Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 19
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MAÍ 2003 19 Til leigu Skrifstofuherbergi í miðbænum er til leigu fyrir starfandi grafískan hönnuð. Aðgangur að fund- arherbergi, kaffistofu og salerni. Mánaðarleiga kr. 30.000. Lysthafendur sendi línu á thororn@simnet.is Reykjavíkurhöfn — skrifstofur Til leigu 4-5 skrifstofuherbergi (96 til 125 m²) með stórkostlegu útsýni yfir höfnina og flóann. Nýuppgert, parket á gólfum o.fl. Upplýsingar í síma 695 7722. Til leigu í Hlíðasmári 17, Kópavogi Til leigu 150 m² skrifstofuhúsnæði í Hlíða- smára 17 í Kópavogi. Húsnæðið býður upp á ýmsa möguleika og er laust strax. Næg bílastæði og frábær staðsetning. Upplýsingar í símum 820 6100 og 820 6111. SMÁAUGLÝSINGAR TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur, Síðumúla 31, s. 588 6060. Miðlarnir, spámiðlarnir og hug- læknarnir Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen, Ingibjörg Þeng- ilsdóttir, Erla Alexanders- dóttir, Katrín Sveinbjörns- dóttir, Matthildur Sveins- dóttir, tarrot-lesari og Garðar Björgvinsson, michael-miðill, starfa hjá félaginu og bjóða félagsmönnum og öðrum upp á einkatíma. Upplýsingar um félagið, starf- semi þess, einkatíma og tíma- pantanir eru alla virka daga árs- ins frá kl. 13—18. Utan þess tíma er einnig hægt að skilja ef- tir skilaboð á símsvara félagsins. Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur starfar í nánum tengslum við Sál- arrannsóknarskólann á sama stað. SRFR. Sálarrannsóknarfélag Íslands, stofnað 1918, sími 551 8130, Garðastræti 8, Reykjavík Huglæknarnir Hafsteinn Guð- björnsson, Kristín Karlsdóttir, miðlarnir Birgitta Hreiðarsdótt- ir, Guðrún Hjörleifsdóttir, Laufey Héðinsdóttir, María Sigurðar- dóttir, Oddbjörg Sigfúsdóttir, Rósa Ólafsdóttir, Skúli Lórenzs- on og Þórunn Maggý Guð- mundsdóttir starfa hjá félaginu og bjóða upp á einkatíma. Frið- björg Óskarsdóttir sér um hópa- starf. Upplýsingar og bókanir eru í síma 551 8130. Opið mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 9—13, fimmtudaga frá kl. 12—16, lokað á föstudögum. Heimasíða: www.salarrannsoknarfelagid.is . Netfang: srfi@salarrannsoknarfelagid.is . SRFÍ. FÉLAGSLÍF Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í dag kl. 14.00. Vorferð kirkjunnar kl. 11.00 Fjölbreytt samkoma kl. 20.00 í umsjá unga fólksins í kirkjunni. Í kvöld kl. 19.30 Bænastund. Kl. 20.00 Hjálpræðisam- koma. Umsjón majór Inger Dahl og Björn Thomas Njálsson. Allir hjartanlega velkomnir. Mánud. 26. maí kl. 15.00 Heimilasamband. Valgerður Gísladóttir talar. Allar konur velkomnar. Samkoma í dag kl. 16.30. Gunnar Þorsteinsson predikar. Þriðjud.: Samkoma kl. 20.30. Miðvikud.: Bænastund kl. 20.30. Fimmtud.: Unglingarnir kl. 20.00. Laugard.: Samkoma kl. 20.30. Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Kennsla um trú í höndum Jóns Gunnars Sigurjónssonar kl. 10. Bænastund kl. 16.00. Samkoma kl. 16.30. Högni Valsson predikar. Lofgjörð, fyrirbænir og uppskeru- hátíð krakka og ungbarnakirkj- unnar. Allir velkomnir. „Drottinn er styrkur minn og lof- söngur, og hann varð mér til hjálpræðis.“ Almenn samkoma kl. 16:30. Ræðum. Vörður L. Traustason. Barnastarf fyrir börn 1—9 ára og 10—12 ára. Allir hjartanlega velkomnir. Mið. Mömmumorgun kl.10:00. Fimmt. Eldur unga fólksins kl. 21:00. Föstud. Unglingasamkoma kl. 20:30. Lau. Bænastund kl. 20:00. Bænastundir alla virka morgna kl. 6:00. Allir hjartanlega velkomnir. filadelfia@gospel.is Á RÁÐSTEFNU sem nýlega var haldin á Egilsstöðum um málefni verslunar og þjónustu á Austurlandi, kom fram að mikilvægt er að byggja upp einn sterkan verslunarkjarna í fjórðungnum. Menn greinir á um hvar hann á að vera og koma Egils- staðir eða Reyðarfjörður helst til greina. Ráðstefnan fjallaði að öðru leyti um málefni verslunar og tengdrar þjónustu á Austurlandi, þróun og breytingar á neytendamarkaði og stefnur og strauma í verslunar- rekstri. Talið er nauðsynlegt að á Austurlandi verði mótuð stefna um þróun verslunar í framtíðinni og leiða leitað til að svæðið geti orðið betri valkostur í verslun og þjónustu. Í framsögu Gunnlaugs Aðal- björnssonar, kaupfélagsstjóra Kaupfélags Héraðsbúa, kom fram að Austurland sé fámennur og dreifður markaður og Egilsstaðir séu, að við- bættu strjálbýlinu í kring, fjölmenn- asta þjónustusvæði fjórðungsins. Að auki bætist ferðamenn við þann fjölda á sumrin, en þeir séu lang- flestir á Egilsstöðum. Telur Gunn- laugur að velta ferðamanna yfir árið jafngildi veltu um 1.000 manna byggðar. Hverfur dagvöruverslun úr smærri bæjarfélögum? „Enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér í austfirskri verslun, en það er víst að breyting verður á henni,“ sagði Gunnlaugur. „Áfram- haldandi kjarnamyndun er líkleg þróun. Hvort hún leiðir til þess að dagvöruverslun falli niður á ein- hverjum stöðum á Austurlandi verð- ur að koma í ljós. Það er alþekkt víða um heim og er í raun alþjóðlegt vandamál. Við þekkjum dæmin úr fjölmiðlum, bæði í kringum Ísafjörð og Selfoss. Þar hafa bæjarfélög misst dagvöruverslanir sínar á síð- ustu árum. Í Svíþjóð misstu 117 bæj- arfélög síðustu dagvöruverslun sína á liðnu ári. Verður þetta þróunin á Austurlandi og til hvers mun það leiða?“ Jóhannes Jónsson í Bónus sagði að í sínum huga væru fjórir megin- verslunarkjarnar á landinu; í Reykjavík, á Akureyri, Ísafirði og Egilsstöðum. Hann sagði þann íbúa- fjölda sem á Austurlandi er ekki þola meira en einn verslunarkjarna, vegna þess að íbúarnir geri kröfur um sambærilegt verð og best sé á Ís- landi. „Eigi að brjóta slíkan kjarna upp í fleiri einingar er það fórn sem framtíðin sættir sig ekki við.“ Hann sagði að á Austurlandi ætti að vera einn meginkjarni, byggður upp á hagkvæmasta hátt og hafa þyrfti að leiðarljósi þau fjölmörgu mistök sem átt hafa sér stað í uppbyggingu margra slíkra kjarna á Stór-Reykja- víkursvæðinu. Jóhannes telur yfir- byggðar verslunargötur vænlegan kost fyrir sérvöruverslanir og að sveitarstjórnir eigi að líta á slíkar göngugötur sem hluta af skipulagi miðbæja. Fákeppni er eðlileg í Íslandsþorpinu Í máli Sigurðar Jónssonar, fram- kvæmdastjóra SVÞ – Samtaka versl- unar og þjónustu, kom fram að verslun er sú starfs- grein sem veitir flestum atvinnu á Ís- landi. „Verslun skapar um 14% allra starfa og flest af nýskráðum hluta- félögum eru í verslun og þjónustu,“ sagði Sigurður. „Smásöluverslun á Íslandi nemur um 180 milljörðum án vsk. árlega. Því miður er það þannig að orðið þjónusta er ekki til í tungu- taki hins opinbera og það er ekkert í stjórnsýslunni sem gefur til kynna að rekin sé þjónustustarfsemi á Ís- landi. Þegar embættismenn, sem því miður eru enn fastir í hugsunarhætti og tungutaki síðustu aldar, tala af mikilli hugljómum um mikilvægi sjávarútvegs og landbúnaðar, þá eru þeir fastir í gamalli mynd sem liðin er hjá.“ Sigurður segir að þróun smásölu- verslunar sé með þeim hætti að færri og stærri fyrirtæki nýti hagkvæmni stærðar í innkaupum og rekstri. „Það er hlálegt að heyra talað um fá- keppni í þessari eða hinni greininni. Það er eins og menn haldi að þeir búi á milljónamarkaði, en auðvitað er svona þorp eins og Ísland ekki með nema fákeppni. Hér er einfaldlega ekki hægt að koma við hagkvæmni án þess að vera með tiltölulega fáar og stórar einingar.“ Kaupmenn þurfa að vera skemmtikraftar „Gæði vöru og þjónustu eru ekki lengur nóg,“ sagði Gísli Blöndal markaðsráðgjafi í erindi sínu. „Í dag er þetta úrelt fyrirbrigði og menn keppa nú á öðrum sviðum. Rann- sóknir sýna að það sem skiptir máli í dag er að menn hafi gaman af því að gera viðskipti. Það sem liggur þar til grundvallar er að hraðinn og verk- efnin eru svo mörg, að við gefum okkur ekki lengur tíma til að gera viðskipti. Eina leiðin til að fá okkur til að staldra við, skoða og kynna okkur það sem boðið er upp á, er að við höfum gaman af því. Kaupmenn í dag þurfa því að vera skemmtikraft- ar, eldhugar og tilbúnir í hvað sem er og að breyta hvenær sem er.“ Málþing um stöðu verslunar og þjónustu á Austurlandi Vilja einn sterkan verslunarkjarna Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Á málþingi um framtíð verslunar og þjónustu á Austurlandi brann það mest á mönnum hvar byggja ætti upp miðlægan verslunarkjarna fyrir fjórðunginn og hvort það myndi leiða til þess að þjónusta legðist í ein- hverjum mæli af í smærri bæjarfélögum. Egilsstöðum. Morgunblaðið. Reyðarfjörður og Egilsstaðir helstu kostir MEÐ lengingu skólaársins hafa margir skólar reynt að nýta vorið og góða veðrið til útiveru og óhefðbundins skólastarfs. Að sögn skólastjórnenda hér gefst það fyr- irkomulag vel enda margir nemendur orðnir lang- þreyttir á því að verma skólabekkinn á þessum árstíma. Fréttaritari rakst á þessa krakka úr 7. bekk Grunn- skólans í Borgarnesi sem voru að leggja upp í hjól- reiðaferð ásamt kennurum sínum. Ferðinni var heitið í Andakílsvirkjun en vegalengdin þangað er 34 km fram og tilbaka. Hjólað í stað þess að vera í skóla Borgarbyggð. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Guðrún Vala

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.