Morgunblaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2003 19 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 29.950 Flugsæti á mann með sköttum. Alm. verð kr. 31.450. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. Heimsferðir bjóða beint flug til Verona, þessarar fegurstu borgar Ítalíu alla miðvikudaga í sumar. Tryggðu þér síðustu sætin til þessarar fögru borgar og njóttu lífsins innan um sögufræga staði og heillandi náttúrufegurð í nágrenninu, Gardavatn og Feneyjar. Val um úrvalshótel í hjarta Verona. Munið Mastercard ferðaávísunina Óperan Carmen í Arenunni í Verona 27. júní Verona 25. júní frá kr. 27.062 Verð kr. 27.062 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, flug, gisting, skattar, 25. júní Alm. verð kr. 28.415. ALLS brautskráðust 118 nemendur frá Verkmenntaskólanum á Ak- ureyri um helgina, þar af 63 stúd- entar, 23 af starfs- og verknáms- brautum, 1 úr starfsdeild og 31 iðnmeistari. Þar með lauk 19. starfs- ári skólans en á vorönn hófu 1.070 nemendur nám og eilítið færr á vor- önn eða 970 nemendur. Nemendur sem stunduðu fjarnám við skólann hafa aldrei verið fleiri en á liðnum vetri eða um 800 manns. Þórunn Indíana Lútersdóttir frá Forsæludal í Austur-Húnavatns- sýslu varð dúx skólans, en hún lauk stúdentsprófi á þremur árum. Hlaut hún verðlaun fyrir góðan náms- árangur í raungreinum, íslensku, þýsku og dönsku auk þess sem hún fékk sérstaka viðurkenningu fyrir þennan frábæran námsárangur. Hjalti Jón Sveinsson skólameist- ari gerði breytingar á aðalnámskrá framhaldsskóla m.a. að umtalsefni í ræðu sinni. Nefndi hann að menn stæðu nú frammi fyrir umtalsverðri fækkun kennslustunda í stærðfræði sem væri bein afleiðing nýrrar nám- skrár, en t.d. væri gert ráð fyrir að nemendur á fjölmennustu stúdents- prófsbrautinni, félagsfræðibraut þyrftu aðeins 6 einingar í stærð- fræði í stað 15 samkvæmt eldri nám- skrá. „Fyrir bragðið verður sam- dráttur í stærðfræðikennslu sem leiðir annaðhvort til minni yfirvinnu stærðfræðikennara ellegar fækkun stöðugilda og dæmi um slíkt er að finna í fleiri greinum af þeim sökum. Mörgum þykir sem stigið sé stórt skref aftur á bak með því að minnka svo mjög kröfur til margra stúd- entsefna í stærðfræði,“ sagði Hjalti Jón. Flest skólafólk mótfallið samræmdum prófum Hann ræddi einnig um samræmd stúdentspróf sem tekin verða upp á næsta ári og skólameistari sagði um- deild meðal stjórnenda framhalds- skóla. „Sitt sýnist hverjum en virðist mér samt að flest skólafólk sé þessu mótfallið,“ sagði hann. Mennta- málaráðuneyti segði tilganginn m.a. að athuga hvort námsmarkmiðum aðalnámskrár hafi verið náð, en að mati Hjalta Jóns er einfaldara og jafngott að ráðuneytið léti fara fram með skipulegum hætti mat á því í skólunum hvort þau markmið náist. Skólameistari nefndi einnig að einn af meginkostum framhaldsskólanna væri margbreytileiki, „en samræmd próf munu mjög líklega stuðla að óþarflega mikilli stýringu sem hefði tilhneiginu til að steypa alla skóla í sama mót,“ sagði Hjalti Jón. Einnig nefndi hann að sú hætta væri fyrir hendi að kennsla færi beinlínis að taka mið af prófunum og þeim þátt- um sem lögð yrði áhersla á í þeim á kostnað hinna sem ekki yrði prófað úr. Grænt ljós á kjötiðnaðarnám Hjalti Jón sagði í ræðu sinni að matvælanámi í VMA hefði af hálfu menntamálaráðherra verið veitt brautargengi með því að gefa kjöt- iðnaðarnámi á ný grænt ljós auk grunnnáms fyrir kokka og þjóna, en það gæti nemendur skólans rétt til að fara inn á annað ár í kjarnaskóla matvælagreina, Menntaskólann í Kópavogi. Ekkert væri því heldur til fyrirstöðu að kokkar og þjónar gætu fullnumað sig norðan heiða, reynd- ist fjöldi þeirra nægur. „Mér virðist ýmislegt benda til þess að stefna yf- irvalda í menntamálum þess efnis að gera ákveðna skóla að kjarna- skólum í matvælagreinum og bíliðn- greinum hafi ekki gengið upp og hún hafi átt sinn þátt í því að nem- endum í þessum undirstöðugreinum hefur beinlínis fækkað,“ sagði Hjalti Jón en nefndi að menntamálaráð- herra hefði sýnt vilja til að gera nemendum kleift að eiga greiðan að- gang að námi af þessu tagi í heima- byggð væri fyrir því grundvöllur. Þannig benti margt til að VMA gæti á nýjan leik boðið upp á nám í bif- vélavirkjun í samráði við fyrirtæki á svæðinu. „Það hlýtur að bera vott um alvarlegt ástand að ekki einn einasti nemi sé á samningi í bifvéla- virkjun á Akureyri og Eyjafjarð- arsvæðinu – sem er bein afleiðing þess að nám í greininni var flutt til Reykjavíkur,“ sagði skólameistari. Brautskráning frá Verkmenntaskólanum á Akureyri Líklegt að samræmd próf steypi alla skóla í sama mót Morgunblaðið/Kristján Jónína Snæfríður Einarsdóttir frá Vopnafirði var fyrst kvenna til að ljúka fjórða stigi vélstjórnar frá Verkmenntaskólanum á Akureyri. ÖKUMAÐUR fólksbíls var fluttur á slysadeild FSA eftir umferðar- óhapp á Hörgárbraut, við Dverg- hól um miðjan dag á sunnudag. Tildrög slyssins voru þau að hann varð of seint var við að bifreið sem á undan ók hafði verið stöðvuð og beið ökumaður hennar færis á að beygja. Í stað þess að aka aftan á bifreiðina tók ökumaður þá ákvörðun að aka heldur út af veg- inum. Hann mun samkvæmt upp- lýsingum lögreglu ekki hafa slas- ast alvarlega. Alls voru tuttugu ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á Akureyri í síðustu viku og þrír fyr- ir ætlaðan ölvunarakstur. Þá hafði lögregla afskipti af 37 bifreiðaeig- endum sem trassað höfðu að færa bíla sína til skoðunar, en í dagbók lögreglu segir að alltof margir gleymi þessum sjálfsagða þætti og lendi því í óþægindum. Átta um- ferðaróhöpp urðu en án mikilla meiðsla og þá var tilkynnt um tvö vinnuslys þar sem menn höfðu fall- ið í stiga í báðum tilvikum. Ók frekar útaf en aftan á Ljósmynd/Andri Þór Friðriksson Tveggja hæða rútu var ekið undir þakskýli við bensínstöð Esso við Hörg- árbraut á Akureyri en hæð bifreiðarinnar reyndist 16 sentímetrum meiri en neðri brún skýlisins. Við áreksturinn gekk þak bílsins tæpa tvo metra inn í bílinn. Engin slys urðu á fólki, en talsvert tjón varð á bílnum. FRAMKVÆMDARÁÐ Akureyrar- bæjar hefur samþykkt að ganga til samninga við lægstbjóðendur um umfangsmiklar gatnaframkvæmdir í bænum. Um er að ræða verkin „Naustahverfi 2. áfangi“ og „Síðu- braut 1. áfangi.“ Fjögur tilboð bárust í fram- kvæmdir í Naustahverfi og var að- eins eitt þeirra undir kostnaðaráætl- un. G.V. Gröfur ehf. buðu lægst, tæpar 77,5 milljónir króna, eða 97,3% af kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á um 79,6 milljónir króna. Fimm tilboð og eitt frávikstilboð bárust í framkvæmdir við Síðubraut og voru þrjú þeirra yfir kostnaðar- áætlun. Trukkar og tæki ehf. buðu lægst, 38 milljónir króna í verkið, eða 72,8% af kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á 52,3 milljónir króna. Samið um gatna- fram- kvæmdir EYDÍS S. Úlfarsdóttir sópran held- ur burtfararprófstónleika í Laugar- borg í kvöld, þriðjudagskvöldið 27. maí kl. 20. Eydís hefur verið í söngnámi við Tónlistarskól- ann á Akureyri og í Garðabæ. Kenn- arar hennar hafa verið Jóhann Smári Sigurðs- son, Snæbjörg Snæbjarnardóttir og nú í vetur Sig- ríður Aðalsteins- dóttir. Á efnis- skrá eru íslensk og erlend lög eftir Björgvin Guðmundsson, Pál Ísólfs- son, J. Sibelius, J. Brahms og einnig verða óperuaríur eftir Strauss og Puccini. Meðleikari á tónleikunum er Daní- el Þorsteinsson píanóleikari og einn- ig mun strengjakvartett skipaður nemendum úr Tónlistarskólanum leika með. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir velkomnir. Burtfarar- tónleikar Eydísar Eydís Úlfarsdóttir kemur fram á burt- farartónleikum í kvöld. DREGIÐ var í Skíðablaðshapp- drættinu með viðhöfn í Hlíðarfjalli um helgina. Venjan er sú að draga út vinningana í blaðinu á Andrésar andar leikunum en þar sem þeir féllu niður í ár var ákveðið að fresta útdrætti. Skíðablaðið var síðan sent öllum krökkum sem skráðir voru til leiks á leikana og því ekki dregið út fyrr en nú þegar þau eru komin með blaðið í hendur. Áður hafði blaðinu verið dreift í öll hús á Ak- ureyri og einnig dreift á Dalvík og Ólafsfirði. JVC-sjónvarp frá Siemens-búð- inni að verðmæti 34.990 kr. kom á númer 1081. AIWA-ferðatæki frá Siemens-búðinni að verðmæti 10.990 kr. kom á númer 7499. Skíðafélag Akureyrar vonar að lesendur hafi haft ánægju af blaðinu og biður vinningshafa að hafa sam-band við fulltrúa félagsins í síma 862-1282. Dregið í Skíðablaðs- happdrætti ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.