Morgunblaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2003 23 Borgartúni 28, símar 520 7901/520 7900 TROÐFULLT var út að dyrum er Stórsveit Reykjavíkur hélt tón- leika í Tjarnarsal Ráðhússins í til- efni útkomu nýrrar geislaplötu, Í Reykjavíkurborg, þar sem sveitin leikur ýmis lög tengd borginni í út- setningum Veigars Margeirssonar og eru mörg þeirra sungin af landsliðssöngvurum Íslandspopps- ins. Þetta verkefni er runnið undan rifjum Sæbjarnar Jónssonar, stofnanda Stórsveitarinnar og stjórnanda til ársins 2001, sem varð þá að láta af störfum sakir heilsubrests. Honum tókst þó að ljúka plötunni og fylgja henni úr hlaði með þessum tónleikum í Ráð- húsinu. Sínum síðustu. Stórsveitin lék með glæsibrag þrátt fyrir örfáar ónákvæmar inn- komur og smámisskilning í Braggablúsnum. Söngvararnir voru allir á sínum stað nema Björgvin Halldórsson var fjarver- andi og gerði Egill Ólafsson sér lít- ið fyrir og söng lag hans á plöt- unni, Við Reykjavíkurtjörn, af miklum glæsibrag. Egill hóf tónleikana á hvatningu um bygg- ingu tónleikahúss í Reykjavík og söng síðan snilldarópus Hauks Morthens, Ó borg mín borg, með sterkri sveiflu. Egill er glettilega góður stórsveitarsöngvari og ekki síðri en stórkrún- erarnir vestanhafs. Útsetningar Veigars, sem nú hefur haslað sér völl sem kvik- myndatónskáld í Hollywood, eru unnar af einstakri fag- mennsku og hefur hann allt litróf stór- sveitanna á valdi sínu; allt frá sterkri sveiflu til sykurhjúpaðrar rómantíkur. Á þessum tónleikum voru fjórir stórsólistar sveitarinnar fjarver- andi og hlupu þá ekki síðri snill- ingar í skarðið. Óskar Guðjónsson blés tenórsóló í stað Jóels Páls- sonar í Ó borg mín borg, með mikl- um tilþrifum sem helst minntu á Illionis Jacquet á JATP-tónleikum, Agnar Már lék sóló í stað Ástvald- ar Traustasonar Í Reykjavíkur- borg sem Kristjana söng fallega og Agnar ljóðrænn að vanda. Kjartan Hákonarson blés sóló í stað Birkis Freys í Fröken Reykjavík sem Ragnar Bjarnason söng með til- þrifum. Kjartan er einn alefnileg- asti trompetleikari okkar um ára- bil og verður gaman að fylgjast með honum móta sinn eigin stíl. Sigurður Flosason blés altósaxsóló Stefáns S. Í Hagavagninum auk fleiri sólókafla, enda er hann einn helsti einleikari sveitarinnar. Þetta voru ánægjulegir tónleikar og sýna og sanna hversu fjölhæf sveitin er. Hún er jafnvíg á krefjandi listræn verkefni, einsog sannaðist á tón- leikum hennar með Andrew d’Ang- elo og Monktónleikunum með Ulf Adåker, og létta djasssveiflu með poppívafi eins og á þessum tón- leikum sem voru varla síðri en Abba tónleikar Sinfóníunnar í Laugardalshöll á dögunum. Enn það þarf að búa sveit- inni traustan starfs- grundvöll. Útvarp, sjónvarp, leikhús og kabarettsýningar þurfa á svona hljóm- sveit að halda. Auk þess sem henni verð- ur gert fært að sinna listrænum skyldum sínum. Það er t.d. ótrúlega að Ríkisút- varpið hefur ekki hljóðritað leik sveitar- innar síðan María Schneider stjórnaði henni í Gamlabíó á djasshátíð. Á tónleikunum heiðraði sveitin afmælisbarn sitt, Björn R. Einars- son, sem er orðinn áttræður. Saga hans er ein glæstasta saga íslensk tónlistarmanns sem um getur. Frá unga aldri stjórnaði hann djass- og danssveitum. Hann lék með Sin- fóníunni um árabil og hann lék í fyrstu íslensku stórsveitinni er Bjarni Böðvarsson stjórnaði og trúlega í nær öllum íslenskum stórsveitum síðan. Það segir sitt um hversu stutt er síðan tónlistar- líf fór að blómstra á Íslandi að einn af frumherjunum er enn í fullu fjöri. Að lokum þakka ég Sæbirni, Birni R. og öllum hinum fyrir tón- leikana og vonandi fá sem flestir að njóta þessarar tónlistar á geislaplötunni: Í Reykjavíkurborg. Sæbjörn kveður Stórsveitina DJASS Tjarnarsalur Ráðhúss Reykjavíkur Einar Jónsson, Snorri Sigurðarson, Kjart- an Hákonarson og Örn Hafsteinsson trompeta; Edward Frederiksen, Björn R. Einarsson og Oddur Björnsson og David Bobroff básúnur; Ólafur Jónsson, Sig- urður Flosason, Óskar Guðjónsson, Hall- dór Sighvatsson og Kristján Svavarsson saxófóna, Agnar Már Magnússon píanó, Edvarð Lárusson gítar, Gunnar Hrafnsson bassa og Jóhann Hjörleifsson trommur. Söngvarar: Andrea Gylfadóttir, Egill Ólafsson, Kristjana Stefánsdóttir, Páll Óskar Hjálmtýsson, Páll Rósinkranz og Ragnar Bjarnason. Stjórnandi: Sæbjörn Jónsson. Laugardaginn 24.5. 2003. STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR Sæbjörn Jónsson Vernharður Linnet TUTTUGU ferða- og menntunar- styrkir til myndhöfunda voru veittir að afloknum aðalfundi Myndstefs á dögunum. 49 sóttu um styrk. Hver styrkur var að upphæð 100 þús. kr. og hlutu eftirtaldir styrk: Anna Jóelsdóttir myndlistarmaður vegna sýningar í Hafnarborg, en hún býr í Bandaríkjunum. Guð- mundur Viðarsson ljósmyndari vegna ljósmyndasýningarinnar „Ís- lenskar kirkjur í Kanada“. Ragn- heiður Ragnarsdóttir myndlist- armaður vegna þátttöku í sýningu í Basel í Sviss. Sara Björnsdóttir myndlistarmaður vegna þátttöku í sýningum í Dublin á Írlandi og í Hol- landi og dvalar á gestavinnustofu í Bergen. Snorri F. Hilmarsson leik- myndahönnuður, ferð vegna fram- lags Íslands á fjóræring leikmynda og búningahöfunda í Prag. Helga I. Stefánsdóttir, leikmynda- og bún- ingahönnuður, ferð vegna framlags Íslands á fjóræring leikmynda og búningahöfunda í Prag. Guðný M. Magnúsdóttir myndlistarmaður vegna þátttöku í sýningu og ker- amikráðstefnu í Osló í Noregi. Ívar Valgarðsson, myndlistarmaður vegna þátttöku í sýningu í Dan- mörku. Gunnar Örn Gunnarsson myndlistarmaður, sýningarstjórn og þátttaka í sýningu í Danmörku. Val- gerður Hauksdóttir myndlist- armaður vegna þátttöku í sýningu og ráðstefnu í Boston. Kristján Logason ljósmyndari vegna þátt- töku í sýningu í Flórens. Irene Jensen myndlistarmaður vegna þátttöku í sýningum í Svíþjóð og Færeyjum. Guðný Rósa Ingimars- dóttir myndlistarmaður, sýning í Nýlistasafninu, en Guðný er búsett í Brussel. Guðbjörg Káradóttir mynd- listarmaður vegna þátttöku í ráð- stefnu í Osló. Eirún Sigurðardóttir myndlistarmaður, vegna þátttöku í Prag Biennale. Jóní Jónsdóttir myndlistarmaður, vegna þátttöku í Prag Biennale. Sigrún Inga Hrólfs- dóttir vegna þátttöku í Prag Bien- nale. Haraldur Jónsson myndlist- armaður vegna þátttöku í sýningum í Dublin á Írlandi og í Berlín í Þýska- landi. Ósk Vilhjálmsdóttir myndlist- armaður, vegna þátttöku í sýningu og ráðstefnu í Póllandi. Bryndís Jónsdóttir myndlistarmaður, nám- skeið í Svíþjóð. Á komandi hausti veitir Myndstef verkefnastyrki til myndhöfunda og verða þeir styrkir auglýstir til um- sókna í júní n.k., en gera má ráð fyr- ir að stjórn Myndstefs verji 4–5 millj- ónum króna í þessa verkefnastyrki. Á aðalfundinum var Knútur Bruun hrl. endurkjörinn formaður samtakanna. Morgunblaðið/Jim Smart Hluti styrkþega Myndstefs ásamt formanni samtakanna, Knúti Bruun. Myndstef veitir 20 styrki ÍSLAND verður í for- grunni á sýningu sem opnuð verður í OK-nú- tímalistamiðstöðinni í Linz í Austurríki í dag. Sýningin ber heitið Is- land by Numbers og taka átta listamenn frá Austurríki og Íslandi þátt. Austurríski lista- maðurinn Beate Rathmayr er hugmynda- smiðurinn að baki verk- efninu og einn af þátt- takendunum átta. „Hópurinn kom hingað til Íslands síðastliðið sumar og dvaldist víðs- vegar um landið. Lista- mennirnir, sem koma úr öllum geirum listarinnar, unnu verk fyrir þessa sýningu út frá upplifun sinni á land- inu. Hluti hópsins kom svo aftur nú í vor til að upplifa landið og menn- inguna á öðrum árstíma og vinna útfrá því,“ segir Beate í samtali við Morgunblaðið. Listmiðill hennar sjálfrar er einkum ljósmyndun og myndbandagerð, og segist hún eink- um hafa fengist við rými og fólk í verkunum sem hún hefur unnið út frá reynslu sinni hér. „Mér finnst Ísland áhugavert að því leyti að um er að ræða lokaða eyju með miklu rými og fáu fólki. Það hvernig fólk upplifir sig fé- lagslega, bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni, er það sem ég er að fást við. Í sumar þótti mér til dæmis afar áhugavert að skoða lítil þorp víðsvegar um landið, með örfáum húsum. Mér finnst náttúran á Ís- landi afar merkileg, en það sem vek- ur áhuga minn hér ekki síður eru þau forréttindi sem því fylgja að hver einstaklingur hafi svo mikið rými sem raunin er. Austurríki, það- an sem ég sjálf er, er mjög lítið og þéttbýlt land og því finn ég mikið fyrir muninum á löndunum tveimur. Ég skynja meira frelsi hérna, bara til dæmis í því hvernig börn hreyfa sig í leik á götum. Þessar pælingar, sem ég velti upp í þeim verkum sem ég vann hér á landi, eru á svipuðum nótum og ég hef fengist við í verk- um mínum hingað til.“ Einn íslenskur listamaður tekur þátt í sýningunni Island by Numb- ers í OK-nútímalistamiðstöðinni og er það Guðmundur R. Lúðvíksson. Mun hann vera með hljóðinnsetn- ingu sem er sérstaklega gerð fyrir sýninguna, gerða úr hljóðum sem myndast við samruna elds og vatns. Í dag verður jafnframt opnuð sýn- ing íslensk-norska listamannsins Önnu Guðmundsdóttur í OK-nú- tímalistamiðstöðinni. Ísland í forgrunni á sýningu Linz Beate Rathmayr er hugmyndasmiðurinn að baki sýningunni Island by Numbers, sem opnuð verður í OK-nútímalistamiðstöðinni í Linz í Austurríki í dag. Þar leggja átta listamenn, frá Austurríki og Íslandi, út frá veru sinni hér- lendis í fjölbreytilegri listsköpun. Morgunblaðið/Sverrir SÖNGKONURNAR Hulda Guðrún Geirsdóttir og Kristín R. Sigurðar- dóttir halda þrjú söngnámskeið í Reykjavík í sumar og stendur hvert þeirra í viku og þau hefjast 23. júní. Í lok hverrar námsskeiðsviku verða haldnir tónleikar. Námið er ætlað kórsöngvurum og söngnemendum á grunn- eða framhaldsstigum. Hulda og Kristín eru margreynd- ar söngkonur sem koma reglulega fram á tónleikum bæði hér heima og erlendis og kenna við Nýja söngskól- ann, Hjartans mál. Söngvara- námskeið Vorhátíð LHÍ í Listasafni Reykja- víkur – Hafnarhúsi kl. 12–12.30 Fókusinn – verk nemenda skoðuð.  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Á MORGUN ♦ ♦ ♦ Garðverkin er eftir Stein Kárason. Í bókinni er að finna hagnýt ráð um ræktunarstörf og viðhald gróðurs í görðum, gróð- urhúsum og sum- arbústaðalöndum ásamt leiðbein- ingum um lífræna ræktun og safn- haugagerð. Bókin skiptist í 24 kafla og 194 undirkafla Hún er skrifuð á vistvænum nótum í anda sjálfbærrar þróunar. Í bókinni eru um áttatíu ljósmyndir, flestar eftir höfundinn, og á fjórða hundrað skýringarmyndir, flestar eftir hollensk-sænska listamanninn Han Veltman. Í bókinni eru skráð um fjögur hundruð íslensk plöntunöfn og tæp- lega þrjú hundruð latnesk plöntunöfn og töflur sem tilgreina fræmagn, sáð- tíma, áburðarþörf, hitaþörf og útplönt- unarbil blóma, blómlauka og matjurta. Steinn Kárason hefur fjallað um garðyrkju, skógrækt, umhverfismál og viðskipti í sjónvarpi, útvarpi, blöðum og tímaritum. Árið 1994 kom út bók Steins Trjáklippingar. Útgefandi er Garðyrkjumeistarinn. Bókin er 200 bls., prentuð í Guten- berg. Garðverkin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.