Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ALLT útlit er fyrir að takast muni að ryðja síðasta ljóninu úr vegi svo stækkun Evrópska efnahagssvæðis- ins geti farið fram samhliða stækk- un Evrópusambandsins. Fram- kvæmdastjórn ESB gerir sér nú vonir um að endanlegt samkomulag um stækkun EES geti legið fyrir þegar í næstu viku en í frétt norska blaðsins Aftenposten er greint frá því að Pólverjar séu nú reiðubúnir að slá af kröfum sínum um aukna innflutningskvóta. Pólland lagðist gegn þeirri samningslausn sem EFTA-löndin þrjú og framkvæmda- stjórn ESB höfðu náð samkomulagi um um í apríl og kröfðust hærri inn- flutningskvóta á síld, makríl og laxi frá Noregi og Íslandi. Samkvæmt fréttum Aftenposten hafa Pólverjar, eftir strangar samn- ingaviðræður við framkvæmda- stjórnina, nú slegið af kröfum sínum og lýst sig reiðubúna að vinna á grundvelli málamiðlunartillagna hennar. EFTA-ríkin þrjú, Ísland, Noreg- ur og Liechtenstein, koma ekki að þeim viðræðum sem nú eiga sér stað enda telja þau þetta vera „inn- anríkismál“ ESB og hafa haft þá stefnu að blanda sér alls ekki í mál- ið. Þau fylgjast þó vitaskuld grannt með framgangi mála og heimildar- menn Morgunblaðsins telja að full ástæða sé til þess að ætla að deila Pólverja og framkvæmdastjórnar- innar muni leysast á allra næstu dögum. Takist endanlegt samkomulag í næstu viku verða síðan ýmsar deild- ir innan framkvæmdastjórnarinnar að leggja blessun sína yfir það en síðan er hægt að senda samkomu- lagið til aðildarlandanna. Samkomulag um stækkun EES í augsýn Pólverjar sagðir hafa slegið af kröfum sínum gagnvart framkvæmdastjórn ESB ÍSLENDINGURINN sem var hand- tekinn Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum 24. apríl fyrir ólög- legan vopnaburð, reyndist ekki ölv- aður við handtöku. Manninum var gefið tvennt að sök við handtökuna; annars vegar að hafa neytt áfengis og hins vegar að vera með vopn í tösku sinni. Dæmt er fyrir brot á neyslu áfengis í Dubai en brot fyrir ólöglegan vopnaburð er alríkis- mál og tekið fyrir í Abu Dhabi, höf- uðborg Sameinuðu arabísku fursta- dæmanna. Pétur Ásgeirsson, rekstrarstjóri utanríkisráðuneytisins, segir að í blóðprufu hafi komið í ljós að mað- urinn var með 0,0% áfengismagn í blóðinu. Vonast íslensk stjórnvöld til að það mál verði fellt niður í kjölfarið. Búist er við að Íslendingurinn verði fluttur til Abu Dhabi í framhaldinu til að dæma í máli hans fyrir ólöglegan vopnaburð. „Við höfum búist við þess- um flutningi í hálfan mánuð. Það hef- ur ekki enn gerst og gæsluvarðhalds- úrskurður er alltaf framlengdur um viku í senn,“ segir Pétur. Norski sendiherrann í Dubai hefur sjálfur tekið málið að sér eftir að norskur lögmaður á vegum sendi- ráðsins fór aftur til Noregs. Hyggst hann beita sér í því þar sem málið hef- ur dregist og gengið illa. Hann hefur þegar átt þrjá fundi með þarlendum stjórnvöldum og óskað eftir því að af- greiðslu málsins verði hraðað. Þar á meðal var fundur með saksóknara landsins. Íslendingurinn var með riffil sem hann hafði flutt með sér sjóleið- ina til Dubai og ætlaði hann að flytja vopnið með sér til Evrópu. Var hann handtekinn er hann framvísaði því á flugvellinum í Dubai. Situr enn í fangelsi í Dubai Reyndist ekki ölv- aður við handtöku HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurði héraðs- dóms yfir fjórum mönnum sem handteknir hafa verið vegna rann- sóknar á Landssímamálinu svokall- aða, þar sem grunur leikur á um allt að 150 milljóna kr. fjárdrátt. Aðalsakborningurinn í málinu sit- ur því í gæsluvarðhaldi til 6. júní en hann var settur í gæsluvarðhald 23. maí ásamt tveimur öðrum sakborn- ingum, sem sitja í gæsluvarðhaldi til 2. júní. Fjórði sakborningurinn var settur í gæsluvarðhald 27. maí og nær varðhald hans til 2. júní. Úrskurður um gæsluvarðhald staðfestur ÍSLENSKIR hestar settu svip sinn á Íslandsdaginn sem haldinn var há- tíðlegur í Kungsträdgården í Stokk- hólmi í gær. Íslensku forsetahjónin afhentu sænsku krónprinsessunni Viktoríu íslenska gæðinginn Galdur frá Flugumýrarhvammi í Skagafirði, sem prinsessan tók við fyrir hönd sænsku þjóðarinnar og gaf svo aftur Landssamtökum sænskra hesta- manna. Ætlunin er að fatlaðir hesta- menn fái að njóta Galdurs, en hest- inum fylgir íslenskur hnakkur, sérhannaður fyrir fatlaða. 10 til 20 þúsund gestir Á bilinu 10-20 þúsund gestir komu í Kungsträdgården í gær. Þjóðhátíð- arstemning ríkti meðal þeirra fjöl- mörgu Íslendinga sem eru búsettir í Svíþjóð og lögðu leið sína í garðinn í gær og Svíar lýstu einnig ánægju sinni með hátíðahöldin. Kungsträd- gården er í miðborg Stokkhólms og er alla jafna vel sóttur af Stokk- hólmsbúum. Í gær var garðurinn ís- lenskt yfirráðasvæði og íslensk fyr- irtæki og stofnanir kynntu vöru sína og þjónustu, en markmiðið með Ís- landsdeginum var að kynna Ísland á sænskum markaði og vekja athygli á viðskiptamöguleikum Svía við Ís- land. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var ánægður með Íslands- daginn. „Ég held að þessi nýjung að tengja saman kynningu á íslensku viðskiptalífi, menningu og íslenska hestinum hafi gefist vel. Ég vona að við getum haldið áfram á þessari braut.“ Sænsku konungshjónin til Íslands á næsta ári? Að mati Ólafs Ragnars gæti ís- lenski hesturinn verið leynivopn í kynningu á Íslandi þar sem hann sameinar íslenska menningu og náttúru og vekur mikla hrifningu. Forsetahjónin snæddu hádegisverð með sænsku konungsfjölskyldunni í gær og var m.a. rætt að hugsanlega kæmu konungshjónin í heimsókn til Íslands á næsta ári. Svavar Gestsson, sendiherra Ís- lands í Svíþjóð, á frumkvæðið að því að efna til Íslandsdagsins en hug- myndin er fengin frá Kanada þar sem hann var áður sendiherra og Ís- landsdagar hafa verið haldnir. Svav- ar er ánægður með hvernig til tókst og leggur áherslu á að leiðin að hjarta Svíanna liggi í gegnum ís- lenska hestinn. „Ég leit á þetta sem tilraunaverkefni, þannig að ef þetta tækist hér væri hægt að gera þetta í öðrum löndum og ég er viss um að það er hægt. Þetta hefur tekist mjög vel og við erum í skýjunum,“ segir Svavar brosandi. Íslenskir og sænskir hestamenn riðu um garðinn á íslenskum hest- um, en þeir eru yfir 20 þúsund í Sví- þjóð. Áhuginn á íslenska hestinum er mikill meðal Svía, en talið er að áhugamenn um íslenska hestinn séu um 100 þúsund í Svíþjóð. Sýning hestamannanna vakti mikla lukku en heimsmeistarar voru meðal þeirra sem sýndu. Íslensk hestaferðafyrirtæki kynntu þjónustu sína á Íslandsdeg- inum, enda er markaðurinn fyrir ís- lenska hestinn í Svíþjóð enn vaxandi, en hann er sá næststærsti, á eftir Þýskalandi. Einar Bollason, fram- kvæmdastjóri Íshesta, var meðal þeirra sem skipulögðu þátt íslenska hestsins í Íslandsdeginum og valdi hestinn sem gefinn var krónprins- essunni. Einar segir að Íslandsdag- urinn eigi örugglega eftir að skila miklu, m.a. fyrir íslenska ferðaþjón- ustu. Landsvirkjun var á meðal þeirra orkufyrirtækja sem kynntu starf- semi sína og Jóhannes Geir Sig- urgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar, vonast til að tekist hafi að koma jákvæðari skilaboðum á framfæri við Svía, en þeim sem birst hafi í sænskum fjölmiðlum í tengslum við Kárahnjúkavirkjun. Í þeim tilgangi var m.a. haldin ráð- stefna í tengslum við Íslandsdaginn þar sem íslensk orkufyrirtæki kynntu sjónarmið sín og mynd Hrafns Gunnlaugssonar, Ísland í nýju ljósi, var sýnd í styttri útgáfu. „Við urðum vör við það síðasta vetur að umræðan í sænskum fjölmiðlum um orkunýtingu á Íslandi var nei- kvæð og okkur fannst það byggjast á vanþekkingu. Því slógum við til og tókum þátt í Íslandsdeginum með þessum hætti. Þetta skilar sér, en kynningarstarf þarf að halda áfram, segir Jóhannes Geir. Fjölmörg fyrirtæki kynntu vöru sína og þjónustu á Íslandsdeginum í Stokkhólmi Sænska krónprinsessan fékk afhentan íslenskan gæðing Morgunblaðið/Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Forseti Íslands afhenti Viktoríu krónprinsessu gæðinginn sem mun nýtast fötluðum í Svíþjóð. Forsetinn og frú ásamt sænsku krónprinsessunni og sendiherra Íslendinga. ♦ ♦ ♦ VIÐBÆTUR og breytingar er nú að finna á veðurvef mbl.is, www.mbl.is/frettir/vedur. Þar má nú finna gervitunglamynd þar sem skoða má veðurfar tengt Ís- landi og næstu löndum í kring. Þegar smellt er á myndina birtist stærri útgáfa hennar. Myndirnar eru uppfærðar nokkrum sinnum á dag. Hægt er að skoða eldri myndir með því að smella á ten- gil sem staðsettur er vinstra megin við myndina. Birting myndanna er í samvinnu við gervitunglastöð háskólans í Dundee í Skotlandi. Þá er einnig boðinn greiðari aðgangur að upplýsingum um veður víða um heim. Neðst í mið- dálki á veðurvefnum er nú að finna nöfn 28 borga víða um heim með upplýsingum um veður. Þeg- ar smellt er á nöfn borganna opn- ast gluggi þar sem sjá má veður í viðkomandi borg sex daga aftur í tímann. Allar upplýsingar á veð- urvef mbl.is eru fengnar frá Veð- urstofu Íslands. Viðbætur og breytingar á veðurvef mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.