Morgunblaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ PERSÓNUVERND hefur í nýleg- um úrskurði komist að þeirri niður- stöðu að ritstjóra og ritnefnd Guð- fræðingatalsins 1847–2002, sem kom út fyrir síðustu jól, hafi verið óheimilt að birta einkunnir prests, sem hafði hafnað því að vera í ritinu, og auð- kenna upplýsingar um hann þar. Að- standendum guðfræðingatalsins var hins vegar heimilt að birta mynd af prestinum auk upplýsinga um braut- skráningu hans, prestsvígslu, skipun í embætti og ættir. Forsaga þessa máls er sú, sam- kvæmt úrskurði Persónuverndar, að sumarið 1999 fékk viðkomandi prest- ur, ásamt öðrum guðfræðingum, bréf frá ritnefnd guðfræðingatalsins. Með bréfinu fylgdu eyðublöð sem beðið var um að fyllt yrðu út með persónu- legum upplýsingum sem birta átti í ritinu. Presturinn tilkynnti formanni ritnefndar það símleiðis að hann vildi ekki að upplýsingar um sig birtust í ritinu. Kvaðst formaðurinn myndu athuga málið. Þögn sama og samþykki? Presturinn ítrekaði afstöðu sína í tveimur bréfum til formanns rit- nefndar í júlí og desember 1999. Í síðara bréfinu segir m.a.: „Þar sem ég hef ekki heyrt frá þér, skil ég það sem samþykki, sbr. máltækið: Þögn er sama og samþykki, þ.e. að ég verði ekki með í væntanlegu guðfræðinga- tali.“ Einnig kom presturinn afstöðu sinni á framfæri við ritstjóra verks- ins með tölvupósti í desember 2000. Áður hafði ritstjórinn sent prest- inum próförk af æviágripi til yfir- lestrar og gefið til kynna að þannig yrði ágripið prentað nema mótmæli kæmu fram. Próförkin var aftur send til yfirlestrar á vordögum árið 2002 en barst ekki til baka frá prestinum. Þrátt fyrir mótmælin var æviágripið birt óbreytt í guðfræðingatalinu. Í febrúar sl. leitaði presturinn til Persónuverndar og vildi kanna hvort vinnubrögð ritnefndar hefðu verið lögbrot, þ.e. að birta mynd og upp- lýsingar gegn vilja hans. Auk hans vildu tveir aðrir guðfræðingar ekki að þeirra væri getið í ritinu og svör bárust ekki frá fjórum til viðbótar til ritnefndar. Í úrskurðinum segir m.a. að Per- sónuvernd telji vinnslu persónuupp- lýsinga í æviskrárrit geta verið mál- efnalega ef hún sé sanngjörn og fari að öðru leyti fram í samræmi við grunnreglur laga nr. 77/2000 um per- sónuvernd og meðferð persónuupp- lýsinga. Áður en þau lög tóku gildi fór um meðferð persónuupplýsinga samkvæmt lögum nr. 121/1989 og hafði tölvunefnd eftirlit með fram- kvæmd þeirra laga. Skráning í ætt- fræðirit og æviskrárrit féll utan þeirra laga en almennt talið, að því er segir í úrskurði Persónuverndar, að við slíka skráningu yrði að gæta ann- arra reglna um friðhelgi einkalífsins. Heimilt að birta almennar lýðskrárupplýsingar Telur Persónuvernd að sam- kvæmt núgildandi lögum megi skrá í æviskrárrit almennar lýðskrárupp- lýsingar, s.s. nafn og fæðingardag, nöfn niðja, foreldra og núverandi maka, menntun og opinberar stöður sem menn hafa gegnt, og gera þær aðgengilegar almenningi í slíkum rit- um, nema að fram komi rökstudd andmæli hins skráða sem réttmætt sé að taka tillit til. Með vísan til þessa telur Persónuvernd að heimilt hafi verið að birta almennar lýðskrárupp- lýsingar um prestinn í guðfræðinga- talinu, ásamt mynd. Fram kemur í úrskurði Persónu- verndar að samkvæmt 28. grein laga nr. 77/2000 sé hinum skráða heimilt að andmæla vinnslu persónuupplýs- inga um sig, færi hann fram rétt- mætar ástæður sem eðlilegt sé að taka tillit til. Fyrir liggi að viðkom- andi prestur hafi eindregið mótmælt því að upplýsingar um hann yrðu birtar. Hins vegar verði hvergi séð að presturinn hafi tilgreint einhverjar ástæður fyrir því að birta engar upp- lýsingar í ritinu, eins og áskilið sé í lögunum. Því verði ekki fullyrt að ábyrgðarmönnum guðfræðingatals- ins hafi borið lagaskylda til þess að taka tillit til órökstuddra andmæla prestsins. Vildi ekki að upplýsingar birtust í nýju guðfræðingatali Heimilt að birta upp- lýsingar án einkunna HERDÍS L. Storgaard, fram- kvæmdastjóri Árvekni, sem er átaks- verkefni um slysavarnir barna og unglinga, vill að seljendur eldavéla á Íslandi vari fólk við að frístandandi eldavélar geti oltið séu þær ekki fest- ar við vegg. Í fyrradag brenndist nítján mánaða drengur alvarlega þegar pottur af heitri súpu féll yfir hann. Drengurinn steig á ofnskúffu með þeim afleiðing- um að eldavélin steyptist yfir hann. Herdís segir þetta annað alvarlega slysið á fimm vikum sem verður með þessum hætti. Fyrir nokkru slasaðist átta ára piltur í Mosfellsbæ alvarlega þegar hann steig á ofnhurð. Í kjölfarið var varað við þessari hættu í fjölmiðl- um til að koma í veg fyrir frekari slys. „Mjög fáum dettur í hug að þung eldavél geti dottið jafnauðveldlega. Það er rót vandans,“ segir Herdís. Börn noti jafnvel ofnhurðina til að teygja sig eftir hlutum sem standa uppi á borðum. Festingar með öllum eldavélum Hún segist hafa gert óformlega könnun eftir slysið í Mosfellsbæ og skoðað mikinn fjölda eldavéla. „Það fylgja með þeim öllum festingar og leiðbeiningar, sem reyndar eru á er- lendu tungumáli.“ Hún segir fólk ekki gera sér grein fyrir að það þurfi að festa vélarnar. „Þessi slys geta orðið gífurlega alvarleg í þessum tilfellum því verið er að sjóða mat og pottarnir steypast yfir barnið.“ Hún beindi fyrirspurn til löggild- ingarstofu í gær um hvort það væri á verksviði hennar að fylgjast með ör- yggi eldavéla og vinna að forvörnum í samráði við seljendur raftækja. „Um leið og við fáum frekari upp- lýsingar um þetta tiltekna slys mun- um við bregðast við og kanna öryggi þessarar tegundar eldavéla,“ segir Birgir Ágústsson, deildartæknifræð- ingur rafmagnsöryggisdeildar lög- gildingarstofu. Í framhaldi af því mun stofnunin ákveða hvernig skuli brugð- ist við þessari hættu. Það getur meðal annars falist í því að hvetja seljendur eldavéla til að brýna fyrir fólki að festa vélarnar tryggilega. Birgir segir að almennt sé gerð krafa um ákveðinn stöðugleika frí- standandi eldavéla. Í sumum tilvikum sé gert ráð fyrir festingum á bakhlið þeirra. Ef leiðbeiningum er ekki fylgt eru vélarnar valtari en kröfur kveða á um. Varað verði við völtum eldavélum ESKJA hf. á Eskifirði hefur auk- ið umsvifin í þorskeldi. Að sögn Karls Más Einarssonar, eldis- stjóra, er uppsetningu á þremur nýjum kvíum, sem fara í Mjóeyr- arvík, nýlokið en fyrir hefur Eskja þrjár kvíar í Baulhúsavík sunnan megin í Eskifirði. „Það má segja að það sé verið að tvöfalda eldisrýmið með þessu. Þetta er eiginlega liður í því að efla þorskeldið. Við erum að vinna eftir áætlun sem við gerð- um í fyrra og ætlunin er að taka þátt í þessu þorskeldisverkefni okkar Íslendinga,“ segir hann. Hann á jafnframt von á því að það takist að snúa eldinu í þá átt að það verði einhver framtíð í því. „Það verður náttúrlega ekki fyrr en farið verður að ala þorsk- inn frá seiði. Við erum eingöngu að ala villtan þorsk í áframeldi núna,“ bætir hann við. Karl segir að stefnan sé að eld- isstarfsemi Eskju verði reiðubúin þegar fundist hefur lausn á seið- isframleiðslu. „Þá verðum við vonandi búin að læra á þorskinn og eldistæknina og þurfum ekki að reka okkur á einhverja byrj- unarörðugleika þegar möguleiki verður að framleiða seiði á þokkalegu verði fyrir okkur.“ Hann leggur hann áherslu á og undirstrikar að þetta sé fjárfest- ing til framtíðar. Hann segir að margir hafi komið að verkefninu, þótt fæstir vinni eingöngu við það. Hann bendir á að rekstur Eskju sé það margþættur og það nýtist vel að hafa fjölþætt fyrirtæki að baki þessari eldisstarfsemi. „Kvíarnar eru tilbúnar. Núna erum við, líkt og aðrir á þessum vettvangi, að bíða eftir að AVS-rannsóknar- sjóðurinn á vegum ráðherra út- hluti kvótum til þorskeldis- rannsókna,“ bendir hann á. Að sögn Karls er kostnaðurinn við eldisaukninguna óverulegur. Hann segir að reynt hafi verið að gera þetta á eins ódýran hátt og mögulegt var. „Við kaupum uppi- stöðuna frá Færeyjum, rörin frá Selfossi, svo fáum við heimamenn til þess að setja þetta saman og vinna við þetta,“ segir hann. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Karl Már Vilhjálmsson, bræðurnir Smári og Vilhelm Jónassynir og Már Hólm unnu að uppsetningu kvíanna. Eskja eykur umsvif í þorskeldi SVARTFUGLSVARP í Vestmanna- eyjum er ekki svipur hjá sjón og hafa eggjatökumenn undanfarið aðeins fengið brot af því sem þeir eru vanir. Guðjón Jónsson hefur tekið egg í skerjunum við Vestmannaeyjar í yfir 30 ár og hann man ekki eftir annarri eins ládeyðu. „Við erum búnir að fara fimm sinn- um og það hefur eiginlega ekkert komið. Við erum búnir að hafa 11 egg í það heila,“ segir Guðjón en hann segir að undir eðlilegum kringum- stæðum ættu að hafa fundist mörg hundruð egg. „Þetta hefur ekki gerst síðan ég byrjaði á þessu eggjaveseni fyrir meira en 30 árum. Það er erfitt að segja af hverju þetta stafar. Menn vita svo lítið um fuglana. Við vorum að velta fyrir okkur hvort of miklum þurrki væri um að kenna. Einhverjir hafa líka sagt að það vantaði æti þarna,“ segir Guðjón. Lítið um svartfuglsegg ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.