Morgunblaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Langvin, Arnarfell og Baldvin koma í dag. Bremer Uranus fer í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Fannborg 5, fataúthlutun þriðju- daga kl. 16–18. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 bað, vinnustofa, leirlist og jóga, kl. 10 og kl. 11 enska, kl. 11 dans, kl. 13 vinnustofa og postu- línsmálun, kl. 14 söng- stund. Síðasta jóga- námskeiðið í vor hefst í dag kl. 9, skráning síma 864 4476 Hildur. Árskógar 4. Kl. 9–12 bað og opin handa- vinnustofa, kl. 9–12.30 bókband og öskjugerð, kl. 9.30 dans, kl. 10.30 leikfimi, kl. 13–16.30 opnar handavinnu- og smíðastofur. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–13 hárgreiðsla, kl. 8.30–14.30 bað, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 14–15 dans. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað, kl. 10 samverustund, kl. 14 félagsvist. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9–16 vefnaður, kl. 10– 13 opin verslunin, kl. 13.30 myndband. Félagsstarfið Furu- gerði 1. Kl. 9 aðstoð við böðun og bókband. kl. 13 frjáls spilamennska. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, tré- skurður, kl. 10–11 leik- fimi, kl. 12.40 versl- unarferð í Bónus, kl. 13.15–13.45 bókabíll- inn, kl. 9–14 hár- greiðsla. Korpúlfar, Grafar- vogi, samtök eldri borgara. Vatnsleikfimi er í Grafarvogslaug á þriðjudögum kl. 9.45. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 11 leik- fimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Kl. 13 og kl. 14 golfnámskeið í Vetrarmýrinni. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Brids kl. 13, billjard kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Skák kl. 13. S. 588 2111. Gerðuberg, félags- starf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spilasalur op- inn, kl. 13 boccia. S. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 silkimálun, handavinnustofan op- in, kl. 14 boccia og ganga. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið frá kl. 9–17, handavinnustofan opin frá kl. 13–16. Hraunbær 105. Kl. 9 postulínsmálun og glerskurður,kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12.15 verslunarferð, kl. 13 myndlist og hár- greiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 boccia, kl. 13.30 helgistund. Fótaað- gerðir, hárgreiðsla. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa og tréskurður, kl. 10– 11 boccia, kl. 9–17 hár- greiðsla. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–16 bútasaumur og postu- línsmálun. kl. 9.15– 15.30 handavinna, kl. 10.15–11.45 enska. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður og morgunstund, kl. 10 leikfimi og fótaaðgerð, kl. 13 handmennt og postulínsmálning, kl. 13–14 félagsráðgjafi, kl. 14 félagsvist. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Brids í kvöld kl. 19. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á mið- vikudögum kl. 20, svarað í s. 552 6644 á fundartíma. Félag þjóðfræðinga á Íslandi. Aðalfundurinn verður haldinn í sal sögufélagsins við Fischersund kl. 20 hinn 27. maí. Venjuleg aðalfundarstörf. Menningar- og friðar- samtök íslenskra kvenna ( MFÍK ) halda vorfund þriðjudaginn 27. maí klukkan 20 í Mírsalnum, Vatnsstíg 10. Allir velkomnir. Kvenfélag Seltjarnar- ness, vorferð fyrir eldri borgara á vegum félagsins verður laugardaginn 31. maí. Upplýsingar hjá Eddu, sími 690 9201, eða Birgit, sími 866 2214. MG-félag Íslands. Aðalfundurinn verður haldinn laugardaginn 31. maí kl. 14 í kaffisal Öryrkjabandalags Ís- lands, Hátúni 10a. Haraldur Ólafsson læknanemi segir frá rannskókn á vöðva- slensfári. Allir vel- komnir. Í dag er þriðjudagur 27 maí, 147. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. (Fil. 4, 8.)     Jón Einarsson skrifarpistil á vef ungra framsóknarmanna, Maddömuna, og hneyksl- ast á kosningaáróðri ungra vinstri-grænna:     Síðustu vikurnar fyrirkosningar sá ég nokkra unga menn í bol- um með mynd af Stein- grími J. Sigfússyni, for- manni Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs. Á myndinni hafði Stein- grímur sett upp alpahúfu og uppsetning myndar- innar var sambærileg við þekkta mynd af argent- ínska byltingarmann- inum Ernesto „Che“ Guevara,“ skrifar Jón. „Þetta kom undirrituðum nokkuð á óvart þar sem síðustu mánuði hafa fjöl- margir félagsmenn í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði stigið á stokk og sagst vera frið- arsinnar og fordæmt hvers konar ofbeldi. Þeirra á meðal Stein- grímur J. Sigfússon.     Ernesto „Che“ Guevaravar hins vegar alls engin friðardúfa. Nei, hann var þvert á móti þekktur sem skipuleggj- andi á ofbeldisverkum á borð við skotárásir og sprengjutilræði í baráttu sinni til valda. Og þegar kommúnistar komust til valda á Kúbu á nýársdag 1959 var hann í innsta hring hinna nýju vald- hafa, valdhafa sem hik- uðu ekki við að fangelsa fólk á grundvelli skoðana þess og halda uppi ógnarstjórn enn þann dag í dag. Ógnarstjórn sem refsar hverjum þeim sem mistekst að flýja undan oki stjórnarherr- anna.     Sagan hefur dæmt bylt-ingarmennina á Kúbu, þ.m.t. „Che“ Guev- ara. Og dómur sögunnar er sá að hann, eins og svo margir aðrir kommún- istar, hafi verið glæpa- maður og hafi ófá manns- líf á samviskunni. Hann hafi tekið þátt í að þröngva þjóðfélagsskipu- lagi upp á saklaust fólk, þjóðfélagsskipulagi sem er glæpamennska í eðli sínu. Það er engin til- viljun að hvarvetna þar sem kommúnistar kom- ast til valda líður almenn- ingur fyrir það ótrúlegar hörmungar. Menningar- byltingin í Kína, „hreins- anirnar“ í Sovétríkjunum 1936–1939, samyrkjubúa- væðingin í Sovétríkj- unum á þriðja og fjórða áratugnum, stjórnar- hættir rauðu khmeranna í Kambódíu á áttunda og níunda áratugnum, Berl- ínarmúrinn, járntjald og Gulag-fangabúðir, hung- ursneyð í Norður-Kóreu sem stendur enn yfir, og áfram mætti telja. List- inn er langur og manns- lífin sem glatast hafa ver- ið talin í milljónum. Þegar ofangreind upp- talning er höfð í huga hrýs manni hugur við því að til séu Íslendingar sem lýsa því yfir að þeir séu kommúnistar,“ skrifar Jón Einarsson. STAKSTEINAR Vinstri grænir og Che Guevara Víkverji skrifar... ÞÚ verður að stilla á þetta,“ sagðiágætur vinnufélagi við Víkverja er þeir settust upp í bíl þess síðar- nefnda fyrir nokkru. Jæja, sagði Víkverji. Hvað er þetta? „FM 104,5. Radíó Reykjavík. Þar er eingöngu leikið sígilt rokk,“ svaraði vinnu- félaginn um hæl. Hann veit sem er að Víkverji hefur alla tíð verið veikur fyrir melódísku keyrslurokki. Annað eins góðverk hafa menn ekki gert í langan tíma. Þannig er nefnilega mál með vexti að Víkverji ekur mikið og þótt spjallþættir í út- varpi séu góðra gjalda verðir fer tón- list alltaf best með akstri. Vanda- málið er bara það að tónlistarstefna útvarpsstöðvanna, Bylgjunnar, Létt, FM 95,7 og hvað þær nú heita allar fellur ekki að smekk Víkverja. Hann vill kraft, keyrslu, kenndir. Fyrir vikið var hann stöðugt að skipta um rás á útvarpinu. Leita að bæri- legasta laginu. Óþolandi. Þeir tímar eru liðnir. Radíó Reykjavík hefur komið eins og frelsandi engill inn í líf Víkverja. Þar leika menn rokk og engar refjar. Í öllum þyngdarflokkum. Þarna eru brautryðjendurnir, Rolling Stones, The Doors, Led Zeppelin og Black Sabbath, svo einhverjir séu nefndir. Gamla góða pönkið, The Clash og Sex Pistols. Breska nýbylgjan, Big Country, The Smiths og þær sveitir allar. Að ógleymdu þungarokkinu. Í allri sinni mynd. Judas Priest, Whitesnake, Iron Maiden, Guns’n’Roses. Og svo auðvitað sén- íin sjálf, Metallica. Víkverji hefði gefið aðra höndina fyrir rás af þessu tagi fyrir fimmtán til tuttugu árum. Nú leggur hann höndina ekki á höggstokkinn en nýtur akstursins tvímælalaust í auknum mæli. Margt af þessu eldist merkilega vel. Annað síður. Eins og gengur. En gott ef Víkverji horfir ekki á hárið síkka á ný í baksýnisspeglinum! Því verður ekki mælt í mót sem þeir segja á Radíó Reykjavík: Rokk er betra en þarflaus ræða! x x x TILVIST margra gamalla vina hef-ur verið rifjuð upp á umliðnum vikum og Víkverji fer ekki ofan af því að þungarokkið sé eitt af gælu- verkefnum almættisins. Þvílíkir kappar! David Coverdale, Axl Rose, Bruce Dickinson. Þetta voru svo svalir menn að jörðin fölnaði undan fótum þeirra. Dickinson var raunar eigi einhamur. Auk þess að kyrja eins og loftvarnaflauta með Maiden skrifaði hann gamansögur, skylmd- ist á mótum og flaug um loftin blá. Menn hafa meira að segja rekist á hann á Reykjavíkurflugvelli. Þykir málskrafsmaður. Sagan segir reynd- ar að Dickinson starfi nú sem flug- maður og fljúgi meðal annars með Íslendinga í kippum fyrir lágfar- gjaldafélagið Iceland Express. Vík- verji selur það ekki dýrar en hann keypti það. Bara að kappinn ætli sér ekki um of, eins og Íkarus blessaður, sem hann söng um forðum. Reuters Rokk er betra en þarflaus ræða! LÁRÉTT 1 stafla, 4 skjóta af byssu, 7 stundar, 8 bárur, 9 krot, 11 forar, 13 ein- þykkur, 14 djöfulgangur, 15 sleipur, 17 blíð, 20 eitthvað þungt, 22 starf- ið, 23 tréð, 24 ákveð, 25 bola. LÓÐRÉTT 1 nefnast, 2 ávinningur, 3 deila, 4 líf, 5 lýkur, 6 hin- ar, 10 þor, 12 hnöttur, 13 skilveggur, 15 hviða, 16 léleg spil, 18 ísstykki, 19 hitta, 20 lögun, 21 fram- kvæmt. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 mjúkmálar, 8 gegna, 9 Andri, 10 kös, 11 torga, 13 asnan, 15 skúrs, 18 urtur, 21 var, 22 leifi, 23 gígja, 24 glundroði. Lóðrétt: 2 júgur, 3 kraka, 4 álasa, 5 aldin, 6 ágæt, 7 vinn, 12 ger, 14 sér, 15 soll, 16 úrill, 17 svinn, 18 urgur, 19 togið, 20 róar. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Ríkið innheimtir milljónir að óþörfu! ÞEIR sem hafa verið að ganga í gegnum húsnæðis- kaupaferli og hafa sótt um viðbótarlán (90%), kannast við það að hafa þurft að gera sér ferð á næstu skattstofu til að verða sér úti um s.k. íbúðarvottorð. Slík vottorð eiga að staðfesta að viðkom- andi hafi ekki átt íbúð eða hluta úr íbúð á síðustu þremur skattaárum. Þessi vottorð kosta 1.000 kr. Jafn- framt því að þurfa að leggja fram umrætt vottorð þurfa þessir aðilar að skila stað- festum skattframtölum síð- ustu þriggja ára og borga fyrir þau. Þegar þeir sem eiga í hlut eru búnir að sanka að sér þessum gögn- um er lagt af stað í bankann og farið í greiðslumat. Eins og allir vita þá koma fyrrgreindar eignaupplýs- ingar fram á skattframtöl- unum, þannig að það er ver- ið að borga ríkinu 1.000 kr. fyrir vottorð sem er algjör- lega ofaukið. Bankanum væri í lófa lagið að láta framtölin ganga áfram til húsnæðisnefnda sveitarfé- laganna, svo þær gætu sannreynt þriggja ára íbúð- areignaleysi viðkomandi umsækjenda. Þrátt fyrir að bent hafi verið á þetta óréttlæti, hef- ur ekkert verið gert til að breyta þessu. Ríkið er með þessu að innheimta algjör- lega óþarft gjald og hefur gert í mörg ár. Svo ekki sé talað um allt vinnutap, bensíneyðslu o.fl., sem þjóð- arbúið í heild tapar á svona vitleysisgangi. Einn mjög hneykslaður. Fleiri verslunar- miðstöðvar ÉG SKRIFAÐI í Velvak- anda mánudaginn 19. maí 2003 um verslunarmið- stöðvar á Íslandi og að ekki væri nóg af þeim á stöðum eins og Akureyri, Selfossi og Raufarhöfn. Fékk ég svar 24. maí. Þar stóð að verslunarmiðstöð væri á Akureyri en hún væri lítil. Ekki var neitt sagt um Raufarhöfn í því bréfi, en mér finnst Kjarn- inn á Selfossi ekki nógu stór. Svo má líka alltaf byggja á stöðum eins og Rifi og Blönduósi. Höfn í Hornafirði hefur líka alltaf verið mikill ferðamanna- bær. Svo takið til hendinni og byrjið að byggja. Virðingafyllst, Húsmóðir í Vesturbænum. Þakkir til Krossins KÆRAR þakkir til Kross- ins fyrir að fá Charles Ndi- fon aftur hingað til lands. Þessir fundir hérna, bæði í Austurbæ og á morgnana í Krossinum, urðu mér per- sónulega til mikillar bless- unar. Guð er svo sannarlega að nota þennan mann á mik- ilfenglegan hátt. Það væri líka gaman að fá að heyra í einhverjum sem fengu lækningu á þessum fund- um. Guð á svo sannarlega skilið að fá dýrðina. Guð blessi þig Gunnar og allt þitt fólk. Ásdís. Dýrahald Konan sem bjargaði Kisu KISA, sem týnd var í tíu daga, er komin í leitirnar. Konan sem fann kisuna Kisu í BM Vallá fær bestu þakkir fyrir að hafa skilað henni í Kattholt, einnig fá konurnar í Kattholti kærar kveðjur fyrir framúrskar- andi þjónustu. Mikil gleði ríkti á heimilinu þegar ljóst var að Kisa var komin í leit- irnar. Heimilisfólkið á Njálsgötu 34. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Krakkar úr Snælandsskóla busla í Sundlaug Kópavogs í góða veðrinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.