Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 1
ROMANO Prodi, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins (ESB), gagn- rýndi harðlega í gær ný drög að stjórnarskrársátt- mála sambands- ins. Sagði hann þau fela í sér „skref aftur á bak“. „Drögin sem forsætisnefnd Framtíðarráðstefnunnar [„stjórn- lagaþings“ ESB] hefur lagt fram valda vonbrigðum,“ sagði Prodi. „Þrátt fyrir alla þá vinnu sem búið er að leggja í þetta skortir einfald- lega metnað og framtíðarsýn í þann texta sem við nú höfum í hönd- unum.“ Fyrir Framtíðarráðstefnuna voru á mánudag og þriðjudag lögð nýj- ustu drögin að sáttmála sem á að geta þjónað sem ígildi stjórnar- skrár sambandsins næstu ár og jafnvel áratugi. Í drögunum er kveðið á um flest stefnumið ESB og fyrirkomulag ákvarðanatöku, sem viðurkennt er að þarfnist umbóta til að sambandið haldist starfhæft og skilvirkt eftir stækkun. Samkomu- lag hefur þó ekki enn náðst um stofnanaþáttinn, þ.e. framtíðarhlut- verkaskiptingu og valdsvið stofnana ESB, einkum milli ráðherraráðs og framkvæmdastjórnar. Aþenu, Lundúnum. AFP. Romano Prodi Ósáttur við drög ESB Bítlabarn á leiðinni Paul McCartney og Heather Mills eiga von á erfingja Fólk 55 Opið í dag kl. 12-18 í Smáralind KLÓR í vatni innisundlauga kann að vera ein af ástæðum þess að börn fá asma ef marka má niðurstöðu nýrrar rannsóknar belgískra vísindamanna. Rannsóknin bendir til þess að nitur- þríklóríð (NCl 3), gaskennt og ertandi efni sem myndast þegar klórvatn hvarfast við þvag, svita eða önnur lífræn efni frá sund- fólki, geti valdið asma þegar börn anda því að sér. Áður höfðu rannsóknir bent til þess að nitur-þríklóríð væri kveikja að þremur prótínum er eyða frumum sem verja lung- un, þannig að þau verða berskjölduð fyrir ofnæmisvökum sem valda asmaköstum. Vísindamennirnir tóku blóðsýni úr 226 ungum skólabörnum sem höfðu synt reglulega í innisundlaugum. Rannsókn á sýnunum leiddi í ljós að fyrrnefnd prótín höfðu safnast saman í börnunum, þannig að þau voru líklegri til að fá asma. Í þeim börnum sem syntu mest var álíka mikið af prótínunum og í reykingamönnum. Mjög breytilegt er hversu mikið er af nitur-þríklóríði í sundlaugunum og fer það eftir loftræstingunni og því hversu margir nota laugarnar og hversu hreinir þeir eru. Fá börn asma af innisundi? París. AFP. ALI Khamenei erkiklerkur, æðsti leiðtogi Írans, sakaði í gær stjórn George W. Bush Bandaríkjaforseta um að reyna að grafa undan írönsku klerka- stjórninni með því að hafa í frammi hótanir en sagði að ekki væri hægt að hræða Írana til undirgefni. „Þeir sem hræðast hótanir óvinarins hörfa smám saman og gefast að lokum upp,“ sagði Khamenei. „En enginn hefur rétt til að láta kúga sig til undirgefni, þjóðin leyfir það ekki.“ Stjórn Bush sakar Írana um að þróa kjarnavopn á laun, reyna að grafa undan hernámsliðinu í Írak og halda hlífiskildi yf- ir liðsmönnum hryðjuverkasamtakanna al- Qaeda. Írönsk yfirvöld sögðust í gær ætla að saksækja nokkra al-Qaeda-liða sem hefðu verið handteknir í Íran. Stjórn Bush svarað fullum hálsi Teheran. AFP. Ali Khamenei  Bandaríkjastjórn/16 AC Milan vann í Meistaradeild Evrópu í knatt- spyrnu þegar liðið lagði Juventus, 3:2, í víta- spyrnukeppni í úrslitaleik sem fram fór á Old Trafford í Manchester í gærkvöldi. Andrei Shevchenko tryggði Mílanó-liðinu sigurinn með því að skora úr síðustu vítaspyrnu liðsins fyrir framan rúmlega 63.000 áhorf- endur. Er þetta í sjötta sinn sem AC Milan sigr- ar í Meistaradeild Evrópu, sem hófst á leiktíð- inni 1992–93, og Evrópukeppni meistaraliða. Reuters AC Milan Evrópumeistari í sjötta sinn  AC Milan/50 ♦ ♦ ♦ ÞINGMENN Norðausturkjör- dæmis komu saman í gær og ræddu þá stöðu sem upp er komin í at- vinnumálum á Raufarhöfn í kjölfar uppsagnar alls starfsfólks Jökuls ehf. Þingmenn sem við var rætt eru sammála um að grípa verði til sér- tækra aðgerða í byggðamálum á staðnum strax í júlí með þátttöku Byggðastofnunar og/eða Atvinnu- leysistryggingasjóðs. „Mér finnst þetta dæmi á Rauf- arhöfn vera talandi dæmi um það sem hefur gerst á nokkrum stöðum, samanber t.d. Hrísey, og getur gerst á ansi mörgum stöðum á landsbyggðinni á næstu misserum,“ segir Kristján Möller, þingmaður Samfylkingar. „Þá verða stjórnvöld að hafa eitthvað í hand- raðanum til að spila út til þessara byggðarlaga, vegna þess að það verð- ur aldrei unað við að menn segi aðeins að það séu hinar markaðslegu aðstæður sem geri að verkum að svona fer.“ Kristján segir að varan- leg lausn á vanda Rauf- arhafnar sé fólgin í að áfram verði veiddur þar og unninn fiskur. „Ef byggðakvóti er lausn er ég mjög hlynntur því.“ Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, frétti af upp- sögnum starfsfólks Jökuls í gær- kvöldi. „Ég hafði strax samband við Hafþór Sigurðsson odd- vita og mun setja mig inn í málið. Þetta er auðvitað mjög slæmt ástand og erfitt að sjá fram úr því,“ segir hann. Halldór segir blasa við að ástandið á Raufarhöfn kalli á viðbrögð frá Byggða- stofnun. Steingrímur J. Sigfús- son, þingmaður vinstri- grænna, segir sjálfgefið að heimamenn, atvinnurekendur og stjórnvöld reyni að taka höndum saman um að draga úr áhrifum af því höggi sem byggðarlagið hafi orðið fyrir. „Ég óttast því miður að við eigum eftir að fá fleiri fréttir á næstu vikum og mánuðum af þess- um toga,“ segir hann. „Held að staðurinn leggist af“ Mikil uppgjöf ríkir meðal íbúa Raufarhafnar í kjölfar uppsagna alls starfsfólks Jökuls ehf., en ljóst er að þótt 20 manns verði endurráðnir missa 30 íbúar vinnuna. „Það vinnur enginn sitt dauðastríð,“ segir Þor- steinn Hallsson, varatrúnaðarmaður starfsfólksins. „Ég held að staðurinn leggist af.“ Guðný Hrund Karlsdóttir sveitar- stjóri segir uppsagnirnar mikið áfall. Aðeins varanlegur kvóti geti bjargað sveitarfélaginu. Þingmenn ræða vanda Raufarhafnar eftir fjöldauppsagnir hjá Jökli ehf. Opinberir aðilar grípi til björgunaraðgerða  Öllum starfsmönnum/10                STOFNAÐ 1913 144. TBL. 91. ÁRG. FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Hraustmenni á hjóli Varð fyrir bíl og missti í fyrsta sinn dag úr vinnunni 8 Guðjón Ketilsson sýnir á Kirkju- listahátíð sem hefst í dag Listir 27 Verk sem umfaðmar þig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.