Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ N ýlega fór fram mál- þing í Reykjavík um sjálfsritskoðun og réttarvernd fjölmiðla en til þess var boðað í tilefni af doktorsrit- gerð dr. Herdísar Þorgeirsdóttur um þetta efni. Var á fundinum velt upp þeirri spurningu hvort ís- lenskir blaða- og fréttamenn stunduðu „sjálfsritskoðun“ vegna ótta við afleiðingar þess að fjalla um mál sem vörðuðu viðskipta- hagsmuni fjölmiðilsins sem þeir starfa hjá, eða gætu haft áhrif á þeirra eigin starfsframa. Í framhaldi af málþinginu var efnið síðan nokkuð til umfjöllunar í Speglinum á Rás 1. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort það kunni að vera eitt- hvað til í því að íslenskir blaða- menn stundi svona „sjálfs- ritskoðun“. Hef ég til að mynda ein- hvern tíma „ritskoðað“ sjálfan mig í frétta- eða pistlaskrifum í Morg- unblaðinu? Niðurstaða mín er sú að slíkt komi sjaldnast til í beinhörðum fréttaskrifum, að minnsta kosti man ég ekki til þess að hafa prívat og persónulega sleppt því að fjalla um eitthvert fréttamál af fyrr- greindum orsökum. Vissulega koma stundum inn á borð til fjöl- miðla mál sem eru viðkvæm og taka þarf ákvörðun um hvort fjallað er um eður ei. Þar á þó hugtakið „sjálfsritskoðun“ varla við, enda væntanlega oftast tekin ritstjórnarleg ákvörðun um það hvort fjallað er um málið; blaða- maðurinn á það ekki einfaldlega við sjálfan sig. Ég tel hins vegar vel hugs- anlegt að „sjálfsritskoðun“ hafi verið stunduð í pistlaskrifum sem þessum. Að minnsta kosti get ég upplýst að einu sinni eða tvisvar hef ég afráðið að sleppa því að fjalla um eitthvert tiltekið efni, þrátt fyrir talsverðan áhuga, ein- faldlega vegna þess að mér fannst það of mikið jarðsprengjusvæði. Þegar ég nota orðið jarð- sprengjusvæði þá á ég ekki við að ég hafi óttast um viðskiptahags- muni Morgunblaðsins – ég læt aðra um slíkar áhyggjur. Ég myndi heldur ekki taka svo djúpt í árinni að segja að ég hafi óttast að eitthvað gæti haft áhrif á starfs- frama minn. Og þó: vel má vera að slíkar hugsanir hafi sótt á undirmeðvit- undina. Á hinn bóginn er ljóst að stund- um hikar maður við að skrifa pistla sem hægt væri að túlka sem flokkspólitískan áróður; einfald- lega vegna þess að sem blaðamað- ur vill maður helst ekki vera alltof eyrnamerktur einum flokki eða öðrum (mér finnst í öllu falli að maður verði að gaumgæfa ræki- lega hvenær maður leggur út í slík skrif). Í því felist nefnilega ákveðin frelsissvipting. Veit ég þó að sumir blaðamenn eru mér ósammála hvað þetta varðar, telja að það komi engum við hvaða flokk þeir styðji og hversu opinberlega þeir geri það. Rétt er að geta þess að ég hef raunar komist að þeirri niður- stöðu, eftir að hafa skrifað Við- horf í Morgunblaðið í eitt ár og nokkrum mánuðum betur, að hæfileg sjálfsritskoðun sé til bóta. Ég myndi til dæmis núna aftur- kalla að minnsta kosti eitt af mín- um fyrstu Viðhorfum ef ég gæti, vegna þess að ég tel að ég hafi ekki stundað þar þessa hæfilegu sjálfsritskoðun, sem um ræðir. Þegar ég tala um „hæfilega sjálfsritskoðun“ er ég að vísa til þess að oft er manni býsna mikið niðri fyrir. Stundum eru einhver mál uppi sem manni finnst alger- lega nauðsynlegt að tjá skoðun sína á; oftar en ekki er maður þá haldinn heilagri reiði, yfir sig hneykslaður vegna einhverra meintra afglapa ráðamanna/ ráðamanns. Vandinn hér er að gerast ekki sekur um það sem á ensku er kall- að „knee-jerk-reaction“, þ.e. að skrifa um eitthvert efni í hita leiksins sem ef til vill mætti liggja betur yfir, bíða með að fjalla um þar til maður hefur haft tækifæri til að hugleiða hlutina betur, finna þráð og samhengi sem kemur í veg fyrir að um sundurlausan vaðal sé að ræða. Gallinn er hins vegar sá að oft þola hlutir ekki bið; fjalli maður ekki um þá strax eru þeir einfald- lega orðnir „gamlar fréttir“. Það er semsé býsna vandasamt verkefni að skrifa Viðhorf sem þessi, vilji maður á annað borð að þau séu innlegg í þjóðmálaum- ræðuna. Auðvitað má ekki forðast öll jarðsprengjusvæði; geri maður það segir maður auðvitað aldrei neitt, sem mögulega getur skipt máli í þjóðmálaumræðunni (kannski segir maður hvort eð er aldrei neitt sem skiptir máli – en það er annað mál). Tilefni þess að ég ræði þessi mál er sú staðreynd að fyrir tveimur vikum, þ.e. seinast þegar ég skrifaði Viðhorf, „sjálfsritskoð- aði“ ég einmitt sjálfan mig. Ég ákvað semsé seint og um síðir að sleppa því að birta Viðhorf, sem ég nánast hafði lokið við að skrifa, og birti í staðinn annað sem ég átti á lager (sem raunar fjallaði um efni sem er mér ofarlega í huga, en var meira „tímalaust“). Ástæðan var sú að mér fannst vanta alla yfirvegun í Viðhorfið, það vantaði þráð í umfjöllunina (annan en þá hneykslun sem ég var svo þjakaður af). Eða þorði ég kannski bara ekki að beina spjótum mínum að við- komandi? Spyr sá sem ekki veit. Viðhorfið átti að fjalla um grein sem stjórnmálafræðiprófessorinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifaði í DV 12. maí sl., tveimur dögum eftir þingkosningarnar. Prófessorinn hafði gert að um- talsefni meintar dylgjur Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur fyr- ir kosningar en hitti hins vegar sjálfan sig býsna vel fyrir, að mínu mati, enda fór hann með dylgjur um nafngreinda ein- staklinga og heilu fjölmiðlana. Fyrirsögn Viðhorfsins átti að vera: Margur heldur mig sig. Ég sé það auðvitað núna, þegar ég hef haft tíma til að hugsa mál- ið, að alger óþarfi var að eyða tíma í að skrifa þetta tiltekna Við- horf. „Sjálfsritskoðun“ er því ekki alltaf neikvæð – stundum er hún barasta bráðnauðsynleg. Sjálfsrit- skoðun! Ég ákvað semsé seint og um síðir að sleppa því að birta Viðhorf, sem ég nán- ast hafði lokið við að skrifa, og birti í staðinn annað sem ég átti á lager […] VIÐHORF Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is Saga Hestamanna- félagsins Léttis verður ekki skráð án þess að minnast verka Guðrúnar Hallgríms- dóttur og hennar hlutdeildar í sögu félagsins. Félagið hefur misst sinn al- besta félaga og samstarf mitt sem for- maður félagsins á sjö ára tímabili við Guðrúnu var bæði mikið og gott og án þess að nokkru sinni bæri þar skugga á. Fyrir það vil ég þakka af alhug. Sigfús Helgason, formaður Hestamannafélagsins Léttis 1995–2002. Það er vor í lofti hér við Eyjafjörð- inn. Umgviðið bregður á leik, hvort sem það eru lömb eða folöld úti í haga, eða frjálslegir krakkar í boltaleik. Gamlir knattspyrnujaxlar burðast við að reima á sig skóna til að taka þátt í vorleikjunum á vellinum. Og fótboltinn er tekinn fram og gamlir duldir taktar vakna af vetrarsvefni. Þannig gerist þetta hvert vor hjá glaðbeittu B-liði Þórs í „oldboys knattspyrnu“. Þetta lið hefur haldið hópinn í 13 ár, þó vissulega í tímans rás komi inn nýir félagar og aðrir detti út. Og B-liðið er fjölskylduhópur, þar sem oft er komið saman til að gera sér dagamun. Og fyrir 6 árum kom einn félagi okkar, hann Jónas Bergsteins- son, með hressa og glaðlega konu, sem féll strax inn í hópinn. Þetta var hún Guðrún Margrét Hallgrímsdótt- ir, kona með mikinn áhuga fyrir hest- um og útiveru. Og það var notalegt að hafa hana í hópnum – fjörug og hlát- umild, en jafnframt ákveðin og skoð- anaföst. Í útilegum B-liðs-fjölskyldna voru þau Jónas alltaf fyrst á svæðið, og þegar aðrir komu var tjaldvagninn þeirra á sínum stað og ljúfan kaffiilm lagði þaðan út. Þau voru samhent og áhugamálin féllu vel saman, útivera og hestar. Og Guðrún kunni vel að fara með hesta sína og hún hafði gott vit á hrossum. Og það voru hennar bestu stundir þegar hún lagði á og tók hest- ana til kostanna. Og orð Hannesar Hafstein eiga vel við Guðrúnu: Ég berst á fáki fráum fram um veg, mót fjallahlíðum háum hleypi ég, og golan kyssir kinn. Og á harða, harða spretti hendist áfram klárinn minn. Marga slíka spretti var Guðrún bú- in að fara á hestum sínum í gegnum árin, en þriðjudaginn 13. maí féll hún af baki og hlaut slík höfuðmeiðsl að þau leiddu til dauða hennar þann 15. maí. Við vinir hennar úr B-liði Þórs söknum góðs félaga, og biðjum Guð að blessa og styrkja Jónas og aðra ástvini Guðrúnar, um leið og við þökk- um góð kynni og ljúfar samveru- stundir. Guð blessi minningu Guðrún- ar. F.h. B-liðs Þórs, Pétur Þórarinsson. Eitt sinn stóð listamaðurinn Michelangelo og horfði þögull á marmarabjarg. „Af hverju starir þú svona á steininn“ var spurt. „Ég sé engil í honum“ var svarað. Þegar meistarinn hafði um hríð beitt hamri sínum og meitli kom engillinn í ljós. Hann var að vísu forgengilegur af því að hann skorti sál. En Guði er ekkert ómáttugt. Hann getur skapað eilífa engla, mannssálir GUÐRÚN HALLGRÍMSDÓTTIR ✝ Guðrún MargrétHallgrímsdóttir fæddist á Droplaug- arstöðum í Fljótsdal 27. maí 1948. Hún lést af völdum slys- fara á Landspítalan- um í Fossvogi fimmtudaginn 15. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Glerár- kirkju 26. maí. sem geta borið með sér birtu og yl, fögnuð og gleði, sem gera mannlíf- ið óforgengilegt og þess virði að lifa því. Það er með þakklæti, sem við minnumst þeirra sem gert hafa okkur svo gæfusöm. Guðrún Hallgríms- dóttir var ein í þeirra hópi. Hún auðgaði líf okkar með elsku sinni og gaf okkur tilhlökkun því aftur liggja saman leiðir. Það var lán þegar Jónas Bergsteinsson kom með hana í hóp ástvina. Það var augljóst að hún vildi hvarvetna koma fram til góðs. Með hugljúfri hógværð sinni hélt hún sína braut. Gleði hennar var einlæg og sönn. Það var auðfundið að hún vildi gleðja og hjálpa. Hlátur hennar var smitandi og það fannst öllum gott að vera í návist hennar. Verkin léku í höndum hennar hvort heldur var á heimili hennar eða utan þess. Það var gaman að sjá þau Jónas og Guðrúnu vinna saman að smíðum. Hann hafði hið glögga auga og hún var eins og besti fagmaður sem skil- aði miklu dagsverki. Saman létu þau sér annt um mál- leysingjana sem voru undir þeirra verndarvæng og fengu það endur- goldið í mörgum ánægjulegum stund- um. Þannig safnaðist í fjársjóð sem eigi fyrnist. Fyrir þær góðu gjafir viljum við þakka af hjarta. Jónasi og öðrum ástvinum Guðrún- ar vottum við einlæga samúð og biðj- um Guð að gefa þeirra vissu þess, að hér þótt lífið endi / rís það upp í Drott- ins dýrðarhendi. Fjölskylduvinir. Elsku Gunna frænka. Þú kveður okkur svo snöggt og allt of fljótt. En minningarnar um þig eru ljúfar og halda áfram að lifa með okk- ur. Ég minnist sérstaklega þess tíma þegar ég var í skóla á Akranesi og þurfti oft að biðjast gistingar á heimili þínu í Þingvallastræti 12 á Akureyri. Það var alveg sama á hvaða tíma mað- ur kom, alltaf komst þú brosandi fram í dyrnar og tókst á móti mér opnum örmum, því fæ ég seint fullþakkað. Bros þitt, þín gestrisni, þín leifturs- nögga hugsun, þín glaðværð, allt situr þetta bjargfast í minningunni um þig, elsku frænka. Eins þegar ég þurfti að leita til þín vegna sjúkrahúsvistar á Akureyri, þá varst þú ávallt svo hjálp- fús og studdir mig vel, því þakka ég þér. Elsku frænka, það er einkennilegt að þú skulir vera farin – tómið situr eftir en minningarnar um þig lifa. Kaldhæðnislegt einnig að það sem þú unnir mest skyldi verða þér að ald- urtila. Þú áttir þér mörg hugðarefni, þar var hestamennskan efst á blaði al- veg frá því þú varst ung. Einnig veit ég um fáar manneskjur sem hafa tal- að um jafnréttismál með eins miklum sannfæringarkrafti eins og þú. Og ég dáðist alltaf af þinni eldskörpu hugs- un og hvað þú varst fljót til svara, þú hafðir alltaf svar á reiðum höndum og sagðir þínu meiningu vafningslaust. Ég veit að nú ríður þú gæðafáki miklum komin í annan heim og þeys- ist ofar skýjum. Hin góðu kynni gleymast ei, segir í einu kvæði og eru það orð að sönnu. Ég er þakklátur fyrir góðar og ógleymanlegar stundir með þér, elsku frænka. Elsku Jónas, Ninna, Jarþrúður, Þóra og Þórarinn, Guð styrki ykkur öll í erfiðri sorg. Egill. Kæra vinkona. Komið er að kveðju- stund miklu fyrr en nokkurn skyldi óra fyrir. Þessi orð eru sett á blað með miklum trega og söknuði, en um leið með innilegu þakklæti fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum, þær stundir urðu því miður allt of fáar. Upp í hugann koma margar hesta- ferðir og margar skemmtilegar skoð- unarferðir um nálægar sveitir Akur- eyrar. Þetta eru allt í einu orðnar ljúfsárar minningar. Allar grillveislurnar, ballferðirnar sem og allar stundir í garðinum eru okkur Örnu mikils virði nú þegar við stöndum frammi fyrir þeirri bláköldu sáru staðreynd að samvistum okkar er lokið að sinni. Það er ekki ofsagt um þig elsku vina að þú varst stór- menni að allri þinni gerð. Ég segi það hiklaust að vandaðri manneskja var vandfundin og betri vinur og ná- granni var ekki hægt að hugsa sér. Elsku Jónas, Þóra, Jarþrúður og Ninna. Ykkar missir er mestur, en munið að minningin um góða konu og góða móður er það sem aldrei hverfur og það megið þið vita að hugur okkar er með ykkur á þessari erfiðu stund og verður svo um ókomna framtíð. Við sendum öðrum ástvinum Guð- rúnar Hallgrímsdóttur okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Megi algóður Guð vernda ykkur og styrkja. Kæra vinkona hvíl í friði. Sigfús og Arna. Kveðja frá Þokufélaginu Haustið 1999 kom nýr ritari til starfa í Giljaskóla. Þá var starfandi þar lítið félag með tveimur meðlim- um, þeim Þóreyju og Sólveigu. Félag- ið hafði enn ekki hlotið nafn en með- limirnir áttu það sameiginlegt að vera í fullri vinnu með námi og þekktir fyr- ir að vera oft utan við sig, og vita vart hvort þeir voru að koma eða fara. Fljótt sást að Guðrún átti margt sam- eiginlegt með þessum tveimur fé- lögum þar sem hún var sjálf í námi og einnig að komast inn í nýtt starf. Var hún því umsvifalaust tekin í félagið sem hlaut þá nafnið Þokufélagið. Margir freistuðu þess að fá inngöngu og var öllum hafnað því enginn þótti nógu utangátta til að fá inngöngu. Ár- ið 2000 náði þó Laufey því langþráða takmarki sínu að fá inngöngu í félagið þrátt fyrir afar ströng inntökuskil- yrði, og þar með voru félagarnir orðn- ir fjórir. Við fjórar héldum alltaf hópinn þótt námi með vinnu lyki og álagið minnk- aði, en nafn félagsins hélst því allar áttum við það ennþá til að vera skemmtilega utan við okkur. Það sem okkur fannst einkenna Guðrúnu öðru fremur var jákvæðni, bjartsýni og hjálpsemi og hún var svo sannarlega með húmorinn í lagi. Þó okkur fyndist stundum allt ómögu- legt og stundum frekar þokukennt þá var það hún sem fyrst kom með klapp á bakið og jákvæð og uppörvandi orð til okkar sem á þurftum að halda. Guðrún var ekki bara ritari skólans heldur virtist hún geta bætt á sig verkefnum endalaust. Tölvur voru hennar áhugamál auk hestamennsk- unnar og virtist hana ekki muna um að halda utan um tölvumál skólans, þar með talið heimasíðugerð og tölvu- viðgerðir, en hún gaf sér samt alltaf tíma fyrir kaffihúsaferð með vinum sínum. Lífið verður svo sannarlega tóm- legra án hennar en minningarnar eig- um við áfram. Við sendum eftirlifandi sambýlis- manni Guðrúnar, dætrum hennar og öllum aðstandendum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Laufey Hreiðarsdóttir, Sólveig S. Ingvadóttir og Þórey Einarsdóttir, kennarar við Giljaskóla. Fyrstu kynni af Guðrúnu var þegar Guðrún, þá nýkomin frá Svíþjóð, kenndi nokkrum læknakandidötum á Akureyri sænsku. Þeir voru að fara í sérfræðinám til Svíþjóðar og urðu að hafa með sér pappíra upp á sænsku- kunnáttu. Eddi, maðurinn minn, var einn af þessum kandidötum. Tíu árum seinna fluttum við frá Svíþjóð aftur til Akureyrar og fljót- lega fór yngsti sonurinn, Guðmundur, á reiðnámskeið. Þar með vorum við mæðginin komin í fóstur hjá Guð- rúnu. Guðrún var þá að vinna í að Hestamannafélagið Léttir keypti hesthús þar sem börn og unglingar sem áhuga höfðu á hestamennsku, en áttu ekki aðstandendur með kunn- áttu, áhuga eða tækifæri til að stunda hestamennskuna sjálf. Hesturinn okkar fékk inni í félagshesthúsinu. Ekkert var gert án leiðsagnar Guð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.