Morgunblaðið - 26.05.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.05.2003, Blaðsíða 7
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003 B 7 REAL Sociedad ætlar ekki að gefa stjörnuliði Real Madrid neitt eftir og nú stefnir í mikið einvígi liðanna um spænska meistaratitilinn í síðustu þremur umferðunum. Real Madrid náði tveggja stiga forystu á laugardags- kvöldið með góðum útisigri á Valencia þar sem Ronaldo skoraði bæði mörkin. En Bask- arnir í Real Sociedad héldu ró sinni og unnu Málaga í gærkvöld, 2:0, á útivelli. Það var þó ekki fyrr en á síðasta stundarfjórðungnum sem þeir skoruðu mörkin, fyrst Igor Gabil- ondo og síðan Darko Kovacevic. Þar með er Real Sociedad á ný einu stigi á undan Madr- ídarbúum. Deportivo La Coruna heltist hinsvegar úr lestinni um helgina þegar liðið steinlá fyrir nágrönnum sínum á norðvesturhorni Spánar, Celta Vigo, 3:0. Baskarnir gefa Real Madrid ekkert eftir GLASGOW Rangers varð í gær skoskur meistari í knattspyrnu í 50. skipti eftir eitthvert æsilegasta einvígi við granna sína í Celtic sem um getur. Liðin voru jöfn að stigum og markatölu fyrir leikinn en Rangers dugði að vinna Dunfermline með sama mun og Celtic myndi sigra Kilmarnock vegna fleiri skoraðra marka. Þegar upp var staðið vann Rang- ers sinn leik 6:1 en Celtic 4:0. Celtic stóð betur að vígi í hálfleik, var 3:0 yfir í Kilmarnock á meðan staðan á Ibrox, velli Rangers, var 3:1. Alan Thomp- son nýtti ekki vítaspyrnu fyrir Celtic í síðari hálf- leik, auk þess sem þeir græn/hvítu nýttu ekki fleiri góð færi. Á lokasekúndunum skoraði Mikel Arteta fyrir Rangers úr vítaspyrnu og gulltryggði sínum mönnum titilinn. Celtic varð meistari árin 2000 og 2001 en Rangers 12 sinnum á næstu 13 árum þar á undan. Síðasta félagið sem skákaði Glasgow-risun- um var Aberdeen sem varð meistari árið 1985. Rangers meistari eftir marka- keppni við Celtic Reuters Alex McLeish, knattspyrnustjóri Rang- ers, kyssir skoska meistarabikarinn.  FREYR Bjarnason, varnarmaður FH, hafði skamma viðdvöl inni á KA- vellinum á Akureyri á laugardaginn. Frey var skipt inn á seint í leiknum en fimm mínútum síðar þurfti hann að yfirgefa völlinn með skurð á höfði eft- ir að hafa fengið slæmt högg í návígi.  SVAVAR Sigurðsson tók stöðu Freys og lék þar með fyrsta leik sinn í efstu deild.  JÓN Örvar Eiríksson, þrítugur Dalvíkingur, og Pálmi Rafn Pálma- son, 18 ára Húsvíkingur, léku báðir sinn fyrsta leik í efstu deild á laug- ardaginn. Þeir komu báðir til KA fyrir tímabilið og voru báðir í leikbanni í fyrstu umferðinni.  SÖLVI Davíðsson, 18 ára sóknar- maður úr KR, kom inn á gegn Fram á Laugardalsvellinum í gærkvöld og spilaði sinn fyrsta leik í efstu deild. Garðar Jóhannsson kom einnig inn á og spilaði sinn fyrsta leik fyrir KR í deildinni.  WILLUM Þór Þórsson, þjálfari KR, þurfti að gera fjórar breytingar á byrjunarliði sínu í gærkvöld. Í lið hans vantaði Hilmar Björnsson, sem leikur ekki meira í sumar, Einar Þór Daníelsson, Sigurvin Ólafsson og Sigurstein Gíslason sem allir eru meiddir.  KFS frá Vestmannaeyjum fagnaði í gærkvöld sínum fyrsta sigri í sögunni í 2. deild þegar liðið lagði Selfoss, 2:1, á Helgafellsvellinum í Eyjum. Haf- þór Atli Rúnarsson skoraði sigur- markið með síðustu spyrnu leiksins.  OLIVER Bierhoff, fyrrum sóknar- maður þýska landsliðsins, skoraði þrennu í kveðjuleik sínum með Chievo á Ítalíu á laugardaginn. Þrennan nægði þó ekki Chievo sem tapaði, 4:3, fyrir Juventus og náði því ekki að tryggja sér sæti í UEFA-bik- arnum.  SAM Hammam, stjórnarformaður velska knattspyrnufélagsins Cardiff City, sagði í gærkvöld að hann hefði sett stefnuna á að koma því upp í ensku úrvalsdeildina. Cardiff sigraði í gær QPR, 1:0, í úrslitaleik um sæti í 1. deild og skoraði Andy Campbell markið undir lok framlengingar.  HAMMAN sagði ennfremur að hann myndi ekki láta staðar numið í úrvalsdeildinni. „Við höfum nægileg- an stuðning á bakvið okkur til að stefna enn hærra, komast í fremstu röð í úrvalsdeildinni og þaðan inn í Meistaradeild Evrópu,“ sagði Hammam, sem á sínum tíma hóf Wimbledon til vegs og virðingar í ensku knattspyrnunni.  SERGEN Yalcin tryggði Besiktas tyrkneska meistaratitilinn í knatt- spyrnu í gær þegar hann skoraði sig- urmarkið gegn erkifjendunum í Gal- atasaray, 1:0, á lokasekúndum leiksins. Besiktas náði þar með 8 stiga forystu fyrir lokaumferð deildarinn- ar. FÓLK ósléttum vellinum,“ sagði Þorvaldur Mak- an. Vantaði meira bit Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, var ekki svo ósáttur með frammistöðu sinna manna sem áttu þó í vök að verjast undir lokin. „Auðvitað var þetta ekkert sérstak- ur leikur hjá okkur og það vantaði meira bit í sóknina en hins vegar er gott að sækja stig hingað til Akureyrar. Við getum meira og eigum eftir að sýna það.“ tt að hreinu“ ÍA og þrjár þeirra gerðu útslagið í vítaspyrnukeppni, og sumarið 2001 varði Ólafur allar þrjár vítaspyrnurnar sem dæmdar voru á ÍA í úrvalsdeild- inni. Samtals hafa andstæðingar Ólafs að- eins skorað úr sex vítaspyrnum af þeim 13 sem hann hefur staðið gegn í deild- inni frá upphafi. Árangur hans í þar er því 54 prósent. Það er þó ekki met í efstu deild því 60 prósent af vítaspyrn- um sem Hajrudin Cardaklija, fyrrum markvörður Breiðabliks og Sindra, glímdi við fóru forgörðum. inn aftur n á kreik Akureyrarvöllur er ekki leikhæfurþrátt fyrir snjóléttan og hlýjan vetur og var því leikið á grasvelli KA. Aðstæður þar eru þokkalegar og gekk leikmönnum bæri- lega að fóta sig en ekki er hægt að segja að leikurinn hafi verið tilþrifamikill. Hreinn Hringsson átti ágæta send- ingu fyrir mark FH á 14. mínútu en Steinar Tenden skallaði fram hjá. Jón Þorgrímur Stefánsson komst í allgott færi á 39. mínútu en skaut fram hjá marki KA, aðþrengdur af varnarmönnum. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en þó áttu gestirnir fleiri skot að marki. Hins vegar reyndi aldrei á Sören Byskov í marki KA nema hvað hann greip vel inn í fyrirgjafir og virtist öruggur í öllum sínum aðgerð- um. Í seinni hálfleik fékk hann nánast algjöra hvíld en þá þurfti Daði Lár- usson í marki FH að taka á honum stóra sínum. KA-menn byrjuðu betur í seinni hálfleik og sóttu nokkuð stíft. Spil þeirra byggðist upp í kringum Þor- vald Örlygsson og Dean Martin auk þess sem framherjinn Hreinn Hringsson var hreyfanlegur og virk- ur í spilinu. Hreinn átti einmitt góða sendingu á Dean á 58. mínútu en Daði varði frábærlega skalla hans af stuttu færi og síðan aftur skot frá Dean. Leikurinn fjaraði síðan smám sam- an út. FH reyndi að skerpa sóknar- leik sinn með því að setja Atla Viðar Björnsson inn á enda rökrétt að láta reyna á fremur hægfara varnarmenn KA með snöggum sóknarmanni. Vörn KA hélt hins vegar haus og í lokin pressuðu KA-menn nokkuð. Pálmi Rafn Pálmason átti þrumuskot að marki á 88. mínútu en Daði varði boltann í stöng. Markalaust jafntefli var því niður- staðan og vissulega var jafnræði með liðunum en FH-ingar geta þó þakkað Daða Lárussyni fyrir stigið. FH hef- ur þar með gert jafntefli í tveimur fyrstu leikjum sínum en KA-menn eru komnir með fjögur stig. Daði var bestur FH-inga í leiknum, Baldur Bett var góður í fyrri hálfleik og Heimir Guðjónsson var traustur, sér- staklega þegar hann dró sig aftar á völlinn en annars var vörn FH sterk. Varnarleikur KA var sömuleiðis í lagi og Þorvaldur Örlygsson var kóngur- inn á miðjunni. Dean Martin og Hreinn Hringsson sýndu oft ágæt til- þrif. Daði landaði stigi fyrir FH FH hefur aldrei sigrað KA á Ak- ureyri í efstu deild og á því varð engin breyting á laugardaginn. Leikurinn endaði með marka- lausu jafntefli og geta Hafnfirð- ingar verið bærilega sáttir með sinn hlut en þetta var sautjánda viðureign liðanna í efstu deild og fjórði markalausi leikurinn. FH-ingum hefur aðeins tekist að sigra í einum leik en það var á heimavelli árið 1990. Stefán Þór Sæmundsson skrifar        ,$ ) "0   )   0 '-  0 ' E F  5  ! +  : E   )   ! $  * #  3>01  )   E  '-   % ! ) + 5   C *! $    .<01     *+ : H0 .<01 4    5  $   '   60 (&)  / 01  &0223 & 7   E   &   !  )       89   ;  022 :  . F & " &   C# @$  .  :      $   #     3*1      :       7)  )    C $I E G A+  %   5       -   ,   , "5    *@ $ ,-  3.01 *) )  .<01 %     *&" ,-  =01 & , )  $  A G&C+8159 -   #   -   7  ;*1  / Morgunblaðið/Kristján Freyr Bjarnason, leikmaður FH, meiddist á höfði og lék aðeins í örfáar mínútur eftir að honum var skipt inn á. Þórður Magn- ússon, sjúkraþjálfari FH, gerði að sárum hans utan vallar. Morgunblaðið/Kristján reynir að komast í gegnum vörn KA. hann en til hliðar eru þeir Jón Örvar sson. Allan Borgvardt, framherji FH, p kantinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.