Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 22
LANDIÐ 22 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SAUTJÁN manna hópur heima- manna og utanaðkomandi fagaðila vann í tvo daga nýlega að undirbún- ingi mótunar hins nýja Fjölbrauta- skóla Snæfellinga sem taka á til starfa haustið 2004. Hópvinnunni stjórnaði Susan Stu- ebing en hún er bandarískur sér- fræðingur búsett í Hollandi. Í hópn- um voru fulltrúar menntamála- ráðuneytis, framhaldsskóla, Háskóla Íslands, kennari sem reynslu hefur af upplýsingatækni og fjarkennslu, fulltrúi nemenda í fjarnámi í Grund- arfirði, undirbúningsnefnd að stofn- un Fjölbrautaskóla Snæfellinga, for- maður húsnæðisnefndar skólans, fulltrúar foreldra á skólavæðinu og starfsmaður verkefnisins, Hrönn Pétursdóttir. Þetta var fyrsti fundur af þrem sem vinnuhópurinn mun halda. Sér- stök hópvinna mun síðan fara fram með væntanlegum nemendum skól- ans í byrjun júní. Markmiðið með þessari hópvinnu er að móta fram- tíðarsýn skólans og hugmyndafræði námsumhverfis. Spurð um gang mála í þessari hugmyndavinnu svar- aði Hrönn Pétursdóttir verkefnis- stjóri: „Það er góður hópur sérfræðinga og heimamanna sem kemur að því að þróa námsumhverfi og starfsemi skólans. Hópurinn sem fundaði í Grundarfirði er þannig að vinna til- lögur að framtíðarsýn fyrir skólann, hvernig námsfyrirkomulagið verði og hvaða væntingar skólahúsnæðið þurfi að uppfylla. Við erum jafn- framt svo heppin að hafa fengið Sus- an Stuebing til að leiða okkur í gegn- um þessa vinnu, en hún er sérhæfður ráðgjafi í þróun lærdóms- umhverfis. Hópurinn mun hittast aftur í Reykjavík og síðan á Ólafsvík, til að halda vinnunni áfram. Niður- staða þessarar vinnu ætti síðan að liggja fyrir í byrjun september 2003.“ Sérfræðingar móta nýjan fjöl- brautaskóla með heimamönnum Grundarfjörður Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Vinnuhópurinn samankominn á þeim stað sem hinn nýi Fjölbrautaskóli mun rísa í Grundarfirði. UNDANFARIN misseri hefur verið vöxtur í starfsemi Fjórðungssjúkra- hússins í Neskaupstað (FSN), en töluverð aukning hefur verið á verk- um á skurðstofu. Þá er undirbúning- ur er hafinn við endurbætur á gamla hluta Fjórðungssjúkrahússins í Nes- kaupstað. Fyrirhugað er að innrétta þar nýja sjúkradeild fyrir aldraðra og koma á fót endurhæfingardeild á efstu hæðinni. Brýn þörf er nú orðin fyrir sjúkra- deild aldraðra við FSN og hefur Heilbrigðisstofnun Austurlands, heilbrigðisráðuneytið og sveitarfé- lagið Fjarðabyggð átt samstarf um málið. Ráðuneytið hefur lagt til 15,7 m.kr. til undirbúnings framkvæmda og vegna hönnunar. Arkitektateikn- ingar og frumkostnaðaráætlun liggja fyrir en ákvarðanir hafa ekki verið teknar um framkvæmdir. Sérstök endurhæfingardeild Á FSN hefur lengi verið mikil endurhæfingarstarfsemi og mun ný aðstaða á efstu hæð gamla sjúkra- hússins gera því kleift að byggja upp sérstaka endurhæfingardeild þar sem einblínt verður á endurhæfingu hjarta- og lungnasjúklinga, offitu- sjúklinga og sykursýkisjúklinga. Auk þess er gert ráð fyrir öflugri fræðslu og námskeiðum fyrir al- menning. Gamli hluti FSN hefur ekki verið nýttur að fullu um árabil vegna lé- legs ástands hússins. Mikil þörf er á viðbótarhúsnæði við Fjórðungs- sjúkrahúsið og því brýnt að ráðast í umfangsmiklar endurbætur á eldra húsinu, sem er vönduð bygging en skort hefur viðhald í gegnum tíðina. Hagkvæmnisrök hníga að því að endurbyggja gamla húsið fyrir starf- semi endurhæfingardeildar og hjúkrunardeild aldraða. Endur- byggingin er talin mun hagkvæmari kostur en nýbygging. Þá er mikil- vægt að bæta aðstöðu á Fjórðungs- sjúkrahúsinu, enda er það mikilvæg- ur þáttur í þeirri uppbyggingu sem nú fer fram á Mið-Austurlandi. 48% aukning verka á skurðstofu Mikil fjölgun varð á verkum á skurðstofunni á milli áranna 2002 og 2001 eða um 48%. Skýring á þessari miklu aukningu er meðal annars sú að í byrjun árs 2002 var ráðinn til starfa ungur og áhugasamur skurð- læknir, Jón H. H. Sen. Einnig hefur reglubundnum komum sérfræðinga á skurðsviði fjölgað sl. ár. Tegundir skurðaðgerða eru svipaðar og verið hefur en þó hefur fjölgað aðgerðum á kviðarholi, sérstaklega kviðsjárað- gerðum. Einnig voru gerðar nokkrar lýtaaðgerðir á sl. ári sem er nýjung í starfsemi FSN. Vegna þessara auknu umsvifa á skurðstofu FSN hefur reynst nauð- synlegt að endurnýja þar ýmsan búnað. Í lok síðasta árs veitti heil- brigðisráðuneytið Heilbrigðisstofn- un Austurlands 6,5 milljónir króna til tækjakaupa á skurðstofu Fjórð- ungssjúkrahússins og var sú fjárhæð notuð til að kaupa nýtt skurðarborð, nýjan skurðstofulampa, monitor fyr- ir svæfingavél, sogtæki og fleiri tæki. Unnið að uppbygg- ingu sjúkrahússins Neskaupstaður Í STYKKISHÓLMI fléttast saman fjölmargir kostir þar sem fallegt um- hverfi, saga, gamall bæjarkjarni og gott samfélag móta umgjörð sem hefur um langa hríð laðað að fólk til búsetu, sem og ferðafólk. Nú bregð- ur hins vegar svo við að bærinn stendur að ýmsu leyti á krefjandi tímamótum, m.a. vegna stöðvunar skelveiða sem hafa verið meginuppi- staða í atvinnulífi bæjarins til fjölda ára. Það er hins vegar ætlun Hólm- ara að snúa vörn í sókn og það geta þeir best gert með markvissri vinnu þar sem íbúar, félagasamtök, fyrir- tæki og bæjaryfirvöld taka höndum saman. Í þessu skyni hefst nú eins árs verkefni þar sem allir þessir aðilar verða virkjaðir til góðra verka, undir yfirskriftinni „Hólmarar taka hönd- um saman“. Verkefnið hófst með tveimur fundum í síðustu viku. Á fyrri fundinn mættu bæjarfulltrúar, forstöðumenn stofnana bæjarins og helstu embættismenn. Á þann seinni komu fulltrúar fyrirtækja, félaga- samtaka og skóla. Atvinnumálanefnd Stykkishólms stóð fyrir málþingi laugardaginn 24. maí í samvinnu við Atvinnuráðgjöf Vesturlands. Umræðuefnið var á hvern hátt er hægt að treysta og auka fjölbreytni í atvinnu Hólmara. Fyrirlesari á málþingi var dr. Örn D. Jónsson, prófessor í frumkvöðla- fræðum við HÍ. Hann ræddi um margvísleg úrræði í atvinnumálum og benti á nauðsyn þess að horfa á tækifærin frá nýjum sjónarhóli. Hann telur að hægfara þróun slævi framkvæmdaviljann og oft þurfi höggið til að opna augun. Málþingið sóttu um 40 manns og eins voru fyrri fundirnir vel sóttir. Ákveðið er að boða til íbúaþings í Stykkishólmi 1. nóvember nk. Fram að þeim tíma verður fylgt eftir smærri verkefnum til undirbúnings íbúaþingi. Umsjón með verkefninu er í höndum ráðgjafarfyrirtækisins Alta og er verkefnisstjórinn Sigur- borg Kr. Hannesdóttir sem ættuð er úr Hólminum. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Fundarmenn hlýða á erindi um framtíð Stykkishólms. Hólmarar taka höndum saman Stykkishólmur EFTIR einmunatíð, mildan og snjóléttan vetur hófst sauðburður hjá óðalsbóndanumá Eiðum, Gunnari Stef- áni Ásgrímssyni. Það var Frekja sem kom með ekki færri en þrjú lömb. Óðalsbóndanafngiftina fær Gunnar af því að búa á lögbýli. Gunnar segist hafa átt kindur alla ævi. En fyrstu kindina fékk hann frá bróður sínum í skírnargjöf. Hann segist vel muna litinn – hún hafi verið göltótt! Gunnar sem er verkstjóri í Sigurbirninum segir kindurnar vera sitt sport, rétt eins og aðrir stundi hestamennsku, skíði eða vélsleða. Í fjárhúsunum er ekki bara sauðfé heldur líka endur og nokkrar al- íslenskar hænur. Ekki er Gunnar einn við bústörfin, með honum eru kona hans Jóna Sigurborg Einarsdóttir og einkasonurinn Einar Helgi. Lömbin fæðast á heimskautsbaug Grímsey Morgunblaðið/Helga Mattína Jóna Sigurborg Einarsdóttir, sonurinn Einar Helgi og Gunnar Stefán Ásgrímsson með lömbin. HÖFUNDAR VITJI HANDRITA Dómnefnd Verðlaunasjóðs íslenskra barnabóka hefur lokið störfum og valið verð- launahandrit í samkeppn- inni um Íslensku barna- bókaverðlaunin 2003. Nefndin hefur skýrt við- komandi höfundi frá niður- stöðu sinni en úrslit verða tilkynnt opinberlega, um leið og verðlaunabókin kemur út. Dómnefnd biður aðra þátttakendur í samkeppninni um að vitja handrita sinna sem fyrst hjá Eddu útgáfu, Suðurlandsbraut 12, í afgreiðslu á 3. hæð. Þar eru þau afhent gegn því að nefnt sé dulnefni höfundar eða titill handrits. Verðlaunasjóðurinn þakkar góða þátttöku í samkeppninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.