Morgunblaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 10
10 B ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir Suðurlandsbraut 54 - við Faxafen - 108 Reykjavík Sími 568 2444 - Fax 568 2446 INGILEIFUR EINARSSON, löggiltur fasteignasali. SJÖFN ÓLAFSDÓTTIR SKJALAGERÐ, MARÍA ÞÓRARINSDÓTTIR. EINAR SIGURJÓNSSON SÖLUM. ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR RITARI asbyrgi@asbyrgi.is • www.asbyrgi.is STÆRRI EIGNIR STARENGI - ENDARAÐHÚS Mjög gott 130,3 fm endaraðhús auk 26,2 fm innbyggðs bílskúrs eða húseign alls 156,5 fm á einni hæð. 3-4 svefnherb. Stór stofa. Eldhús með vandaðri innréttngu. Hús fullfrágengið að utan og að mestu að innan. Rúmgóður bílskúr með geymslu- lofti. tilv. 14913. ASPARFELL - STÓR ÍBÚÐ Góð 7 herb. 154,7 fm íbúð á 5. hæð í lyftuhúsi. Fimm svefnherbergi og tvær stofur. Bað- herbergi með baðkari og gestasnyrting með sturtu. Stórar suðursvalir og aðrar í norður með frábæru útsýni. Þvottahús á hæðinni. Húsvörður. Gervihnattardiskur. Íbúðin er laus. Áhv. 11,5 millj. Verð 14,3 millj. tilv. 31248 4RA - 5 HERB. LANGHOLTSVEGUR - SÉR- HÆÐ MEÐ BÍLSKÚR Efri sérhæð 111 fm með sérinngangi í góðu, nýlegu tvíbýlishúsi, auk 30 fm bíl- skúrs. Íbúðin skiptist m.a. í 2 góðar stofur, 3 svefherbergi, eldhús með borðkrók, þvottaherb. og geymslu innan íbúðar. Mjög góður bílskúr. Húsið er allt klætt með steni og nær viðhaldsfrítt að utan. Verð 17,8 millj. tilv. 31912 ÁLFHEIMAR Ótrúlega góð „orginal sixties“ 120 fm íbúð á 3. hæð í góðu fjölbýlishúsi. Íbúðin skipt- ist í samliggjandi stofur og tvö stór svefn- herbergi. Innréttingar eru allar uppruna- legar og í góðu ásigkomulagi. Verð 13,9 millj. tilv. 31474 3JA HERBERGJA FROSTAFOLD Mjög góð 85,8 fm íbúð á 5. hæð í lyftuhúsi. Rúmgóð og björt stofa m. parketi á gólfi. Stórar suðursvalir. Fallegt útsýni. Verð 11,9 millj. tilv. 4057 ÁLFTAHÓLAR - BÍLSKÚR 3ja herb. 74 fm íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýlis- húsi. Rúmgóð stofa, stórar svalir. 26 fm bílskúr m. hita, rafmagni og fjarst. hurð- aropnun. Verð 11,9 millj. tilv. 31799 IÐUFELL Fín 3ja herb. 85 fm íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýli. Eldhús með góðum innréttingum. Baðherb. með nýjum inn- réttingum. Yfirbyggðar svalir. Hús klætt að utan með lituðu áli. Verð 9,5 millj. tilv. 30611 BREIÐAVÍK - SÉRINNGANGUR 3ja herb. 90 fm falleg íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýlishúsi. Vandaðar innréttingar, park- et. Stórar suðursvalir. Upptekin loft í stofu og eldhúsi. Þvottaherb. innan íbúðar. Laus strax. Verð 13,5 millj. tilv. 31658 BAKKASTAÐIR- SÉRINNG. - BÍLSKÚR Mjög falleg vel skipulögð 3ja herb. 98 fm íbúð á jarðhæð með sérinn- gangi og sérlóð í litlu fjölbýli. Stór her- bergi, stór stofa og sjónvarpshol. Þvotta- herb. og geymsla í íbúð. Verð 16,5 millj. LAUFENGI - FRÁBÆRT ÚT- SÝNI Mjög vel skipulög 3ja herb. 96 fm íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýlishúsi. Stór herbergi, stór stofa. Eldhús með borðkrók. Tengi f. þvottavél og þurrkara á baði. Stórar suð- ursvalir. Frábært ústýni. Verð 13,7 millj. tilv. 31710 GNOÐARVOGUR - 3JA 3ja herb. 68 fm vel skipulögð mikið endur- nýjuð íbúð á 1. hæð. Nýtt baðherbergi. Nýlegt parket. Mjög góð sameign. Húsið klætt á 3 vegu. Laus 15. ágúst nk. 31796 HJALLAVEGUR 3ja herb. 72 fm góð lítið niðurgrafin kjallar- íbúð í tvíbýlishúsi. Íbúðin er mikið endur- nýjuð, m.a. eldhús og baðherbergi. Stór lóð. Verð 9,7 millj. REYNIMELUR - ÚTSÝNI Mjög góð 3ja herb. 74 fm íbúð á 4. hæð í góðu fjölbýlishúsi. Gott skipulag. Stór stofa. Góðar suðursvalir. Frábært útsýni. Stutt í alla þjónustu. Verð 11,7 millj. tilv. 31879 2JA HERBERGJA ARAHÓLAR - FRÁBÆRT ÚT- SÝNI 2ja herb. falleg íbúð á 2. hæð í klæddu lyftuhúsi. Góðar innréttingar. Stórar vestursvalir. Frábært útsýni yfir borgina. Verð 8,9 millj. tilv. 31570 ASPARFELL - LYFTUHÚS Góð 52,4 fm 2ja herbergja íbúð á 7. hæð í lyftuhúsi. Eldhús með ágætri innréttingu, nýrri eldavélahellu, ofni, viftu og nýjum borðplötum. Sameiginlegt þvottahús á sömu hæð. Suðvestur svalir. Fallegt út- sýni. Laus 1. júlí. Áhv. 4,2 millj. Verð 7,3 millj. tilv.31489 SAMTENGD SÖLUSKRÁ FJÖGURRA FASTEIGNASALA - EIN SKRÁNING - MINNI KOSTNAÐUR - MARGFALDUR ÁRANGUR JÓRSALIR - GLÆSILEGT EINBÝLI Til sölu nýtt glæsilegt og vel skipulagt einbýlishús að stærð 223,4 fm auk 41,6 fm tvöfalds bílskúrs. Húsið er að hluta á tveimur hæðum. Mikil lofthæð. Vandaðar innréttingar. Húsið er ekki fullklárað. Mjög góð staðsetning. Verð 33,5 millj. FLÓKAGATA - FRÁBÆR STAÐSETNING 3ja herb. 79 fm vel skipulögð og góð kjallaraíbúð í virðulegu og fallegu fjórbýl- ishúsi. Íbúðin skiptist m.a. í tvö góð svefnherb., stóra stofu og stórt eldhús. Nýlegt þak og rafmagn. Stór falleg lóð. Verð 13,8 millj. GARÐSENDI - EINBÝLI Gott einbýlishús, kjallari, hæð og rishæð, samt. 167 fm auk 32 fm bílskúrs. Húsið skiptist m.a. tvær saml. stofur og eldhús, þrjú góð svefnherb. auk einstaklings- íbúðar í kjallara. Góður bílskúr. Verð 19,5 millj. VÆTTABORGIR - NEÐRI HÆÐ Ný 3ja herb. 82,4 fm skemmtileg íbúð á jarðhæð í tvíbýlishúsi. Tvö svefnherb. Þvottaherb. og geymsla innan íbúðar. Gengið beint út í garð, sérverönd. Húsið nær viðhaldsfrítt að utan. Til afh. í júlí nk. Verð 13,2 millj. tilv. 30825 DALSEL - RAÐHÚS - Í SÉRFLOKKI Glæsilegt 234 fm raðhús, sem er kjallari og tvær hæðir. Húsið er allt með nýjum innréttingum, þ.e. skápum, eldhúsi, gólf- efnum, hurðum og baðherbergjum. Möguleiki á íbúð í kjallara. Góð lóð. Stæði í bílskýli. Laust. Verð 22,9 millj. MIÐBÆRINN - LÚXUSÍBÚÐ Til sölu lúxusíbúð í nýju glæsilegu fjölbýl- ishúsi með lyftu. Íbúðin er 185 fm og skiptist m.a. í 2 stórar samliggjandi stof- ur, fallegt eldhús, tvö baðherbegi og 4 góð svefnherbergi. Tvennar svalir. Inn- réttingar í sérflokki. Íbúðinni fylgja tvö stæði í bílageymslu. Upphafl. var íbúðin hönnuð og samþykkt sem tvær íbúðir og auðvelt að breyta þannig. Lánshæf fyrir 2 húsbréfalán. Einkasala. Verð 42,0 millj. ÞAÐ er komið sumar og sól.Þess vegna liggur í augumuppi að það er hægt aðspara heita vatnið. Tæp- lega þurfum við að hita hús okkar jafnmikið í 15° hita eins og í 5° frosti. Að sjálfsögðu ekki. Hins vegar er það þversögn á tímum hinna fullkomnu sjálfvirku hitastýringa að halda því fram að þrátt fyrir þá miklu tækni sé það samt svo að hættan á sóun á heitu vatni er aldrei meiri en yfir sumarið. Þetta krefst auðvitað nánari skýr- inga, skýringa á mannamáli en ekki einhverju uppskrúfuðu hundleið- inlegu tæknimáli. En fyrst svolítil upprifjun á því hverskonar stýritæki við notum til að stýra hitanum í húsinu og þar með hvað við eyðum miklu af heitu vatni til að ná þeim hita að okkur líði vel, hitum hvorki of né van. Ofnakerfi eru algengasti hitagjaf- inn svo við göngum út frá því að við séum að ræða um ofnakerfi. Hita- stýring á ofnum er ýmist með svo- nefndum túrlokum, sem stýra hit- anum eftir lofthita í herberginu eða hvaða rými sem ofninn er í, eða ret- úrloka, sem stýrist eftir hitanum á vatninu sem út af ofnunum rennur. Auk þess setjum við svokallaða þrýstijafnara á inntak hitaveitunnar til að geta ráðið því hve þrýstingur vatnsins inn á ofnana á að vera meiri en þrýstingurinn út af þeim. Ef þrýstingurinn er jafnmikill út sem inn rennur ekkert vatn um ofn- inn, ekki frekar en í algjörlega lá- réttum skurði. Því meiri sem þrýst- ingsmunurinn er því meira rennur í gegnum ofninn alveg eins og það rennur meira og meira vatn eftir skurðinum eftir því sem hallinn eykst. Þetta eru þau nauðsynlegu tæki sem verða að vera í hverju ofnakerfi til að það hitni og ekki síður að það renni ekki meira vatn um kerfið en nauðsyn krefur. En hver er nauðsynin? Við getum skýrt það þannig að vatnið á ekki að renna hraðar um ofninn en svo að það nái að kólna eins mikið og mögulegt er á vegferðinni, en þó nægilega hratt til að gefa okkur nægan varma til þess að okkur líði vel. Þessvegna stillum við þrýstijafn- arann á þann þrýstingsmun að rennslið sé nægilegt en ekki meira. En nú kemur vorið og þá er eins gott að muna eitt. Við þurfum ekki eins mikinn þrýstingsmun yfir sum- arið, hættan á að vatnið renni of hratt í gegnum ofninn eykst eftir því sem hlýrra er í veðri. En hvað um þessa ágætu sjálf- virku ofnkrana, eiga þeir ekki að sjá um að loka þegar umbeðnu hitastigi er náð? Séu þeir í lagi gera þeir það, en það getur orðið sóun ef of hratt rennur, þeir loka ekki fyrr en of heitt vatn er farið að renna út af ofninum, þetta getur gerst þó allt sé rétt stillt og kerfið í lagi. Eftir talsverðu að slægjast Niðurstaðan er þessi. Það er eftir talsverðu að slægjast að minnka þrýstingsmuninn inn og út af kerfinu, það er gert á þrýsti- jafnaranum. Þótt þeir séu ekki allir eins má gefa hér smáábendingu. Hafi hann verið stilltur á 1,5 í vetur getur það sparað talsverða peninga að lækka þá stillingu niður í 1 eða jafnvel lægra. Ef of mikið er lækkað verður kannski ekki nógu heitt í húsinu og það er ekkert stórslys þegar þessi árstími er kominn, það má hækka aftur. Svo eru það ofnkranarnir. Það var búið að nefna þessar tvær teg- undir, túrkrana og retúrkrana. Á þeim degi sem þessi orð eru felld á skjá er glampandi sól og heit- asti dagur ársins enn sem komið er, 15°C, alltént í Þorlákshöfn. Þá er freistandi að sitja úti á palli og láta sólina verma sig, garðdyrnar standa opnar allan daginn, nema hvað. En þá skal gæta að einu. Ef það eru túrlokar á ofnunum sem stýrast efir lofthitanum fara þeir að vinna, opna og láta vatnið streyma. Það er mjög eðlilegt því í vetur áttu þeir að halda 22° hita inni. En nú streymir þetta heilnæma 15° heita loft inn um allt hús og ofnlokarnir opna, þeir spyrja ekki um aðstæður, aðeins hitastig. Þetta kennir okkur þá lexíu að á slíkum degi á að lækka stillingu á öllum túrlokum þegar allt stendur upp á gátt. En munum samt að hækka still- inguna aftur þegar kvöldkulið kem- ur, annars má búast við að kalt verði í húsinu næsta morgun. En „gamli vagnjálkurinn“ ret- úrlokinn, hvað um hann? Hann vinn- ur sitt verk sumar, vetur, vor og haust, heldur sínu striki hvað sem tautar og raular. Hann hélt alltaf sama hitastigi á vatninu sem rann út af ofninum í vetur og tryggði þannig að nægjanlegur hiti var í húsinu. Það gerir hann þó einnig þegar hit- inn úti er 15°, því miður. Þess vegna er nauðsynlegt að lækka stillingu hans þegar þetta langt er liðið á vor- ið. Breytið því ekki aftur fyrr en í byrjun september, eða þegar þörfin kallar. Nú er lag að spara heita vatnið Lagnafréttir eftir Sigurð Grétar Guðmundsson pípulagningameistara/ sigg@simnet.is Þrátt fyrir hin fullkomnustu stýritæki þarf samt stundum að breyta still- ingum við ný skilyrði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.