Morgunblaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ HÁMARKSLÁN 18 MILLJ. Árni Magnússon félagsmálaráð- herra leggur til að hámarksíbúðalán hækki í 18 milljónir króna á kjör- tímabilinu og lánshlutfallið í 90%. Fyrsta hækkun lánshlutfalls og há- marksláns taki gildi 1. desember. Flugslys í Tyrklandi Enginn komst lífs af þegar úkr- aínsk flugvél með 62 spænska frið- argæzluliða og tólf manna áhöfn fórst í norðvesturhluta Tyrklands, við Svartahaf, í gærmorgun. Álitshnekkir fyrir Símann Fjársvikamálið innan Landssím- ans er álitshnekkir fyrir félagið, að sögn Brynjólfs Bjarnasonar, for- stjóra Símans. Sleitulaust er unnið að því að rekja aðferðir aðal- gjaldkera við að svíkja út peninga úr fyrirtækinu. Ingibjörg í nýtt embætti? Innan Samfylkingarinnar er sá möguleiki ræddur að Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir taki við embætti for- manns framkvæmdastjórnar flokks- ins á landsþingi í haust. Þingstörf riðluðust Deilur um framkvæmd kosninga og kjörbréf riðluðu þingstörfum á Alþingi í gær og þurfti að fresta stefnuræðu forsætisráðherra sem flytja átti í gærkvöldi. Stefnuræðan og umræður um hana hefjast kl. 19.50 í kvöld. Sharon verst Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, bauð hörðum hægrimönnum úr eigin flokksröðum birginn í gær, daginn eftir að hann knúði rík- isstjórnina til að samþykkja Vegvís- inn svonefnda. Þykja líkur hafa auk- izt á því að til leiðtogafundar Sharons, palestínsks starfsbróður hans Mahmouds Abbas og George W. Bush Bandaríkjaforseta komi í næsta mánuði. Upplifðu skjálftann í Alsír Alsírskur eiginmaður íslenskrar konu var staddur ásamt tveimur börnum þeirra skammt utan við Al- geirsborg þegar jarðskjálftinn reið yfir á miðvikudag í síðustu viku. Þriðjudagur 27. maí 2003 Prentsmiðja Morgunblaðsins blað B Stjórnbúnaður fyrir varmaskipta Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu Spörum heitavatnið Hætta á sóun yfir sumarið 10 Húsfullt aftöfrum Fallegthús viðSkipasund Óvenjulegt hús í Madrid 22 Gaflsneið- ingar og kvistir 31                                                                   !"!#$! % " #$      &'( )*+ &'(  ) *+       !  "#$ %%$!%&&' -%.$/#$ %"/++% 01%23+ 456#0!+ (1+1/7+ !+ 8+ 23+ '%" 9+ "  :$+; % ":$+; $!+%.+  :$+; % ":$+;    (     (%<) "%"+$ +$ 1+=""+)>>>1+    ?" /@+AB * * * * !, "#, "# " $%     )*    +% /@AB  "%- % ' %' %. "& / "// %$-'/ "%01 %& %#%0& "'0" @B  2 !  3   ! $ "/$ %-$!%&&' 8%"+#$! &" %""+ & &                          B   $  $  101 Skuggahverfi er ætlað mikið hlutverk í miðborg Reykjavíkur, en gert er ráð fyrir að 700–800 manns muni búa í hverfinu og að fullbyggt muni það leiða til um 30% fjölgunar íbúa í miðborginni. Helstu kennileitin verð þrjár sextán hæða byggingar og aðal- útsýnishlið þeirra snýr að Skúla- götunni. Götumyndin verður heil- leg á eftir og Skúlagatan án efa ein glæsilegasta og tilkomumesta gata borgarinnar. Sala er nú hafin á fyrsta áfanga 101 Skuggahverfis, sem er fyrir vestan Vatnsstíg. Þar verða 93 íbúðir, en þessum íbúðum á að skila í september 2004. Íbúðirnar eru mjög mismunandi, en um tólf stærðir er að ræða á bilinu 54 ferm. og upp í 270 ferm. þak- íbúðir. Mikill áhugi er á þessum íbúð- um úti á markaðnum og margir hafa þegar lagt inn pantanir. Íbúðirnar eru til sölu hjá Eigna- miðluninni og Húsakaupum. / 26 101 Skugga- hverfi UNDANFARNA daga hefur verið yfirverð á húsbréfum til 40 ára, sem þykja nokkur tíðindi, en þó nokkur ár eru liðin síðan slíkt gerðist síðast. Ávöxtunarkrafan og afföll af 25 ára húsbréfum hafa líka lækkað að sama skapi, þó að þau séu ekki enn á yfirverði. „Það er erfitt að spá neinu með vissu um, hvort áframhald verður á þessari þróun,“ segir Hreiðar Bjarnason, sérfræðingur á verð- bréfasviði Landsbankans. „Það er mikil eftirspurn eftir húsbréfum erlendis frá og það er hún miklu fremur en þróunin í fjármálum hér innanlands, sem veldur þessari lækkun ávöxtunarkröfunnar, sem þýðir um leið hærra verð á hús- bréfunum. Þessi þróun er að sjálfsögðu hagstæð fyrir fasteignaviðskipti, en hún kemur sér líka vel fyrir þau fyrirtæki, sem fjármagna sig með skuldabréfaútgáfu, því að vextir af húsbréfum mynda grunnvexti fyrir önnur skuldabréf. Það lækkar fjár- magnskostnað þessara aðila, ef þessi þróun helzt, þar sem þeir fá þá betri kjör en áður.“ Líflegur markaður Að sögn fasteignasala hefur ver- ið líflegur markaður að undan- förnu með íbúðarhúsnæði og frek- ar borið á skorti á íbúðum en of miklu framboði. Vesturbær, Foss- vogur og Seltjarnarnes eru hvað eftirsóttustu hverfin eins og áður. Þá vekur það athygli, að mjög hátt verð virðist ekki vera sama hindr- un og var. „Það virðist ekki vera neitt þak á verði lengur og við sjáum hús seljast á 40, 50 og jafnvel 60 millj. kr. eins og ekkert væri,“ sagði einn fasteignasalinn. „Aðal eftirspurnin er samt eftir íbúðarhúsnæði allt að 16 til 18 millj. kr. en þá dregur úr henni og kaupendur eru orðnir mjög kröfu- harðir þegar verð á eignum er komið yfir 30 millj. króna.“ Það hefur samt legið í loftinu að mati sumra, að fasteignaverð ætti eftir að hækka en lækkandi afföll á húsbréfum hefur liðkað fyrir við- skiptum og hamlað gegn hækkun- um. Seljendur eru tilbúnari en ella til að selja núna vegna hagstæðs gengis á húsbréfunum. En sumir ættu erfitt með að trúa því að það ástand héldist lengi. Eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði hefur verið að glæðast. Það er meira um fyrirspurnir og svo er að sjá, sem lítils háttar hreyfing sé að komast á þann markað. Yfirverð á húsbréfum hefur jákvæð áhrif Morgunblaðið/Árni Torfason Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 32 Viðskipti 12/13 Hestar 38 Erlent 14/17 Minningar 32/37 Höfuðborgin 18 Bréf 40 Akureyri 19 Dagbók 42/43 Suðurnes 20 Kvikmyndir 48 Landið 21 Fólk 50/53 Neytendur 22 Bíó 50/53 Listir 23/25 Ljósvakar 54 Forystugrein 28 Veður 55 * * * HALLDÓR E. Sig- urðsson, fyrrverandi alþingismaður og ráð- herra, lést í fyrradag, 87 ára að aldri. Halldór fæddist á Haukabrekku á Snæ- fellsnesi 9. september 1915. Foreldrar hans voru Sigurður Egg- ertsson, skipstjóri og bóndi á Suður-Bár, og Ingibjörg Pétursdóttir. Halldór lauk prófi frá Héraðsskólanum í Reykholti árið 1937, stundaði nám við Sam- vinnuskólann og tók búfræðipróf frá Hvanneyri 1938. Halldór var bóndi á Staðarfelli í Dalasýslu frá 1937 til 1955, þá sveit- arstjóri í Borgarnesi til 1969. Hann var kjörinn á Alþingi fyrir Fram- sóknarflokkinn árið 1956 og sat þar til ársins 1979. Halldór var fjármála- og landbúnaðarráðherra árin 1971 til 1974 og landbúnaðar- og samgönguráðherra árin 1974 til 1978. Eftir að þingsetu Halldórs lauk starfaði hann við Búnaðarbankann. Halldóri voru falin ýmis trúnaðarstörf og var hann m.a. í stjórn Ungmennasambands Dalamanna um árabil, formaður Búnaðar- félags Fellsstrandar, formaður Búnaðarsam- bands Borgarfjarðar og í stjórn Kaupfélags Stykkishólms og síðar Kaupfélags Borgfirðinga. Þá sat hann í hreppsnefndum Fellsstrand- arhrepps og Borgarneshrepps og hann var meðal stofnenda fyrirtækj- anna Vírnets og Prjónastofu Borg- arness. Eftirlifandi eiginkona Halldórs er Margrét Gísladóttir vefnaðarkenn- ari og eignuðust þau þrjú börn. Andlát HALLDÓR E. SIGURÐSSON FORSTJÓRI Samkeppnisstofnunar skrifar grein um virka samkeppni og styrk samkeppnislög í nýútkominni ársskýrslu stofnunarinnar. Segir hann að nokkuð hafi komið á óvart hversu breið samstaða sé innan Samtaka atvinnulífsins um að veikja samkeppnislögin sem hann segir að gerast myndi verði samþykktar til- lögur samtakanna um þrengri sekt- arákvæði laganna og ef felld verður brott heimild til afskipta af samruna fyrirtækja. Georg Ólafsson, forstjóri Sam- keppnisstofnunar, fjallar almennt um samkeppnislögin sem gengu í gildi fyrir áratug og telur að sam- keppni í viðskiptum hafi eflst og hag- ur neytenda batnað frá því lögin tóku gildi. Forstjórinn segir að hin síðari ár hafi samkeppnisyfirvöld í auknum mæli beint sjónum að sam- keppnishamlandi hegðun einkafyrir- tækja. Sum málin hafi orðið tilefni harðrar gagnrýni frá hagsmunasam- tökum fyrirtækja og í maí 2002 hafi komið út skýrsla hjá Samtökum at- vinnulífsins þar sem lagt hafi verið til að samkeppnislögum verði breytt. „Var m.a. lagt til að sektarákvæði laganna yrðu þrengd og heimild til afskipta af samruna fyrirtækja yrði felld brott. Jafnframt var lagt til að settar yrðu sérstakar reglur um hús- leit Samkeppnisstofnunar,“ segir Georg í grein sinni. Samstaða um að veikja samkeppnislögin Forstjórinn segir málefnalega gagnrýni á samkeppnisyfirvöld æskilega. Jafnframt sé það fagnað- arefni að hagsmunasamtök setji fram rökstuddar tillögur um laga- breytingar. „Hins vegar hefur komið nokkuð á óvart hve breið samstaða virðist vera innan Samtaka atvinnu- lífsins um að veikja samkeppnislög- in, sem yrði óhjákvæmileg afleiðing þess að umræddar tillögur yrðu lög- festar,“ segir Georg og bendir á að það séu ekki aðeins neytendur sem njóti ávaxtanna af virkri samkeppni, það geri fyrirtækin einnig. Sam- keppnin agi fyrirtækin og geri þeim frekar kleift að ná t.d. árangri á er- lendum mörkuðum. „Að sama skapi er ljóst að alvar- legar samkeppnishömlur, eins og t.d. verðsamráð keppinauta, geta valdið öðrum fyrirtækjum miklu tjóni. Of hátt verð, sem leiðir af verðsamráði, dregur úr samkeppnishæfni og minnkar arðsemi þeirra fyrirtækja sem eiga viðskipti við samráðsfyrir- tækin.“ Telur tillögur SA veikja samkeppnislög FIMMTÍU og fimm skip voru á út- hafskarfamiðum á Reykjaneshrygg við lögsögumörk Íslands á fisk- veiðistjórnunarsvæði Norðaustur- Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar, NEAFC, í gær. Þar af voru ellefu skip frá þjóð- um sem ekki eiga aðild að NEAFC, tvö þeirra voru frá Belís, þrjú frá Dóminíska lýðveldinu, eitt frá Lett- landi og fimm frá Litháen. Tvö flutningaskip sáust einnig á svæð- inu en það eru skipin Metelitsa frá Rússlandi og Sohoh frá Panama. Þegar Landhelgisgæslan hafði samband við skipstjóra Sohoh sagðist hann ætla að flytja afla úr litháenska skipinu Radvila og fyr- irhugað væri að sigla með aflann til Japans. Að sögn Jóns Ebba Björns- sonar, varðstjóra hjá Landhelg- isgæslunni, er ekki óvanalegt að yf- ir 50 skip séu á veiðum á þessum slóðum á þessum tíma árs. Ekki hefur þurft að stugga við skipum á lögsögumörkunum. Tvö íslensk skip voru á veiðum úti við íslensku lögsögumörkin á Reykjaneshrygg í gær en ekki fengust upplýsingar um afla skipanna. Ljósmynd/Landhelgisgæslan Skipið Ostrovets frá Dóminíska lýðveldinu lá utan á Metelitsa og létu skip- in reka á meðan afla var umskipað úr Ostrovets yfir í Metelitsa. 55 skip á úthafskarfamið- um á Reykjaneshrygg AÐ LOKNUM fyrsta hluthafafundi Kaupþings Búnaðar- banka hf. var hluthöfum boðið að skoða framtíðarhöf- uðstöðvar hins sameinaða banka í Borgartúni 19 í Reykjavík sem áætlað er að taka í notkun í nóvember á þessu ári. Að sögn Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns sameinaðs banka, verða þær deildir bankanna sem þegar hafa formlega verið sameinaðar fluttar í sama húsnæði. „Það sem mun gerast á næstu dögum er að deildir í hvor- um banka um sig flytja saman. Starfsmenn í markaðs- viðskiptum hjá Búnaðarbankanum flytja í Ármúla þar sem markaðsviðskipti Kaupþings eru. Þar verður einnig fjárstýring og eignastýring. Áhættustýringin verður á tveimur stöðum. Fyrir- tækjasvið flytur úr Ármúla og í Austurstræti. Í framtíð- inni verða höfuðstöðvar bankans í nýju húsnæði sem við festum nýlega kaup á í Borgartúni 19. Við reiknum með að flytja inn þar 1. nóvember,“ segir Sigurður Einarsson. Gengið var frá formlegri sameiningu bankanna tveggja undir merkjum Kaupþings Búnaðarbanka hf. í gær. Kaupþing Búnaðarbanki hf. tekur til starfa í dag Bankinn í nýtt húsnæði í haust Morgunblaðið/Arnaldur Frá 1. nóvember verða höfuðstöðvar Kaupþings Bún- aðarbanka hf. í nýbyggingu í Borgartúni 19.  Kaupþing Búnaðarbanki hf./29 LÍKLEGT er að skrifað verði undir samning um kaup Marvals ehf. á Ak- ureyri á þrotabúi Íslandsfugls jafn- vel í dag, þriðjudag, eða síðar í vik- unni. Íslandsfugl, sem var kjúklinga- bú í Dalvíkurbyggð, varð gjaldþrota í mars. Ólafur Rúnar Ólafsson skipta- stjóri sagði að verið væri að vinna að málinu, en ekki hefði tekist að ljúka formlegri pappírsvinnu. Hann gerði sér vonir um að hægt yrði að skrifa undir samning um kaupin innan skamms og jafnvel í dag. „Að þessu félagi standa menn sem telja ekki fullreynt að hægt sé að reka kjúklingabú í Dalvíkurbyggð og vilja leggja sitt af mörkum til að skapa atvinnu í byggðarlaginu,“ sagði Ólafur Rúnar Vill kaupa þrotabú Ís- landsfugls KÓPAVOGSBÆR braut í veiga- miklum atriðum gegn meginreglum stjórnsýsluréttar um rannsóknar- skyldu stjórnvalds, jafnræði aðila, meðalhóf og leiðbeiningarskyldu þegar byggingarlóðum var úthlutað í Vatnsendalandi á síðasta ári. Þetta er mat félagsmálaráðu- neytisins sem telur þó ekki unnt að ógilda þessar úthlutanir vegna hags- muna þeirra sem fengu lóðirnar. Velja átti umsækjendur með hlutkesti Félagsmálaráðuneytið segir, að miðað við þær takmörkuðu upplýs- ingar og þann mikla fjölda umsókna um takmarkaðan fjölda byggingar- lóða sem lágu fyrir bæjarráði Kópa- vogs hafi borið að láta val umsækj- enda fara fram með hlutkesti. Jafnframt telur ráðuneytið að ákvörðun bæjarráðs um að velja úr umsóknum á grundvelli huglægra sjónarmiða hafi brotið gegn stjórn- sýslulögum. Að mati ráðuneytisins var máls- meðferð Kópavogsbæjar við val á umsækjendum um lóðir fallin til þess að vekja tortryggni um að eitthvað annað en málefnaleg sjónarmið réði niðurstöðu um val umsækjenda. Ekki lægi heldur neitt fyrir um að þeir umsækjendur sem fengu lóð hefðu verið betur að því komnir en aðrir umsækjendur. Var fallist á það með umsækjand- anum sem kærði málið til ráðuneyt- isins, að tilviljun gæti að einhverju leyti hafa ráðið því hvaða möguleika umsækjendur höfðu með þeirri að- ferð sem viðhöfð var, þar sem máli gat skipt í hvaða röð lóðum var út- hlutað. Alvarlegir ágallar á lóðaúthlutun við Vatnsenda Álit félagsmálaráðuneytisins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.