Morgunblaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2003 53 ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI / KEFLAVÍK EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.30, 8 OG 10.30. Sýnd kl. 4, 5, 6, 8 og 10. B.i. 12. / Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 12. / Sýnd kl. 5, 8 og 10. B.i.12. / Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 12.  KVIKMYNDIR.COM  ÓHT Rás 2 KVIKMYNDIR.IS „Grípandi og gefandi með óborganlega bardaga“ 24.05. 2003 9 3 3 3 3 1 5 6 1 7 1 11 20 24 27 26 21.05. 2003 2 5 8 11 23 31 34 42 Einfaldur 1. vinningur í næstu viku 1. vinningur var seldur í Finnlandi VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4741-5200-0002-4854 4548-9000-0059-0291 4539-8500-0008-6066 4507-4300-0029-4578 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. www.casa.is ÁSTRALSKI leikarinn Geoffrey Rush mun leika breska leikarann Peter Sellers í kvikmynd sem HBO vinnur nú að ásamt BBC. Myndin mun heita The Life and Death of Peter Sellers og spanna meira en tuttugu ár í lífi þessa dáða leikara og grínista sem þekktastur er fyrir hlutverk sín í Dr. Strangelove eftir Stanley Kubrick og sem hinn kostu- legi lögregluvarðstjóri Jacques Clouseau í Bleika pardus-myndun- um. Á blaðamannafundi sem haldinn var í Cannes sagði leikstjóri mynd- arinnar, Bretinn Stephen Hopkins, að þetta yrði sannarlega ekki hefð- bundin ævisaga, enda hefði Sellers verið allt annað en hefðbundin per- sóna. Sagan yrði aukinheldur sögð frá hans sjónarhóli, eða eins og hann kann að hafa séð líf sitt. Auk Geoffrey Rush munu leika í myndinni Stephen Fry, Stanley Tucci (sem Stanley Kubrick), Emily Watson (sem Anne, fyrsta eigin- kona Sellers), Charleze Theron (sem Britt Ekland) og John Lith- gow (sem leikstjórinn Blake Ed- wards). Rush var fyrsti kosturinn Leikstjórinn Hopkins, sem á að baki myndir á borð við The Ghost in the Machine, Under Suspicion og leikstýrði þar að auki fyrstu þátt- unum í hinum vinsælu bandarísku sjónvarpsþáttum 24, segir að hreint svakalegur áhugi hafi verið meðal leikara á hlutverki Sellers, þar á meðal hafi margar Hollywood- stjörnur sýnt hlutverkinu áhuga. Fyrsti kosturinn hafi þó alltaf verið Rush, því framar öllu hefði hann viljað fá vandaðan leikara í hlut- verkið sem bæði gæti túlkað kóm- ískar og myrkar hliðar Sellers, því þótt hann hafi glatt hjörtu svo margra á hvíta tjaldinu átti hann sjálfur í stöðugu sálarstríði. „Ég vildi fá Rush því enginn er betri í að leika svo margræða persónuleika sem vega salt á barmi geðveikinn- ar,“ sagði Hopkins. Rush hafnaði hlutverkinu í fyrstu en Hopkins lét ekki segjast og leitaði aftur til hans seinna þrátt fyrir áhuga annarra þekktra leikara. „Ég sló til á end- anum, einkum vegna handritsins og tækifærisins til að leika með öllum þessum föngulegu fljóðum,“ sagði Rush á léttum nótum á blaðamanna- fundinum í Cannes. Byggð á umdeildri bók Handrit myndarinnar er lauslega byggt á bók samnefndri myndinni eftir Robert Lewis, sem olli miklum deilum er hún kom fyrst út árið 1994 og þar á meðal afneita börn Sellers henni alfarið. Hopkins not- aði tækifærið í Cannes til þess að fyrirbyggja þann misskilning að myndin væri alfarið byggð á bók Lewis. Þótt hún beri sama titil og sé sögð byggð á henni þá hafi það ein- ungis verið af höfundarréttarástæð- um því að heimilda og sagna úr lífi Sellers hafi verið leitað mun víðar. „Það eru til svo margar hliðar á lífi þessa einstaka manns, svo margar ólíkar sögur. Markmiðið með mynd- inni er einmitt að undirstrika það að kannski enginn hafi þekkt Peter Sellers nægilega vel til þess að geta sagt hvernig hann var eða var ekki.“ Vinna við myndina er hafin og gert er ráð fyrir að hún verði tilbúin innan árs. Líklegt þykir að myndin verði frumsýnd vestanhafs á HBO- kapalstöðinni en fari í kvikmynda- hús annars staðar í heiminum. Kvikmynd í bígerð um líf og dauða Peters Sellers Margræður persónuleiki Cannes. Morgunblaðið. HÖNNUNAR- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands hélt sýningu á vídeóverkum síðastliðins vetrar í Listasafni Reykjavíkur í Hafnar- húsinu fyrir helgi. Hreyfimyndir eru orðnar ríkur þáttur í öllu starfi í deildinni og er mikil gróska í vídeóvinnu og er bú- ið að ráða sérstakan umsjónarkenn- ara í margmiðlun. Ýmissa grasa kenndi í Hafn- arhúsinu á fimmtudaginn þegar hreyfimyndasýningin fór fram. Grafískir hönnuðir í deildinni hafa unnið við kvikmyndagerð, hreyfanlegar myndir fyrir vefsíður og fleira í þeim dúr. Einnig hafa nemar í vöruhönnun og arkitektúr unnið þrívíð líkön í tölvum, sem síð- an eru notuð til að gera hreyfi- myndir af þeim líkönum sem hafa verið gerð. Morgunblaðið/Árni Torfason Hreyfimyndasýning á vegum LHÍ fór fram í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu fyrir helgi. Hönnunar- og arkitektúrdeild LHÍ sýndi vídeóverk sl. vetrar. Hreyfimyndir úr ýmsum áttum Útskriftarsýning LHÍ í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu stendur yfir til 29. maí. Mikil gróska er í vídeóvinnu í LHÍ og er búið að ráða sérstakan umsjónar- kennara í margmiðlun. Skólavörðustíg 8 Sími/fax 511 3555 10% kynningarafsláttur af Lapponia skart - maí og júní
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.