Morgunblaðið - 26.05.2003, Side 1

Morgunblaðið - 26.05.2003, Side 1
2003  MÁNUDAGUR 26. MAÍ BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A VALLARMET OG FYRSTI SIGUR HEIÐARS / B12 Þetta var síðasti leikur Essen ídeildinni í vetur og síðasti leik- ur Patreks með liðinu en hann hefur gert samning við Bidasoa á Spáni og leikur þar næsta vetur. Hvort vænt- anlegt keppnisbann Patreks setur strik í reikninginn varðandi það er ekki ljóst enn sem komið er og ekki heldur hvort bannið muni ná til væntanlegra landsleikja. „Þetta er alveg ferlegt og ég er í raun miður mín vegna þessa,“ sagði Patrekur þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. „Ég reiddist mjög þegar dómarinn dæmdi ein- hverja bölvaða vitleysu. Ég hrækti á gólfið í átt að dómaranum í ein- hverju æðiskasti og hann útilokaði mig frá leiknum, sagði að ég hefði hrækt á hann. Það er ekki rétt, ég viðurkenni að ég hrækti í átt að honum til að sýna vanþóknun mína á því sem hann var að dæma, en ekki á hann. Auðvitað átti ég ekki að gera þetta, en þetta er ekkert óal- gengt í handboltanum og ég átti í raun von á tveggja mínútna brott- vísun eða í versta falli rauðu spjaldi en ekki útilokun,“ sagði Patrekur. Þetta gerðist þegar leikurinn hafði staðið í um tíu mínútur og urðu heimamenn því að leika einum færri það sem eftir var leiks. „Ég hefði svo sannarlega kosið að kveðja Essen með öðrum hætti en þessum, en því miður varð það ekki,“ sagði Patrekur. Umboðsmaður hans var í gær að skoða málið frá öllum hliðum en Patrekur sagði að þýskir fjölmiðlar virtust ganga út frá því að það væri sjálfkrafa hálfs árs bann ef menn væru útilokaðir frá leik. „Ég hef bara ekki hugmynd um hvort þetta er rétt eða ekki. Eins veit ég ekki hvort þetta hefur ein- hver áhrif á hvenær ég get byrjað að spila með Bidasoa og það sama á í raun við um þátttöku mína í lands- leikjum, ég veit ekki hvort þetta bann, hversu langt sem það nú verð- ur, nær til landsleikja. Það verður að koma í ljós og gerir það vonandi strax í vikunni,“ sagði Patrekur. Patrekur á yfir höfði sér langt keppnisbann PATREKUR Jóhannesson, fyrirliði handknattleiksliðs Essen í Þýskalandi, á yfir höfði sér keppnisbann í Þýskalandi eftir að hann var útilokaður snemma leiks frá frekari þátttöku í leik Essen og Flensburg-Handewitt á laugardaginn. Morgunblaðið/Arnaldur Ágúst Gylfason, fyrirliði Fram, tryggði liðinu 1:1-jafntefli gegn KR í úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi er hann skoraði undir lok leiksins. Bjarki Gunnlaugsson, sem hér fylgist með, lagði upp mark KR-inga. Sjá nánar um deildina á B2, B3, B4, B5, B6 og B7.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.