Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2003 37 Fjórða maí s.l. andaðist hér á Ak- ureyri Stefán B. Einarsson lög- reglumaður og kunnur félagsmála- maður. Með honum hverfur okkur sjónum einn tryggasti stuðnings- maður Golfklúbbs Akureyrar. Stef- án kom víða við. Á þeim árum sem hann starfaði við fógetaembættið í Ólafsfirði gekkst hann fyrir stofnun golfklúbbs þar á staðnum og einnig var hann einn af máttarstólpum Rótaryklúbbsins hér í bæ. Hin síð- ari árin og þá einkum eftir að hann komst á eftirlaun naut Golfklúbbur Akureyrar áhuga hans og dugnað- ar. Fjölmörg eru þau orðin golfmót- in sem þau hjónin Stefán og Guð- munda störfuðu við og fyrir nokkrum árum var hann heiðraður af GA þegar hann hafði verið ræsir á Arctic Open mótunum - 15 ár í röð. Nú á kveðjustund minnumst við golffélagar hans með þakklæti og virðingu. Stjórn GA mun um langa hríð muna vinsemd hans og fórnfúst starf. Fjölskyldu hans sendum við hug- heilar samúðarkveðjur. F.h. Golfklúbbs Akureyrar Ásgrímur Hilmisson formaður. Kveðja frá Golfklúbbi Ólafsfjarðar Okkur eldri félögum í Golfklúbbi Ólafsfjarðar brá mjög er við frétt- um af skyndilegu fráfalli Stefáns B. Einarssonar fyrrv. lögregluvarð- stjóra í Ólafsfirði.. Hugurinn reikar allt aftur til árs- ins 1967 er hann og Sigurður Guð- jónsson þáverandi bæjarfógeti fengu okkur til liðs við sig við stofn- un golfklúbbs. Þeir voru kunnáttu- mennirnir í golfíþróttinni og þar af leiðandi leiðbeinendur okkar hinna á því sviði. Við áttum saman mörg ógleymanleg ár í golfíþróttinni. Það kom strax fram hvað hjálpsamur Stefán var og viljugur til allra verka í þágu klúbbsins. Hann sat í fyrstu stjórn hans sem ritari og er mér minnisstætt hvað hann skrifaði á skemmtilegu máli um viðfangsefni okkar frumbyggjanna fyrstu árin fram á Bakka. Lipurð og hæfileiki Stefáns til að vinna félagsstörf aflaði honum fljótt trausts og allir vorum við vinir hans, þá ekki síst yngri piltarnir. Þeir nutu tilsagnar hans á vellinum og voru vinir hans sem lögreglu- manns í litlu sjávarþorpi. Ef til vill segir það meira um Stefán sem mann en mörg orð. Oft voru þau Stefán og Gógó bæði að störfum fyrir klúbbinn og börnin þeirra iðkuðu einnig golfið. Eftir að þau hjónin fluttust til Akureyrar hittumst við auðvitað sjaldnar en alltaf var hann boðinn og búinn ef eitthvað gæti hann gert fyrir okkur. Oft fengum við Stefán til móts- stjórnarstarfa og komu þau þá gjarnan bæði hjónin út í Ólafsfjörð og aðstoðuðu okkur. Stefán var fyrir mörgum árum útnefndur „Heiðursfélagi“ Golf- klúbbs Ólafsfjarðar. Þessum fátæklegu orðum er ætl- að að þakka þér, Stefán, fyrir ógleymanlegar samverustundir í golfíþróttinni Við minnumst þín sem mannvinar og afburða félaga innan vallar sem utan. Innilegar samúðarkveðjur send- um við eiginkonu hans, börnum og fjölskyldum þeirra. F. h. Golfklúbbs Ólafsfjarðar Hilmar Jóhannesson. Það var ekki bara að það fylgdu honum sviptingar, það bjuggu í honum sviptingar sem settu svip á allt andrúm þar sem hann fór. Birgir Karlsson minnti á allt annað en kyrrt vatn, því hann naut þess af lífs og sálar kröftum að gára vatnið, gára mannlífið og ögra ótæpilega ef honum fannst hégóm- inn fara fram úr öllu hófi. Birgir lagði það sem sagt ekki í vana sinn að klípa af hlutunum, fremur önd- vert. Þó hann væri frá hjartarótum hlýr og opinskár þá var hann þeirr- ar gerðar að hann lagði ekki ofur- kapp á að slípa skoðanir sínar bit- lausar. Samt var kæti og glaðlyndi hans aðalsmerki og hann bar það með snerpu stormsveipsins. Birgir naut þess að umgangast fólk og í fluginu gat hann fengið fólk til þess að gleyma stund og stað með hnyttnum athugasemdum og inn- skotum, stundum að vísu með því að tefla á tæpasta vað, en hann var allt- af sjálfum sér samkvæmur. Flestir tóku glettni og gálgahúmor Birgis vel af því að það fór ekkert á milli mála að hann kom til dyranna eins og hann var klæddur, en slíkt getur verið viðkvæmt gagnvart þeim sem búa við takmarkaða lífsgleði. Um langt árabil vann ég með Birgi í fluginu og okkur sem unnum með honum þótti gaman að vinna með honum. Birgir var snjall flugþjónn, enda bjó hann yfir mikilli reynslu. Hann var menntaður í hótel- og veitinga- skóla í Bandaríkjunum og var auk BIRGIR KARLSSON ✝ Birgir Karlssonfæddist í Reykja- vík 15. mars 1932. Hann lést á Land- spítala í Fossvogi miðvikudaginn 7. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík 15. maí. þess lærður í siglinga- fræðum. Í mörg ár áð- ur en hann varð flug- þjónn kenndi hann á námskeiðum fyrir flug- freyjur. Þegar hann tók síðan að starfa sem flugþjónn var hann alltaf boðinn og búinn að rétta okkur sam- starfsmönnum hjálpar- hönd, lá aldrei á liði sínu ef verk var að vinna og það er nú svo í þjónustustarfi fluglið- anna að þar er sjaldan dauður tími til að spila úr eitthvað annað en að þjóna far- þegunum. Birgir vann með sér- kennilegum takti lipurðar og stjórn- semi og stundum datt hann í hlutverk herforingjans. Það var ekki alltaf eftir protokollinum, en virkaði að öllu jöfnu þótt það truflaði stund- um eilítið fólk sem ekki þolir til að mynda spennukvikmyndir. Birgir var mikill spjallari og gerði í því að koma til rabbsins úr ólíkustu áttum. Honum líkaði sem sagt líf og fjör þar sem maður á að vera manns gaman. Hann ræddi oft um konuna sína, Svövu, og leyndi sér aldrei hve vænt honum þótti um hana og hve mikils hann mat hana. Þannig var hún fasti punkturinn, en hann eins og í eilífu kappi við vindana, á fullri ferð, í reddingum, að kaupa fyrir Pétur og Pál smátt og stórt eins og greiðvikinna er siður. Birgir stóð sínar vaktir með sóma. Við sem unnum með honum minnumst hans með hlýju og vin- arþeli og kaupaukans sem fylgir þeim sem búa yfir glettni og gam- ansemi. Fyrir hönd þeirra flugliða sem unnu með Birgi á hraðbrautum skýjanna er þakkað fyrir samfylgd- ina um leið og við óskum þess að góður Guð varðveiti vininn snara á nýjum þjónustuleiðum, verndi eft- irlifandi vini og vandamenn þessa lífs. Halldóra Filippusdóttir. Sími 567 9110 • 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Útfararþjónustan Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN JÓNA BENEDIKTSDÓTTIR, Hlíðarhúsum 3, Reykjavík, andaðist á Landspítala við Hringbraut þriðju- daginn 27. maí. Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju þriðju- daginn 3. júní kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Sjálfsbjörg. Guðlaug S. Hauksdóttir, Sigurbjörn Sigurbjartsson, Konstantín H. Hauksson, Guðný K. Garðarsdóttir, Smári Hauksson, Sigurlaug M. Óladóttir, Haukur L. Hauksson, Aðalbjörg Sigurþórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, ÁRNI ÓLAFSSON, Þórunnarstræti 110, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánudaginn 26. maí. Útför hans fer fram í kyrrþey að ósk hina látna. Sveinfríður Kristjánsdóttir, Erna G. Árnadóttir, Geir Jóhannsson, Kristrún Árnadóttir, Lúðvík Lúðvíksson, Ólafur Árnason, Gunnar Árnason, Alma Oddgeirsdóttir og afabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR, Bólstaðarhlíð 41, lést mánudaginn 26. maí. Útförin verður í Fossvogskapellu þriðjudaginn 3. júní kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Sérstakar þakkir til starfsfólks og lækna á Landspítala Landakoti. Steinunn Bergsteinsdóttir, Sigurður G. Tómasson, S. Elfa Bergsteinsdóttir, Hörður Þórðarson, Bergur Eldjárn Sigurðarson, Steinn Eldjárn Sigurðarson, Vala Steinsen, Erla Harðardóttir. Ég var erlendis, er Sigríður Árnadóttir, húsfreyja á Sauðár- króki, var jarðsungin, og gat því ekki minnst hennar þá. En ég á henni það mikið að þakka, að ég hlýt að tjá það hér og nú. Orð mín túlka ekki minn hug einan, heldur fjölskyldu minnar í heild og tengjast bæði samstarfi á kirkjulegum vettvangi og persónu- legri vináttu. Í upphafi tengdu okk- ur sameiginleg bönd við Svarfaðar- dal. Í kjölfarið kom sterkur vinarhugur, og við nutum mikils frá Sigríði og hennar trausta, hógværa og gullvandaða eiginmanni, Jóni H. Jóhannssyni. Ég fékk leyfi sóknarnefndar árið 1965 til að kaupa „Gamla spítalann“ á Sauðárkróki og nýta hann sem safnaðarheimili. Skilyrðin voru ströng. Sóknarnefnd vildi ekki koma sjálf að þessum málum. Sérstök safnaðarheimilisstjórn skyldi kosin og presturinn skyldaður til for- mennsku. Stjórninni var afhent nokkurt upplag, sem til var, af fermingar- skeytum og póstkortum. Að öðru leyti varð hún sjálf að afla tekna til þess að geta keypt húsið, fram- kvæmt viðgerðir og komið starfi af SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR ✝ Sigríður Árna-dóttir fæddist á Atlastöðum í Svarf- aðardal 22. maí 1917. Hún lést á Heilbrigð- isstofnuninni á Sauð- árkróki að kvöldi 4. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Sauðár- krókskirkju 24. maí. stað. Þess vegna valt allt á því að fá til starfa dugmikið, hæft fólk, sem allir treystu. Sigríður Árnadóttir var í stjórninni öll árin, sem ég átti eftir á Króknum eða til hausts 1971. Auk henn- ar voru þar Stefán Ólafur Stefánsson póst- og símstjóri, sem lést 1983, Valur Ing- ólfsson húsasmíða- meistari og Sólborg Valdimarsdóttir hús- freyja. Þarna varð til afar samhentur, hugmyndaríkur hópur, sem vann hörðum höndum að sameiginlegri hugsjón. Æskulýðs- starf, fermingarundirbúningur, fjöl- breytt námskeiðahald, einkum í handavinnu, og mörg verkefni önn- ur fengu þarna inni. Málefnið varð svo vinsælt, að nægt fé kom inn til þess að sífellt var hægt að bæta að- stöðuna. Hlýr hugur, jákvæður og fórnfús fylgdi Sigríði hvar sem hún kom. Hún átti hagar hendur og afkasta- miklar. Hún vann Safnaðarheim- ilinu af lífi og sál, studd af sínum ágæta eiginmanni, sem vegna þessa kom æ meira að kirkjulegu starfi. Þau hjón voru meðal minna trygg- ustu kirkjugesta og hollustu vina fjölskyldunnar. Það segir sína sögu, að á heimili þeirra borðuðum við síð- ustu máltíðina á Sauðárkróki, áður en við ókum suður til starfa á nýjum vettvangi. Fyrir þetta allt, og svo margt annað, er nú þakkað, og góð- ur Guð beðinn að blessa Sigríði Árnadóttur. Þórir Stephensen. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát- inn einstakling birtist formáli og ein aðal- grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín- ur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.