Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2003 29 Á SUMARDAGINN fyrsta var á Íslandi opnuð fyrsta vetnisstöðin í heiminum ætluð almenningi. Nokkrir hafa gant- ast með það sín á milli að ekki sé mikil þörf fyrir téða stöð þar sem enginn sé vetn- isbíllinn. Forsvarsmenn stöðvarinnar, hinir stórhuga tals- menn Íslenskrar nýorku hafa á sama tíma slegið sér á brjóst sem frumkvöðlar um leið og þeir draga úr væntingum og segja að vetnis- væðingin sé langtímaverkefni sem ekki sjái fyrir endann á innan hálfrar aldar. Spurningin er: Af hverju mun vetnisvæðingin taka svo langan tíma? Svar þeirra nýorkumanna er á þá lund að innviðina vanti. Breyta þurfi samfélaginu og um þetta eru reyndar flestir sem að vetnismálum koma sammála og að slíkar breytingar taki tíma. En hvaða innviði vantar? Setj- um vetnisvæðinguna í sögulegt samhengi. Um aldamótin 1900 var bíllinn eins og við þekkjum hann kynntur til sögunnar. Árið 1904 flutti Dit- lev Thomsen fyrsta bílinn til Ís- lands og fimm árum seinna var fyrsti bíllinn fjöldaframleiddur í heiminum. Þessir fyrstu bílar voru í grundvallaratriðum eins og bílar dagsins í dag, búnir bensínknúinni hreyfilvél, stýri, bremsukerfi og fjórum hjólum. Hugsið ykkur stöðuna sem Ditlev Thomsen var í 1904. Einn bíll til á landinu. Allir vegir útbúnir með þarfir hesta og hestakerra. Engar brýr til sem báru bílinn, engin bensínstöð, eng- ar umferðarreglur og engin þjón- usta. Á þessum tíma vantaði alla innviði fyrir bílinn. Hvernig datt mönnum í hug að hægt væri að byggja upp innviði fyrir bílinn á sama tíma og bíllinn sjálfur var í þróun? Hugsið ykkur frumkvöðulinn fyrir framan fjárfestinn með teikningar og hugmyndir að far- artæki sem myndi breyta heim- inum. Eina sem þyrfti að gera er að leggja vegi út um allt, brúa öll helstu vatnsföllin, breyta borg- unum, byggja bensínstöðvar alls staðar. Setja upp hreinsunar- stöðvar, dreifikerfi og regluverk. Allt fyrir farartæki sem kæmist aðeins hraðar en þarfasti þjónninn en með margfalt meiri hávaða. Í samanburði er tilkoma vetnis sem orkubera barnaleikur. Nú- tímasamfélag hefur yfir að ráða öllum innviðum sem til þarf, við erum vön bílnum og kunnum öll, með örfáum undantekningum, með hann að fara. Vegakerfið er til staðar, dreifikerfið og regluverkið. Það sem upp á vantar er sáraein- falt. Í stað þess að dreifa bensíni þarf að dreifa vetni. Í stað þess að dæla bensíni á bílana þarf að þrýsta vetni (mismunur á þrýst- ingi er nýttur til að koma vetni á tanka bílanna). Það er því ekkert hjákátlegt við það að nú sé risinn fyrsta vetn- isstöðin. Hún er eðlilegt framhald þróunar sem hófst með tilkomu fyrsta fjöldaframleidda bílsins 1909. Fyrst kom bíllinn, svo inn- viðirnir og núna kemur nýtt elds- neyti. Nýtt eldsneyti sem nýtir þá innviði sem fyrir eru. Það mun því taka mun skemmri tíma en hálfa öld að vetnisvæða samgöngurnar. Eftir fáein ár verður litið til baka og sú ráðstöfun að setja á stofn fyrstu vetnisstöðina í heim- inum hér á landi lofuð sem fram- sýn aðgerð og sú einstaka ráð- stöfun sem skapaði grunn að nýrri tegund samgangna. Vetni og inn- viðirnir Eftir Sverri Geirdal Höfundur er ráðgjafi. Á REYKLAUSA deginum, nán- ar tiltekið 31. maí, 2003, stendur félagið Göngum gegn fíkn fyrir sinni annarri göngu gegn fíkn. Í fyrra var gengið frá Þingvöllum til Reykjavíkur gegn vímuefnafíkninni í samvinnu við Götu- smiðjuna. Í ár er gengið gegn tóbaksfíkninni. Eins og öll önnur fíkn felur tób- aksfíknin í sér sjúklega eða óstjórnlega löngun í eitthvað. Í upphafi kann þessi löngun að vera harla sakleysisleg þótt rætur hennar séu sjúkar. Þannig er löng- unin oft og tíðum svar við ákveðnum skorti, tómleika, tilfinn- ingalegri bælingu eða minnimátt- arkennd og sprettur gjarna í óþroskaðri sál í ljósi rangrar fyr- irmyndar. Kannanir hafa sýnt að Íslend- ingar eru smám saman að sýna það í framkvæmd að þeir átti sig á skaðsemi reykinga. Hlutfall 12–16 ára unglinga sem reykja heldur áfram að minnka og er komið í 6,8% og það sama á við um þá sem eldri eru, en hlutfall þeirra sem reykja daglega á því aldursskeiði er um 24%. Erlendis sem hérlendis hafa óbeinar reykingar verið gerðar að æ meira umtalsefni. Reykingar á opinberum vinnustöðum eru nú bannaðar og margir veitingastaðir hafa takmarkað reykingar með reyklausu svæði. Í sumum löndum hefur verið gengið mun lengra í þessum efnum, eins og í Banda- ríkjunum. Þar hefur komið í ljós að aðsóknin í kaffi- og veit- ingastöðum sem banna reykingar hefur aukist töluvert vegna aukins streymis á staðina. Þeir sem reykja staldra einfaldlega lengur við en hinir sem ekki reykja. Þá sækja hinir síðarnefndu skilj- anlega fremur reyklausa staði en þar sem reykingar eru leyfðar. Við Íslendingar erum langt á eftir í þeirri þróun, en greinilegt er að stór hluti Íslendingar vill njóta reyklauss umhverfis. Price Waterhouse Coopers gerði könnun fyrir Tóbaksvarnarnefnd, en sam- kvæmt henni færu rúmlega 38% manna oftar á veitingastaði og kaffihús ef þau væru reyklaus, 14% færu sjaldnar og 48% jafnoft. Á móti vilja 64% reykingamanna eiga þess kost að sitja á reyklausu svæði. Á reyklausa deginum næsta, 31. maí, mun borgarstjórinn í Reykja- vík, Þórólfur Árnason, ræsa göng- una gegn tóbaksfíkn við Perluna kl. 12 að hádegi. Þaðan verður gengið á stígum í átt að Elliðaám og svo áfram hringinn í kringum Reykjavík. Kortlögð leið með ná- kvæmri tímasetningu við hvern hvíldarpóst sem á leiðinni er að finna má sjá á heimasíðu félagsins Göngum gegn fíkn: www.gong- umgegnfikn.com . Á leiðinni verð- ur boðið upp á hressingu og veit- ingar sem fyrirtæki styrkja. Leiðin er aðgengileg og skemmtileg sem flestir ættu að geta tekið þátt í að ganga, þó að þeir gangi kannski ekki alla leið- ina. Kannski sjá hér sumir gullið tækifæri til að láta af reykingafíkn sinni og fylla tómið sem hún skilur eftir með heilbrigðum lífsstíl í góðra vinahópi. Ég hvet sem flesta til að fjöl- menna við Perluna 31. maí nk., tímanlega fyrir kl. 12 þar sem skráning manna í gönguna fer fram, sem og í félagið ef menn óska. Þátttaka er ókeypis. Allar upplýsingar er að fá í síma: 650- 3313 sem og með eftirfarandi heimasíðum: www.gongumgegn- fikn.com og www.benediktlafleur- .com og eftirfarandi tölvupósti: gongumgegnfikn@hotmail.com og benediktlafleur@hotmail.com Fjölmennum öll gegn tóbaksfíkn- inni og fíkninni almennt. Göngum gegn fíkn Eftir Benedikt S. Lafleur Höfundur er listamaður og formaður félagsins Göngum gegn fíkn. NÚ er sá tími ársins að ganga í garð þar sem bens- ínfótur landsmanna á það til að þyngjast. Með betri og bjartari tíð verða ferðalög landsmanna algengari og heilu fjölskyldurnar flykkjast út á þjóðvegi landsins í von um að komast í ró frá skarkala þéttbýlisins í sveita- sælunni. Sumir fara í aðra þétt- býliskjarna, aðrir í sumarbústaðinn og enn aðrir í tjaldútilegu. Það er einmitt á þessum tíma sem slysin eru tíð á þjóðvegum landsins og það er baga- legt að byrja eða enda ferðalagið á alvarlegu um- ferðarslysi vegna gáleysis í umferðinni. Eins og flest- ir vita er vegakerfi okkar Íslendinga ekki alveg upp á það besta. Það er nú samt margt gott sem hefur verið gert til þess að bæta vegakerfið, t.d. er mark- visst verið að fækka einbreiðum brúm á landinu, en það má alltaf gera betur. Til þess að koma til móts við þetta þurfum við smáhugarfarsbreytingu þegar við leggjum í ferð á þjóðveginn. Það er staðreynd að þó að við ökum 48 km vegalengd á 110 km/klst erum við ekki nema 2½ mín fljótari á leiðarenda en ef ekið hefði verið á 90 km/klst. Sjöunda árið í röð munu umferðarfulltrúar Slysa- varnafélagsins Landsbjargar og Umferðarstofu taka til starfa í júní og vera á ferðinni til ágústloka. Þeir starfa jafnt um landið, einn á Vesturlandi og Reykja- nesi, einn á Vestfjörðum, einn á Norðurlandi, einn á Austurlandi, einn á Suðurlandi og svo einn á höf- uðborgarsvæðinu. Meginverkefni þeirra er að fylgj- ast með umferðinni í landinu og skoða öryggisþætti við hafnir landsins. Þáttur þeirra hvað snýr að um- ferðinni er m.a. að kanna notkun bílbelta og hand- frjáls búnaðar við farsíma, kanna hraða o.fl. Þeir leita eftir athugasemdum sem hægt er að koma til hlutaðeigandi aðila varðandi úrbætur til þess að tryggja öryggi vegfarenda í umferðinni. Vegfar- endur eiga ekki að hika við að setja sig í samband við þann umferðarfulltrúa sem tilheyrir þeirra svæði til þess að koma með ábendingar sem umferð- arfulltrúinn kemur til skila á réttan stað og fylgir þeim eftir ef úrbóta er þörf. Umferðarfulltrúarnir eru þannig tengiliðir almennings við hið opinbera og getur almenningur fylgst með vinnu umferð- arfulltrúanna á heimasíðu Slysavarnafélagsins Landsbjargar, www.landsbjorg.is. Til að tryggja að þetta starf geti gengið hafa nokkrir aðilar komið að því að styrkja þetta verk- efni. Bílaumboð Ingvars Helgasonar hf. hefur lánað sex bifreiðar sem umferðarfulltrúarnir eru á í sumar og Sjóvá-Almennar munu tryggja bifreiðarnar. Það er alveg ljóst að án þessara styrktaraðila væri ekki hægt að vinna þetta umferðareftirlit og framlög þeirra sýna að þeim er annt um að forvarnir í um- ferðarmálum séu tryggar. Akið ávallt varlega, á löglegum hraða og með belt- in spennt. Brosum allan hringinn og gleðilegt sumar! Umferðarfulltrúar Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Umferðarstofu Eftir Jóhann K. Jóhannsson Höfundur er umferðarfulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Umferðarstofu. PIPAR OG SALT Klapparstíg 44  Sími 562 3614 GEFÐU HÚSINU SVIP Vönduð ryðfrí húsaskilti Fjölbreytt myndaval fyrir hús & sumabústaði PIPAR OG SALT Klapparstíg 44  Sími 562 3614 GRANÍT MORTEL Tilboð 2.995 Stærð 15 cm. www.fotur.net Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 Glæsilegir Smeg blástursofnar og helluborð á frábæru verði Einstök ítölsk hönnum og háþróuð tækni sameinast í þessum glæsilegu ofnum og helluborðum sem tryggja öryggi og gleði í eldhúsinu. Við bjóðum nokkrar gerðir af Smeg blástursofnum og helluborðum á einstöku verði á meðan birgðir endast. Einstakt tækifæri til að gera góð kaup. www.casa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.