Morgunblaðið - 26.05.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.05.2003, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003 B 3 STUTTGART skaust upp í annað sætið í síðustu umferð þýsku deild- arinnar og stal þar með sæti í Meist- aradeild Evrópu af Dortmund. Lev- erkusen, sem hefur verið í miklu basli í allan vetur, bjargaði sér frá falli með sigri. Leverkusen, sem komst í úrslit meistaradeildarinnar í fyrra og varð í öðru sæti þýsku deildarinnar, rétt slapp við fall í ár. „Ef einhver hefði sagt mér fyrir ári síðan að ég ætti eftir að taka við hamingjuóskum í dag með að sleppa við fall, þá hefði ég hlegið að hinum sama. Í dag tek ég feginn við þessum hamingjuósk- um,“ sagði Rainer Calmund, stjóri Leverkusen, eftir að lið hans hafði lagt Nürnberg. Leikmenn Stuttgart fögnuðu einn- ig innilega sigri á Wolfsburg en á sama tíma sátu leikmenn Dortmund eftir með sárt enni eftir jafntefli á heimavelli við neðsta liði Cottbus. Þessi úrslit þýða að Stuttgart náði öðru sæti deildarinnar og fer í meist- aradeildina en Dormund þarf að fara í forkeppni hennar. Forráðamenn Stuttgart eru sér- lega ánægðir með árangur liðsins því það er skuldum vafið og gat ekki keypt leikmenn en notaði þess í stað unga leikmenn í vetur. Það gekk vel og leikmenn hafa greinilega trú á Felix Magath, þjálfara liðsins. Hertha Berlín þurfti að vinna til að tryggja sæti í UEFA-bikarnum og það tókst. Eyjólfur Sverrisson var ekki með, er meiddur. Þórður Guðjónsson og félagar í Bochum unnu góðan sigur á 1860 München á útivelli. Þórði var skipt útaf á 87. mínútu. Thomas Christian- sen gerði eitt marka Bochum og kom sér með því við hlið Giovane Elbers, leikmanns meistara Bayern München, í efsta sæti yfir marka- hæstu menn, báðir gerðu 21 mark. Stuttgart stal meist- aradeildarsætinu MAREL Baldvinsson var fluttur á sjúkrahús og Arnar Grétarsson var rekinn af velli þegar Lokeren gerði markalaust jafntefli við Sint- Truiden í lokaumferð belgísku 1. deild- arinnar í knattspyrnu í gær. Rúnar Krist- insson lék ekki með Lokeren, tók út leikbann, og það var því aðeins einn Íslendingur á vell- inum seinni hluta leiksins, fyrirliðinn Arnar Þór Viðarsson. Marel fékk slæmt högg á hönd rétt fyrir leikhlé, en hann hefur að undanförnu spilað slasaður á hendi og meiðslin tóku sig upp að nýju. Hann var fluttur beint á sjúkrahús í hálfleik. Í byrjun síðari hálfleiks var brotið illa á Arnari Grétarssyni, sem svaraði fyrir sig með því að ýta við þeim brotlega og var fyrir það vísað af velli. Stuðningsmenn Loker- en púuðu á dómarann næstu tíu mínúturnar. Annars var leikurinn daufur og bar keim af því að ekkert var í húfi. Í leikslok var hins vegar efnt til mikillar fagnaðarhátíðar í Lokeren því að félagið tryggði sér þriðja sæt- ið og þátttökurétt í UEFA-bikarnum í fyrsta skipti í tæplega tvo áratugi. Marel á sjúkrahús og Arnar fékk rautt Marel Baldvinsson FÓLK  GUÐMUNDUR Viðar Mete tryggði Norrköping jafntefli gegn Kalmar, 3:3, í sænsku 1. deildinni í knattspyrnu í gær. Guðmundur skoraði síðasta mark leiksins og jafnaði þar með, tólf mínútum fyrir leikslok.  HELGI Kolviðsson og félagar í Kärnten töpuðu fyrir Rapid Vín, 2:1, í næstsíðustu umferð austurrísku úr- valsdeildarinnar í knattspyrnu á laugardaginn. Helgi fór af velli á lokamínútu leiksins. Deildakeppn- inni lýkur í vikunni og á sunnudaginn mætast Kärnten og meistarar Austria Vín í bikarúrslitum.  VIKTOR Bjarki Arnarsson lék allan leikinn með TOP Oss sem tap- aði, 3:1, fyrir Volendam í hollensku 1. deildinni í knattspyrnu.  AÐALSTEINN Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari 1. deildarliðs Gróttu/KR í handknattleik kvenna. Hann tekur við af nafna sínum, Að- alsteini Eyjólfssyni, sem ráðinn hef- ur verið þjálfari meistaraliðs ÍBV. Aðalsteinn Jónsson hefur m.a. þjálf- að kvennalið Stjörnunnar.  EGILL Sigurbjörnsson, kylfingur úr GKj, fór holu í höggi á Hlíðavelli í Mosfellsbæ á laugardaginn. Þetta var í Opna Nóatúnsmótinu og gerð- ist á 6. braut og notaði Egill járn númer átta til verksins.  EGILL Gunnlaugsson, GÍ, sigraði á vormóti Golfklúbbs Ísafjarðar sem fram fór á Tungudalsvelli á laugar- daginn. Páll Guðmundsson, GBO, varð annar og Vilhjálmur Antons- son, GÍ, þriðji.  RAJ Bonifacius og Sigurlaug Sig- urðardóttir sigruðu í meistaraflokk- um karla og kvenna á Víkings- mótinu, fyrsta mótinu í sumar- mótaröð Tennissambands Íslands, sem lauk í gær.  RAJ sigraði Jón Axel Jónsson í úr- slitaleik í karlaflokki og Sigurlaug bar sigurorð af Rebekku Péturs- dóttur í kvennaflokki. Bæði komu meira við sögu því Raj sigraði í tví- liðaleik ásamt Jóni Axel og Sigur- laug varð sigurvegari í flokki stúlkna 18 ára og yngri.  KENNY Perry sigraði á Colonial golfmótinu sem lauk í Fort Worth í Texas í gær og var mest í fréttunum fyrir helgi vegna þátttöku hinnar sænsku Anniku Sörenstam. Perry setti met á mótinu með því að leika á 19 höggum undir pari og hann var sex höggum á undan næsta manni, Justin Leonard.  PERRY og Leonard settu enn- fremur vallarmet því báðir léku einn hring á 61 höggi. Perry á laugardag- inn og Leonard í gær. Íslandsmeisturum KR eru sáttir við hvernig Íslandsmótið fer af stað Ég hefði viljað fá öll þrjú stigin úrþví sem komið var. Við fengum mark á kjörtíma og þurftum bara að spila af skynsemi og einbeitingu út leik- inn og þá hefði þetta komið. Einbeitingin var ekki nægileg í lokin, við tókum rangar ákvarðanir sem gerðu það að verkum að þeir detta inn þarna fyrir framan teiginn og fengu aukaspyrnu sem þeir nýttu,“ sagði Willum um gang mála í leiknum. Þjálfarinn var ekki alveg sammála því að fyrri hálfleikurinn hafi verið á rólegu nótunum og lítið hafi gerst. „Tjaaá. Hvorugt liðið vildi gefa færi á sér og ég skal ekki segja til um hvort varfærnin hafi verið of mikil. En leik- menn börðust af krafti og það er oft þannig að þegar menn mætast í bar- áttunni verður oft lítið um færi. Mér fannst vanta svona herslumuninn hjá báðum liðunum, vantaði aðeins slag- kraftinn í fyrri hálfleik.“ Það vantaði nokkra leikmenn í hópinn hjá þér í kvöld, en það virðist ekki koma mikið að sök, þú ert með stóran og öflugan hóp. „Já, já, það koma bara ungir og frískir strákar inn í þetta í staðinn og berjast fyrir stöðum sínum,“ sagði Willum. Hann sagði upphaf Íslandsmótsins vera svipað og hann hafði búist við fyrirfram. „Ég held þetta sé svipað og ég átti von á. Það ekkert endilega innistæða fyrir þeirri umræðu sem hefur verið um okkur, það eru öll lið búin að styrkja sig og mótið er þann- ig að það er alveg ljóst að við verðum að berjast í hverjum einasta leik.“ -Þið eruð þá ekki búnir að setja 2003 á bikarinn? „Það er sko alveg langt frá því. Hópurinn okkar er alveg niðri á jörð- inni varðandi þetta mót og við gerum okkur fyllilega grein fyrir því sem fram undan er í sumar,“ segir Will- um. -Hvernig finnst þér knattspyrnan svona í upphafi tímabilsins? „Mér finnst þetta fara vel af stað og það eru margir einstaklingar sem setja svip sinn á deildina. Liðin virð- ast koma vel undirbúin til leiks og öll eru tilbúin að selja sig dýrt og hafa trú á að þau geti unnið hvaða lið sem er. Leikirnir einkennast af því. Mér finnst líka mikil breyting í ár frá því sem var áður að núna er kom- in hollning og mynd á liðin í upphafi móts en áður voru menn oft með til- raunastarfsemi langt fram á sumar. Knattspyrnan er líka betri, minna um misheppnaðar sendingar og ein- föld mistök sem maður hefur oft séð í upphafi móts. Mér finnst þetta byrja vel, boltinn flýtur vel hjá liðunum og menn verða að vera á tánum,“ segir Willum. -Þú ert alltaf á tánum við hliðarlín- una! „Já, já, mér finnst það hluti af leiknum. Mér líður ekkert sérstak- lega vel að sitja inni í varamannaskýli og horfa á leikinn þaðan. Þess vegna reyni ég að taka þátt í leiknum eins og ég get,“ sagði Willum. Hópurinn okkar er á jörðinni Morgunblaðið/Arnaldur Willum Þór Þórsson er vel með á nótunum á hliðarlínunni. WILLUM Þór Þórsson, þjálfari meistaraliðs KR, var ekki alveg sáttur við sína menn í leiknum við Fram í gærkvöldi. Jafntefli varð niður- staðan en Willum hefði viljað fá þrjú stig eins og í fyrsta leiknum á móti Þrótti, en sá leikur fór einnig fram á Laugardalsvelli. Eftir Skúla Unnar Sveinsson Willum Þór Þórsson ’ En leikmennbörðust af krafti og það er oft þannig að þegar menn mætast í baráttunni verður oft lítið um færi. ‘ ÍSLENSKU landsliðsmennirnir Eiður Smári Guðjohnsen og Jó- hannes Karl Guðjónsson voru báðir í fréttum í Englandi um helgina, sem tengdust Chelsea. Sunday People sagði í gær að Chelsea hefði boðið Eið Smára til annarra félaga í úrvalsdeildinni fyrir 6 milljónir punda, eða um 700 milljónir króna. Vangaveltur eru um að þetta sé vegna fjár- hagsvandræða Chelsea – Eiður sé besta söluvara félagsins um þessar mundir. Á heimasíðu stuðningsmanna Chelsea var sagt að þrálátur orð- rómur hefði verið uppi síðustu daga um að Jóhannes Karl Guð- jónsson væri á leið til félagsins, og að þar hefðu menn hvorki ját- að né neitað þeim fréttum. Jóhann- es í stað Eiðs?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.