Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 8
8 B MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar Í Grafarvogi er bílskúr sem ekki ein-asta á sér sögu, heldur verða þartil sögur, sögur og ljóð. Þetta er bílskúr rithöfundarins Einars Más Guðmundssonar, þar sem eru sagðar sögur, skrifaðar sögur og lesnar sögur. Bíllinn? Hann er annars staðar. Og auðvitað á bílskúrinn sér sögu. „Við fluttum hingað 1990 úr mið- borginni,“ segir Einar. „Þá vorum við orðin sjö manna fjölskylda í sjötíu fer- metra íbúð við Lokastíg. Ég var með vinnuaðstöðu heima, fyrir utan tvö ár sem ég leigði mér herbergi í kjallara á Grettisgötunni. Við höfðum alltaf hugsað okkur að komast í stærra húsnæði og þegar börnin voru orðin fimm var ekki um annað að ræða. Þessar barneignir voru aðstæður sem ég hafði komið mér í sjálfur og það fannst mér vond lífsspeki að kenna þeim um og segjast ekki hafa pláss til að skrifa. Enda var ekki allt slæmt við að lifa og starfa svona þröngt, því eftir þetta get ég lokað á umhverfið og skrifað við hvaða aðstæður sem er. Ég vandist líka á að fíflast með sólarhringinn; átti það til að skrifa um miðjar nætur, snemma morguns og hvenær sem var.“ Þegar loksins var tekin ákvörðun um að flytja fjölskylduna í stærra húsnæði, var keypt fokhelt hús í Graf- arvoginum. Einar segir það ekki hafa verið vandkvæðum bundið fyrir sig að flytja svo „langt út úr,“ eins og það var þá kallað, því hann hafi alist upp í Vogahverfinu, sem á sínum tíma hafi verið einhvers konar „út úr.“ Segir þó berangurslegt hafa verið í Miðhús- unum til að byrja með. „Ekkert löngu eftir að við fluttum hingað, gerði ofsaveður og þetta var eins og í Beirút; þakplötur og alls kyns drasl, stórt og smátt, lá næsta dag um allt hverfið.“ Í dag er hverfið gróið, hávaxnar plöntur mynda skjólgarða og vart hægt að ímynda sér meiri kyrrð og ró til að stunda ritstörf. „Þegar við keyptum húsið, sáum við okkur leik á borði – sem síðan varð enginn leikur – að fá að sleppa skúrnum. Þannig gætum við lækkað verðið. Hins vegar kom í ljós að það var ólöglegt að steypa ekki plötuna og það gerðum við. Líður síðan og bíður og platan ligg- ur í lóðinni. Og þar sem ég er for- lagatrúar, er ég viss um að þetta átti að vera svona. Ég vann inni í húsinu, þar sem núna er eldhús og fimm ár liðu þangað til ég ákvað að byggja þennan skúr. Ég þurfti að fá sérstakt leyfi til þess að útfæra að mínum þörfum, vegna þess að bílskúrarnir í hverfinu eru allir eins. Ég þurfti stærri glugga, meiri birtu. Ég er ekki viss um að ég hefði fengið leyfi til þess þegar við keyptum húsið, en þarna fimm ár- um seinna var það auðsótt. Það þekkja það allir sem vinna við ritstörf að því fylgja bæði kostir og ókostir að vinna heima – og það fylgja því kostir og ókostir að vinna annars staðar. Með því að koma mér fyrir í bílskúrnum, var ég að reyna að fá kostina og tel mig hafa fengið þá. Það er mjög stutt í vinnuna.“ Hvað hefurðu unnið lengi hér? „Skúrinn komst í gagnið 1996. Hann var byggður af vini mínum, Árna Má Árnasyni og ég var hand- langari hjá honum. Þá voru nú sagðar sögur. Faðir Árna, sem nú er látinn, og við kölluðum „stríðshetjuna“ kom á hverjum degi og hélt langar ræður, aðallega um yfirvöld. Annar vinur minn, Sigfús Bjartmarsson skáld, járnabatt skúrinn, svo ég get verið al- veg viss um að hann er traustur.“ Og ekki þurfa þær stofnanir sem tilheyra þeim yfirvöldum sem stríðs- hetjan hélt ræður um að sjá eftir því Skúr fyrir skáldskapinn Einar Már í bílskúrnum. Litið við í bílskúrum Í SUMUM skúrum er lítið eða ekk- ert pláss fyrir bílinn. Þótt honum hafi verið ætlað sitt rými, hefur það pláss smám saman fyllst af áþreif- anlegum minningum um það líf sem er og hefur verið lifað í húsinu. Einn slíkur minningaskúr er í Fossvoginum, þar sem búa ríflega miðaldra hjón með fjögur börn, sem eru farin að heiman… Eða hvað? Þegar komið er að húsinu, eru þrír litlir guttar að leika sér með fótbolta í framgarðinum, sýnandi ömmu sinni hversu hátt þeir geta sparkað. Hún hrósar þeim innilega, án þess að vera neitt að minna þá á að sparka ekki nálægt stórum gluggunum. Mundi vísast hrósa þeim enn meira ef þeir næðu að skora í gegnum rúðuna. Hjólin strákanna á stéttinni, bíllinn á steyptu planinu, bílskúrinn lokað- ur. Áður en amman í húsinu opnar skúrinn, segir hún hann fullan af drasli. Hún þrýstir á fjarstýringuna á sjálfvirka bílskúrsdyraopnaran- um og fyrst birtast einhver ósköp af reiðhjólum, öll í fyrsta flokks ástandi. Sum halla sér upp að köss- um, önnur hafa lagt sig í efstu hillu, ofan á seglbretti sem sportast hefur verið á í Nauthólsvíkinni og í vatni úti á landi. Amman, sem er nýkom- in úr hjólreiðatúr með yngstu kyn- slóð fjölskyldunnar, segir hjólreið- ar alltaf hafa verið hluta af lífstíl hennar – enda hæg heimatökin þar sem fjölskyldan hefur búið í Foss- voginum frá því 1976. Í dag hjóla börnin og barnabörnin héðan og hvaðan af höfuðborgarsvæðinu til þess að koma í heimsókn. Það má glöggt sjá að íþróttir og útivera hafa skipað veglegan sess í heimilislífinu – því upp að einum veggnum hallar sér golfpoki og safn af aðskiljanlegustu golfkylfum, í hillum við hliðina kassar fullir af golfkúlum. Næst golfgræjunum hanga á snaga gallar til útiveru að vetri til. Meira að segja skíðagallar. En hvar eru skíðin? Jú, þau eru í herbergi, sem nú hefur fengið það virðulega heiti kompa, sem er innst í skúrnum. Varla grillir í þau fyrir kössum. Hvað er í kössunum? Bækur. Skólabækur, segir amm- an og bætir því við að einhverra hluta hafi fjölskyldan geymt allt. Hvaða allt? Bara allt. Skólabækur frá því að við hjónin vorum í menntaskóla, skólabækur krakkanna. Þau eru fjögur og fóru öll í langskólanám. Í kössunum má finna glósubækur og möppur, stílabækur, kennslubæk- ur, stundaskrár og vísast dagbæk- ur. Og þar með er komin skýring á stólum, sófum, borðum og teppum í bílskúrnum. Þegar börnin héldu utan til fram- haldsnáms, var þeim eigum sem þau vildu geyma komið fyrir í bíl- Minningaskúrinn í Fossvogi KT Tölvur - Neðstutröð 8 - Kópavogi S. 554 2187 - www.bilasport.com - kt@kt.is Icon-TV - Margverðlaunuð hljómtæki og skjáir frá USA DVD spilari. Spilar DVD, CD, CDR, MP3, VCD og SVCD Fjarstýring fylgir. Mjög nettur. 7“ rafdrifinn skjár. Þráðlaus sendir. Spilar bæði NTSC og PAL. Inniljós innbyggð í skjáfestingu. Fjarstýring og þráðlaus heyrnartól fylgja. Verð 35.699 Verð 89.900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.