Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 4
4 B MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar L exus RX300 hefur breyst á alla kanta. Fyrir það fyrsta hefur bíllinn lengst umtalsvert, 16 cm, og er auk þess orðinn 3,5 cm breiðari. Þá er bíllinn kominn með xenon-ljós með háþrýstispraut- um, tvívirkri loftkælingu og mörgu öðru. En mestu munar um útlitsbreytingar, jafnt að utan sem innan. Bíllinn var straum- línulagaður en núna má jafnvel segja að yf- irbyggingin sé orðin „sleikt“ og með nýrri hönnun yfirbyggingarinnar hefur Lexus náð vindstuðlinum niður í 0,33 sem er með því besta í flokki jeppa. Þá er komin aflmeiri út- færsla af V6-vélinni, 204 hestöfl í stað 201 hestafls áður, auk sem bíllinn er nú boðinn með nýrri fimm þrepa sjálfskiptingu með handskiptimöguleika, sem áður vantaði í þennan bíl. Fyrir vikið nær bíllinn nú 200 km hámarkshraða sem áður var takmarkaður við 180 km/klst en engu að síður hefur eyðsl- an minnkað úr 13 lítrum í 12,2 lítra á hundr- aðið í blönduðum akstri, miðað við uppgefnar tölur frá Lexus. Vel byggður borgarbíll með stíl Lexus RX300 sver sig í ætt sportjeppa, þ.e.a.s. bíla sem eru á margan hátt skyldari fólksbílum en jeppum. Þeir eru með sam- byggða yfirbyggingu og undirvagn og sí- tengt fjórhjóladrif án millikassa. Samskonar bílar eru t.d. BMW X5 og Volvo XC90. Bílar af þessari gerð hafa notið mikilla vinsælda hjá þeim sem kjósa traustleika og aksturs- öryggi fjórhjóladrifsbíla en þurfa síður á því að halda að komast í óbyggðir á bílum sín- um. Þetta eru því fyrst og fremst vel byggðir borgarbílar með öllum þægindum og tals- verðum stíl. Bíllinn er boðinn í tveimur útfærslum og eingöngu með V6-bensínvélinni og fimm þrepa sjálfskiptingu. Gerðirnar eru RX300 og RX300 EXE. Það sem þarna skilur á milli er að í EXE bílnum er aukalega leðurinn- rétting, rafdrifið stýrishjól, minni fyrir raf- stýrð framsætin, stýri og spegla, regnskynj- ari, sjálfvirk opnun á afturhlera og 18" álfelgur í stað 17". Sem sagt hlaðinn búnaði. Við prófuðum bílinn í EXE-gerðinni. Að innan blasir við laglega hannað inn- anrými og efnisval og frágangur er eins og hann gerist bestur. Áður var millistokkur milli sætanna plastlegur og stakk í stúf við annan frágang. Nú er kominn nýr millistokk- ur klæddur leðri og viðarklæðningu með hirslum og hann er færanlegur að og frá sjálfu mælaborðinu. Leðrið í sætunum er mjúkt og sömuleiðis er leðurklæðning á hurðarspjöldum, stýri og gírhnúð. Við fram- sætin eru stillanlegir armpúðar og sætin eru með rafstýrðri stillingu. Í EXE-gerðinni er minni fyrir stillinguna. Fyrir miðju mæla- borðinu er 7" upplýsingaskjár sem sýnir úti- hita, eyðslu og aðgerðir fyrir tölvustýrða og tvívirka miðstöðina og loftkælinguna. Fyrir neðan eru hljómtækin, geislaspilari með geymslu fyrir sex diska og kassettutæki. Átta hátalarar sjá um að miðla hljómnum sem er tær og aflmikill. Þeim sem krefjast enn meiri hljómgæða stendur til boða magn- að Mark Levinson hljómkerfi fyrir 200.000 kr. Í EXE er líka rafstýring á veltu og að- drætti stýrishjólsins. Sjálfvirk opnun á afturhlera Mikið fóta- og höfuðrými eru í aftursæt- unum en þótt gólfið sé slétt fer ekki vel um fullorðinn farþega í miðjusætinu sem er minna en hin tvö. Þarna eru að sjálfsögðu þrír hnakkapúðar og þrjú þriggja punkta belti. Í miðjum aftursætisbekknum er út- draganlegur armpúði sem hefur í sér glasa- haldara og hirslu. Aftursætisbökin má fella niður á margvíslega vegu, t.d. 100%, 80%, 60%, 40% eða 20% þegar einungis miðbakið er fellt niður til að koma fyrir veiðistöngum eða skíðum. Aftursætin eru jafnframt á sleða sem má renna aftur til að auka enn á þæg- indi aftursætisfarþeganna, eða fram til að stækka farangursrýmið. Frágangur og lausnir eru til fyrirmyndar í farangursrýminu. Fyrir það fyrsta er aft- urhlerinn með rafstýrðri opnun frá fjarstýr- ingunni í EXE-gerðinni sem eykur þægindin þegar verið er að koma úr kjörbúðinni hlað- inn pinklum. Síðan nægir að þrýsta á hnapp í hleranum til að hann lokist sjálfvirkt. Hönn- uðir bílsins völdu þá leið að færa varadekkið í lokaðan kassa undir bílinn og auka og bæta notkunargildi farangursrýmisins í staðinn. Þetta hefur augljósa kosti í för með sér en líka ókosti því það er talsvert meira umstang að ná dekkinu úr aurugum eða rykugum kassa undir bílnum en undan hlíf í farang- ursrýminu. Lætur vel að stjórn Sem fyrr býðst bíllinn einvörðungu með 3,0 lítra, V6 vél en það hefur verið tekið meira afl út úr vélinni en áður. Vélin er með breytilegum opnunartíma á ventlum, VVT-i, og breytilegu flæði á soggrein. Hún skilar miklu afli og upptaki sem er vel viðunandi í þetta stórum bíl, 9 sekúndum úr kyrrstöðu í 100 km, sem er bæting upp á 0,2 sekúndur frá fyrri gerð. Vélin er hljóðlát og eftirtekt- arvert er hve vel hefur tekist til með hljóð- einangrun bílsins. Bíllinn er með drif á öllum hjólum, sítengt aldrif, með tregðulæsingu. Hann lætur vel á vegi og býður upp á mjög fólksbílalega aksturseiginleika. Stýrið er nákvæmt og sjálfvirkur búnaður sér um að þyngja það, (eða létta), eftir eftir að- stæðum hverju sinni. Öflugir diskahemlar eru öllum hjólum. Gott verð í samanburði Lexus RX300 er lúxusbíll sem býður upp á laglega hönnun, mikil þægindi og aflmikla vél. Ein af sterkum hliðum bílsins er þægi- legt verð. Lexus hefur haft þá stefnu að verðleggja bíla sína í raun undir sannvirði meðan fyrirtækið er að ná fótfestu á mark- aði. Þetta var gert í Bandaríkjunum þar til Lexus náði þar ásættanlegri stöðu og þá um leið fóru bílarnir að hækka í verði. Lexus hefur hins vegar ekki náð almennilegri markaðsstöðu í Evrópu og þess njóta bíl- kaupendur í verði. Þrátt fyrir umtalsverðar breytingar til batnaðar í nýrri gerð RX300 er verðhækkunin innan eðlilegra marka. Luxury í eldri gerðinni kostaði með leðri 5.300.000 kr. en grunngerð nýja bílsins með leðri 5.440.000 kr. og er sá bíll umtalsvert betur búinn. Í EXE-gerðinni er verðið komið upp í 5.640.000 kr. Keppinautar eru BMW X5 3.0 með 230 hestafla vél sem kostar 6.440.000 kr., Mercedes-Benz ML 350 með 235 hestafla vél kostar 5.750.000 kr. Volvo XC90 2,5 210 hestafla kostar 5.490.000 kr. og VW Touareg V6 220 hestafla kostar 5.470.000 kr. Allir eru þessir bílar án leð- urinnréttingar. Vel heppnaðar breytingar og meiri búnaður Morgunblaðið/RAX Lengri og breiðari — sportlegur og aflmikill. Laglegur frágangur að innan og mikið af tæknibrellum. Allt að 50 kg. hurðir Verð kr. 16.900,- Bílskúrshurðaropnari TILBOÐ Bílskúrshurðaropnari Allt að 70 kg. hurðir Verð kr. 29.000,- Borgartún 26 sími 535 9000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.