Morgunblaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 48
FÓLK Í FRÉTTUM 48 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Vegna fjölda áskorana verður aukasýning á hinni geysivinsælu afmælissýningu Halla og Ladda Lau. 31. maí kl. 20 Lengi lifir í gömlum bræðrum! Miðasala opin frá kl. 15-18. Símsvari allan sólarhringinn loftkastalinn@simnet.is TVÖ HÚS eftir Lorca fim. 29. maí kl. 20 fös. 30. maí kl. 20 sun. 1. júní kl. 20 fim. 5. júní kl. 20 fös. 6. júní kl. 20 Síðasta sýning AÐEINS ÞESSAR SÝNINGAR 552 1971 - nemendaleikhus@lhi.is www.sellofon.is mið 28. maí, LOKASÝNING Í NASA Í VOR,örfá sæti lau 31. maí, ZÜRICH í SVISS; frumsýning fim 5. júní kl. 21, SJALLINN AKUREYRI lau 7. júní kl. 21, Félagsheimilið Blöndósi sun 15, júní kl. 21, Hótel Borgarnes Miðasala á Akureyri fer fram í Pennanum Eymundsson Glerártorg. Stóra svið Nýja svið Þriðja hæðin Miðasalan er opin frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnaður kl. 10 virka daga. Fax 568 0383 - midasala@borgarleikhus.is Miðasala 568 8000 PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler Lau 31/5 kl. 20. ALLRA SÍÐASTA SÝNING Litla svið RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Mi 4/6 kl 20, Fi 5/6 kl 20, Fö 6/6 kl 20 ATH: SÍÐUSTU SÝNINGAR LÚÐRSVEIT REYKJAVÍKUR - TÓNLEIKAR ásamt Ólafi Kjartani Sigurðarsyni, Tatu Kantomaa og Sigurbirni Ara Hróðmarssyni Í kvöld kl 20 15:15 TÓNLEIKAR - POULENC HÓPURINN Lau 31/5 kl 15:15 Ferðalög: Bergmál Finnlands BÍBÍ OG BLAKAN - ÓPERUÞYKKNI eftir Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason í samvinnu við HUGLEIK Lau 31/5 kl 20:00 - Lokasýning SUMARÆVINTÝRI e. Shakespeare og leikhópinn Fi 29/5 kl 20 ATH: SÍÐASTA SÝNING ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Su 1/6 kl 20, Fö 6/6 kl 20, Fö 13/6 kl 20 PÚNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht Fi 29/5 kl 20 ATH: SÍÐASTA SÝNING SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson Fö 30/5 kl 20, Lau 31/5 kl 20 ATH: SÍÐUSTU SÝNINGAR ALLIR Í LEIKHÚSIÐ - ENGINN HEIMA! Borgarleikhúsið er fjölskylduvænt leikhús: Börn, 12 ára og yngri, fá frítt í leikhúsið í fylgd með forráðamönnum. Gildir á ÖFUGU MEGIN, PÚNTILA, SUMARÆVINTÝRI, MAÐURINN SEM. GESTURINN e. Eric-Emmanuel Schmitt Sunnudaginn 1/6 kl 20 - AUKASÝNING MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS VÆRI HATTUR eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne Fö 30/5 kl 20, SÍÐASTA SÝNING PRIMAL Playstation 2 BANNAÐUR INNAN 12 ára Framleiðandi SCEA. LEIKURINN Primal hefst þar sem djöfull nemur á brott söngvara þungarokksveitar og slasar heitkonu hans svo að hún liggur eftir í dauðadái. Hún nær sér þó á endan- um fyrir tilstilli smávaxinnar ufsa- grýlu, Scree, sem telur hana á að koma með sér inn í annan heim þar sem hún glímir svo við ýmsar verur til að frelsa kærast- ann. Grafíkin í Primal er framúrskarandi og sýnir vel að hönnuðir eru að ná mjög góðum tökum á þeim möguleikum sem felast í Playstation 2. Sá sem spilar leikinn getur ýmist stjórnað Jen eða Scree og skipt á milli eftir því sem honum þykir henta, enda kemst Jen sumt sem Scree kemst ekki og öfugt. Þó nokkuð sé um bardaga í leikn- um er þó aðalvinna í að leysa ýmsar þrautir, sumar ansi snúnar. Með tím- anum öðlast Jem hæfileikann til að breyta sér í aðrar djöfullegar verur sem auðveldar henni að komast áfram, en hún lærir líka ýmis fang- brögð sem koma sér vel þó ekki sé mikið um bardaga eins og áður er getið. Scree drekkur svo í sig lífs- kraft þess óþjóðalýðs sem Jen sigrar og er því einskonar hleðslutæki; ef hún er mædd og að niðurlotum kom- in getur hún sótt orku sem hann hef- ur geymt í skrokknum á sér. Hægt er að geyma hvar sem er í leiknum, sem er óneitanlega kostur, og á leiðinni rekast Jen og Scree á hlið sem hægt er að nota til að stökkva á milli heimshluta til að flýta fyrir, en heimur leiksins er gríðar- lega stór og umfangsmikill. Ef eitt- hvað er út á leikinn að setja þá er það hve mikill tími fer í að þramma á milli staða. Árni Matthíasson Tölvuleikir Kærastinn frelsaður AÐSKILNAÐUR getur sjaldnast reynst börnum heilsusamlegur ef allt er eins og það á að vera en er vafalaust ofnotuð afsökun fyrir glappaskotum lífsins. Borgin við sjóinn segir af þrem ættliðum LaMarcaættarinnar sem búa í skugga „synda feðranna“. Sá elsti var tekinn af lífi í Sing Sing fyr- ir morð. Vince (Robert De Niro) son- ur hans, fékk að súpa seyðið af því í uppvextinum á Long Beach, strönd- inni sem myndin dregur nafn sitt af. Þessi rómaða baðstrandarparadís New Yorkbúa mun nú vera í grá- myglulegri niðurníðslu, athvarf eit- urfíkla og utangarðsmanna. Vince sem í upphafi myndarinnar er frá- skilinn, miðaldra einfari í lögreglu New York borgar, er sendur ásamt félaga sínum (George Dzundza), að rannsaka morð í gamla hverfinu sínu. Honum til skelfingar berast böndin að Joey (James Franco), tví- tugum syni hans sem Vince hefur lít- ið sinnt frá erfiðum tímum skilnaðar- ins. Aðstæðurnar hjá Joey sverja sig í ættarsöguna; hann er illa farinn af eiturlyfjaneyslu og getur lítið sinnt kærustunni og ungum syni. Hér er allt í rúst: Gamla glæsi- hverfið, mannlífið, vonirnar, framtíð- in og engu líkara en óafmáaanleg bölvun hvíli yfir LaMarcafólkinu. Myndin mun vera að nokkru leyti byggð á sönnum atburðum sem voru mun hráslagalegri, en Hollywood hefur tekið á raunveruleikanum með sínum fínlegu silkihönskum. Myndin er vissulega átakanleg raunasaga en ristir ekki djúpt og látið er glitta í ljúfan endi hennar í lokaatriðinu. Viðfangsefnið er magnað og há- dramatískt. Aðalpersónan lögreglu- maður sem er faðir í leit að syni sínum sem væntanlega er morð- ingi og óbótamaður. Umhverfið tónar hár- rétt við innihaldið og leikurinn er yfir höfuð magnaður enda margir gæðaleikarar á ferð. De Niro skilar langmæddri löggunni vel frá sér uns kemur að lokaviðskiptum feðganna og leitinni lýkur í hrörlegri byggingu í gamla gleðihverfinu. Fran- ces McDormand er í sama gæða- flokki og ánægjulegt að fá að sjá þessa hæfileikaríku stórleikara sam- an þó svo að persona McDormand hafi furðu lítil áhrif á gang sögunnar. Það er einnig sögulegt að sjá þá De Niro og Dzundza saman eftir öll árin sem liðin eru síðan þeir sigruðu heiminn ásamt samverkafólki sínu öllu í The Deer Hunter (’78). Lu- Pone, sem fyrrverandi eiginkona Vince og hin efnilega Dushku, skilja báðar eftir sig spor í mynd sem þrátt fyrir allt, skilur lítið eftir sig. James Franco nær ekki að kveikja bráð- nauðsynlega samúð áhorfenda með ógæfumanninum Joey. Hann virðist takmarkaður leikari og illa skrifað hlutverk hjálpar ekki upp á sakirnar. Þrátt fyrir dramatíkina er það því kvikmyndatakan og notkun töku- staðanna sem stendur upp úr mynd- inni um rústirnar við sjóinn. Rústirnar við sjóinn KVIKMYNDIR Laugarásbíó, Regnboginn, Borgarbíó Akureyri. Leikstjóri: Michael Caton-Jones. Handrit: Ken Hixon. Kvikmyndatökustjóri: Karl Walter Lindenlaub. Tónlist: John Murphy. Aðalleikendur: Robert De Niro, Frances McDormand, James Franco, Eliza Dushku, William Forsythe, Anson Mount, George Dzundza, Patti LuPone. 108 mín- útur. Warner Brothers. Bandaríkin 2002. Borgin við sjóinn  Faðir og sonur. Robert De Niro og James Franco í hlutverkum sínum. Sæbjörn Valdimarsson BANDARÍSKAR háskólamyndir eru eiginlega þjóðflokkur út af fyrir sig. Sá þjóðflokkur er reyndar ein- göngu skipaður karlmönnum og samkvæmt heimsmynd þeirra er er kvenfólk einhver fjarlægur þjóð- flokkur sem býr hinum megin við ána. Daglegt líf í þessum þjóðflokki snýst síðan um það að drekka mjöð og komast yfir ána til meðlima hins þjóðflokksins, sem allir líta nokkur veginn eins út og hafa eiginlega eng- an persónuleika. Gamanmyndin Af gamla skólan- um er útúrsnúningur af þessari kvik- myndagrein en sver sig þó áður en yfir lýkur dyggilega í þjóðflokkinn. Þar segir af þremur vinum sem náð hafa fertugsaldri og lenda í mikilli tilvistarkreppu. Mitch (Luke Wil- son) fer þó einna verst út úr krepp- unni, því hjónaband hans hrynur dag einn þegar hann kemur snemma heim úr vinnunni og finnur nokkra ókunna bólfélaga í rúmi eiginkonu sinnar. Mitch leigir sér ódýrt hús á háskólasvæði bæjarins og vakna þá gamlar minningar í brjósti bestu vina hans, þeirra Franks (Will Ferr- ell) og Beanies (Vince Vaughn). Þeir minnast gömlu góðu daganna þegar lífið snerist einvörðungu um það að drekka mjöð og komast yfir ána/ kvenfólk en ekki að vera giftur og fara í vinnuna á hverjum degi. Fyrr en varir eru Frank og Beanie hálf- fluttir inn til Mitch og hafa stofnað strákaklúbb (fraternity) í anda bandarískra háskóla. En ólíkt öðrum slíkum klúbbum er þeirra ekki skip- aður upprennandi valda- og vel- gengnisspjátrungum heldur alger- um ræflum sem líklegast ekkert mun verða úr. Eftir að hafa slett ær- lega úr klaufunum, finna vinirnir þrír sig þó aftur, og halda hver til síns heima. Það er hálf undarlegur tónn í þess- ari gamanmynd, sem rambar á mörkum þess að vera annars vegar írónísk í garð þeirrar sögu sem sögð er, og að taka hana alvarlega. Og það er þessi óákveðni sem verður til þess að leikstjóranum bregst bogalistin með að búa til skondna gamanmynd úr þeim aðstæðum sem lagt er upp með. Hugmyndin er alls ekki afleit og er það hinn hálf gráglettni tónn sem kemur upp annað slagið sem gerir myndina þess virði að fylgjast með til enda. Þeir Wilson, Ferrell og Vaughn eiga allir sína takta en þegar kemur að atriðum á borð við það þegar Ferrell hleypur nakinn um götur bæjarins, gellurnar streyma að og feitabollan í hópnum undir- gengst niðurlægjandi „limlestingar“, hrapar myndin niður á plan þjóð- flokksins alræmda og situr þar að lokum föst. Það er aldrei of seint að hlaupa af sér hornin… Aftur til gelgjuáranna KVIKMYNDIR Háskólabíó, Laugarásbíó Leikstjórn: Todd Philips. Handrit: Todd Phillips, Scot Armstrong. Aðalhlutverk: Luke Wilson, Will Ferrell, Vince Vaughn, Ellen Pomero, Jeremy Piven, Craig Kil- born, Juliette Lewis. Lengd: 90 mín. Bandaríkin. Dreamworks, 2003. Old School / Af gamla skólanum Hildur Loftsdóttir AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.