Morgunblaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 142. TBL. 91. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Hagnýtir skógar Héraðsskógar hafa styrkt byggð á Fljótsdalshéraði Landið 21 Ofleikur í Iðnó Ofleikur og Perlan lögðu saman krafta sína í leikhúsinu Fólk 49 Eins og hjá poppsveitum Kammersveit Reykjavíkur og Ashkenazy í Moskvu Listir 24 NÝJUSTU drögin að stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins (ESB) voru lögð fram í gær. Í þeim er m.a. að finna ákvæði um að kjörinn verði forseti sambandsins til tveggja og hálfs árs í senn. Er þess gætt, að hvergi sé minnzt á orðið „sambandsríki“ (eða „alríki“, eftir því hvernig orðið „federal“ er þýtt), sem er sérstaklega viðkvæmt í Evrópuumræðunni í Bretlandi. Enn hefur þó ekki náðst málamiðlun í mörgum mikilvægum málum sem tekizt er á um við samningu sáttmálans, þótt Framtíð- arráðstefnan svokallaða, sem fulltrúar allra núverandi og tilvonandi ESB-ríkja eiga sæti á, hafi nú aðeins um þrjár vikur til stefnu til að ná samkomulagi. Niðurstaðan úr árslöngu starfi ráðstefnunnar verður lögð fyrir leið- togafund ESB í Grikklandi hinn 20. júní nk. „Þessi texti hefur verið samþykktur af allri forsætisnefndinni, nema hvað varðar stofn- anaþáttinn,“ sagði Valery Giscard d’Estaing, fyrrverandi forseti Frakklands sem stýrir starfi ráðstefnunnar, er drögin voru kynnt í Brussel í gær. Þau verða rædd á allsherjar- fundi ráðstefnunnar á fimmtudag og föstudag. Mörg smærri ríkin uggandi Það er einmitt stofnanaþátturinn, sem lang- djúpstæðasti ágreiningurinn stendur um. Svo sem hvort horfið skuli frá því að láta for- mennskuna í sambandinu ganga á milli rík- isstjórna aðildarríkjanna á hálfs árs fresti eins og tíðkazt hefur hingað til og stofna þess í stað nýtt varanlegt forsetaembætti, eða hvort stofnað skuli nýtt embætti utanríkisráðherra ESB. Fulltrúum margra smærri ríkja sam- bandsins er uppsigað við þessar tillögur. ESB verður ekki sam- bandsríki Brussel. AFP. AP Valery Giscard d’Estaing, forseti Framtíðar- ráðstefnu Evrópu, „stjórnlagaþings“ ESB. SAMKVÆMT tillögum Árna Magnússonar félagsmálaráð- herra verður Íbúðalánasjóði heimilt að veita öllum viðskipta- vinum sjóðsins 90% húsnæðislán frá 1. maí 2007. Fyrstu breyt- ingar á húsnæðislánakerfinu verða hins vegar 1. desember næstkomandi er hámarkslán hækka úr átta til níu milljónum króna í tíu og lánshlutfall, sem í dag er 70% þegar keypt er í fyrsta sinn en 65% ef keypt er í annað sinn, verður 70%. Miðað er við að hámarkslán hækki síðan um tvær milljónir króna á ári út kjörtímabilið og verði 18 milljónir króna 2007. Árni ítrekar að enn eigi eftir að ná samstöðu um þessa fjárhæð, ríkisstjórn hafi ekki komið sam- samkvæmt tillögum Árna að gera heildarfjármögnun vegna íbúðarkaupa mögulega hjá Íbúðalánasjóði þar sem lægstu mögulegu markaðsvextir íbúða- lána eru tryggðir. Í mörgum til- fellum muni skuldsetning heim- ilanna aukast en oftast sé um tilflutning skulda að ræða. Í stað dýrra bankalána sem tekin séu til að fjármagna eigið fjárfram- lag á móti núverandi lánum Íbúðalánasjóðs komi hagkvæm- ari íbúðalán. Samkvæmt minnisblaði Árna munu þessar breytingar ekki kosta ríkissjóð krónu þar sem íbúðalánakerfið verður sjálf- bært. saman í haust,“ segir Árni. Samkvæmt minnisblaði fé- lagsmálaráðherra þarf að gera smávægilegar breytingar á fyr- irkomulagi íslensks fjármála- markaðar til að auðvelda að- gengi erlendra fjárfesta að íslenskum skuldabréfaflokkum. Unnt sé að gera þær breytingar á skömmum tíma á haustþingi. Lagt er til að fyrstu breyting- arnar taki gildi 1. desember næstkomandi. Hámarkslán verði þá hækkuð í 10 milljónir og öll- um gert kleift að fá lánað fyrir 70% af matsverði íbúðarhúsnæð- is. Lánshlutfallið hækki síðan um 5% 1. maí næstu fjögur ár og hámarkslán um tvær milljónir króna í hvert sinn. Markmið þessara breytinga er an og nákvæm niðurstaða liggi ekki fyrir. „Ég ætla mér að setja þessa vinnu af stað núna svo við verð- um komin með nokkuð góða áætlun um framkvæmd þessara tillagna þegar Alþingi kemur Tillögur félagsmálaráðherra um framkvæmdaáætlun um hækkun húsnæðislána Hámarkslán verði 18 milljónir árið 2007  Lánshlutfall/11                             !        " " " " "     ! "   ! "#$ % ! !& "#$ '! !& SETNING Alþingis einkennist af gömlum hefðum og er með þjóð- legum brag. Dagný Jónsdóttir, nýkjörinn þingmaður Framsókn- arflokksins, mætti til þings í fyrsta skipti í gær þegar vorþing Alþingis var sett og lét ekki sitt eftir liggja að gera athöfnina sem hátíðlegasta. Dagný klædd- ist fögrum upphlut sem upp- haflega var í eigu langömmu hennar og nöfnu, Dagnýjar Ein- arsdóttur (1901–1968). „Dagurinn var frábær og til- finningin ólýsanleg,“ segir Dagný. „Stærsta stundin fannst mér þegar þjóðsöngurinn var sunginn í Dómkirkjunni.“ Morgunblaðið/Sverrir Þingsetning með þjóð- legum brag  Þingsetning/28Magnús Stefánsson og Dagný Jónsdóttir. Að baki þeim sitja Kristinn H. Gunnarsson og Halldór Blöndal. ARIEL Sharon, forsætisráð- herra Ísraels, bauð hörðum hægrimönnum úr eigin flokks- röðum birginn í gær, daginn eft- ir að hann knúði ríkisstjórnina til fylgilags við Vegvísinn svo- nefnda, fjölþjóðlega friðaráætl- un sem gerir ráð fyrir að deilur Ísraela og Palestínumanna verði settar niður í áföngum og sjálfstætt palestínskt ríki stofn- að árið 2005. Með samþykkt Ísraelsstjórnar á Vegvísinum, sem er í fyrsta sinn sem ísraelsk stjórnvöld viðurkenna opinberlega áform um stofnun sjálfstæðs ríkis Pal- estínumanna, hafa líkur aukizt til muna á því að að ná varanlegu friðarsamkomulagi við Palestínu- menn. „Ég tel að hugmyndin um að halda þremur og hálfri milljón Palestínumanna undir hernámsstjórn sé slæm fyrir Ísrael, fyrir Palestínumenn og ekki síður fyrir ísraelskt efnahagslíf,“ hafði ísraelska dagblaðið Maariv eftir Sharon. „Núna eru 1,8 milljónir Palestínumanna háðar að- stoð alþjóðlegra hjálparstofnana. Viljið þið axla þær byrðar? Lyf, heilsugæzlu og menntun?“ spurði Sharon gagnrýnendur sína í flokksstjórninni. Á fundinum réðust ellefu ríkisstjórnarmeðlimir Likud-flokksins harkalega að formanninum. Sneri gagnrýni þeirra aðallega að því að Vegvísirinn væri að þeirra mati feigðarflan fyrir Ísrael, eftir því sem útvarp ísraelska hersins greindi frá. George W. Bush Bandaríkjaforseti muni kalla Shar- on og palestínska forsætisráðherrann Mahmoud Abbas saman á friðarráðstefnu. Ísraelski utanrík- isráðherrann Silvan Shalom tjáði blaðamönnum á Krít í gær, að slíkur þríhliða fundur Sharons, Abbas og Bush gæti farið fram í Jórdaníu í næsta mánuði. Þá er einnig reiknað með því að Sharon og Abbas hittist aftur í þessari viku, en bæði almenningur og fréttaskýrendur í Ísrael eru eftir sem áður fullir efa- semda um að Vegvísirinn skili árangri. Ummæli um „hernám“ koma á óvart Á óvart komu sum ummæli Sharons á flokks- stjórnarfundi Likud-flokksins í gær, þar sem hann tók sér meðal annars orðið „hernám“ í munn og lagði áherzlu á að hann ætlaði að leggja sig allan fram um Sharon ver samþykkt Vegvísis Auknar líkur á friðarráðstefnu með Bush Bandaríkjaforseta Jerúsalem. AFP, AP. Ariel Sharon Á VENJULEGU skrifborði eru að meðaltali 400 sinnum fleiri bakteríur en á venju- legri klósettsetu. Þetta kem- ur fram í niðurstöðum banda- rískrar rannsóknar, sem birtar voru á fréttavef ABC- sjónvarpsstöðvarinnar. Í niðurstöðunum kemur einnig fram, að á símtólum venjulegra skrifborðssíma sé bakteríuflóran með allra blómlegasta móti. Raunar kemur klósettsetan bezt út í mælingum sem gerðar voru á tólf yfirborðsflötum. Fæstir sýkl- ar á kló- settsetum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.