Morgunblaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞJÓÐARFLOKKUR Jose Maria Aznar, forsætisráðherra Spánar, þótti ná góðum árangri í bæjar-, sveitar- og héraðsstjórnarkosning- unum sem fram fóru um helgina. Búist hafði verið við því að flokk- urinn ætti mjög undir högg að sækja vegna andstöðu almennings við stuðning þann sem Aznar veitti Bandaríkjamönnum og Bretum í Írak. Niðurstaðan þykir umtals- verður varnarsigur fyrir Aznar en hann hyggst ekki sækjast eftir end- urkjöri í kosningum á næsta ári. Kosið var til 8.111 bæjar- og sveit- arstjórna um landið allt en einnig fóru fram kosningar til 13 héraðs- þinga. Spánn er sambandsríki og skiptist upp í 17 héruð sem njóta verulegs sjálfstæðis þótt raunar sé misjafnt hversu miklu þau fá ráðið framhjá miðstjórninni í Madríd. Í hverju héraði er starfandi þing og stjórn. Helsti stjórnarandstöðuflokkur- inn, Sósíalistaflokkurinn, fékk fleiri atkvæði en Þjóðarflokkurinn og var þetta raunar besti árangur sósíal- ista í kosningum á Spáni frá því Azn- ar komst til valda árið 1996. Sósíal- istar fengu þegar horft er til landsins alls um 200.000 fleiri at- kvæði en Þjóðarflokkur Aznars. Forsætisráðherrann og menn hans náðu hins vegar mjög góðum ár- angri í mörgum af stærri borgum Spánar. Þeir unnu t.a.m. í Burgos og Granada en mestu skiptir þó sigur- inn í borgarstjórnarkosningunum í Madríd. Þá vann Þjóðarflokkurinn Valencia. Sósíalistar náðu hins veg- ar sigri í borgarstjórnarkosningum í Zaragoza og héldu Sevilla og Barce- lona. Hvað héraðsstjórnir varðar tap- aði Þjóðarflokkurinn Madríd naum- lega en náði aftur meirihluta á þinginu á Mallorca. Aðrar breyting- ar urðu ekki á þessu stigi stjórnsýsl- unnar. „Góð byrjun“ Talsmenn beggja stóru flokkanna kváðust ánægðir með úrslitin. „Þetta er góð byrjun,“ sagði Jose Luis Rodriquez Zapatero, leiðtogi Sósíalistaflokksins, og vísaði þannig til þingkosninganna sem fram fara á Spáni á næsta ári. Aznar forsætis- ráðherra, sem verið hefur við völd frá 1996, hefur lýst yfir því að hann hyggist ekki gefa kost á sér í þeim kosningum. Voru kosningarnar um helgina því þær síðustu þar sem hann fer fyrir Þjóðarflokknum. Í kosningabaráttunni lögðu sós- íalistar þunga áherslu á stuðning ríkisstjórnar Spánar við herför Bandaríkjamanna og Breta gegn stjórn Saddams Husseins Íraksfor- seta. Sá stuðningur mæltist ákaf- lega illa fyrir á Spáni og sýndu skoð- anakannanir að um 90% þjóðarinnar voru honum andvíg. Ríkisstjórnin stóð einnig frammi fyrir almennri og djúpstæðri óánægju vegna þess hvernig stjórn- völd brugðust við olíuslysinu mikla í nóvember í fyrra við strendur Gal- isíu í norðvesturhluta landsins. Hafði því verið spáð að stjórnar- flokkurinn myndi tapa þar miklu fylgi en þær hrakspár reyndust ekki eiga við rök að styðjast. Flokkurinn fékk 41,5% atkvæðanna þar og tap- aði innan við fjórum prósentustigum frá því í kosningunum 1999. „Frábær úrslit“ Jose Maria Aznar var ánægður mjög með útkomu flokks síns og ekki spillti fyrir að eiginkona hans, Ana Botella, náði kjöri sem borgar- fulltrúi í Madríd. Er það í fyrsta skiptið sem hún gegnir pólitísku embætti. Mikill fjöldi fólks fagnaði Aznar við höfuðstöðvar Þjóðar- flokksins í Madríd á sunnudags- kvöldið. „Þetta eru frábær úrslit,“ sagði Aznar en fólkið hrópaði í kór: „meistarar, meistarar“ að hætti fylgismanna knattspyrnuliða. „Þeir héldu að þeim myndi takast að þurrka okkur út en við erum öflugri en nokkru sinni fyrr,“ sagði Aznar. Forsætisráðherrann brosti sínu breiðasta og sagði flokkinn nú þann öflugasta í landinu þegar horft væri til fjölda borgarstjóra og borgarfull- trúa. Þegar nánast öll atkvæði höfðu verið talin í gær hafði Þjóðarflokk- urinn tapað tæplega einu prósentu- stigi á landsvísu borið saman við héraðs- og sveitarstjórnarkosning- arnar árið 1999. Flokkurinn hlaut um 7,8 milljónir atkvæða eða 33,7%. Sósíalistaflokkurinn bætti við sig hálfu prósentustigi, hlaut rétt tæpar átta milljónir atkvæða eða 34,7%. Aznar tókst ætlunarverkið Aznar forsætisráðherra bar uppi kosningabaráttu Þjóðarflokksins í von um að vinna á ný það fylgi sem tapast hafði vegna stríðsins í Írak og Prestige-olíuslyssins undan strönd Galisíu. Bæði þessi mál kölluðu fram einhver fjölmennustu götumótmæli í sögu Spánar. Var Aznar vændur um að vera strengjabrúða í höndum Bandaríkjamanna. Þá var hann sak- aður um að leiða hjá sér þá örðug- leika sem olíuslysið kallaði yfir sjó- menn í Galisíu. Sögðu fréttaskýr- endur á Spáni í gær ljóst að Aznar hefði tekist ætlunarverk sitt og góð- an árangur flokksins bæri fyrst og fremst að þakka honum. Róttækir flokkar Baska buðu ekki fram í kosningunum um helgina í fyrsta skipti frá því að Spánn varð lýðræðisríki á ný eftir dauða einræðisherrans Franciscos Francos. Róttækum flokkum þjóð- ernissinnaðra Baska var bannað að taka þátt í kosningunum vegna tengsla við ETA-hryðjuverkahreyf- inguna. Aðskilnaðarsinnar, sem berjast fyrir sjálfstæðu Baskalandi á Norð- ur-Spáni, kváðust hins vegar hafa unnið siðferðislegan sigur í kosning- unum því þeir höfðu hvatt stuðn- ingsmenn sína til að skila auðu í kosningunum. Það gerðu um 150.000 manns í Baskalandi. Í Baskalandi og Navarra skiluðu um tíu prósent kjósenda auðu en hlut- fallið var um eitt prósent á lands- vísu. Nýr flokkur Baska sem nefnist Aralar fékk næstum 8% greiddra at- kvæða í kosningum til héraðsþings- ins í Navarra. Flokkurinn hafnar of- beldi en berst fyrir sjálfstæðu ríki Böskum til handa í Baskalandi og Navarra. Hann fékk fjóra fulltrúa kjörna á héraðsþinginu í Navarra og tvo borgarfulltrúa í Pamplona, höf- uðborg Navarra. AP Jose Maria Aznar, forsætisráðherra Spánar, fagnar góðum árangri ásamt eiginkonu sinni, Önu Botella, og Rodrigo Rato fjármálaráðherra. Aznar hratt sókn sósíalista Jose Maria Aznar, for- sætisráðherra Spánar, þykir mega vel við una eftir kosningar um helgina þar sem sósíal- istum mistókst að nýta sér mikla óánægju al- mennings vegna stuðn- ings við stríðið í Írak. ’ Þeir héldu aðþeim myndi takast að þurrka okkur út en við erum öflugri en nokkru sinni fyrr. ‘ BANDARÍKJAMENN leggja nú áherslu á að efla innlent lögreglulið í Bagdad til að binda enda á óöldina í borginni. Þótt yfirmenn hernáms- dyr eftir að kvöldsett er orðið. Hér sést bandarískur herlögreglumað- ur taka mál af íröskum lögreglu- manni vegna nýs einkennisbúnings. liðsins segi að ástandið fari skán- andi kvarta borgararnir undan því að vopnaðir glæpamenn vaði uppi og fáir hætta sér út fyrir hússins Reuters Nýr lögreglubúningur í Bagdad SHERPINN Lakpa Gyelu setti aðfaranótt mánudagsins nýtt hraðamet í göngu á Ever- estfjall, hæsta tind heims, þeg- ar hann komst á tindinn á 10 klukkustundum og 56 mínút- um. Gamla metið átti Pemba Dorjee, 12 stundir og 45 mín- útur en það var sett í síðustu viku. Þetta var í 10. skipti sem Lakpa Gyelu gengur á Everest. Hann kleif fjallið fyrst árið 1993 og hefur síðan farið þang- að upp nánast á hverju ári. Báðir lögðu þeir Pemba Dorjee og Lakpa Gyelu af stað frá svonefndum grunnbúðum sem eru í 5.300 metra hæð en fjallið er 8.848 metrar. Yfirleitt tekur það fjallgöngumenn fjóra daga að komast úr grunnbúð- um á tind Everestfjalls. Þá setti Sherpinn Appa nýtt met þegar hann kleif Everest í 13. skipti. Appa fór í 12. skiptið á Everest í fyrra og sagðist eft- ir það vera hættur fjallgöngum. Hann fór fyrst á Everest árið 1989. Sherpar búa í Himalajafjöll- um. Áður en Nepal opnaði landamæri sín fyrir fjallgöngu- mönnum og ferðamönnum fyrir um hálfri öld voru Sherpar einkum jakuxahirðar en stór hópur þeirra hefur nú viður- væri af því að lóðsa fjallgöngu- menn um Himalajafjöll. Everest- met slegið á ný Katmandu. AFP. PETER Hollingworth, ríkisstjóri í Ástralíu, tilkynnti um afsögn sína á sunnudag en undanfarnar vikur hefur mjög verið að honum sótt vegna ýmissa hneykslismála. Hef- ur Hollingworth, sem var sem rík- isstjóri sérlegur fulltrúi Elísabetar Bretadrottningar, verið sakaður um að hafa – er hann var erkibisk- up í Brisbane á síðasta áratug – hylmt yfir með barnaníðingi í prestastétt. Hollingworth neitar öllum ásökunum en sagði að hann vildi ekki að málið skaðaði rík- isstjóraembættið enn frekar. Þykir líklegt að sú orrahríð, sem staðið hefur um Hollingworth, verði til að kveikja enn á ný umræðu um það meðal Ástrala hvort rétt sé að rjúfa tengslin við bresku krúnuna og lýsa yfir stofnun ástralsks lýð- veldis. Hollingworth hafði einnig verið sakaður um nauðgun og átti hún að hafa átt sér stað á sjöunda ára- tugnum. Því máli var vísað frá dómi sl. föstudag. Fulltrúi drottningar segir af sér Sydney. AFP. EFTIRLITSMENN á vegum Sam- einuðu þjóðanna munu í lok vikunnar fara til Íraks til að kanna hvað orðið hafi um geislavirk efni sem notuð voru í stærstu rannsóknastöð lands- ins við Tuwaitha. Stöðin er um 50 kíló- metra frá höfuðborginni Bagdad. Þjófar hafa þegar farið ránshendi um Tuwaitha og fleiri rannsókna- stöðvar og hafa menn haft áhyggjur af því að hættuleg efni hafi þannig dreifst víða. Talsmaður Alþjóðakjarn- orkumálastofnunarinnar (IAEA), Mark Gwozdecky, sagði að athugað yrði hvort geislavirk efni sem stofn- unin innsiglaði þegar árið 1991 væru enn á sínum stað. „Verkefnið er að fá staðfest að Írakar fullnægi settum skilyrðum um öryggi,“ sagði Gwozdecky. Hann sagði að kannað yrði hvað hefði horfið og jafnframt til hvaða ráðstafana þyrfti að grípa til að ná aftur þýfinu og koma því fyrir á öruggum stað. Fyrir Íraksstríðið er talið að um tvö tonn af auðguðu úrani hafi verið í Tuwaitha og nokkur tonn af náttúru- legu úrani hafi verið geymt í stöðinni. Gwozdecky sagði að ekki væri um að ræða að verið væri að hefja aftur vopnaeftirlit SÞ sem lauk rétt áður en stríðið hófst. Starf liðsmanna þess væri ákveðið af öryggisráði SÞ en Bandaríkjamenn myndu á hinn bóg- inn ákveða starfssvið eftirlitsmann- anna sem færu nú af stað. Talsvert var af öðrum tegundum geislavirkra efna í Tuwaitha sem hugsanlegt er að nota mætti í svo- nefnda geislasprengju. Liðsmenn IAEA til Íraks Kanna ástand úranbirgða Vín. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.