Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MAÍ 2003 C 15 Í Hafnarfirði búa um 21 þúsund manns. Bærinn stendur í fallegu umhverfi hrauns og kletta. Hafnarfjörður hefur þá bæjarsál sem einkennir búsetu við sjó og státar um leið af hagkvæmni stærðarinnar og staðsetningar í jaðri höfuðborgarsvæðisins. Það er gott að búa og starfa í Hafnarfirði. Styrkir vegna hljóðvistar 2003 Bæjarverkfræðingurinn í Hafnarfirði Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna aðgerða á gluggum húsa við umferðargötur, skv. samþykkt bæjarstjórnar 30. maí 2000. Frekari upplýsingar fást á umhverfis- og tæknisviði Hafnarfjarðar, Strandgötu 8-10 (gengið inn frá Linnets- stíg), sími 585 5600 og á heimasíðu bæjarins www.hafnarfjordur.is. Umsóknir skulu berast til umhverfis- og tæknisviðs fyrir kl. 15:30 fimmtudaginn 14. ágúst nk. Athugið að eldri umsóknir þarf að endurnýja. Tilboð óskast í húsnæðið Bræðratungu á Ísafirði 13314. Íbúðarhúsnæði í tveimur húsum ásamt bílskúr. Um er að ræða íbúðarhúsnæði 472,4 m² í steinsteyptu húsi byggt árið 1982 og íbúðar- húsnæði 565,9 m² í steinsteyptu húsi byggt árið 1983, ásamt steinsteyptum bílskúr 101,4 m² byggðum árið 1987. Húsnæðið hefur verið nýtt sem sambýli af Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra og er skráð sem sambýli. Brunabótamat húsnæðisins er kr. 110.217.000 og fasteignamat er kr. 39.389.000. Húseignirnar eru til sýnis í sam- ráði við framkvæmdastjóra Svæðisskrifstofu í síma 456 5224 og Ríkiskaup, Borgartúni 7, 105 Reykjavík í síma 530 1412. Tilboðseyðublöð liggja frammi á sama stað ásamt reglum um frágang og útfyllingu á tilboðseyðublaði. Tilboð skulu berast Ríkiskaupum fyrir kl. 11.00 hinn 12. júní 2003 þar sem þau verða opnuð í viðurvist bjóðenda er þess óska. Tilboð óskast í íbúðarhúsnæði á tveimur hæðum í Blesugróf 27 í Reykjavík 13318 Íbúðarhúsnæði á tveimur hæðum í húsinu númer 27 í Blesugróf í Reykjavík Um er að ræða íbúðarhúsnæði í steinsteyptu húsi, byggt árið 1981. Húsnæðið hefur verið nýtt sem skólahúsnæði af fullorðinsfræðslu fatlaðra og er skráð sem skólahúsnæði. Stærð húsnæðis- ins er 499,3 fermetrar. Brunabótamat húsnæðis- ins er kr. 49.597.000 og fasteignamat er kr. 36.624.000. Húseignin er til sýnis í samráði við Ríkiskaup, Borgartúni 7, 105 Reykjavík í síma 530 1412. Tilboðseyðublöð liggja frammi á sama stað ásamt reglum um frágang og útfyllingu á til- boðseyðublaði. Tilboð skulu berast Ríkiskaupum fyrir kl. 11.00 hinn 12. júní 2003 þar sem þau verða opnuð í viðurvist bjóðenda er þess óska. Styrkur til framhaldsnáms Blikastaðasjóður auglýsir lausa til umsóknar styrki til framhaldsnáms á skólaárinu 2003-2004. Hlutverk Blikastaðasjóðs er að styrkja nemend- ur, sem lokið hafa háskólanámi frá Landbúnað- arháskólanum á Hvanneyri, til framhaldsnáms erlendis eða til rannsókna í landbúnaðarvísind- um eftir því sem stjórn sjóðsins ákveður. Umsóknarfrestur er til 10. júní nk. Umsóknir, ásamt upplýsingum um námsárang- ur og fyrirhugað framhaldsnám, skulu sendast til Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Styrkveitingar fara fram í júnímánuði. Stjórn Blikastaðasjóðs. Útboð F.h. Orkuveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboði í verkið: „Laugarnes — Safnæðar, endurnýjun“. Endurnýja skal dreifikerfi og háhitalagnir hitaveitu og dreifikerfi rafveitu í Kringlumýrar- braut, Háaleitisbraut, Lágmúla og Suð- urlandsbraut. Helstu magntölur eru: Skurðlengd: 1.450 m Lengd hitaveitulagna: 2.175 m Strengjalagnir: 1.165 m Þökulögn: 1.500 m² Útboðsgögn fást á skrifstofu Innkaupa- stofnunar Reykjavíkur, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með 27. maí 2003 gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 3. júní 2003 kl. 14:00 á skrifstofu Innkaupastofnunar. OR030/03 -------------------------------------------------------- F.h. Orkuveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboði í verkið: „Ljósleiðaralögn Esjumelar - Akranes“. Leggja skal nýj- an ljósleiðarastreng frá Esjumelum á Kjalarnesi til Akranes. Helstu magntölur eru: Plæging: 16.750 m Gröftur: 950 m Útboðsgögn fást á skrifstofu Innkaupa- stofnunar Reykjavíkur, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík frá og með 27. maí 2003 gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 5. júní 2003 kl. 10:00 á skrifstofu Innkaupastofnunar. OR031/03 -------------------------------------------------------- F.h. Orkuveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboði í verkið: „Flóðavarnir í dælustöðvum - 2. áfangi“. Koma á fyrir flóðavörnum á sex stöðum í dreifi- kerfi hitaveitunnar. Helstu magntölur eru: Gröftur frá stokkum: 130 m³ Lokun stokkenda með stálplötum: 19 stk. Nýjar útloftanir: 7 stk. Útboðsgögn fást á skrifstofu Innkaupa- stofnunar Reykjavíkur, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með 27. maí 2003 gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 10. júní 2003 kl. 10:00 á skrifstofu Innkaupastofnunar. OR032/03 -------------------------------------------------------- F.h. Orkuveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í verkið „Áhaldahús“ fyrir 6. áfanga Nesjavallavirkjunar. Verkið felst í byggingu áhaldahúss sunn- an við rafstöðvarbyggingu ásamt full- naðarfrágangi bæði að utan og innan. Byggingin er stálgrindarbygging um 9 m há, 18 m breið og 30 m löng. Ytri frá- gangur byggingar er eins og á núver- andi byggingum. Helstu magntölur eru eftirfarandi: Gröftur: 3000 m³ Steinsteypa: 180 m³ Stálgrind: 57 tonn Klæðning: 1800 m² Raflagnir: 5000 m Pípulagnir: 1000 m Snjóbræðsla og plön: 800 m² Verkinu skal lokið 1.12.2003. Útboðsgögn fást á skrifstofu Innkaupa- stofnunar Reykjavíkur, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með 27. maí 2003, gegn kr. 10.000 skilatryggingu. Opnun tilboða: 18. júní 2003 kl. 11:00 á skrifstofu Innkaupastofnunar. OR 033/03

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.