Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 B 3 bílar VIÐ val á bílskúrshurðum er margt að athuga. Útlit, þægindi, virkni, efni, áferð; allt þarf að smella sam- an. Bílskúrshurðir Það er ekki svo ýkja langt síðan þær voru einn hættulegasti hluti hússins; risafleki sem þurfti að beygja sig niður niður að, nánast niður í götu, snúa snerli og lyfta síð- an í heilu lagi og vera nógu hávax- inn, eða teygjanlegur, til þess að ýta henni inn eftir efri loftsleðanum til þess að tryggja að hún héldist örugglega opin – en rynni ekki til baka og dældaði bíltoppinn, eða maður fengi hana einfaldlega í haus- inn … Og ætli flestir sem komnir eru til vits og ára hafi ekki einhvern tímann klemmt sig á bílskúrshurð, eða þekki einhvern sem hefur orðið fyrir því. En nú er öldin önnur og hvað bíl- skúrshurðir varðar, miklu betri. Og ef hægt er að tala um vandamál í sambandi við bílskúrshurðir, þá er helst að úrvalið geti þvælst fyrir fólki, því eins og Pétur Þórarinsson hjá Gluggasmiðjunni sagði, þegar hann var spurður að því hvernig bíl- skúrshurðir þeir væru með: „Við er- um með ótal tegundir.“ En hverjar eru helstu tegundirn- ar? „Við erum annars vegar með stál- hurðir sem við flytjum inn og þá eru þær annaðhvort sléttar, eða með fulningamunstri og hægt að fá þær í öllum litum og stærðum.“ Hverjir eru helstu kostir þeirra? „Þær eru léttar og mjög þægileg- ar í allri umgengni. Annað sem skiptir miklu máli er að þær eru með klemmuvörn, bæði á brautum og á hurðunum sjálfum, þannig að krakk- ar geta ekki klemmt sig. Í þeim er slitin kuldabrú, þannig að þær sagg- ast ekki að innan og þær eru með þéttingar allan hringinn, sem er kostur.“ Hvað er fulningamunstur? „Hurðin er gerð úr mörgum flek- um sem ganga hver upp í annan en ekki út, þannig að hurðin kemur aldrei á móti þér.“ En þið eruð líka með viðarhurðir, ekki satt? „Jú, og þær smíðum við hér. Við erum með tvær gerðir; þá hefð- bundnu sem er bara einn fleki og hurð sem hefur sömu eiginleika og stálhurðir, er samsett úr mörgum flekum sem ganga hver upp í annan. En þær hafa sömu útfærslu og stál- hurðirnar, hvað varðar brautir, klemmuvörn og annað.“ Hvaða viðartegundir bjóðið þið upp á? „Við erum með oregon pine, mahóní og tekk.“ Hvers vegna eru bílskúrshurðir svona mikið mál? Þær eru stór hluti af útliti hússins. Það má segja að bílskúrshurðin geti annaðhvort lyft húsinu, eða skemmt það. Þegar til dæmis útihurð og bíl- skúrshurð harmónera saman, er það stór hluti af útliti hússins og þess vegna er mjög algengt að fólk velji útihurð og bílskúrshurð saman.“ Hvernig er með viðhald á þessum bílskúrshurðum? „Stálhurðirnar eru viðhaldsfríar en á viðarhurðirnar þarf að bera. Það verður aldrei hjá því komist.“ Færist það í aukana að fólk velji stálhurðir umfram viðarhurðir? „Já, þær eru mikill meirihluti af þeim bílskúrshurðum sem við selj- um; viðarhurðir heyra nánast til undantekninga.“ Sérsmíðið þið viðarhurðir fyrir hvern og einn? „Já, viðarhurðir eru alltaf sér- smíðaðar. Þar erum við ekki með staðlaðar hurðir.“ Sjáið þið um að setja þær upp? „Við bjóðum upp á það og gerum það í flestum tilfellum. Stálhurðirn- ar koma með öllum útbúnaði; sleð- um, mótum og lömum og við bjóðum upp á það sama með viðarhurðun- um.“ Eruð þið líka með útidyrahurðir? „Já, við erum með útidyrahurðir, hurðir í iðnaðarhúsnæði af öllum stærðum og gerðum og í rauninni með hurðir og glugga í allar teg- undir af húsnæði.“ Stór hluti af útliti hússins Morgunblaðið/Árni Torfason Pétur Þórarinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.