Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ RAUFARHÖFN Í VANDA Þingmenn Norðausturkjördæmis komu saman í gær til að ræða vanda Raufarhafnar í atvinnumálum eftir að greint var frá því að öllum starfs- mönnum Jökuls ehf. yrði sagt upp um mánaðamótin. Þingmenn eru sammála um að grípa þurfi til sér- tækra aðgerða í byggðamálum á staðnum strax í júlí. Riða í sauðfé í Ölfusi Riða hefur greinst í sauðfé á bæn- um Breiðabólsstað í Ölfusi og verður öllu fé á bænum fargað á næstu dög- um. Er þetta í fyrsta skipti í nær tvo áratugi sem riða kemur upp í Ölfusi. Leiklistarverðlaun afhent Leiklistarsamband Íslands und- irbýr nú afhendingu Grímunnar – ís- lensku leiklistarverðlaunanna fyrir framúrskarandi árangur á sviði at- vinnuleiklistar. Stefnt er að því að fyrsta verðlaunaafhendingin fari fram 16. júní. Drög ESB gagnrýnd Romano Prodi, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins, gagnrýndi harðlega í gær ný drög að stjórnarskrársáttmála sam- bandsins. Hann sagði að drögin fælu í sér „skref aftur á bak“. Íhuga aðgerðir í Íran Ali Khamenei, erkiklerkur og æðsti leiðtogi Írans, sakaði í gær Bandaríkjamenn um að reyna að grafa undan írönsku klerkastjórn- inni og sagði að þeim myndi ekki takast að hræða Írana til undirgefni. Að sögn bandarískra embættis- manna er stjórnin í Washington að kanna kosti og galla áætlunar bandaríska varnarmálaráðuneyt- isins um að steypa klerkastjórninni með leynilegum aðgerðum. PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B  Sigurður Einarsson, stjórnar- formaður Kaupþings Búnaðar- bankans hf., segir rétt að upplýs- ingar um á hvaða gengi yfirtökutilboð Kaupþings í JP Nordiska yrði hafi ekki legið fyrir í júní á síðasta ári, þótt almennt hafi þá verið ljóst að Kaupþing myndi yfirtaka JP Nordiska, enda hafi engin ákvörðun verið tekin um gengi yfirtökutilboðsins á þeim tímapunkti. Efnahagsbrotadeild sænsku lögreglunnar gerði húsleit í fimm löndum á þriðjudag vegna gruns um að sex einstaklingar hafi stundað innherjaviðskipti vegna bréfa í sænska bankanum JP Nordiska á síðasta ári skömmu áð- ur en Kaupþing gerði yfirtökutil- boð í bankann. Sigurður segir að lítil viðskipti hafi verið með bréf í JP Nordiska og þótt hinir grunuðu hafi átt yfir 90% allra viðskipta með bréfin á tímabilinu hafi það ekki verið mikil viðskipti í sjálfu sér. „Miðað við mína vitneskju sé ég ekki að það hafi verið hægt að misnota ein- hverjar upplýsingar,“ segir Sig- urður. Að hans mati hefur það komist til skila í fjölmiðlum, bæði á Íslandi og í Svíþjóð, að rannsóknin beinist ekki gegn Kaupþingi heldur við- skiptavinum fyrirtækisins. Hann undanskilur þó sænska viðskipta- blaðið Dagens Industri sem að mati Sigurðar hefur verið óvægið í garð Kaupþings frá því fyrirtækið keypti hlut í JP Nordiska. Blaðamaðurinn Peter Benson ráðlagði á sínum tíma eigendum JP Nordiska að skipta ekki bréf- um sínum í Kaupþingsbréf í grein í DI og í dálki í blaðinu í gær rifjar hann þau ummæli upp og segir að lögreglurannsóknin nú þurfi ekki að koma á óvart. Í sama dálki segir Benson að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem fólk tengt Kaupþingi er rannsakað af lögreglunni en einn af stjórnarmönnum í Kaupþingi sé grunaður um efnahagsbrot. Ekkert hæft í skrifum DI Sigurður segir ekkert hæft í skrif- um Bensons og bætir við að hann ætti að skammast sín. Sigurður segir að fyrrverandi stjórnendur JP Nordiska hafi einnig horn í síðu kaupþings- manna og hafi m.a. látið útbúa skýrslu um Kaupþing, að ein- hverju leyti byggða á samtölum við 10-15 álitsgjafa á Íslandi, alla utan Kaupþings, og síðan dreift skýrslunni til sænskra fjölmiðla, fjármálaeftirlitsins og Kauphallar- innar í Stokkhólmi. Sigurður hefur þó ekki trú á að lögreglurannsókn- in nú sé í orsakasambandi við þessa skýrslu, en hún er full af rangfærslum, að sögn Sigurðar. Þekktur kaupsýslumaður Í frétt Dagens Industri um málið í gær er því haldið fram að þekktur sænskur fjármálamaður sé einn af þeim sex grunuðu en að hinir séu Íslendingar, allir tengdir Kaup- þingi í Lúxemborg. Heimildar- menn DI segja að aðeins fáir hafi vitað upp á hvað yfirtökutilboðið ætti að hljóða og því hafi enn frek- ar verið haldið leyndu vegna þess að yfirtakan var fjandsamleg. Sænsk blöð hafa ekki nafn- greint Svíann, sem tengist málinu, en segja að hann sé þekktur kaup- sýslumaður í Gautaborg og hafi áður verið meðal helstu eigenda JP Nordiska. Fréttastofan Direkt hefur eftir honum að lögregla hafi spurt hann nokkurra spurninga en að hann hafi ekki átt nein viðskipti með bréf í JP Nordiska eftir 11. júní á síðasta ári. Rannsókn sænskra yfirvalda nær til við- skipta er áttu sér stað eftir 10. júní. „Mér þykir þetta allt vera hið undarlegasta mál“ er haft eftir manninum. Hann segist hafa áhyggjur af því að umræða um málið kunni að hafa slæm áhrif á þau fyrirtæki er hann rekur. „Það eru fyrirtæki sem ganga vel og það væri leiðinlegt ef þetta myndi spilla fyrir þeim.“ Sé ekki að misnota hafi mátt upplýsingar Stjórnarformaður Kaupþings gagnrýnir harðlega umfjöllun sænskra fjölmiðla Morgunblaðið/Árni Sæberg VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS H E I M U R I N N Hrun í fast- eignaverði? Seðlabankar hafa lítið svigrúm til að bregðast við ástandinu FASTEIGNAVERÐ í heiminum mun hrynja í nánustu framtíð, ef mark er takandi á könnun sem breska tímaritið The Econom- ist lét gera í sex þróuðum ríkjum, þar á með- al Bandaríkjunum. Hrunið mun hafa mun al- varlegri afleiðingar í för með sér fyrir efnahagslíf heimsins en niðursveiflan sem varð á hlutabréfamörkuðum um allan heim hafði, en enn sér ekki fyrir endann á henni. Múrsteinar og steypa Vegna hins slæma árferðis á hlutabréfa- mörkuðum hefur þótt gáfulegra að fjárfesta í múrsteinum og steypu en hlutabréfum, enda hefur fasteignaverð hækkað upp úr öllu valdi um heim allan. Segir tímaritið að núna sé fólk þó að byrja að átta sig á því að heimili þeirra eru ekki eins verðmæt og það batt vonir við að þau yrðu og fólk sé byrjað að velta fyrir sér hvort að fasteignaviðskipti séu eina rétta fjárfestingin eftir allt saman. Í greininni segir að þar sem vextir séu þegar svo lágir, hafi seðlabankar miklu minna svigrúm en venjulega til að vernda efnahagslífið gegn áföllum sem verða við hrun á fasteignverði. Vextir í Bandaríkjunum í dag eru 1,25% og undirliggjandi verðbólga er 1,5% og fer lækkandi. Í greininni segir að ef lækkun á fasteignaverði fylgdi samdráttur í neyslu, gæti seðlabankinn ekki lækkað vexti öllu meira til að hleypa lífi í efnahaginn. Dýrast að búa í London Í skýrslu The Economist kemur einnig fram að dýrasta borgin til að búa í í dag er Lond- on, þar á eftir kemur New York og þá Tókýó. The Economist ráðleggur því fólki í þess- um sex löndum í það minnsta, að bíða með húsakaup þar til verð hefur lækkað. Þeir sem hins vegar eiga íbúð en verða að flytja af einhverjum ástæðum, ættu að selja og leigja íbúð þar til verðið lækkar á markaðnum. Í lok greinarinnar segir að í heimi þar sem að verðbólga er nánast engin, geti menn ekki gert ráð fyrir miklum hagnaði af fjárfest- ingum, hvorki af fasteignum né hlutabréfum. S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I Hin raunsanna mynd? Íslensk reikningsskil og staða reikningsskila 4 Breytt siðferði, ekki verra Spilling ekki vaxandi vandamál 8 HVAÐ ÞÝÐIR STJÓRNARSÁTTMÁLINN? 29. maí 2003 FYRRI vertíð Rússa á alaskaufsa í Okhotsk-hafi lauk í apríl. Aflinn varð alls 587.300 tonn. Það var mun meiri afli en árið áður, en þrátt fyrir það náðist leyfilegur afli ekki, en hann var 635.000 tonn. Þar sem út- gerðin þarf nú að borga hátt verð fyrir aflaheimildir hefur aukin áherzla verið lögð á vinnslu verð- meiri afurða um borð í vinnsluskip- unum en áður, en fyrir vikið minnka afköstin. Þannig jókst flakavinnsla um 50% miðað við árið áður. Náðu ekki kvóta SPÆNSKA sjávarútvegssamsteypan Pescanova hyggst nú verja 4,3 milljörðum króna til að byggja upp sandhverfueldi í Cabo Tourinan í Galisíu á Norðvestur- Spáni. Athafnasvæðið mun ná yfir um 140.000 fermetra. Fyrst í stað verður aðeins sandhverfa alin þar en fé- lagið hefur einnig sótt um leyfi til eldis á kola. Ætlunin er að þarna verði umsvifamesta sandhverfueldi í Evrópu. Framkvæmdir eiga að hefjast í lok þessa árs og starfsemin fer af stað á næsta ári. Pescanova sér fyrir sér 190 tonna framleiðslu á næsta ári, 1.555 tonn ár- ið 2005, 3.000 árið 2006 og 4.000 tonn árið 2007. Gert er ráð fyrir veruleg- um opinberum styrkjum til byggingarinnar. Stærsta sandhverfueldi Evrópu SALA á frönskum fiskmörkuðum var svipuð á fyrsta fjórðungi þessa árs og þess síðasta. Á hinn bóginn var meira um það að fiskur seldist ekki á mörkuðunum nú en í fyrra. Alls voru seld um 70.000 tonn af fiski á mörkuðunum bæði fyrsta fjórðung þessa árs og þess síðasta. Verðmæt- in voru nánast þau sömu og með- alverð sömuleiðis. Nú voru hins veg- ar 2.200 tonn sem seldust ekki á móti 1.900 tonnum í fyrra. Sala á skötusel, bassa, smokkfiski, lýsingi, makríl og sardínum jókst, en samdráttur var í sölu á kola, ansjósu, ufsa og alaskaufsa. Meðalverð á kola á frönsku mörkuðunum umrætt tímabil var 800 krónur hvert kíló, á skötusel 380 krónur, 463 krónur á smokkfiski, 216 á þorski, 77 á ufsa og 683 krónur á leturhumri. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Svipuð fisksala í Frakklandi ÚTFLUTNINGUR á laxi frá Chile jókst um þriðjung á fyrsta fjórðungi þessa árs í verðmætum talið. Alls námu verðmætin nú 25 milljörðum króna. Magnið dróst hins vegar saman um 27% og varð aðeins 90.428 tonn. Verðið á laxinum hækkaði því mikið frá fyrsta ársfjórðungi á síð- asta ári. Meðalverð á fyrstu þremur mánuðum þessa árs var um 277 krónur á kíló, en var á sama tíma í fyrra aðeins 153 krónur miðað við gengi dollarsins í dag. Verðhækk- unin kemur í kjölfar þess að Chile hefur dregið úr framleiðslu til að sníða framboð að eftirspurn. Það á sérstaklega við útflutning til Jap- ans. Þar varð 41% samdráttur í magni, en 26% aukning á verðmæt- um. Á fyrsta ársfjórðungi fóru 49% útflutnings á laxi og silungi frá Chile til Japans, að verðmæti 12,3 milljarðar króna. 37% fóru til bandaríkjanna að verðmæti 9,3 milljarðar. 5% fóru til landa innan Evrópusambandsins og 3% til landa í Suður-Ameríku. Meiri fyrir minna af laxi ÓVENJULEGAR aðstæður í sjónum urðu til þess að niðurstöður humarrannsókna Haf- rannsóknastofnunar verða síður nýtanlegar við stofnstærðarmat að þessu sinni. „Vorið virðist einfaldlega ekki komið í sjóinn og því vantar allan þörungablóma og gróður á hum- arslóðinni. Það veldur því að sjórinn verður mjög tær, en við slíkar aðstæður veiðist hum- arinn mjög illa. Því er minna að marka afla- brögðin nú og þær vísbendingar sem þau gefa okkur heldur en við meðalaðstæður,“ segir Hrafnkell Eiríksson, fiskifræðingur og leið- angursstjóri í nýafstöðnum humarrannsókn- um. Þó má bæta því við að hrygning og klak virðist vera í fyrra lagi þetta vor enda botnhiti hár. Hrafnkell segir að þetta bendi þó alls ekki til þess að humarstofninn sé minni. Mælingar frá síðasta ári hafi gefið væntingar um stöðugan stofn og þær vísbendingar sem hafi fengizt um nýliðun við Suðausturland sýni að mjög sterk- ur árgangur sé að koma inn í veiðina. Það þýði aftur á móti að hlutfall smás humars sé fremur hátt í aflanum og því gæti komið til svæða- lokana til að humarinn næði að stækka meira áður en hann verði veiddur. Hrafnkell segir að því miður hafi engar vís- bendingar fundizt um batnandi nýliðun suð- vestanlands, en langvarandi léleg nýliðun á vestasta útbreiðslusvæðinu hefur komið í veg fyrir vöxt stofnsins þar. „Farið verður nánar yfir aðstæður á hum- arslóðinni með umhverfisfræðingum á næst- unni. Síðan kemur þetta smám saman í ljós, þegar humarinn verður veiðanlegri og vonandi verður það fljótlega. Við fáum þá upplýsingar úr veiðunum og getum nýtt okkur þær, en afl- inn hefur verið mismunandi eftir svæðum það sem af er vertíð,“ segir Hrafnkell Eiríksson. Óvenjulegar aðstæður hamla rannsóknum Hrygning og klak humarsins er nú fyrr á ferðinni en í meðalárferði enda botnhiti hár. Allar vörurnar eru úr polyethylene sem fullnægir ströngustu kröfum Efnahagsbandalagsins og US FDA um efni til nota í matvæla- og lyfjaiðnaði 17 gerðir kera frá 300-1400 l Notuð hvarvetna í matvælaiðnaði Endurvinnanleg vörubretti til nota í hvers konar matvæla- og lyfjaiðnaði. Vörubrettin fullnægja kröfum hins alþjóðlega flutningastaðals ISO 6780 Balar með traustum handföngum. Heppilegir til nota víða í matvælaiðnaði og sem línubalar Einangruð ker Balar Sérhannaðar vörur til nota í matvæla- og lyfjaiðnaði framleiddar undir sérstöku eftirliti hins alþjóðlega gæðastaðals ISO 9001 Vörubretti Sefgarðar 1-3A • 170 Seltjarnarnes sími 561 2211 • Fax 561 4185 • www.borgarbplast.is • borgarplast@borgarplast.is Miklir erfiðleikar eru í veiðum og vinnslu á rækju, tregt á færin í Breiðafirði og staðsetning skipanna Landiðogmiðin Sérblað um sjávarútveg úrverinu EIMSKIP tók í gær formlega í notk- un þjónustusetrið Freshport á Schip- hol-flugvelli í Amsterdam. Um setrið fara fraktflugvélar sem annaðhvort flytja kæliafurðir eða afurðir sem þarfnast heilbrigðisskoðunar. Að sögn Braga Þórs Marinóssonar, framkvæmdastjóra Eimskips í Hol- landi og Belgíu, er Freshport, sem er í eigu Eimskips og skoska flugaf- greiðslufyrirtækisins Menzies, eitt af einungis fimm fyrirtækjum sem hafa beinan aðgang að flugbraut Schiphol, eins stærsta fraktflugvallar Evrópu. Fyrir íslenska fiskútflytjendur er Freshport kærkomið, að sögn Braga Þórs. Til Asíu á fimm dögum „Við erum vinna að því að tengja sam- an siglingakerfi Eimskips frá Íslandi og Færeyjum við Freshport. Þannig getum við boðið flutning á ferskum fiski frá til dæmis Austfjörðum til As- íu á fimm dögum, því frá Schiphol er hægt að flytja fiskinn um allan heim. Þetta opnar möguleika fyrir íslensk sölufyrirtæki því með Freshport myndast órjúfanleg kælikeðja frá Ís- landi á erlenda markaði,“ segir Bragi. Yfir eitt hundrað frakt- og flutn- ingafyrirtæki eru með starfsemi á Schiphol-flugvelli. Með tilkomu þjón- ustusetursins Freshport styttist sá tími sem það tekur fraktflugvél að fara í gegnum Schiphol með farm sem þarf að heilbrigðisskoða, eins og ferskan fisk frá annarri heimsálfu, um tvær klukkustundir að meðaltali. Hátt í hundrað gestir voru við- staddir opnun þjónustusetursins í gær. Æðsti yfirmaður heilbrigðis- mála í Hollandi opnaði Freshport formlega og sagðist hæstánægður með þetta verkefni sem Eimskip hóf undirbúning að fyrir þremur árum. Töluverð umfjöllun hefur verið um setrið í hollenskum fjölmiðlum enda talið mikilvægt fyrir Schiphol-flug- völl. Eimskip hefur haft samstarf við flugmálayfirvöld um opnun þjónustu- setursins. „Flugmálayfirvöld hérna eru ánægð með þetta verkefni því Schip- hol-flugvöll hefur vantað þjónustuset- ur sem uppfyllir allar kröfur Evrópu- sambandins. Ákveðnar tegundir af flutningum, s.s. flutningur lifandi fiska, hefur því flust á aðra flugvelli,“ segir Bragi. Órjúfanleg keðja með viðkomu í Amsterdam Eimskip tekur í notkun miðstöð flutninga á ferskum afurðum á Schipol Morgunblaðið/Eyrún Magnúsdóttir Æðsti yfirmaður heilbrigðismála í Hollandi opnar „Freshport“. Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 34 Erlent 14/16 Minningar 34/40 Höfuðborgin 18 Skák 45 Akureyri 19/20 Bréf 44 Suðurnes 21 Kirkjustarf 41 Landið 22 Dagbók 46/47 Neytendur 23 Fólk 52/56 Listir 24/27 Bíó 54/57 Menntun 28 Ljósvakamiðlar 58 Forystugrein 30 Veður 59 * * * Kynning – Blaðinu í dag fylgir ferðablaðið Sumar- ferðir 2003. VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi hefur tekið við sem oddviti sjálfstæðismanna í borgar- stjórn af Birni Bjarnasyni, dóms- og kirkjumálaráðherra og borgar- fulltrúa. Björn mun sitja áfram í borgarstjórn en segir sig úr borg- arráði og tekur Hanna Birna Krist- jánsdóttir sæti hans þar. Vilhjálmur var einn í kjöri til oddvita flokksins og einhugur var um kosningu hans á fundi borgarstjórnarflokks sjálf- stæðismanna í Ráðhúsinu í gær. „Þetta leggst mjög vel í mig. Það er fallegt veður úti og það er bjart framundan og ég held að það sé líka mjög bjart framundan fyrir okkur sjálfstæðismenn í borginni,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, nýkjörinn oddviti borgarstjórnar- flokksins. „Þótt að við séum enn í svoköll- uðum minnihluta erum við ábyrgir þátttakendur í stjórn borgarinnar og munum haga málflutningi okkar í samræmi við það. Við leggjum áherslu á að vinna sérstaklega að velferðar- og fjölskyldumálum í þágu borgarbúa og skapa nauðsyn- legar aðstæður til að í framtíðinni geti borgin þróast með eðlilegum og þróttmiklum hætti. Það á ekki síst við um skipulags-, lóða- og um- hverfismálin og aðgerðir í þeim málaflokkum sem geta skipt sköp- um, t.d hvað varðar íbúa- og at- vinnuþróun í borginni,“ segir Vil- hjálmur. Hann segir að dæmin sýni einnig að efla þurfi samstarf við íbúa þegar fjallað sé um mikilvæg hagsmunamál í þeirra nánasta um- hverfi. Vilhjálmur segist að óbreyttu gera ráð fyrir að leiða sjálfstæð- ismenn í næstu borgarstjórnar- kosningum eftir þrjú ár. Hann seg- ir engar breytingar ráðgerðar á öðrum störfum hans og mun áfram gegna formennsku hjá Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga. Björn Bjarnason, borgarfulltrúi, sagði tíma sinn sem oddvita borg- arstjórnarflokks D-lista hafa verið fróðlegan og spennandi og hann hefði tekist á við mörg ný viðfangs- efni. Hins vegar hefði margt komið á óvart sem betur mætti fara í stjórnsýslunni. Aðspurður hvort hann hyggist sitja út kjörtímabilið segist Björn vera kosinn til fjög- urra ára „þannig að ég hef fullt um- boð til þess að gera það. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er en það er ekkert sem segir mér annað en ég geti gert það“. Breytingar í nefndum og ráðum Á fundi borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna í gær var jafn- framt samþykkt að leggja til við borgarstjórn að nokkrar breytingar verði gerðar á setu fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins í nefndum, ráðum og stjórnum borgarinnar. Hanna Birna Kristjánsdóttir taki sæti Björns í stjórn Aflvaka auk borgarráðs, Þorbjörg Helga Vigfús- dóttir taki sæti Björns í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, Guðrún Ebba Ólafsdóttir taki sæti hans í stjórnkerfisnefnd og í stjórn sam- starfssjóðs Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar og Guðlaugur Þór Þórð- arson taki sæti Björns í stjórn Skipulagssjóðs Reykjavíkur. Þá er lagt til að Vilhjálmur taki sæti Björns í almannavarnanefnd og samstarfsnefnd við prófastsdæmin í Reykjavík og Margrét Einarsdóttir taki sæti Guðrúnar Ebbu Ólafsdótt- ur í hverfisráði Austurbæjar suður. Vilhjálmur nýr oddviti D-lista í borgarstjórn Björn áfram í borgarstjórn en segir sig úr borgarráði Morgunblaðið/Kristinn Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokks kaus einróma Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson oddvita flokksins og eftirmann Björns Bjarnasonar. MIKILL eldur braust út í gamalli skemmu við Strandgötu 90 í Hafn- arfirði í gær, þar sem geymd voru veiðarfæri. Engan sakaði í eldsvoð- anum, en gríðarmikinn reyk lagði af brennandi húsinu yfir Hafn- arfjörð og nágrenni. Lögreglan í Hafnarfirði fékk tilkynningu um brunann kl. 15.18 og voru slökkvi- liðsmenn SHS frá þremur slökkvi- liðsstöðvum kallaðir á vettvang. Slökkvistarfi var að mestu lokið kl. 16.44. Rannsóknardeild lögregl- unnar í Hafnarfirði rannsakar upp- tök eldsins, en óvíst er um elds- upptök og hvort um íkveikju hafi verið að ræða. Enginn hafði verið yfirheyrður vegna málsins í gær. Morgunblaðið/Júlíus Skemma með veiðarfærum brann AÐ MINNSTA kosti 50 viðamiklar hátíðir verða haldnar um landið í sumar, samkvæmt úttekt í Sumar- ferðum 2003, sem fylgir Morgun- blaðinu í dag. Átt er við stærri við- burði þar sem heimamenn kynna sögu og menningu eða bjóða afþrey- ingu ýmiss konar. Nýjar hátíðir eru sex talsins en sumar hverjar haldnar í 15. sinn. Bíldudals grænar er ný hátíð á Vest- fjörðum og fleiri dæmi eru Græn- lenskir dagar í Önundarfirði og Rækjuhátíð á Ísafirði. Í Húnaþingi verður boðið upp á listahátíð ungs fólks í fyrsta sinn og á Hofsósi er ný hátíð, Íslendingadag- ur, sem er menningardagskrá til heiðurs íslensku Vesturförunum og afkomendum þeirra. Á Suðurlandi verður efnt til nýrr- ar hátíðar á Hellu og Hvolsvelli þar sem Miðsumarshátíð og Töðugjöld- um er slegið saman í einn viðburð á báðum stöðum. Fjölbreyttir dagar Önnur og eldri dæmi eru Danskir dagar í Stykkishólmi, Góðir dagar í Grundarfirði og Færeyskir dagar í Ólafsvík. Þá má nefna Sæluhelgi á Suðureyri, Listasumar í Súðavík og Dýrafjarðardaga. Bryggjudagar verða haldnir á Drangsnesi, Þýskir dagar í Húnaþingi, Kátir dagar á Þórshöfn, Mærudagar á Húsavík, Fiskidagur á Dalvík og Humarhátíð á Höfn. Á Austurlandi verða Fransk- ir dagar á Fáskrúðsfirði, Norskir dagar á Seyðisfirði, Vopnfirskir dag- ar og Ormsteiti á Fljótsdalshéraði. Á Suðurlandi verður Bláskóga- blíða í Bláskógabyggð, Iðandi dagar verða á Flúðum, Blómstrandi dagar í Hveragerði og Hafnardagar í Þor- lákshöfn. Og svo mætti lengi telja. Hátíða- höld í tugatali í sumar  Sumarferðir 2003 LEIKHÓPURINN Vesturport hefur gert samning við Young Vic leikhúsið í London um allt að 54 sýningar á uppfærslu Vest- urports á Rómeó og Júlíu í leikhúsinu í London frá byrjun október og fram í nóv- ember í haust. „Viðurkenningin er náttúrlega frábær“ Samningurinn er einstakur í íslenskri leiklistarsögu þar sem aldrei fyrr hefur ís- lensk leiksýning verið keypt með manni og mús af erlendu leikhúsi til almennra sýn- inga á vegum þess. Annar leikstjóri sýning- arinnar, Gísli Örn Garðarsson sem jafn- framt leikur hlutverk Rómeós, segist varla vita í hvorn fótinn hann eigi að stíga þessa dagana því þetta sé „stórkostlegt og staðfestir það sem oft er rætt um að ís- lenskt leikhús sé með því besta sem gerist. Viðurkenningin er náttúrlega frábær því við lögðum gífurlega vinnu og metnað í sýninguna,“ segir Gísli Örn. Vesturport hefur sýnt verkið á Litla sviði Borgarleik- hússins við miklar vinsældir frá því í fyrrahaust og vakið sérstaka athygli fyrir frumlega túlkun og glæsileg fimleikaatriði sem sýningin byggist að miklu leyti á. Vesturport sýnir Róm- eó og Júlíu í London Morgunblaðið/Golli Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filipp- usdóttir í hlutverkum Rómeós og Júlíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.