Morgunblaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2003 B 41HeimiliFasteignir ÁLFHOLT. Í sölu sérlega vandað og skemmtilegt endahús á Holtinu. Glæsilegar innréttingar og gólfefni. 4 rúmgóð herbergi. Góð verönd í afgirtum, skjólgóðum garði. Verð 19,9 millj. BLIKAÁS. Vorum að fá í sölu stórgott, tvílyft parhús á rólegum stað í Áslandinu. Húsið er alls 200 fm, þar af 29 fm bílsk. Glæsilegt eld- hús úr kirsuberjavið. Rúmgóð stofa og stórar svalir. 4 herbergi sem öll eru stór og góð. Hús kvarsað að utan og því viðhaldslítið. Verð 22,5 millj. HRAUNTUNGA, HFJ. Í einkasölu sérlega gott hús á einni hæð á þessum frábæra stað. Húsið er samtals 205 fm, þar af er bílskúr 39 fm. Mjög vel um gengið hús sem alla tíð hefur fengið gott viðhald. Innihurðar eru nýjar og gólfefni hafa verið endurnýjuð að mestu. Stór stofa og möguleiki á 5 svefnherbergjum. Vandað hús í rólegu og barnvænu umhverfi. Verð 23,5 millj. HRAUNTUNGA. Í sölu vandað, tvílyft einbýli í þessum frábæra botnlanga. Húsið er alls 303 fm, þar af 50 fm tvöf. bílsk. Í dag 3 svefnherb. en á efri hæð er stórt, opið fjölskyldurými þar sem möguleiki er að bæta við 2-3 herb. Stórar svalir og tvær verandir. Mjög góð aðkoma er að húsinu. Verð 28 millj. KLETTAGATA - 2 ÍBÚÐIR. Í einkasölu frá- bært hús á sérlega rólegum stað við hraunjað- arinn í Vesturbænum. Þetta er hús sem mikið er lagt í, m.a. sérsmíðaðar innréttingar, gegn- heilt parket og nuddbaðkar á baðherb. Húsið er alls 293 fm, þar af möguleiki á 75 fm íbúð á neðri hæð. Mjög góð timburverönd. Aftan við húsið er óspillt hraun og nánast eins og að vera upp í sveit. Nánari uppl. á Fasteignastof- unni. KROSSEYRARVEGUR. Vorum að fá í einka- sölu gott, tvílyft hús á þessum frábæra stað í kyrrð og ró vesturbæjarins í Hf. Húsið er 155 fm, þar af bílsk. 28 fm 4 góð svefnherb. og sjónvarpshol. Góð timburverönd. ÞETTA ER HÚS SEM FER FLJÓTT. Verð 18,9 millj. STUÐLABERG. Í einkasölu fallegt 153 fm tvílyft parhús á frábærum stað í Setberginu, innst í botnlanga. 4 rúmgóð herbergi með parketi, gott eldhús. Verð kr. 18,9 millj. VITASTÍGUR. Nýkomið í einkas. mjög fallegt og vel staðsett tvílyft eldra einbýli sem búið er að endurnýja nánast að öllu leyti, jafnt að innan sem að utan. Húsið er klætt að utan. Húsið er alls 112 fm og nýtist mjög vel. Verð: Tilboð ÁLFHOLT. Í einkas. góð sérhæð í tvíbýli með sérinngang á góðum stað á Holtinu. Hæðin er alls 110 fm með útgang út í sérgarð. Verð kr. 13,5 millj. ÞRASTARÁS - GLÆSILEGT. Í einkasölu stórglæsilegt, fullbúið endaraðhús efst í Áslandinu. Hús- ið er tvílyft, 190 fm, þar af 25 fm bílsk. Skemmtilegt skipulag og sérlega glæsilegar innréttingar. Á gólfum eru vandaðar flísar og gegnheilt, olíuborið parket. Þetta hús svíkur engan! Uppl. á Fast- eignastofunni. REYKJAVÍKURVEGUR. Í einka- sölu skemmtilegt og mikið endur- nýjað einbýli sem skiptist í kjallara, hæð og ris. Góður bakgarður. Falleg eign. Mögul. á séríbúð í kjallara. Verð 15,1 millj. HVERFISGATA. Nýkomin í einkas. mjög falleg og rúmgóð 173 fm tvílyft sérhæð miðsvæðis í Hf. 4 góð svefnherb., auk rúmgóðrar stofu og borðstofu. Mjög fallegt eldhús. Verð kr. 16,3 millj. HVAMMABRAUT. Nýkomið í einkas. mjög falleg og snyrtileg „penthouse”-íbúð með inn- angengt í bílskýli úr sameign. Parket og flísar á gólfum, fallegar innréttingar, 4 svefnher- bergi. Verð kr. 16 millj. MIÐVANGUR. Í sölu rúmgóð 114 fm íbúð á 3. hæð í mjög fallegu klæddu fjölbýli á góðum stað í norðurbæ Hf. Húsið er klætt að utan með áli og yfirbyggðar svalir. Parket og flísar á gólfum. Verð kr. 14 millj. SELVOGSGATA. Í einkas. falleg sérhæð og ris miðsvæðis í tvíbýli í Hf. Hæðin er alls 80 fm og nýtist mjög vel, tvö herbergi í risi auk hols og tvöföld stofa á hæðinni. SUÐURHVAMMUR. Í einkasölu mjög góð 104 fm íbúð með 40 fm bílskúr. Góð og snyrtileg íbúð með rúmgóðum herb. Mjög góð lán áhv. Verð kr. 15,8 millj. TRAÐARBERG. Í einkasölu mjög fallega og rúmgóða 125 fm íbúð á þessum góða stað. Góðar innréttingar og gólfefni. Suðursvalir. Stutt í skóla. Verð kr. 15,5 millj. BLIKAÁS, HF. Nýkomin í einkasölu gullfalleg og skemmtilega hönnuð íbúð með sérinngangi í 6 íbúða húsi. Glæsilegar innréttingar. Húsið er aðeins 2ja ára gamalt og klætt að utan og því viðhaldslítið. Nánari uppl. á Fasteignastof- unni. HELLISGATA - M. BÍLSKÚR. Vorum að fá í einkasölu mjög góða og vel skipulagða íbúð á góðum stað í Vesturbænum. Íbúðin er 72 fm og henni fylgir 26 fm bílsk. Tvö góð herbergi. Parket á gólfum. Góður suðurgarður með leik- tækjum. Verð 12,9 millj. HVAMMABRAUT. Í einkas. falleg og snyrti- leg íbúð á efstu hæð í klæddu fjölbýli í Hvömmunum. Mjög vel skipulögð íbúð, glæsi- legt útsýni. Verð kr. 11 millj. KRÍUÁS. Nýkomið í einkas. glæsileg ca 80 fm íbúð á efstu hæð í lyftufjölbýli. Fjölbýlið allt klætt að utan. Glæsileg gólfefni og innrétting- ar. Fallegt útsýni. Verð kr. 12,5 millj. KRÍUÁS. Í sölu mjög góð 79 fm íbúð í lyftu- fjölbýli. Góðar innréttingar og skápar. Vantar gólfefni. Laus strax. Verð kr. 11,7 millj. TRAÐARBERG. Nýkomið í einkas. mjög rúmgóð 120 fm íbúð í fjölbýli á þessum vinsæla stað. Parket á gólfum, tvennar svalir og stutt í alla þjónustu og skóla. Verð kr. 14,6 millj. MARBAKKABRAUT, KÓPAV. Nýkomið í einkas. mjög góð og mikið endurnýjuð ris- íbúð í þríbýli. Nýtt parket á gólfum, nýtt gler og ný rafmagnstafla. Íbúð sem nýtist mjög vel. Verð kr. 8,5 millj. Íbúðin er laus. MÓABARÐ. Nýkomið í einkas. góð 82 fm íbúð á annarri hæð í góðu fjölbýli. Parket á gólfum, stutt í skóla og alla þjónustu. Verð kr. 10,7 millj. STEKKJARBERG. Vorum að fá í einkasölu sér- lega góða og vel skipulagða, 79 fm íbúð á 2. hæð í mjög góðu fjölbýli. Glæsilegt eldhús. Góð herbergi. Stutt í skóla og leikskóla. Verð 11,9 millj. GARÐAVEGUR. Í einkasölu lítil en nett íbúð á efri hæð í tvíbýli. Frábær staðsetning í gamla Vesturbænum. Sérinngangur. Verð 7,3 millj. LAUFÁSVEGUR, RVK. Vorum að fá í einka- sölu litla og fína íbúð í þessu vinsæla hverfi. Íbúðin hefur sérinngang. Parket á flestum gólf- um. Góð kaup sem fyrsta íbúð. Verð 8,5 millj. LAUFVANGUR. Vorum að fá í einkasölu mjög flotta og talsvert endurnýjaða íbúð á 3. hæð í góðu fjölbýli. M.a. endurnýjað bað, eldhús, gólfefni að mestu og skápur í herb. Mjög falleg og björt íbúð. Verð 9,7 millj. MELHOLT. Nýkomin í einkasölu góð 86 fm íbúð á 2. hæð í þríbýli á þessum vinsæla stað í nágrenni Öldutúnskóla. VESTURBRAUT, HF. Erum með í einkasölu litla en mjög huggulega íbúð, 37 fm, á neðstu hæð í þríbýli. Gott eldhús og sérherbergi. Frá- bær sem fyrstu kaup unga fólksins. Verð 6,3 millj. AUSTURHRAUN. Í sölu stórglæsilegt og sér- lega vandað, fullbúið húsnæði í nýja hverfinu í Garðabæ. Alls um 1.100 fm, með skrifstofum og fundarherb. á efri hæð. Lagerrými og sýn- ingarsalur á neðri hæð. Góðar innkeyrsludyr. Mjög góð aðkoma. DALSHRAUN. Nýkomið í sölu mjög gott hús- næði á einni hæð, alls 960 fm. Mjög góð stað- setning í hverfi sem samanstendur af léttum og „hreinlegum“ iðnaði og þjónustu. Góð að- koma frá nærliggjandi umferðaræðum. Nánari uppl. á Fasteignastofunni. RAUÐHELLA. Til leigu mjög gott fullbúið at- vinnuhúsnæði. 7 bil sem öll eru 150 fm. Góð lofthæð, 7 m í súð og 4 m rafknúnar inn- keyrsludyr. REYKJAVÍKURVEGUR. Í sölu glæsilegt hús- næði á 2. hæð. Alls 408 fm. Frábær staðsetn- ing með mikið auglýsingagildi. Nánari uppl. á Fasteignastofunni. HLIÐARÞÚFUR, HESTHÚS. Í sölu mjög rúmgott 137 fm tvílyft hesthús. 15 hesta hús, básar fyrir 6 hross og stíur fyrir níu hross. Mjög gott hús, sérgerði. Allar nánari uppl. veittar á skrifstofu. GRÍMSNES. Nýkominn í einkasölu góður bú- staður á þessum frábæra stað. Húsið er alls 45 fm með ca 100 fm palli í kringum bústað- inn. Eignarland. Mjög skjólgóður staður. Verð kr. 6,2 millj. LÆKJARHJALLI - KÓPAV. Nýkomið í einkas. glæsilegt tvílyft einbýli með góðum 36 fm bílskúr. Húsið er alls um 300 fm. Glæsilegar innréttingar og gólfefni. Gott útsýni. Verð 33 millj. STUÐLABERG Í einkas. glæsilegt tvílyft parhús með sérstæðum bílskúr á góðum stað í Setberginu. Glæsilegar innréttingar, nýjar hurðar, falleg gólfefni. Fallegur suðurtimbursólpallur. Einstaklega falleg eign sem vert er að skoða! Áhv. bygg.sj. lán ca kr. 4,5 millj. Verð 23,8 millj. BURKNAVELLIR 3. Í smíðum glæsilegt fjöl- býli með 3ja og 4ra herb. íbúðum. Íbúðirnar eru mjög vel skipulagðar og eru frá 90 fm - 113 fm. Afhendist fullbúið að utan og fullbún- ar að innan án gólfefna. Traustir verktakar. Allar nánari uppl. á skrifstofu. NÝTT LYFTUHÚS MEÐ BÍLGEYMSLU - EINSTAKT ÚTSÝNI ÞRASTARÁS 44. Í sölu 2ja, 3ja og 4ra herb. lúxus-íbúðir á þessum vinsæla stað. Húsið skilast fullbúið að utan, klætt með bárujárni og að innan fullbúnar án gólfefna. Afhending strax. Allar nánari uppl. á skrif- stofu. HÖRGSHOLT. Nýkomið í einkas. glæsilegt tvílyft einbýli á grónum stað á Holtinu. Húsið er alls 220 fm með innb. 40 fm bílskúr. Góð teikning og frábært útsýni. Húsið verður tilbú- ið til innréttinga að innan og fullbúið að utan undir málningu. BLÓMVELLIR. Í einkasölu gullfallegt einbýli í smíðum í nýjasta hverfi Hafnfirðinga. Húsið er alls 232 fm á 2 hæðum og skemmtilega hann- að. 4 rúmgóð herb. og sjónv.hol. Afh. fullb. utan fokhelt að innan. Teikningar á skrifstofu. SUÐURGATA. Í einkasölu einstaklega falleg íbúð, efri hæð og ris, í gömlu timburhúsi sem búið er að byggja upp frá grunni. Íbúðin af- hendist án innréttinga, gólfefna og innihurða og með vinnurafmagni. Annað er frágengið. Frá- bær staðsetning og glæsilegt útsýni. Verð kr. 13,9 millj. SVÖLUÁS 1. Í smíðum 3ja hæða fjölbýli á frá- bærum útsýnisstað í Áslandinu. 3-4ra herb. íbúðir, allar með sérinngangi. Íbúðirnar afhend- ast fullbúnar, án gólfefna og fullbúin að utan klætt með báruformaðri stálklæðningu. Mjög vandaður verktaki. Verð frá kr. 12,1 millj. ÞRASTARÁS 73. Mjög fallegt fjölbýli efst í Áslandinu, frábært útsýni. Einungis tvær 4ra herb. íbúðir með bílskúr eftir. Húsið klætt að utan með bárujárni. Sérinngangur. Íbúðirnar skilast fullbúnar án gólfefna og til afhendingar strax. Verð 16,9 millj. SVÖLUÁS.Í sölu þrjú raðhús á góðum stað í Áslandinu. Húsin eru tvílyft, alls 200 fm með innb. bíl- skúr. Verð kr. 13,5 millj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.