Morgunblaðið - 26.05.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.05.2003, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA 4 B MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ „ÉG er að mestu leyti sáttur við mína menn í þessum leik, það vant- aði aðeins upp á einbeitinguna í fyrri hálfleik og sóknirnar gengu ekki auk nokkurra smáatriða en eft- ir hlé lagaðist það og rættist úr,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Skagamanna, eftir leikinn við Þrótt. „Þetta hafðist og var fínn sigur en við þurftum að hafa mikið fyrir hon- um. Við vissum að Þróttarar eru með skemmtilegt lið, sáum það á móti KR, svo að við þurftum að gefa allt í þennan leik og gerðum það, held ég. Við lögðum upp með að nota vængina okkar vel en helst að stöðva hröðu sóknirnar hjá þeim, við sáum í leik Þróttar við KR að ef þeir fá ágætis tíma til að vera með boltann geta þeir sett hann inn fyrir vörnina. Það ætluðum við að stöðva og það tókst. Markið hleypti lífi í okkur um leið og það braut hina nið- ur, það hafði mikið að segja að skora snemma.“ Skagamönnum gekk brösuglega til að byrja með í fyrra, töpuðu fyrstu þremur leikjunum og gerðu síðan tvö jafntefli, en eru nú þegar komnir með fjögur stig eftir tvo leiki. „Við spiluðum ágætlega í leikj- unum áður en kom að deildinni svo að FH-leikurinn var hálfgert bak- slag og við ákváðum eftir þann leik að gera betur í dag og stefna á stigin þrjú. Við lögðum upp með að vera eitt af þremur efstu liðunum, það kemur í ljós í lokin hvort það gengur upp en við tökum samt bara einn leik fyrir í einu,“ sagði Ólafur. Þurftum að hafa mikið fyrir sigrinum Ekki var hægt að merkja á leikÞróttar framan af að þeir bæru virðingu fyrir knattspyrnuveldinu á Skipaskaga. „Við ætluðum að koma hingað til að ná í að minnsta kosti eitt stig. Við ætluðum ekkert endilega að liggja aftarlega í vörninni heldur beita skyndisóknum þegar færi gæfist en við lukum ekki sóknum okkar nógu vel. Vorum jafn- vel komnir upp að teig en þá var eins og vantaði eitthvað, án þess að ég viti nákvæmlega hvað það var. Þetta hef- ur samt ekki verið svona í leikjum okkar í vor. Það var ekki mínúta liðin af síðari hálfleik þegar við fengum fyrsta markið á okkur og það var mjög slæmt. Við komumst samt aftur inn í leikinn en fengum síðan aftur á okkur mark og þá var orðið erfitt. Við héldum samt haus og minnkuðum muninn og áttum möguleika en þegar við fengum síðan á okkur klaufamark var leikurinn búinn,“ bætti Páll við en telur stig innan seilingar. „Menn eru mjög ákveðnir og skemmtilegur andi í liðinu og kringum það. Það var stress í fyrsta leiknum við KR og við vissum að það yrði ekkert grín að koma hingað upp á Skaga. Við vorum samt vel innstilltir en ég fann ekkert stress en heppnin var ekki alveg með okkur. Við skulum vona að fyrstu stigin komi á fimmtudaginn. Menn jafna sig í dag og verða orðnir góðir á morgun en það er gott að fá annan leik strax á eftir svona leik. Það eru margir ungir strákar í liðinu og halda sumir að þeir geti hlaupið í gegnum vegg en á meðan við náum að beisla þá aðeins verður þetta í lagi. Það eig- um við þessir eldri að gera og það er bjart fram undan því þessir ungu strákar hafa gott sjálfstraust og vita alveg að þeir geta þetta. Ég er því bjartsýnn,“ sagði Páll. Skagamenn voru fyrri til að kom-ast inn í leikinn en Þróttarar ekki lengi að ná sér á strik. Engu að síður var fátt um færi, hvort lið fékk aðeins tvö sæmileg er komið var fram í miðjan fyrri hálfleik því baráttan var mest á miðjunni og oft mikið um návígi með tilheyrandi tæklingum. Síðari hálfleikur var öllu fjörugri enda tók aðeins tæpa mínútu að skora þegar Stefán Þór Þórðarson slapp inn fyrir vörn Þróttar. Eftir markið náðu Þróttarar sér á strik en sem fyrr urðu sóknir þeirra enda- sleppar upp við vörn ÍA. Skaga- mönnum óx líka ásmegin en áttu í basli með að komast í gegnum vörn Þróttar. Á 60. mínútu skoraði Pálmi Haraldsson með bylmingsskoti, 2:0. Skömmu síðar brá Unnar Örn Dan- anum Søren inni í teig svo að dæmt var víti sem Søren skoraði úr af ör- yggi. Þremur mínútum fyrir leikslok varð sókn Þróttar endaslepp og bolt- inn hrökk af vörn Skagamanna inn fyrir vörn Þróttar. Þar hljóp Garðar B. Gunnlaugsson hraðast og skaut í autt markið. Skagamenn voru fastir fyrir og traustir í vörninni með Gunnlaug og Reyni Leósson góða enda lásu þeir oftast vel út sóknartilburði mótherj- anna auk þess að vera nokkuð hraustir, strákarnir. Miðjan skilaði einnig oft sínu hjá Grétari Rafni Steinssyni og Pálma auk þess að Kári Steinn Reynisson átti nokkra spretti en framlínan með Stefáni Þór og Hirti Hjartarsyni var ekki líkleg til afreka. Fram eftir leik var mesti barningurinn á miðjunni og nokkuð mæddi á vörninni en við markið mátti sjá hvernig réttist úr bakinu á Skagamönnum og þeir hófu að leika af meira öryggi. Þróttarar geta nagað sig rækilega í handarbökin fyrir að leysa ekki vandann þegar kom að vörn ÍA, stundum gengu allt að átta sending- ar fyrir framan vörnina og virtist enginn treysta sér til að láta skot ríða af eða brjótast í gegn. Svo var reynt að gefa inn í teiginn en þar voru fyrir stæðilegir varnarmenn ÍA, Reynir og Gunnlaugur, ásamt markverðinum. Annars var vörnin traust með Jens Sævarsson og Ey- stein Lárusson sem bestu menn en var refsað rækilega fyrir hver mis- tök. Páll fyrirliði fór fyrir sínum mönnum á miðjunni og þótt gengið hafi stundum á þrekið var hann traustur með boltann. Halldór Hilm- isson var einnig góður. Það er greini- legt að þetta lið getur velgt hverjum sem er undir uggum og mun eflaust standa sig í sumar, munar þar mestu að leikmenn hafa fulla trú á eigin getu og sýna það. Morgunblaðið/RAX Hjörtur Hjartarson, sóknar- maður ÍA, í baráttu við Þróttara í leiknum á Akra- nesi á laugardaginn. ÞRÁTT fyrir ágæta tilburði Þróttara á Skipaskaga á laugardaginn strönduðu flestar sóknir þeirra á ókleifum varnarvegg Skaga- manna. Heimamenn lágu svo sem ekkert í vörn heldur áttu sínar sóknir og eftir hlé tók aðeins mínútu að brjóta ísinn, þeir náðu und- irtökunum og bættu við mörkum á meðan Reykvíkingarnir héldu áfram að strita upp við vörn ÍA. Lokatölur urðu 3:1. Þróttarar eru því enn án stiga þrátt fyrir ágætis frammistöðu en Skagamenn komnir með fjögur stig eftir tvo leiki. Stefán Stefánsson skrifar                                            !  "#             !     $    %     &  ' ( )    %  &                &           #           *+,                     ! ' ( )   -     %  $    # !           #%% !      #    *+  %%  $       !      !        &  % "#       .  %           #                 ! "   #$     %   &  ' ( )  ( #$  *+ % ,-  ./01  2 #        -  0)  -  %0 -   *,   &   ./01    *   .301 4    5  $   '   60 &  )  / 01  &0223 & 7   $    &4 &!    89   5236 :  7  7  & " &   7# "  7 $      $   #     ;*31     >? @-     A))  +$ 0   % 7)  B  C $)  -     &0        *D9  EFD F>.01 +    0B  *,-   C  3/01     $    &*+8029 : $  &;8<09 .  =  &;8<69 ' ( )   &*+8>?9  -   #   -   7   ?/81<9 /8<29 ?8>?9 <?8449 ?>*??1 3 < Verðum að beisla ungu strákana „ÞETTA var einfaldlega ekki nógu gott þótt leikurinn hafi annars verið jafn og hefði getað farið á hvorn veg sem er en sigur datt þeirra megin í dag. Það verður bara að taka því en er ekki gott fyrir okkur,“ sagði Páll Einarsson, fyrirliði Þróttar, sem stóð sig eins og herforingi á miðjunni gegn ÍA á laugardaginn. Eftir Stefán Stefánsson Þróttur sótti en Skagamenn skoruðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.