Morgunblaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 26
26 B ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir E imskipafélagslóðin svo- nefnda við Skúlagötu á eft- ir að breyta mikið um svip á næstu árum. Þar á að rísa þyrping 18 nýbygginga með um 250 íbúðum. Undir húsunum verða svo bílageymslur. Helztu kennileitin verða þrjár sextán hæða byggingar og aðal útsýnishlið þeirra snýr að Skúlagötunni. Götumyndin verður orðin heilleg á eftir og Skúlagatan án vafa ein glæsilegasta og tilkomu- mesta gata borgarinnar. Að þessum byggingaframkvæmd- unum stendur hlutafélagið 101 Skuggahverfi, sem er í eigu Fast- eignafélagsins Stoða og Burðaráss, fjárfestingafélags Eimskipafélags Ís- lands. Hönnuðir eru danska arki- tektastofan Schmidt, Hammer & Lassen í samstarfi við arkitektastof- una Hornsteina og VSÓ ráðgjöf. Heildarkostnaður við þessar fram- kvæmdir er áætlaður á sjötta milljarð króna og gert ráð fyrir, að allt að 200 manns hafi atvinnu af framkvæmd- unum, á meðan þær standa yfir. Þessi nýja byggð rís á reit, sem markast af Skúlagötu í norðri, Lindargötu í suðri, Frakkastíg í austri og bygging- um við Klapparstíg í vestri. Byggð á þessu svæði á sér annars langa sögu, en það er eitt af elztu út- hverfum Reykjavíkur, sem kann að koma fólki spánskt fyrir sjónir í dag. Fyrsta býlið á þessum slóðum var reist um aldamótin 1800 og hét Skuggi og dregur hverfið nafn sitt af því, en 101 gefur til kynna nálægðina við miðborgina. 101 Skuggahverfi er ætlað mikið hlutverk í miðborg Reykjavíkur, en gert er ráð fyrir að 700-800 manns muni búa í hverfinu og að fullbyggt muni það leiða til um 30% fjölgunar íbúa í miðbænum á svæði sem af- markast af Aðalstræti, Skólavörðu- stíg, Frakkastíg og Skúlagötu. Gert er ráð fyrir, að þessum miklu fram- kvæmdum verði lokið um áramótin 2006-2007. Frá 54 og upp í 270 ferm. að stærð Í fyrsta áfanga 101 Skuggahverfis, sem er fyrir vestan Vatnsstíg, verða 93 íbúðir. Þær eru í fjórum háhýsum, sem verða 6-16 hæðir og svo nokkrum lægri byggingum, sem verða fjórar hæðir. Alls er um átta stigaganga að ræða, sem verða allir byggðir á sama tíma. Íbúðirnar eru mjög mismun- andi, en um tólf stærðir er að ræða á bilinu 54 ferm. og upp í 270 ferm. á verðbilinu 14,5 millj. og yfir 40. millj. kr. en verðið ræðst m. a. af staðsetn- ingu íbúðanna. Undirbúningur að þessum fram- kvæmdum hefur staðið lengi og verið vandað til verka og íbúðirnar verið kynntar talsvert á undirbúningsstig- inu. Að sögn Einars Halldórssonar, framkvæmdastjóra 101 Skuggahverf- is, hafa viðbrögð verið mjög góð. Mik- ill áhugi er til staðar á þessum íbúðum úti á markaðanum og margir hafa þegar lagt inn pantanir. Þar er aðallega um þrjá hópa að ræða. Í fyrsta lagi fólk 45 ára og eldra, sem er þá gjarnan að fara úr einbýlishúsum eða stórum íbúðum og vill minnka við sig og fara í íbúðir, sem eru vel úr garði gerðar og lítið þarf að hafa fyrir. Í öðrum hópnum er gjarnan yngra fólk, sem er nýkomið frá námi og hefur einkum áhuga á minni íbúðunum og í þriðja hópnum er fólk búsett erlendis. „Fram- kvæmdir við fyrsta áfanga eru þegar hafnar og það á að skila íbúðunum þar í september 2004, “ segir Einar. „Við ætlum ekki að byggja eftir því, hvern- ig selst heldur klárum þennan áfanga alveg. Það eru öflugir aðilar, sem standa að 101 Skuggahverfi, annars vegar fasteignafélagið Stoðir, sem er lang stærsta fasteignafélag landsins og hins vegar Burðarás, sem er fjár- festingafélag Eimskipafélagins. Þó að sala gangi ekki jafn vel og við gerum okkur vonir um, þá verður séð til þess að lokið verður við íbúðirnar og það er þegar búið að semja við Landsbankann um fjármögnun á öll- um fyrsta áfanganum.“ Einar segir þessar íbúðir og stað- setningu þeirra taka mið af þeirri þró- un, sem átt hefur sér stað í borgum í Evrópu og víðar og bætir við: „Gömul iðnaðar- og hafnarsvæði nærri mið- borgunum hafa verið tekin undir nýj- ar og vandaðar íbúðarbyggingar, sem reynslan sýnir, að mikil ásókn er í. Fólk vill flytjast í góðar íbúðir í mið- borgunum, þar sem er stutt í alla þjónustu og þægilegt að búa. Þessi þróun er áberandi í mörgum borgum Evrópu t. d. Kaupmannahöfn. Í þessu skyni fengum við til liðs við okkur þekkta danska arkitektastofu, Schmidt, Hammer & Lassen, sem hefur hannað hverfi af þessu tagi á ýmsum stöðum í Evrópu og býr því yfir mikilli reynslu einmitt á þessu sviði. Þessir dönsku arkitektar hafa hannað Skuggahverfið allt í samstarfi við arkitektastofuna Hornsteina og VSÓ ráðgjöf.“ Aðkoma að fyrsta áfanga Skugga- hverfis verður um Skúlagötu og Sala hafin á íbúðum í fyrsta áfanga 101 Skuggahverfis Alls verður reist þyrping 18 nýbygginga með um 250 íbúðum. Undir húsunum verða svo bílageymslur. Helztu kennileitin verða þrjár sextán hæða byggingar og að- al útsýnishlið þeirra snýr að Skúlagötunni. Götumyndin verður orðin heilleg á eftir og Skúlagatan án vafa ein glæsilegasta og tilkomumesta gata borgarinnar. Í fyrsta áfanga, sem er fyrir vestan Vatnsstíg, verða byggðar 93 íbúðir. Í fyrsta áfanga 101 Skuggahverfis við Skúla- götu verða 93 íbúðir af mismunandi stærð. Magnús Sigurðsson kynnti sér þessar íbúðir, sem verða tilbúnar til af- hendingar haustið 2004. Morgunblaðið/Kristinn Framkvæmdir við fyrsta áfanga hafa gengið vel og íbúðirnar þar eiga að vera tilbúnar til afhendingar í september 2004. Á byggingarstað. Frá vinstri: Pétur Guðmundsson, framkvæmdastjóri verk- takafyrirtækisins Eyktar, Sverrir Kristinsson frá Eignamiðluninni, Björg Þórð- ardóttir, markaðsstjóri hjá 101 Skuggahverfi, Einar Halldórsson, fram- kvæmdastjóri 101 Skuggahverfis, og Brynjar Harðarson frá Húsakaupum. Horft til norðurs frá byggingarsvæðinu. Mikið útsýni er til fjalla. Vatnsstíg og er mjög greið, sem er að sjálfsögðu mikill kostur. „Það verður auðvelt og stutt að fara út á Skúlagöt- una og þaðan út á Sæbrautina, þannig að þessar íbúðabyggingar munu ekki koma til með að hafa nein áhrif á um- ferðina,“ segir Einar. Þegar er búið að ganga frá drögum að samþykktum fyrir húsfélagið, en það verður eitt rekstrarfélag fyrir allt svæðið. „Við ætlum að sjá til þess að þarna geti fólk búið í sátt og sam- lyndi, segir Einar Halldórsson að lok- um. „Sérstakt rekstrarfélag mun sjá um daglegan rekstur, þrif á sameign og lóð og viðhald bygginganna. Það er búið að gera áætlun um húsgjöld og þau verða svipuð og gengur og gerist í fjölbýlishúsum, þar sem húsvarzla er eða 12.000-16.000 kr. á mánuði.“ Eignamiðlunin og Húsakaup annast söluna Nú er hafin sala á íbúðum í fyrsta áfanga Skuggahverfis, en samningur um sölu á íbúðunum var undirritaður í síðustu viku af fulltrúum 101 Skuggahverfis og Eignamiðlunarinn- ar og Húsakaupa, en þessar fast- eignasölur voru valdar til þess að ann- ast sölu á íbúðunum. Sérstök sýningaraðstaða verður líka á skrifstofu 101 Skuggahverfis á 3. hæð í Kringlunni, þar sem hægt verður að fá hvers konar upplýsingar um íbúðirnar. Sérstakur kynningar- bæklingur hefur og verið gerður og á veraldarvefnum á slóðinni www.101skuggi.is eru bæði myndir, teikningar og ítarlegar upplýsingar um íbúðirnar, jafnt að utan sem inn- an.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.