Morgunblaðið - 26.05.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.05.2003, Blaðsíða 12
Birgir Leifur á 3 undir pari BIRGIR Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, endaði í 16.–20. sæti á Peugout- golfmótinu í Hollandi um helgina en það er liður í áskor- endamótaröðinni svonefndu. Birgir Leifur lék síðasta hring- inn á tveimur höggum undir pari og var því alls á þremur undir pari og fékk um 150 þús- und krónur fyrir árangurinn. Hann lék þrjá hringi af fjór- um undir pari, fyrsta daginn á 69 höggum eða þremur undir, síðan kom slæmur dagur þar sem hann var á 6 höggum yfir pari, þriðja hringinn lék hann á fjórum undir og í gær endaði hann á tveimur undir pari. Sigurvegari var Svíinn John Edfors sem lék á 15 höggum undir pari og fékk tæpar tvær milljónir fyrir vikið. Annar varð landi hans, Kalle Brink, á 13 undir og Mark Sanders í þriðja sæti á 12 undir pari. Heiðar Davíð byrjaði gríðarlegavel, setti vallarmet í fyrsta hring þegar hann lék á 66 höggum. Sáraeinfalt fyrir kappann, fékk par á þrettán holum og fugla á fimm, fyrstu, annarri, sjöttu, níundu og sextándu. Alls lék hann á 212 högg- um sem er einu höggi undir pari og var hann sá eini sem afrekaði það í mótinu. „Þetta er fyrsti sigur minn á mótaröðinni og ég er auðvitað mjög ánægður með það og þetta er ekki síðasti sigur minn. Ég hef nokkrum sinnum orðið í þriðja sæti og ég æfði mjög vel í vetur og er kominn með þá reynslu sem þarf til að vinna,“ sagði sigurvegarinn ánægð- ur að leik loknum. „Ég ætlaði mér að vinna á einu móti í sumar og það tókst núna í fyrsta mótinu þannig að nú er bara að halda því áfram,“ sagði kappinn sem sagðist þokkalega sáttur með hvernig hann spilaði síðasta hring- inn en hann lék hann á einu höggi yfir pari. „Ég var ekki alveg sáttur við hvernig ég kom af teignum til að byrja með en það lagaðist. Ég átti tvö högg á Magnús [Lárusson] þegar við komum á síðustu holuna og það var því ekkert annað en að spila hana af öryggi. Völlurinn er góður, dálítið harður fyrir utan flat- irnar en þær sjálfar eru ágætlega mjúkar. Eins og þetta spilaðist í dag þá voru margar brautir í lengri kantinum og erfið upphafshöggin á þeim,“ sagði Heiðar Davíð. Magnús lenti í vanda á síðustu holunni, tók áhættu og sló beint inn á flötina, en þeir kappar luku leik á 9. holunni. Bolti hans sveif yfir draslið og lenti inn á flötinni, skoppaði út af henni, yfir veginn og lak niður í innkeyrsluna að geymsl- unni fyrir golfbílana. Óheppinn og hann varð að taka víti en það kom þó ekki að sök, hann náði öðru sæt- inu, tveimur höggum á eftir Heiðari Davíð og höggi á undan Erni Æv- ari. – Þú hefur æft mjög vel í vetur, finnst þér ekkert leiðinlegt að æfa á veturna? „Nei, nei, ekki ef maður hefur alltaf eitthvert markmið til að stefna að. Það er hins vegar hund- leiðinlegt ef maður gerir ekkert annað en slá og slá án þess að vita til hvers maður er að því. Eins og veturinn var þá var þetta ekkert mál, ég fór alltaf út þegar viðraði og þetta hefur sjálfsagt verið miklu leiðinlegra og kaldara fyrir Inga Rúnar [Gíslason] kennara því hann þurfti að hanga yfir manni,“ sagði Heiðar Davíð. Morgunblaðið/Óskar Sæmundsson HEIÐAR Davíð Bragason, 25 ára kylfingur frá Blönduósi, sem keppir fyrir Golfklúbbinn Kjöl í Mosfellsbæ, kom, sá og sigraði á fyrsta stigamóti Golf- sambandsins, á Korpúlfs- staðavelli um helgina. Annar varð félagi hans í GKj, Magnús Lárusson, og Örn Ævar Hjart- arson, GS varð þriðji. Fyrsti sigur Heiðars Davíðs Bragasonar á stigamóti í golfi  HEIÐAR Davíð Bragason, sigur- vegari í Búnaðarbankamótinu um helgina, sem er fyrsta mótið á Toyotamótaröðinni, setti glæsilegt vallarmet á Korpúlfsstaðavelli í fyrsta hring á laugardeginum. Þá lék hinn 25 ára gamli kylfingur á 66 höggum, fimm höggum undir pari.  GAMLA vallarmetið átti Haraldur Heimisson úr GR, en hann lék á 70 höggum í einu mótinu árið 2001. Sig- urþór Jónsson, Keili, lék einnig und- ir gamla vallarmetinu í fyrsta hring þegar hann kom inn á 69 höggum. Þeir Heiðar Davíð og Sigurþór náðu þó ekki að fylgja þessu eftir í næsta hring, Heiðar Davíð bætti átta högg- um við og Sigurþór níu.  ÓTTAR Yngvason, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, færði klúbbnum sínum höfðinglega gjöf um helgina. Hann kom færandi hendi með 24 golfsett með poka og öllu saman, 8 karlasett, 8 kvennasett og 8 barnasett. Tilefnið sagði hann vera að 50 ár væru liðin frá því hann gekk í GR og hefði hann því viljað minnast þess með því að leggja klúbbnum lið.  TINNA Ósk Óskarsdóttir, GKG, var ein átta kylfinga sem bætti skor sitt milli allra hringjanna þriggja á Korpúlfsstaðavelli um helgina. Eng- inn bætti sig þó meira en Tinna Ósk sem lék á 92 höggum fyrsta hringinn, annan á 88 og í gær lék hún á 81 höggi, sem var besta skor hjá stúlk- unum í gær. Bæting um 11 högg frá fyrsta hring.  ANNA Jódís Sigurbergsdóttir, Keili, bætti sig einnig og hjá körl- unum voru það Sigmundur Einar Másson, GKG, Rúnar Óli Einarsson, GS, Ásgeir Jón Guðbjartsson, Keili, Ragnar Þór Ragnarsson, GKG, Kjartan Einarsson, GR og Hólmar Freyr Christiansson, GR. Sigmund- ur Einar átti besta skor gærdagsins, en hann lauk leik á pari, 71 höggi.  ÞAÐ voru miklar sveiflur í leik sumra kylfinga. Sigþór Óskarsson úr GR var þó með þeim óstöðugri ef þannig má að orði komast. Hann lék fyrsta hringinn á 80 höggum, hitti ekki alveg á það í næsta hring þegar hann kom inn á 92 höggum, 12 högg- um meira en í fyrsta hring. Í gær bætti hann sig hins vegar um 11 högg og kom inn á 81 höggi.  ÓLÖF María Jónsdóttir komst ekki í gegn um niðurskurð á Future mótaraðarmóti um helgina, lék á 79 og 83 höggum. FÓLK ÞÓRDÍS Geirsdóttir úr Keili sigr- aði í Búnaðarbankamótinu í golfi, fyrsta mótinu á Toyotamótaröð- inni, sem fram fór á Korpúlfs- staðavelli um helgina. Þórdís lék á 235 höggum, 22 höggum yfir pari, og var fimm höggum á undan Ragnhildi Sigurðardóttur úr GR. Þriðja varð Karlotta Einarsdóttir úr GKj, sex höggum á eftir Ragn- hildi. Þórdís lék fyrstu tvo hringina á laugardeginum hvorn um sig á 76 höggum og var það besta skor hjá konunum. Hún átti því fimm högg á Ragnhildi fyrir síðasta hring og sá munur hélst til loka. Ragnhildur byrjaði þokkalega en síðan komu slæmar holur og fékk hún sem dæmi sjö á par þrjú holu. „Þá sagði ég hingað og ekki lengra. Þetta var hræðilegt en eftir þetta spilaði ég ágætlega,“ sagði Ragn- hildur eftir að hún hafði lokið leik. Þórdís lék hins vegar jafnt allan hringinn. „Fyrstu tveir hringirnir voru allt í lagi, ekkert sérstaklega góðir, en í lagi. Í dag var erfitt að spila, hvasst og völlurinn nokkuð harður. Ég þekki völlinn heldur ekkert og ég spilaði síðari níu hol- urnar á honum í fyrsta sinn á æv- inni á föstudaginn,“ sagði Þórdís. Hún sagðist hafa æft þokkalega í vetur. „Ég hef raunar ekki slegið mjög mikið, verið meira í stutta leiknum, vippum og púttum. Við erum búin að fara í gegn um ákveð- ið prógramm og vonandi skilar það árangri í sumar,“ sagði sigurveg- arinn í kvennaflokki. Þórdís hefur verið lengi að í golf- inu og segist vera búin að fara yfir mótaskrána. „Ég er ekki búin að merkja við í hvaða sæti ég ætla að verða. En það er alveg á hreinu að ég ætla að vera með,“ segir hún hlæjandi. En þrátt fyrir að hafa verið lengi að segist hún ekkert á þeim buxunum að hætta. „Ég sé enga ástæðu til þess á meðan ungu stelpurnar geta ekki ennþá skilið mann eftir í botnsætinu, þá er eng- in ástæða til að hætta. Svo hef ég líka svo gaman að þessu enn þá,“ segir hún. Sé enga ástæðu til að hætta Morgunblaðið/Óskar Sæmundsson Þórdís Geirsdóttir úr Keili slær hér inn á flöt. Ekki síðasti sigurinn Heiðar Davíð Bragason úr GKj vann sinn fyrsta sigur á stigamóti Golfsambandsins um helgina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.