálfinn er þátttakandi í þver- faglegri þjónustu svæðisskrifstofunnar. Lögð er stérstök áhersla á gott samstarf við fjölskyld- ur barnanna og starfsfólk við uppbyggingu og framkvæmd þjónustunnar. Sérstök áhersla er lögð á að byggja upp félagsleg tengsl barn- anna og virðingu fyrir sérstöðu hvers einstakl- ings. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi góða samstarfshæfileika og virði aðra á jafnréttis- grundvelli. Umsóknarfrestur er til 11. júní nk. Nánari upplýsingar veitir Guðný Sigfúsdóttir forstöðumaður í síma 896 0163 netfang: gudny@skoli.net og Magnús Þorgrímsson framkvæmdastjóri í síma 437 1780 netfang: magnus@fatl.is . Laun skv. gildandi kjarasamningi Þ.Í. Skriflegar umsóknir sendist til Svæðisskrifstofu Vesturlands Bjarnarbraut 8 - 310 Borgarnesi. Vopnafjarðarskóli auglýsir Kennara vantar við Vopnafjarðarskóla næsta skólaár. Um er að ræða almenna kennsla og kennslu á miðstigi. Umsóknarfrestur er til 30. maí. Vopnafjarðarskóli er einsetinn skóli með 113 nemendur. Góð aðstaða er fyrir nemendur og starfsfólk og heitur matur er í hádeginu. Grunn- skólinn, Tónlistarskólinn og bókasafn sveitar- félagsins eru undir sama þaki og leikskólinn er handan götunnar. Nemendur grunnskólans geta sótt Tónlistarskólann úr kennslustundum og æskulýðs- og íþróttastarf er í beinum tengsl- um við grunnskólastarfið. Vopnafjörður er fallegt og vinalegt byggðarlag sem býður upp á fjölbreytta náttúru, fagra sveit og snyrtilega byggð. Góð almenn þjónusta er í boði og staðurinn hefur verið lofaður fyrir gott veðurfar. Flutningsstyrkur og húsnæðisfríðindi eru í boði. Frekari upplýsingar eru veittar af skólastjóra eða aðstoðarskólastjóra. Skólastjóri, símar 470 3251, 473 1108, 861 4256, netfang: adalbjorn@vopnaskoli.is Aðstoðarskólastjóri, símar 470 3252, 473 1345, netfang: harpah@vopnaskoli.is                       ! "             #        $      %    &'  %   ! $"  %   (((   Hafið Bláa við ósa Ölfusár, nýr útsýnis og veitingastaður, óskar eftir kraftmiklum matreiðslumeistara Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir/upplýsingar: hafidblaa@hafidblaa.is eða síma 892 0367, 866 5870

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.