Morgunblaðið - 28.05.2003, Page 1

Morgunblaðið - 28.05.2003, Page 1
STOFNAÐ 1913 143. TBL. 91. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Viðburður ársins Súperstjarna í myndlistarheim- inum sýnir á Íslandi Listir 22 Spennan í hámarki Sigursælustu lið ítalskrar knatt- spyrnu mætast í kvöld Íþróttir 45 Andinn okkur í hag The Incredible String Band í Íslensku óperunni á föstudag Fólk 53 TALSMENN arabísku sjón- varpsstöðvarinnar Al-Jaz- eera staðfestu í gær að sjón- varpsstjóranum, Mohamm- ed Jassem al-Ali, hefði verið sagt upp störfum. Þeir sögðu brottreksturinn þó ekki tengjast ásökunum um að Ali hefði átt samstarf við írösku leyniþjónustuna á meðan á stríðinu í Írak stóð. Ali var sagður munu hverfa aftur til starfa sinna sem útvarps- og sjónvarps- maður. Jafnframt myndi hann sitja áfram í stjórn Al- Jazeera. Ali hafði verið sjón- varpsstjóri síðan Al-Jazeera hóf útsendingar 1996. Ráku sjónvarps- stjórann Doha í Katar. AFP. JARÐSKJÁLFTI sem mældist að minnsta kosti 5,5 á Richter-kvarða skók Alsír síðdegis í gær en aðeins vika er liðin síðan öflugur jarðskjálfti kostaði ríflega 2.200 Alsírbúa lífið. Mikill ótti greip um sig í gær þegar skjálftinn reið yfir og að minnsta kosti 200 manns slösuðust þegar nokkrar byggingar, sem skemmst höfðu í síðustu viku, hrundu til grunna. Þá sagði á fréttasíðu BBC að þrír hefðu beðið bana. Eftirskjálftinn í gær var sá öflug- asti frá stóra skjálftanum í síðustu viku, sem mældist 6,8 á Richter, en hundruð minni skjálfta hafa fylgt í kjölfar þess stóra. Voru upptök skjálftans í gær í bænum Zemmoria, um 70 km austur af Algeirsborg; á sama stað og sl. miðvikudag. Fimmtíu og sjö slösuðust í bænum Boumerdes en þar fórust a.m.k. 1.000 í skjálftanum í síðustu viku. „Hér greip um sig mikil skelfing,“ sagði Mohammed Saidi, læknir í Boumerd- es, sem AFP-fréttastofan ræddi við. „Fólk hleypur um felmtri slegið, menn eru í miklu uppnámi,“ sagði annar íbúi borgarinnar, Abdellah Zaidi. „Í kvöld ætla ég ekki að sofa heima hjá mér, ég er svolítið slæmur á tauginni. Ég sef í bílnum,“ sagði Zacharia Yaya, 25 ára gamall íbúi Boumerdes. Sjötíu voru sagðir hafa slasast í bænum Thenia, nálægt Zemmoria, en þar hrundu einnig nokkur hús til grunna. Einnig slösuðust um það bil sextíu manns í höfuðborginni, Al- geirsborg, þ.á m. einn alvarlega. Þrír dóu í öflug- um eftirskjálfta Reuters EFTIRSKJÁLFTINN í Alsír í gær jók mjög á angist fólks sem á um sárt að binda eftir jarðskjálftann í síðustu viku. Þessar konur voru í hópi þeirra í gær sem vöruðust að fara inn í hús. Hafast við utan dyra Algeirsborg. AFP. UM fjörutíu lögreglumenn á veg- um efnahagsbrotadeildar sænsku lögreglunnar tóku þátt í húsleit á heimilum og skrifstofum í fimm löndum í gær. Rannsóknin beinist að meintum innherjasvikum sex einstaklinga sem grunaðir eru um að hafa notfært sér trúnaðarupp- lýsingar sem þeir eru taldir hafa búið yfir um kaup Kaupþings banka á hlutabréfum í sænska bankanum JP Nordiska á síðasta ári. Efnahagsbrotadeild sænsku ríkislögreglunnar hafði umsjón með rannsókninni en naut aðstoð- ar lögreglu í löndunum fimm; Ís- landi, Svíþjóð, Englandi, Lúxem- borg og Þýskalandi. Að sögn Alf L. Johansson, að- alsaksóknara efnahagsbrotadeild- ar sænsku lögreglunnar, hefur verið unnið að rannsókn málsins frá því í október á síðasta ári. Mál- inu hafi verið vísað til lögreglu af sænska fjármálaeftirlitinu en bent hafi verið á að nokkrir einstakling- ar hafi síðastliðið sumar keypt mikið af hlutabréfum í JP Nord- iska skömmu áður en Kaupþing gerði yfirtökutilboð í bankann. Hagnaðurinn 45 milljónir Hagnað einstaklinganna sex af viðskiptum þessum segir hann hafa numið um fimm milljónum sænskra króna en það jafngildir rúmlega 45 milljónum íslenskra króna. „Ef við lítum eingöngu á hagnaðinn í þessum viðskiptum gæti þetta reynst umfangsmesta brot af þessu tagi er við höfum séð í Svíþjóð,“ sagði Johansson í sam- tali við Morgunblaðið. Johansson segir að refsiramm- inn í alvarlegum málum sem þess- um sé fangelsisdómar frá sex mán- uðum upp í fjögur ár. Meðal þeirra sem gerð var hús- leit hjá í gær var Lýður Guð- mundsson, forstjóri Bakkavarar Group, en Bakkavör Group er stór hluthafi í Meiði, sem er stærsti ein- staki hluthafinn í Kaupþingi Bún- aðarbanka. Auk þess var gerð hús- leit í höfuðstöðvum Bakkavarar Group í London. Bakkavör Group hefur aldrei keypt hlutafé í JP Nordiska en sameignarfélag þeirra Lýðs og Ágústs bróður hans, Bakkabræð- ur, keypti þrisvar sinnum hluta- bréf í JP Nordiska í júní á síðasta ári. Alls keyptu Bakkabræður bréf í JP Nordiska fyrir 4,1 milljón sænskra króna á tímabilinu 11. júní til 27. júní 2002. Að sögn þeirra bræðra og Sigurðar Einars- sonar, stjórnarformanns Kaup- þings Búnaðarbanka, lá ljóst fyrir á þeim tíma að Kaupþing ætlaði að gera yfirtökutilboð í JP Nordiska. Beinist gegn viðskipta- vinum Kaupþings Hreiðar Már Sigurðsson, for- stjóri Kaupþings, segir að rann- sókn sænsku efnahagsbrotadeild- arinnar beinist gegn við- skiptavinum Kaupþings en ekki gegn Kaupþingi og snúist ekki um persónuleg viðskipti starfsmanna Kaupþings. Innherjar eru þeir aðilar kallað- ir sem hafa aðgang að trúnaðar- upplýsingum tiltekins félags. Um viðskipti innherja með bréf við- komandi félags gilda sérstakar reglur þar sem þessum aðilum er í meginatriðum óheimilt að nýta trúnaðarupplýsingar til að afla við- komandi bréfa eða ráðstafa þeim, sjálfum sér eða öðrum til hags- bóta. Innherjaviðskipti eru aðeins ólögleg þegar ákvörðun um þau er grundvölluð á trúnaðarupplýsing- um um félag sem ekki hafa verið gerðar opinberar en eru til þess fallnar að hafa áhrif á verð bréf- anna. Meint innherjasvik tengd yfirtöku Kaupþings á JP Nordiska rannsökuð Gæti reynst mesta brot sinnar tegundar í Svíþjóð  Meint innherjasvik/Miðopna RÁÐAMENN í Bandaríkjunum sendu írönskum stjórnvöldum í gær tóninn vegna meints stuðnings þeirra við al-Qaeda-hryðjuverkasamtökin og íhlut- unar í stjórnmál nágrannaríkisins Íraks. Sagði Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra í ræðu sem hann flutti hjá rannsóknastofnunni Council on Foreign Relations að klerkastjórnin í Íran mætti vita að allar tilraunir til að stuðla að sama stjórn- arfyrirkomulagi í Írak „yrðu barðar niður af krafti“. Fyrr um daginn hafði Ari Fleischer, talsmaður Bandaríkjaforseta, fordæmt frammistöðu stjórn- valda í Teheran í baráttunni gegn hryðjuverkum. Bandaríkjamenn gruna írönsk stjórnvöld um að hafa skotið skjólshúsi yfir liðsmenn al-Qaeda- hryðjuverkasamtakanna, jafnvel að undirbúning- ur vegna hryðjuverkaárásarinnar í Sádí-Arabíu 12. maí sl. hafi farið fram í Íran. Er Bandaríkja- stjórn sögð hugleiða aðgerðir sem yrðu til þess fallnar að grafa undan stjórnvöldum í Teheran. Colin Powell utanríkisráðherra sagðist þó ekki vera kunnugt um að ákveðin hefði verið ný og harðari stefna gagnvart Íran. Áfram yrði haldið uppi samskiptum við írönsk stjórnvöld. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins, Hamid Assefi, réð Bandaríkjastjórn aftur á móti frá því að skipta sér af innanríkismálum Írans. „Við vonum að skynsemi og rökvísi hafi vinninginn í hugleiðingum Bandaríkjamanna,“ sagði hann. AP Donald Rumsfeld flytur ávarp sitt í gær. Bandaríkin senda Írön- um tóninn Teheran, Washington. AFP. Rumsfeld varar Írana við afskiptum í Írak SÆNSKIR fjölmiðlar fjölluðu um innherjamálið í gær og skýrðu frá því að hinir grunuðu hefðu keypt um 900 þúsund hluti í JP Nordiska frá 10. júní til 29. ágúst á síðasta ári. Samsvara viðskipti þeirra 92,7% heildarviðskipta með bréf í JP Nordiska á þessu tímabili og líktu sænskir fjölmiðlar því við það að þeir hefðu „ryksugað“ markaðinn með bréf í sænska bankanum síðasta sumar. Alf L. Johansson, aðal- saksóknari sænsku efnahagsbrotadeildarinnar, segir hagnað hinna meintu brota jafngilda 45 milljónum íslenskra króna. Áttu 92,7% viðskipta Töldum hlutabréf í JP Nordiska vænlegan kost í ljósi opinberra upplýsinga segja Ágúst og Lýður Guðmundssynir eigendur Bakkabræðra sf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.