Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MAÍ 2003 C 5 Austur-Hérað Umhverfissvið Austur-Hérað er sveitarfélag með liðlega 2.000 íbúa. Þar af búa um 1.650 á Egilsstöðum. Mikil uppbygging á sér stað í sveitarfélaginu um þessar mundir, margar byggingar í smíðum og ný hverfi í undir- búningi. Fram undan má vænta örrar uppbyggingar á Egilsstöðum, sem er miðstöð verslunar og þjónustu á Austurlandi. Á Umhverfis- sviði Austur-Héraðs eru um þessar mundir fjórir starfsmenn, þar af einn í hlutastarfi. Byggingarfulltrúi Austur-Hérað auglýsir laust til umsóknar starf byggingarfulltrúa. Bygingarfulltrúi starfar á umhverfissviði sveitarfélagsins. Auk starfa byggingarfulltrúa, eins og þau eru skilgreind í skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997 og byggingarreglugerð nr. 441/1998, skal bygg- ingarfulltrúi hafa umsjón með verklegum fram- kvæmdum sveitarfélagsins og vinna að kostnaðaráætlunum og útboðum í sambandi við þær. Þá skal byggingarfulltrúi hafa yfirum- sjón með rekstri og endurnýjun vatns- og frá- veitum í sveitarfélaginu. Auglýst er eftir starfsmanni með byggingar- verkfræði- eða byggingartæknifræðimenntun, auk réttinda sem löggiltur hönnuður skv. 48. gr. skipulags- og byggingarlaga. Lögð er áhersla á reynslu af hliðstæðum störfum ann- ars staðar, frumkvæði og góðum samstarfs- hæfileikum, þekkingu á tölvuvinnslu gagna, þ.m.t. hönnunarkerfum eins og MicroStation o.fl. Óskað er eftir að byggingarfulltrúi geti hafið störf sem fyrst. Upplýsingar um starfið veitir forstöðumaður Umhverfissviðs, Þórhallur Pálsson, í síma 470 0700 kl. 10-12 alla virka daga. Upplýsingar er einnig að finna á vefslóðinni www.job.is. Umsóknir, ásamt menntunar- og starfsferils- skrá, sendist Austur-Héraði, Umhverfissvið, Lyngási 12, 700 Egilsstöðum, eigi síðar en föstudaginn 13. júní nk. Egilsstöðum, 22. maí 2003. Þórhallur Pálsson, forstöðumaður Umhverfissviðs. Dvalar- og hjúkrunarheimilið Hornbrekka Ólafsfirði Hjúkrunarforstjóri Dvalar- og hjúkrunarheimilið Hornbrekka Ólafsfirði auglýsir lausa stöðu hjúkrunarforstjó- ra. Umsóknarfrestur er til 10. júní 2003. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist til: Hornbrekku, b.t. forstöðu- manns, v/Ólafafjarðarveg, 625 Ólafsfirði. Nánari upplýsingar veitir Rúnar Guðlaugsson, forstöðumaður, í síma 466 2480 eða runar@hgolafsfjardar.is . Skín við sólu… Kennara vantar á Krókinn Við í Árskóla á Sauðárkróki getum bætt við okkur áhugasömum kennurum sem eru tilbúnir að taka þátt í því metnaðarfulla skólastarfi sem fram fer hjá okkur. Um er að ræða m.a. kennslu í ensku, stærð- fræði, íþróttum, tónmennt, smíðum og byrjendakennslu. Nánari upplýsingar veita skólastjórnendur í síma: 455 1100 / 864 5745 Heimasíða skólans: http://www.arskoli.is Í Árskóla eru 470 nemendur í 1.-10. bekk. Skólinn er einsetinn og að hluta til endurbyggður, en starfar í tveimur skólahúsum. Í skólan- um er ágætlega búin sérdeild og einnig er aðstaða í tölvu- og upplýs- ingatækni með því besta sem gerist í grunnskólum. Við skólann er skólavistun fyrir nemendur í 1.-3. bekk og tómstundanámskeið fyrir aðra nemendur. Síðastliðin 3 ár höfum við unnið að sjálfsmati eftir skosku kerfi sem aðlagað hefur verið að íslenskum aðstæðum og nefnist „Gæðagreinar“. Skólinn er einnig móðurskóli í eineltismál- um og vinnur eftirOlweusaráætluninni. Sauðárkrókur býður upp á góða þjónustu, öflugt íþróttastarf, leik- skóla og fjölbrautaskóla. Matreiðslumeistari Hafið Bláa við ósa Ölfusár, nýr útsýnis- og veitingastaður, óskar eftir kraftmiklum matreiðslumeistara - þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir/upplýsingar: hafidblaa@hafidblaa.is eða síma 892 0367, 866 5870. Starfskraftur óskast í vefnaðarvöruverslun í Reykjavík Reynsla af samskonar starfi eða saumaskap æskileg en ekki skilyrði. Um er að ræða hluta- starf í fyrstu sem gæti þróast í heilt starf. Upplýsingar fást hjá Sveini í síma 892 1170. Tónlistarskóli Austur-Húnvetninga auglýsir eftir kennara á tréblásturshljóðfæri fyrir næsta ár. Kennslustaðir: Húnavellir - Blönduós - Skaga- strönd. Umsóknarfrestur til 15. júní. Nánari upplýsingar gefur Skarphéðinn H. Ein- arsson, Húnabraut 26, 540 Blönduósi, símar 452 4060 / 452 4180 / 861 8850, tölvupóstfang: tonhun@centrum.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.