Morgunblaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 44
ÍÞRÓTTIR 44 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ARNAR Þór Viðarsson, fyrirliði Lokeren, varð í sjöunda sæti í einkunnagjöf belgíska dagblaðs- ins Het Nieuwsblad fyrir leiki 1. deildarinnar í knattspyrnu þar í landi í vetur. Arnar Þór var í fremstu röð í einkunnagjöfinni allan veturinn en gaf eftir eins og allt lið Lokeren á lokaspretti deildarinnar. Hann fékk samtals 71 stig og lék 33 af 34 leikjum Lokeren í deildinni en efstu menn, Danny Boffin hjá Sint- Truiden og Fréderic Herpoel hjá Gent, fengu 76 stig. Arnór Guð- johnsen sigraði í þessu kjöri árið 1987, en þá varð hann belgískur meistari með Anderlecht og jafnframt markakóngur deildar- innar. Arnar Grétarsson var skammt undan með 68 stig í 31 leik. Hann varð sjötti markahæsti leik- maður deildarinnar, gerði 18 mörk fyrir Lokeren, sex mörk- um minna en markakóngurinn Wesley Sonck hjá Genk. Þetta er langbesta tímabil Arnars Grét- arssonar hvað markaskor varð- ar en hann hafði áður aðeins skorað samtals 8 mörk á 5 árum sem atvinnumaður í Belgíu og Grikklandi. Rúnar Kristinsson, fyrirliði landsliðsins, fékk 57 stig í ein- kunnagjöfinni og varð í 42. sæti yfir leikmenn deildarinnar en þess ber að geta að hann spilaði aðeins 28 leiki en skoraði í þeim 13 mörk. Arnar Þór og Arnar í fremstu röð GRÉTA María Grétarsdóttir mun taka við af Ósvaldi Knudsen sem þjálfari kvennaliðs KR í körfuknattleik. Gréta er aðeins 23 ára gömul og hefur leikið með KR undanfarin fjögur ár. Ósvaldur er á leið til Bandaríkjanna í framhaldsnám. Gréta mun ekki leika með KR á næstu leiktíð þar sem hún þarf að gangast undir aðgerð á hné en hún sleit aftara kross- band í undanúrslitum Íslandsmótsins í vor. Anna María hætt Íslandsmeistaralið Keflavíkur mun einnig mæta til leiks með nýjan þjálfara á næstu leiktíð en Anna María Sveinbjörns- dóttir hefur ákveðið að leika aðeins með liðinu, en undir hennar stjórn varð liðið meistari, bikarmeistari og deildabikar- meistari. Gréta María tekur við KR „ÞÝSKA handknattleiks- sambandið hefur staðfest það við mig að Patrekur Jóhannesson er kominn í sex mánaða keppnis- bann. Það bann gildir í þýskum handknattleik og á meðan fær hann ekki skrifað upp á félags- skipti frá Essen til Bidasoa á Spáni, eftir því sem þýska hand- knattleikssambandið tjáði mér,“ sagði Guðmundur Þ. Guðmunds- son, landsliðsþjálfari í hand- knattleik, í gær, en hann hafði þá nýlokið við að ræða við starfs- mann þýska handknattleiks- sambandsins vegna leikbanns sem Patrekur hlaut eftir að hann hrækti á gólfið í átt að dómara í viðureign Essen og Flensburg í lokaumferð þýsku 1. deildar- innar sl. laugardag. Guðmundur sagðist ekki geta sagt enn hvaða áhrif bannið hefði á þátttöku Patreks í leikj- um með íslenska landsliðinu næstu sex mánuði. Verið væri að skoða málið ofan í kjölinn en Guðmundur valdi Patrek í gær í landsliðið sem leikur sex lands- leiki á næstu tveimur vikum. „Ég er miður mín vegna þessa máls,“ sagði Guðmundur. Patrekur fær ekki félagsskipti til Spánar ÍSLENSKA landsliðið í handknatt- leik leikur sex leiki á tíu dögunum frá 20. maí þegar flautað verður til leiks gegn Dönum í íþróttahúsi Austurbergs á föstudaginn og þar til Danir verða á ný andstæðingar í Antwerpen í Belgíu sunnudaginn 8. júní. Tveir leikir verða við Dani hér á landi um næstu helgi. Á föstudags- kvöldið verður eins og áður segir leikið við þá í Austurbergi og síðan daginn eftir í Smáranum í Kópa- vogi. Á þriðjudaginn eftir viku held- ur íslenska landsliðið utan og mætir úrvalsliðið Katalóníu í Girona á Spáni daginn eftir, en flestir leik- menn Katalóníu spila með spænsku meisturunum Barcelona. Því næst tekur við fjögurra landa keppni í Antwerpen í Belgíu þar íslenska landsliðið mætir Slóvenum á föstu- daginn, Serbíu/Svartfjallalandi daginn eftir og loks Dönum á sunnudeginum 8. júní. Reiknað er með að Slóvenar og Serbía/Svart- fjallaland verði með sín bestu lið í mótinu í Belgíu en Danir verða með B-lið í mótinu, svipað því sem kemur hingað til lands undir lok vikunnar. Mæta Dönum þrisvar  OSCAR De La Hoya, boxarinn snjalli, bíður spenntur eftir að fá að berjast við Shane Mosley en áætlað er að þeir muni berjast 13. septem- ber. Mosley sigraði De La Hoya árið 2000 en hann og Felix Trinidad eru þeir einu sem hafa sigrað De La Hoya. Trinidad er hættur að keppa og því leggur De La Hoya allt kapp á að sigra Mosley. „Ég mun mæta brjálaður til leiks þar sem Mosley sigraði mig síðast. Ég var ekki í góðu formi þegar ég tapaði fyrir honum en í september mun ég vera í frábæru formi,“ sagði De La Hoya.  SIR Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri Manchester United, er sann- færður um að United geti sigrað í Meistaradeild Evrópu á næstu tveimur tímabilum. „Við erum ávallt að bæta okkur og það eina sem okk- ur vantar er reynsla og þá sérstak- lega í vörninni. Varnarmennirnir mínir hafa ekki haft trú á að þeir geti staðið uppi í hárinu á leikmönnum eins og Ronaldo eða Raúl en ég veit að þeir hafa getuna til að kljást við þá. Á næsta tímabili hef ég trú á að varnarmennirnir mínir muni öðlast það sjálfstraust sem þá vantar,“ sagði Sir Alex.  PATRICK Vieira, franski lands- liðsmaðurinn og fyrirliði bikarmeist- ara Arsenal, sagði í samtali við Sky- sjónvarpsstöðina að hann myndi aldrei spila með öðru liði en Arsenal á Englandi. „Ef ég fer eitthvað þá verður það úr landi, ég gæti aldrei komið á Highbury með öðru ensku liði en Arsenal.“  HENRIK Larsson segir að hann muni ekki leika fleiri landsleiki fyrir Svía en hinn 31 árs gamli framherji lék síðast með liðinu gegn Ungverj- um í undankeppni EM. „Ég lék með liðinu gegn Ungverjum þar sem það voru vandræði með framherja liðsins en nú eru engin vandamál hjá liðinu og minn landsliðsferill er því á enda,“ segir Larsson við Sydsvenska Dagbladet. Larsson skoraði 24 mörk í 74 landsleikjum en Svíar eru í fjórða sæti í fjórða riðli, á eftir Lett- um, Pólverjum og Ungverjum. Næsti leikur Svía er gegn Pólverj- um á heimavelli hinn 11. júní.  MARKAÐSFRÆÐINGAR stór- fyrirtækja sjá nú tækifæri til þess að vekja athygli á vörumerkjum sínum með því að gera samstarfssamninga við atvinnukonur í golfi. Annika Sör- enstam reið á vaðið á Colonial- mótinu í sl. viku eftir 58 ára hlé á þátttöku kvenna í PGA-mótaröðinni og fékk hún gríðarlega athygli áður en mótið hófst og einnig á mótinu sjálfu. Nú hafa forráðamenn Heineken-mótsins sem fram fer í Ástralíu sagt að Karrie Webb verði boðið að taka þátt í mótinu sem er hluti af PGA-mótaröðinni. FÓLK áfram í eldlínunni þar til þessu verk- efni lýkur. Þegar á heildina er litið hef ég talsvert breyttan hóp núna borið saman við síðustu verkefni landsliðsins. Þar af leiðandi er ómögulegt að segja hver úrslit þess- ara sex leikja verða, maður rennur svolítið blint í sjóinn,“ sagði Guð- mundur. Rúnar ekki með gegn Dönum Rúnar Sigtryggsson verður ekki með í leikjunum tveimur gegn Dön- um á föstudag og laugardag, en hann er eini leikmaðurinn í 20 manna hópnum sem ekki getur tekið þátt í leikjunum. Ástæðan er sú að á næstu dögum leika átta efstu lið spænsku 1. deildarinnar til sigurs í bikarkeppn- inni og henni lýkur ekki fyrr en í næstu viku. Þar á meðal er Ciudad Guðmundur segist leggja megin-áherslu á með leikjunum að gefa ungum handknattleiksmönnum tækifæri til að spreyta sig; mönnum sem hafa verið að banka á dyr lands- liðsins en hingað til fengið misjafn- lega mikil tækifæri. Má þar nefna Ás- geir Örn Hallgrímsson, Bjarna Fritzson, Einar Hólmgeirsson, Loga Geirsson, Róbert Gunnarsson, Mark- ús Mána Michaelsson, Snorra Stein Guðjónsson og Vigni Svavarsson, svo dæmi séu tekin. „Stærsta atriðið með þessum æfingum og leikjum núna er sá að gefa yngri og óreyndari leik- mönnum tækifæri til að spreyta sig, þannig fá þeir aukna reynslu og um leið sjáum við hvar þeir standa í al- þjóðlegum handknattleik,“ segir Guðmundur. „Auðvitað eru eldri reyndari menn með sem eflaust koma til með að bera leikina nokkuð uppi. Yngri mennirnir leika ekki allir á sama tíma, auk þess leika þeir mis- jafnlega mikið í hverjum leik, engu að síður þá fá þeir sín tækifæri eftir því sem verkast vill í hverjum leik,“ sagði Guðmundur. Leikirnir sem um er að ræða auk viðureignanna við Dani eru á móti úrvalsliði Katalóníu á Spáni og síðan þátttaka í fjögurra landa móti í Belgíu þar sem glímt verður við Slóv- ena, gestgjafa næsta Evrópumóts, Serbíu/Svartfjallaland sem er að búa sig undir undankeppni EM og loks Dani. Fjórir sterkir menn meiddir „Við förum ekki varhluta af meiðslum nokkurra sterkra leik- manna sem hafa leikið með landslið- inu undanfarin ár, s.s. Sigfús Sig- urðsson, Heiðmar Felixson, Gústaf Bjarnason og Sigurður Bjarnason. Þeireru allir meiddir um þessar mundir og geta því ekki verið með okkur, fjarvera þeirra er skarð fyrir skildi. Eigi að síður ætla ég að reyna að prófa okkur áfram með fleiri varnarafbrigði en 6/0 vörnina sem hefur verið okkar aðaltromp síðustu ár. Í þriðja lagi má segja að ég hef í hyggju að halda áfram að þróa sókn- arleik okkar. Meðal annars verður Jaliesky Garcia með okkur í þessum sex leikjum og gefst því kærkomið tækifæri til að „spila“ hann inn í okk- ar leik, en hann hefur aðeins leikið einn landsleik með okkur, gegn Þjóð- verjum í mars síðastliðnum,“ sagði Guðmundur. „Garcia er fyrst núna að koma inn í hópinn af fullum krafti og hefur meðal annars æft með okkur síðustu daga og verður að sjálfsögðu Real, lið Rúnars, sem varð í öðru sæti í spænsku deildinni. Guðmundur sagði að Rúnar kæmi því til móts við íslenska hópinn í Girona á Spáni áður en að leiknum við úrvalslið Katalónu kemur. Sigfús og Heiðmar meiddir Sigfús Sigurðsson meiddist í leik með Magdeburg í síðustu viku og getur því ekki verið með í leikjunum sem framundan eru. Sömu sögu er að segja af Heiðmari Felixsyni en hann hefur ekki náð sér fyllilega af meiðslum í nára sem hann varð fyrir í mars. Þrátt fyrir að hann hafi leikið síðustu leiki Bidasoa í spænsku deild- inni þótti rétt að gefa honum kost á sleppa landsleikjunum sem framund- an eru. Þar af leiðandi fá Einar og Ás- geir fleiri tækifæri til að spreyta sig. Dagur Sigurðsson, Róbert Sighvatsson og Sigurður Bjarnason fagna sigri á Júgóslavíu á heimsmeistaramótinu í Portúgal. Guðmundur Þórður Guðmundsson hefur valið tuttugu manna landsliðshóp Yngri menn fá tæki- færi til að spreyta sig „ÞAÐ er kærkomið að fá tækifæri til að leika nokkra landsleiki á þessum tíma árs og í raun er þetta í fyrsta sinn síðan ég tók við lands- liðinu sem við erum ekki í undankeppni á þessum tíma þar sem við erum þegar komnir með keppnisrétt á EM á næsta ári,“ sagði Guð- mundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, þegar hann tilkynnti um 20 manna hóp handknattleiksmanna sem hann hyggst tefla fram í sex landsleikjum á næstu dögum, þeir fyrstu verða á föstudaginn og laugardaginn þegar Danir mæta til leiks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.