Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MAÍ 2003 C 3 Sölumaður Fold fasteignasala leitar að öflugum og met- naðarfullum sölumanni. Í boði er gott starfs- umhverfi, mikil vinna og góð laun fyrir afkast- amikinn sölumann. Áhugasamir vinsamlegast sendi skriflegar um- sóknir á skrifstofu Foldar, fasteignsasölu, Laug- avegi 170, 105 Reykjavík. FÉLAGSVÍSINDADEILD Lektor í mannfræði þróunar Við mannfræði- og þjóðfræðiskor er laust til umsóknar starf lektors í mannfræði þróunar. Sérsvið lektorsins skal vera mannfræði þróun- ar og felst starfið meðal annars í að byggja upp meistaranám á þessu sviði við deildina. Æskilegt er að umsækjandi hafi lokið doktors- prófi og hafi stjórnunarreynslu. Ráðið verður í starfið til þriggja ára, með möguleika á áframhaldandi ráðningu. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst n.k HEIMSPEKIDEILD Aðjunkt í spænsku Við skor rómanskra og klassískra mála er laust til umsóknar starf aðjunkts í spænsku. Umsækjandi skal hafa háskólamenntun í spænskri málfræði og málvísindum. Lágmarksskilyrði er meistarapróf í þeirri grein. Áætlað er að ráða í starfið frá 1. ágúst n.k. til eins árs með möguleika á framlengingu. Stundakennari í enskri ritun Við enskuskor er laust til umsóknar starf stundakennara til að kenna 1. árs námskeið í enskri ritun á BA stigi. Námskeiðið verður kennt að hluta til í fjarnámi, og mun væntan- legur kennari taka þátt í að þróa fjarnámið í skorinni til frambúðar. Umsækjandi skal hafa lokið MA prófi í ensku. Áætlað er að ráða í starfið frá 1. september n.k., en um lausráðningu er að ræða. Umsóknarfrestur um bæði störfin er til 23. júní n.k. Sjá nánar á www2.hi.is/page/storf og www.starfatorg.is/ Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans. Háskóli Íslands v/Suðurgötu, 101 Reykjavík, s. 525 4000 ITS ehf. (Tækniþjónustan Keflavíkurflugvelli) óskar eftir að ráða í starf sérfræðings í rekstri viðhaldskerfa á verkfræðideild félagsins á Keflavíkur- flugvelli. Verkfræðideildin sér meðal annars um að setja upp viðhaldskerfi og mæta kröfum viðskiptavina sinna um viðhald á flugvélum. Starfssvið: Starfið felst í uppfærslu viðhaldskrafna og framsetningu viðhaldsfyrirmæla í tölvukerfi félagsins ásamt skýrslugerð því tengdu. Menntunar- og hæfniskröfur: • Tæknimenntun á framhaldsstigi eða sambærileg menntun og starfsreynsla. • Þekking og reynsla á viðhaldskerfum flugvéla æskileg. • Góð almenn tölvukunnátta og reynsla í vinnu við tölvur. • Metnaður til að ná árangri. • Góðir samskiptahæfileikar. • Skipulögð og markviss vinnubrögð. • Gott vald á ensku. Skriflegar umsóknir, sem tilgreini menntun og reynslu, óskast sendar starfsmannadeild Icelandair, aðalskrifstofu, Reykjavíkurflugvelli, netfang: stina@icelandair.is, eigi síðar en 2. júní. Tæknimaður / Sérfræðingur • ITS er nýtt dótturfélag sem tók við starfsemi Tæknideildar Flugleiða hf. 1. jan 2003. Félagið annast viðhald flugvéla Icelandair og annarra flugfélaga. • ITS er framsækið fyrirtæki sem þekkt er á alþjóðavettvangi fyrir vönduð vinnubrögð og góða þjónustu. • ITS er leiðandi í viðhalds- og tækni- þjónustu fyrir flugvélar og skyldri starfsemi á Íslandi. • Hjá félaginu starfa um 170 starfsmenn og eru þeir lykillinn að velgengni þess. Lögð er áhersla á að starfsmenn séu þjónustulundaðir og tilbúnir að takast á við krefjandi og spennandi verkefni á Íslandi og erlendis. • ITS leggur áherslu á þjálfun starfs- manna og hvetur starfsmenn til heilsuræktar og styður við félagsstarf þeirra. • ITS er reyklaust fyrirtæki. í rekstri viðhaldskerfa flugvéla Olíudreifing ehf. Meiraprófsbílstjórar Sumarafleysingar Olíudreifing óskar eftir að ráða meiraprófsbílstjóra í sumarafleys- ingar hjá félaginu á Akureyri og Ísafirði. Æskilegt er að viðkom- andi sé með ADR réttindi, en ekki skilyrði. Allar nánari upplýsingar veita: Akureyri: Guðjón Páll Jóhanns- son í síma 461-4070 Ísafjörður: Auðunn Birgisson í síma 550-9900 Olíudreifing ehf. annast dreifingu á fljótandi eldsneyti fyrir Olíufélagið hf. og Olíuverzlun Íslands hf. Félagið hefur starfað síðan 1. janúar 1996. Bifvélavirki Óskum eftir bifvélavirkja til starfa. Um framtíðarstarf getur verið að ræða. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Bílaspítalinn, Ingvi, s. 897 3150 e. kl. 18 og um helgar, Ingvi, vs. 565 4332. Verktakafyrirtæki óskar að ráða mann til starfa og umsækjandi þarf að hafa unnið við eða í kringum vélar og tæki og þarf að hafa meirapróf. Umsóknir sendist á box@mbl.is augldeild Mbl., merktar: „Vanur — 13794“, fyrir 29. maí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.