Morgunblaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 46
ÍÞRÓTTIR 46 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÍTJÁN ára bið Wolver- hampton Wanderers lauk í gær þegar félagið náði því langþráða takmarki sínu að komast á ný í efstu deild í ensku knattspyrnunni. „Úlf- arnir“, sem voru eitt stofn- liða ensku deildakeppninnar árið 1889, léku í efstu deild með litlum hléum frá 1932 til 1984 og urðu þrisvar enskir meistarar á sjötta áratugn- um, sigruðu Sheffield Unit- ed, 3:0, í úrslitaleik á Millen- ium Stadium í Cardiff. Mark Kennedy, Nathan Blake og Kenny Miller skoruðu mörk- in í fyrri hálfleik og í þeim síðari slökkti markvörðurinn Matt Murray síðasta vonar- neista Sheffield United þeg- ar hann varði vítaspyrnu frá Michael Brown. „Sóknarleikur okkar var frábær í fyrri hálfleiknum en sá síðari snerist um að verj- ast. Stuðningur áhorfenda var stórkostlegur,“ sagði Dave Jones, knattspyrnu- stjóri Wolves, en um 70 þús- und áhorfendur sáu leikinn. Ívar Ingimarsson var ekki í leikmannahópi Wolves frekar en áður í úrslita- keppninni en hann kom aftur til félagsins úr láni frá Brighton þegar deildakeppn- inni lauk. Hann er samnings- bundinn Wolves næstu tvö árin. AÐALSTEINI Víglundssyni, þjálf- ara bikarmeistara Fylkis, var mjög létt í leikslok í gærkvöld. Aðalsteinn þvertók fyrir það að sigur sinna manna hafi verið auðveldur. „Við áttum í erfiðleikum með Grindvík- ingana á miðjunni, þar fengu þeir að leika oft lengi á milli sín en það er greinlegt að þeir sakna Grétars (Hjartarsonar) því þeir voru frekar bitlausir þegar nær dró okkar marki. Við ákváðum að bíða og beita skyndisóknum og það tókst, hugsanlega hefðum við getað bætt við marki. En nú förum við að huga að leik okkar gegn Vestmanna- eyingum. Það verður ekkert grín að mæta til Vestmannaeyja eftir rass- skellinguna sem þeir fengu gegn Val og ef ég þekki Eyjamenn rétt svíður þeim þetta og mæta örugg- lega dýrvitlausir.“ Helgi Valur Daníelsson, efnileg- asti leikmaður Íslandsmótsins 2001, er kominn heim í Fylki frá Peter- brough í Englandi. Í stuttu spjalli við Morgunblaðið sagðist Helgi vera hæstánægður með að vera kominn heim til Íslands og leika með sínu liði, Fylki. „ Ég er mjög sáttur með að fá að leika rúmar 20 mínútur hér í kvöld. En það verður allt annað en auðvelt að komst í liðið hjá Fylki því það er mikil samkeppni um stöður í liðinu, til dæmis er ég að keppa við fimm til sex menn í minni stöðu. Nú er það ÍBV í næsta leik og þar kem- ur ekkert annað en sigur til greina.“ KNATTSPYRNA Efsta deild kvenna, Landsbankadeild: Kópavogur: Breiðablik - KR .....................20 Ásvellir: Þróttur/Haukar - Stjarnan ........20 Í KVÖLD KNATTSPYRNA Landsbankadeildin Fylkir - Grindavík .................................... 2:0 Staðan: Valur 2 2 0 0 6:2 6 Fylkir 2 2 0 0 5:1 6 ÍA 2 1 1 0 4:2 4 KR 2 1 1 0 3:2 4 KA 2 1 1 0 3:2 4 FH 2 0 2 0 1:1 2 Fram 2 0 1 1 2:4 1 Þróttur R. 2 0 0 2 2:5 0 Grindavík 2 0 0 2 1:4 0 ÍBV 2 0 0 2 3:7 0 3. deild karla B-RIÐILL: Árborg - Reynir S..................................... 1:1 D-RIÐILL: Leiknir F. - Höttur................................... 0:2 1. deild kvenna A-RIÐILL: Breiðablik 2 - ÍR....................................... 3:2 Fjölnir - HK/Víkingur ..............................0:1 England Úrslitaleikur um sæti í úrvalsdeild: Wolves - Sheffield United ....................... 3:0 Mark Kennedy 6., Nathan Blake 22., Kenny Miller 45. - 69.473. Úrslitaleikur um sæti í 1. deild: Cardiff - QPR............................................ 1:0 Úrslitaleikur um sæti í 2. deild: Bournemouth - Lincoln............................ 5:2 Noregur Stabæk - Bryne......................................... 2:1 Staðan: Rosenborg 7 7 0 0 19:4 21 Sogndal 7 4 2 1 13:9 14 Viking 7 3 3 1 14:8 12 Bodö/Glimt 7 3 3 1 11:7 12 Odd Grenland 7 4 0 3 12:13 12 Stabæk 7 3 2 2 10:7 11 Lyn 7 2 3 2 12:13 9 Molde 7 2 2 3 8:9 8 Lilleström 7 2 2 3 6:12 8 Bryne 7 2 0 5 10:13 6 Vålerenga 7 1 3 3 8:11 6 Brann 7 1 3 3 7:14 6 Tromsö 7 1 2 4 12:17 5 Ålesund 7 0 3 4 9:14 3 Svíþjóð AIK - Malmö FF ...................................... 2:0 Helsingborg - Djurgården ...................... 2:1 Staðan: Djurgården 8 6 0 2 21:4 18 AIK 7 5 1 1 15:6 16 Hammarby 7 4 3 0 11:5 15 Helsingborg 8 4 2 2 10:8 14 Örebro 8 4 1 3 13:11 13 Halmstad 7 3 1 3 10:11 10 Malmö 7 2 3 2 11:9 9 Landskrona 7 2 3 2 9:8 9 Örgryte 7 2 2 3 9:12 8 Öster 7 2 1 4 6:12 7 Gautaborg 7 1 3 3 7:8 6 Sundsvall 7 1 3 3 6:10 6 Elfsborg 6 1 2 3 6:13 5 Enköping 7 0 1 6 3:20 1 KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-úrslit í vesturdeild Dallas – San Antonio...........................95:102  San Antonio er yfir, 3:1. ÚRSLIT Miðjuhnoð er líkast til rétta lýs-ingin á leik liðanna í gær. Fylkismenn flykktu sér í vel skipu- lagða varnaraðferð sína um leið og þeir misstu knöttinn og treystu á að eldfljót- ir framherjar liðsins myndu nýta tækifærin þegar þau gæfust. Gestirnir náðu oft að leika knett- inum ágætlega sín á milli allt þar til liðið reyndi að brjóta sér leið í gegn- um varnarvegg Fylkismanna við vítateig þeirra. Þar áttu Grindvík- ingar engin svör. Lee Sharpe var áberandi í leik Grindavíkur að þessu sinni og átti liprar sendingar sem gáfu ýmsa möguleika en framherjar Grindavík- ur náðu ekki að nýta sér það. Besta færi þeirra leit dagsins ljós á 29. mínútu þegar Ray Anthony Jónsson fékk fínt færi á markteigshorninu en skaut framhjá. Fimm mínútum síðar komst Óli Stefán Flóventsson í ágætt færi en virtist vera felldur í vítateig Fylk- ismanna en Bragi Bergmann dómari leiksins lét leikinn halda áfram. Sitt sýndist hverjum í því tilviki. Liðin buðu upp á sama miðjudans- inn í síðari hálfleik, þar sem Fylk- ismenn létu Grindvíkinga um að halda knettinum en gripu gæsina þegar gestirnir sofnuðu á verðinum. Vörumerki Fylkisliðsins var þá kynnt til sögunnar enn á ný, skyndi- sókn þar sem Haukur Ingi Guðnason batt endahnútinn á sóknina með lag- legu skoti og skoraði annað mark sitt á leiktíðinni. Í stuttu máli má segja að vinnu- semi, ákefð, barátta og mikil yfirferð Fylkismanna hafi haft vinninginn gegn fagurfræði, tækni, frægð og reynslu. Ólafur Ingi Skúlason háði margar rimmur gegn Lee Sharpe á mið- svæðinu en sá síðarnefndi átti samt sem áður fína spretti af og til. Grind- víkingar eru bitlausir í framlínunni án Grétars Ólafs Hjartarsonar og hljóta forráðamenn liðsins að vera búnir að útvega sér símanúmer hjá flestum framherjum Evrópu sem eru á lausu þessa stundina. Óli Stef- án Flóventsson og Ray Anthony Jónsson reyndu hvað þeir gátu í hlutverki framherja liðsins en voru oftar en ekki í hlutverki „battans“ þar sem knötturinn fór ósjaldan til baka á miðjumenn liðsins og skapaði það litla hættu í vörn Fylkismanna. Meðan skortur á framherjum er aðalvandamál Bjarna Jóhannssonar, þjálfara Grindavíkur, er annað upp á teningnum í Árbænum þar sem að- alvandamál Aðalsteins Víglundsson- ar er að velja byrjunarliðið úr gríð- arlega sterkum leikmannahópi sínum. Hlutverkaskipting leikmanna virðist vera á hreinu, og fá lið á land- inu verjast betur sem ein heild, frá fremsta manni til þess aftasta. Helgi Valur Daníelsson lék sinn fyrsta leik með liðinu en hann kom inn á sem varamaður auk þess sem Hrafnkell Helgason lék sinn fyrsta leik á þessu sumri. Kristján Valdimarsson var spræk- ur í stöðu hægri bakvarðar að þessu sinni hjá Fylki en hann stóð sig afar vel, líkt og félagi hans Gunnar Þór Pétursson, sem er vinstri bakvörður liðsins. Á miðjunni var Ólafur Ingi Skúla- son áberandi og þríeykið í framlín- unni, Haukur Ingi Guðnason, Björn Viðar Ásbjörnsson og Ólafur Páll Snorrason, bíður þolinmótt eftir réttu tækifærunum og nýtir þau vel. Kjartan Sturluson átti náðugan dag í markinu að þessu sinni. Mörgum finnst leikaðferð Fylkis- liðsins vera „lítið fyrir augað“ þar sem treyst er á skyndisóknir og föst leikatriði. En það er ekki spurt að slíku þegar stigin eru gerð upp í lok leiktíðar og þessa stundina geta Fylkismenn ekki gert betur á þeim vettvangi – með fullt hús stiga. Bjarni Jóhannsson þarf að vinna með marga hluti hjá Grindavíkurlið- inu fram að næsta leik liðsins, sem er á heimavelli þess gegn Fram. Framlínan er bitlaus sem gamall hnífur og það eru gömul sannindi sem ný að leikir vinnast ekki nema skora fleiri mörk en andstæðingur- inn – og Grindvíkingar eru ekki lík- legir til þess eins og liðið leikur þessa dagana. Það eru hins vegar góð tíð- indi fyrir Grindvíkinga að Lee Sharpe var mun betri en í fyrsta leiknum, baráttan var fyrir hendi en einhvern neista vantar samt sem áð- ur í leik liðsins. Þrumufleygur Gunnars gladdi NÍUNDA viðureign Fylkis og Grindavíkur í efstu deild á Íslandsmóti í knattspyrnu frá upphafi fer vart í sögubækurnar nema þá fyrir þær sakir að Gunnar Þór Pétursson skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild fyrir Fylki – með bylmingsskoti. Fylkismenn innbyrtu stigin þrjú sem í boði voru með öguðum varnarleik og skoruðu bæði mörk leiksins, það fyrra úr föstu leikatriði og það síðara úr skyndisókn. Hlutskipti liðanna að loknum tveimur umferðum er ólíkt. Fylkismenn með fullt hús stiga en Grindvíkingar hafa tapað báðum leikjum sínum og að- eins skorað eitt mark. Sem segir aðeins eitt; að vandamálin eru mörg á þeim bænum þessa dagana. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar &''()*+,-&.'(  1% 2     .  34 .  5 *  *.* 6  '/*  * .*    3/  *  $'   7 '      4  %  34 . (&/&'01&2'(.'6'(1    2 - . 4/ **   '  . 8* ' * .       1//13&4(0567878 9(-('-&4&.' 1-9'(41(.' )*:(44&(';*'.' (4&(''(<4(.' &''()*+,-&.' =4(&'01/>4(.' 1''& .4 1'.' ?401(4&('<4@A"B ('/4440(.' ?;*'$('.'@A"B =4(&+44'.(.' ? :**=/(.'@C8B $9D'12(  9D'.' (&/&'01&2'(.' 4('*-12</'(--3E'& (' ('/(141'@!&  F9(GD44& - 4 #* . 2-F2&5      ( 5  9.  /  - 2 *  :.'&5 *(15 $ $ *  7  * 2-.2(*((5 : 3 * 4  ;  <(  /.-(/5 .'3E'&5 ('0-D2&5 7C?!B 7 7 1//13&4(056767! =4(&.--/4/.' =21'' '(.' 1'1( /1H =4(&I'$9('(.' -&E4(.' +(&4 H:(' &2&'&$9('(.' E-1''(&/.' ? 42;*:(''.'A8B :(3 =41-'4*G'-.' (E '-:.'E;*'.' ; =>34 .?@ % A;6 134 .?@ %*(*/ &439D45 (&239D45 B %CD( 34 .?@ % E   9% *  5"?@ !5"?@ J?!B  8 ÓLAFUR Þórðarson, þjálfari íslenska landsliðsins sem skipað er leikmönnum 21 árs og yngri, hefur val- ið liðið sem mætir Litháum ytra 10. júní. Einn nýliði er í hópnum, Hólmar Örn Rúnarsson miðvallar- leikmaður frá Keflavík, en auk hans hefur markvörð- urinn Bjarni Halldórsson ekki leikið landsleik. Liðið er skipað eftirfarandi leikmönnum: Markverðir: Ómar Jóhannsson, Keflavík og Bjarni Halldórsson, Fylki. Aðrir leikmenn: Helgi Valur Daníelsson, Fylki. Grétar Rafn Steins- son, ÍA. Guðmundur Mete, Norrköping. Ármann Smári Björnsson, Val. Hannes Sigurðsson, Viking Stavanger. Haraldur Guðmundsson, Keflavík. Sig- mundur Kristjánsson, Utrecht. Gunnar Heiðar Þor- valdsson, ÍBV. Viktor B. Arnarsson, TOP Oss. Andri Fannar Ottósson, Fram. Bjarni Ólafur Eiríksson, Val. Björn Viðar Ásbjörnsson, Fylki. Davíð Þór Viðars- son, Lilleström og Hólmar Örn Rúnarsson, Keflavík. Hólmar í 21 árs landsliðið Nítján ára bið Úlfanna á enda Reuters Mark Kennedy, leik- maður Úlfanna, fagnar. Grindvíkingar sakna Grétars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.