Morgunblaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2003 45 BÁRÐUR Eyþórsson hefur gert samning við úrvalsdeildarlið Snæ- fells á ný um þjálfun liðsins en Bárður stýrði liðinu á sl. leiktíð. Samningur hans við félagið er til eins árs en Snæfell lék til úrslita um bikarmeistaratitilinn á sl. ári þar sem liðið tapaði gegn Keflavík en liðið endaði í níunda sæti í úr- valsdeildinni og komst ekki í úrslitakeppnina. Að sögn Gissurar Tryggvasonar, formanns körfu- knattleiksdeildarinnar, hefur fé- lagið komist að munnlegu sam- komulagi við þá Hafþór Gunnars- son og Sigurð Þorvaldssson um að þeir leiki með liðinu á næstu leik- tíð. Hafþór er 22 ára gamall bak- vörður og lék með Skallagríms- mönnum í úrvalsdeild á sl. vetri og skoraði 14 stig að meðaltali í leik. Sigurður er 23 ára gamall og lék með ÍR í úrvalsdeildinni og skor- aði 13 stig að meðaltali í leik. Sigurður var í landsliðshóp Ís- lands sem lék þrjá æfingaleiki gegn Norðmönnum um sl. helgi. og fagnaði sigri í þeim öllum. Jón Þór til Snæfells Óvíst er hvort Jón Ólafur Jóns- son leiki með Snæfelli en hann er með brjósklos og að auki er Helgi Reynir Guðmundsson að bíða eftir svari um skólavist í Reykjavík. Jón Þór Eyþórsson, bróðir þjálf- arans, mun leika með Snæfelli á næstu leiktíð en hann var áður í herbúðum Stjörnunnar. Bárður Eyþórsson áfram þjálfari Snæfells  HEIÐMAR Felixson skoraði 5 mörk fyrir Bidasoa sem gerði jafn- tefli, 20:20, við Alcobendas í lokaum- ferð spænsku 1. deildarinnar í hand- knattleik í fyrradag. Bidasoa hafnaði í 13. sæti af 16 liðum í deildinni.  RÚNAR Sigtryggsson skoraði 1 mark fyrir Ciudad Real sem sigraði Altea, 31:27. Rúnar og félagar urðu í öðru sæti, fjórum stigum á eftir Barcelona, og leika í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili ásamt Barcelona og Ademar Leon.  NOEL Gifton-Williams, fyrrum leikmaður Watford, er genginn til liðs við enska Íslendingafélagið Stoke City. Gifton-Williams, sem er 23 ára sóknarmaður, lék með Wat- ford í úrvalsdeildinni en hefur verið nokkuð frá keppni vegna meiðsla. Stoke samdi við hann til tveggja ára.  MARKUS Merk, frá Þýskalandi, mun dæma úrslitaleikinn í Meistara- deild knattspyrnu sem fer fram á Old Trafford á morgun. Þetta verð- ur í fyrsta sinn sem Merk dæmir til úrslita í Meistaradeildinni.  CHRIS Sutton, sóknarmaður Glasgow Celtic, hefur beðist afsök- unar á þeim ummælum sem hann lét hafa eftir sér, eftir að Celtic rétt missti af skoska meistaratitlinum til Glasgow Rangers í fyrradag. Sutton ásakaði leikmenn Dunfermline, sem léku við Rangers og töpuðu 6:1, um að hafa ekki lagt sig fram og hefðu leyft Rangers að sigra nægilega stórt svo að Rangers yrðu meistarar. Sutton hefur nú dregið þetta til baka en skoska knattspyrnusambandið er að íhuga að sekta Sutton.  FJÖLMIÐLAR í Bandaríkjunum hafa heimildir fyrir því að Larry Brown, þjálfari NBA-liðsins Phila- delphia 76’ers, muni hætta þjálfun liðsins á næstu dögum en hann á enn tvö ár eftir af samningi sínum við lið- ið. Brown hefur komið víða við á ferl- inum, sem spannar 31, ár sem þjálf- ari og er vera hans hjá 76’ers sl. sex ár lengsti tíminn sem hann hefur verið samfleytt hjá sama liðinu. Brown er 62 ára gamall og er orð- aður við Cleveland og Houston Rockets en til þess að það geti gerst verða forráðamenn 76’ers að rifta samningi hans við félagið. Þess má geta að Brown fær um 440 milljónir ísl. kr. á ári í laun frá félaginu.  RUDI Völler, landsliðsþjálfari Þýskalands, hefur valið landsliðs- hópinn fyrir leikina á móti Skotlandi og Færeyjum í undankeppni Evr- ópukeppni landsliða í knattspyrnu. Þrír lykilleikmenn, Dietmar Ham- ann, Christoph Metzelder og Christian Ziege eru meiddir og geta ekki tekið þátt í leikjunum. Völler hefur sagt að leikurinn við Skotland sé mikilvægasti landsleikur Þýska- lands á árinu. FÓLK Morgunblaðið/RAX Guðmundur Þ. Guðmundsson,landsliðsþjálfari í handknatt- leik, valdi í gær hóp tuttugu leik- manna sem taka þátt í þeim sex leikjum sem framundan eru hjá landsliðinu. Markverðir: Guðmundur Hrafnkelsson, Conversano Roland Eradze, Val Birkir Ívar Guðmundsson, Haukum Aðrir leikmenn: Guðjón Valur Sigurðsson, Essen Logi Geirsson, FH Bjarni Fritzson, ÍR Einar Örn Jónsson, Wallau Massenheim Róbert Sighvatsson, Wetzlar Róbert Gunnarsson, Århus GF Vignir Svavarsson, Haukum Dagur Sigurðsson, Wakunaga Jaliesky Garcia, Göppingen Snorri Steinn Guðjónsson, Grosswallstadt Markús Máni Maute, Val Rúnar Sigtryggsson, Ciudad Real Einar Hólmgeirsson, ÍR Patrekur Jóhannesson, Essen Ólafur Stefánsson, Magdeburg Aron Kristjánsson, Haukum Ásgeir Örn Hallgrímsson, Haukum Þrír leikmenn sem valdir voru í æfingahóp landsliðsins á dögunum voru ekki valdir að þessu sinni, það eru Þorkell Magnússon, Haukum, Heiðmar Felixson, Bidasoa, og Sig- fús Sigurðsson, Magdeburg. Heið- mar og Sigfús eru meiddir og komu því ekki til greina í landsliðið að þessu sinni. Guðmundur landsliðsþjálfari seg- ist ekki reikna með því að Ásgeir leiki með landsliðinu nema í einum leik af þeim sex sem framundan eru. Ástæðan er að Ásgeir er í 19 ára landsliðinu sem býr sig undir und- ankeppni EM í byrjun júní. Tuttugu leikmenn spreyta sig Perry lék afar vel og lauk leik á samtals 19 höggumundir pari en það er besti árangur á Colonial- mótinu frá upphafi. Fulton Allem lék á 16 höggum undir pari árið 1993. Perry setti vallarmet á laugardag er hann lék á 61 höggi eða 9 undir pari og var hann átta höggum á undan næsta manni. Á lokadeginum gerði Perry engin mistök og var ávallt með þægilegt forskot á næstu menn. Justin Leonard var hins vegar í miklum ham á lokadeg- inum og gerði sig líklegan til þess að leika á 59 höggum eða 11 undir pari vallarins en það hefur ekki gerst á PGA-móti frá því að David Duval afrekaði það árið 1999 á Bob Hope mótinu – og aðeins fjórir kylfingar hafa afrek- að það í gegnum tíðina. Leonard mistókst hins vegar að ná í fugl á 18. holunni þar sem annað högg hans á braut- inni var allt of stutt og hann lék á 5 höggum eða einu höggi yfir pari. Leonard varð annar og lék á samtals 13 höggum undir pari en Jeff Sluman varð þriðji á samtals 12 undir pari. Perry hefur leikið í 17 ár á PGA-mótaröðinni og var þetta í fimmta sinn sem hann vinnur mót. Hann fékk um 65 millj. ísl. kr. í sinn hlut en hann hefur önglað saman um 8 milljörðum ísl. kr. í verðlaunafé á sl. 17 árum. Skiptar skoðanir Annika Sörenstam var samt sem áður miðpunktur mótsins þrátt fyrir að henni tækist ekki að komast í gegnum niðurskurðinn eftir tvo keppnisdaga. Það eru skiptar skoðanir hjá golfsérfræðingum vestanhafs um árangur hennar á mótinu. Aðeins 11 kylfingar voru fyrir neðan hana að loknum tveimur hringjum sem hún lék á 71 og 74 höggum eða fimm yfir pari. Sörenstam var í neðsta sæti yfir meðallengd á teighöggum og í neðsta sæti hvað varðar fjölda pútta. „Sörenstam þarf að lyfta lóðum í gríð og erg ætli hún sér að geta keppt á jafnrétt- isgrundvelli við karla,“ sagði Jeff Sluman og bætti því við að karlar slái lengri högg og séu í betri aðstöðu til þess að vera nálægt flagginu í inn á höggunum á meðan Sören- stam þurfti að notast við önnur verkfæri mun lengra frá flötunum – og náði því ekki að koma sér í aðstöðu til að ná í fugla. Hins vegar er erfitt að meta árangur hennar af aðeins 36 holum, en hún vakti athygli og ef það var mark- miðið var hún sigurvegari á sinn hátt,“ sagði Sluman. Perry vann „Anniku- mótið“ „ Í FRAMTÍÐINNI munu margir muna eftir mér sem kylfingnum sem sigraði á mótinu hennar Anniku Sörenstam, og satt best að segja er mér alveg sama um það því sigurinn er eftirminnileg- ur,“ sagði Bandaríkjamaðurinn Kenny Perry en hann lék best allra á Colonial-mótinu í Texas. Mótinu þar sem sænska konan Annika Sörenstam var miðpunkturinn fyrstu tvo keppnisdagana. AP Kenny Perry heldur á bikarnum glæsilega sem hann fékk fyrir sigur á Colonial-mótinu. BALDUR Þór Bjarnason, varnarmaðurinn reyndi í liði Fram, meiddist í leiknum gegn KR í úrvalsdeildinni í fyrrakvöld. Meiðsli aft- an í læri, sem hann átti við að stríða í vor, tóku sig upp rétt fyrir leikslok en hann spil- aði þó leikinn til enda. Ljóst er að Baldur verður ekki með Frömurum gegn Grindavík á föstudaginn kemur og hæpið er að hann leiki gegn ÍA næsta þriðjudag. Það er skarð fyrir skildi í vörn Framara en Baldur, sem tók fram skóna á ný í vetur eftir tveggja ára hvíld, hefur reynst Safamýrarliðinu öflugur liðsauki í tveimur fyrstu umferðunum. Baldur missir af næstu leikjum Fram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.