Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 10
Morgunblaðið/Jim Smart Þ eir sem halda að bílskúrar séu fyrir bíla, hljóta að hrökkva í kút þegar þeir heyra sagt að bílskúrinn sé eiginlega orðið síðasta vígi karlanna. Hefðu eiginlega allt- af átt að heita karlakofinn, hús- bóndahornið eða mannaskúrinn. Því hefur meira að segja verið hald- ið fram að húsbóndastóllinn sé kominn út í bílskúr – rétt eins og að þangað muni konur auðvitað aldrei voga sér. Engu að síður geta örlögin hagað því svo að konan eignist bílskúrinn, ásamt bílnum og öllu naglföstu og þá er spurning hvað hún og bíllinn gera við sinn skúr. Er konu nauð- synlegt að eiga bílskúr? Því svarar Ingibjörg Gunnars- dóttir sem býr í sínu húsi með sinn bílskúr við Fremristekk í Reykja- vík játandi. „Bílskúrinn er eitt af því sem er nauðsynlegast í lífi hverrar konu. Henni er eins nauð- synlegt að hafa bílskúr fyrir bílinn og svefnherbergi fyrir sjálfa sig.“ Hefur bílskúrinn alltaf verið þinn skúr? „Nei, ég leit ekki á bílskúrinn sem neitt annað en rými sem til- heyrði manninum mínum á meðan hann var á lífi. Reglan hjá honum var sú að skilja bílinn eftir úti en fylla skúrinn af alls kyns tækjum og tólum, auk þess sem hann geymdi þar sláttuvélina og garð- áhöldin. Síðan ég tók við honum er ekkert í honum nema bíllinn.“ Þegar grannt er skoðað kemur þó í ljós að bíllinn er ekki alveg einn í ríki sínu. Ofan á bitum í loftinu eru skíði. Ekki bara ein, heldur nokkur og því augljóst að fjölskyldan hefur ekki verið alls kostar frábitin vetr- arsporti. Innst í skúrnum er líka ákaflega nett og kvenleg sláttuvél, auk garð- húsgagna sem eru á leiðinni út, ásamt útigrillinu, þar sem allar lík- ur eru á því að sumarið ætli loks að verða að sumri í kjölfarið á kulda- kasti maímánaðar á eftir vetri sem var svo sem enginn vetur. Ingibjörg segir að ein af þægind- unum við að geyma bílinn alltaf inni í bílskúr, séu að þurfa aldrei að setjast inn í kaldan bíl á veturna og þar sem hún lét setja hitalagnir í bílskúrsplanið og gangstéttina, þarf hún ekki heldur að moka snjó. „Hvorugt var þó vandamál í vet- ur,“ segir Ingibjörg um leið og hún bendir á snúrur innst í bílskúrnum og segir: „Best var þó í vetur að geta keyrt inn í skúrinn þegar ég kom úr sundi, stigið út úr bílnum og hengt sundföt og handklæði beint upp hér.“ Í bílskúrnum eru auðvitað líka vetrardekk og varadekk, ásamt tól- um og tækjum sem tilheyra bílnum. En eru þau einhvern tíma notuð? „Já, það eru þau svo sannarlega. Eitt af því sem mér þykir mjög vænt um, er að ungur vinur minn og fjölskyldunnar, kemur alltaf í skúrinn hjá mér þegar hann þarf að gera við bílinn sinn. Í staðinn gerir hann við ýmis heimilistæki fyrir mig þegar þau bila.“ Áður en Ingibjörg lokar skúrn- um, horfir hún hugsi inn í hann og segir: „Ég held að bílskúrar verði alltaf að geymslum að einhverju leyti. Þangað er oft stungið inn því sem þarf að vera við hendina en er ekki í stöðugri notkun.“ Bílskúr fyrir konu Ingibjörg Gunnarsdóttir 10 B MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.