Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, HANNESAR KRISTJÁNSSONAR, Silfurbraut 21, Hornafirði. Lilja Aradóttir, Steinunn Hannesdóttir, Sigurður Örn Hannesson, Guðbjörg Sigurðardóttir, Sigmar Þór Hannesson, Ingibjörg Ólöf Sigurðardóttir, Rannver Hólmsteinn Hannesson, Sólveig Hafsteinsdóttir, Ari Guðni Hannesson, Anna Egilsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær bróðir okkar, GUNNLAUGUR SIGVALDASON frá Grund á Langanesi, Hraunbæ 36, Reykjavík, er lést fimmtudaginn 22. maí, verður jarð- sunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 30. maí kl. 15.00. Sigurður Sigvaldason, Aðalbjörg Sigvaldadóttir, Þorbjörn Sigvaldason. Þökkum auðsýndan samhug og vináttu við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ESTERAR HJÁLMARSDÓTTUR HANSEN, sem andaðist miðvikudaginn 14. maí sl. Sér- stakar þakkir fær starfsfólk á Sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum fyrir góða umönnun. Jógvan Hansen, Ingólfur Hansen, Sonja Hansen, Þórður Ólafsson, Sædís H. Raastad, Svein Raastad, Vigdís Hansen, Matthías Nóason, Ágústína Hansen, Jóhann Andrésson, Sigríður P. Hansen, Magnús Kristleifsson, Hans H. Hansen, Sigurborg Birgisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fóstur- faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ANDRÉS MAGNÚSSON, Heiðmörk 18, Hveragerði, er lést á Landspítala Hringbraut mánudaginn 19. maí, verður jarðsunginn frá Hveragerðis- kirkju laugardaginn 31. maí kl. 13.30. Anna Guðröðsdóttir, Sigurður Ragnar Andrésson, Unnar Magnús Andrésson, Sushilla Andrésson, Jórunn Lilja Andrésdóttir, Bjarni Harðarson, Hörður Atli Andrésson, Álfhildur Eygló Andrésdóttir, Elín Árdís Andrésdóttir, Dúna Magnúsdóttir, Kristján Sigurjónsson, Haukur Brynjólfsson, Jóhanna Bertelsdóttir, Benedikt Brynjólfsson, afabörn og langafabörn. Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur kærleika og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, AÐALSTEINS THORARENSENS fv. kennara, Háholti 23, Hafnarfirði. Hrönn Thorarensen, Sigríður Rut Thorarensen, Þórhallur Sigurðsson, Kristján S. Thorarensen, Málfríður Vilhelmsdóttir, Friðrik J. Thorarensen, Vilhelmína S. Thorarensen, Ingimar Þ. Friðriksson, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við and- lát og útför SIGRÚNAR JOHNSEN LANGELYTH. Vignir B. Árnason, Helena Vignisdóttir, Arnar B. Vignisson, Hallfríður Hrund Jónsdóttir, Sigrún Rut Hjálmarsdóttir, Helgi Hreinn Hjálmarsson, Kristján Örn Arnarsson, Hallfríður Jónína Arnarsdóttir. Elsku vinur. Misskipt er manns gæðum, örlög þung ýmsir bera, ætíð sýna, æðruleysi hug stóran þó halli undan. Augnaljós innri hlýja, göfug sál góður hugur. Hetju fylgir hjarta einlægt, blíð lund bundin fjötrum. Lokið er lífshlaupi, fallinn er að foldu svanur. Faðmur guðs fullur hlýju, fagnar vini að ferðalokum. (Hákon Aðalsteinsson.) Með sorg í hjarta en þakklæti í huga kveðjum við góðan son. Þú kvaddir þetta líf á þinn hógværa og hljóðláta hátt eins og þú lifðir því. Í gegnum öll þín veikindi og mótlæti stóðst þú eins og klettur og áttir alltaf orku til að hug- hreysta og gefa af einlægni. Við söknum þín sárt en er sorginni linnir getum við yljað okkur við minningar um ljúfan dreng. Betri sonar getur enginn óskað sér. Vertu nú Guði falinn, elsku dreng- urinn okkar. Við hittumst aftur. Mamma og pabbi. Elsku Teddi frændi. Það eru ekki til orð sem geta lýst því hversu mikill missir þetta er. Þú varst alltaf bjartsýnn maður á lífið og þegar ég leitaði til þín með mín vandamál, þá tókst þér að finna allt það góða í vandamálinu. Í mín- um huga varstu og ertu merkileg- asti maður sem ég hef kynnst. Þú ert mín hetja og fyrirmynd. Þú kenndir mér að hafa hjartað á réttum stað. Þú sagðir alltaf við mig ef mér leið illa: „Elsku stubba mín, fylgdu bara hjartanu, leyfðu því að ráða för.“ Þessi setning mun um alla tíð verða mér efst í huga. Minningarnar eru margar og ég veit ekki hvar er best að byrja. Bæði höfðum við gaman af sauðburðinum heima í Túnsbergi, þó fannst okkur sérstaklega gam- THEODÓR LAXDAL ✝ Theodór Laxdalvar fæddur á Ak- ureyri 10. maí 1967. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu að Túnsbergi föstudaginn 16. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Svalbarðskirkju 24. maí. an að fá að sjá um heimaalningana, það var okkar verkefni. Á vorkvöldum sátum við oft og spiluðum á spil á meðan við biðum eftir að eitthvað myndi gerast í fjár- húsunum. Þá áttum við okkar merku spjallstundir í leið- inni. Það var mjög góður tími sem hverf- ur seint úr huga mín- um. Það verður mjög erfitt að fara út í Túnsberg á sauðburð- artíma hér eftir, þar sem það verð- ur enginn Teddi frændi til að knúsa mann og segja manni nýj- ustu fréttir af heimaalningunum. Ekki áttum við nú fá spilakvöldin á meðan ég bjó sjálf í Túnsbergi eða öllu heldur í „gamla húsinu“ eins og það er oftast kallað. Já, margar voru þær nú góðar stund- irnar sem við áttum saman og minningarnar þar af betri. Ég mun aldrei gleyma hversu góðhjartaður þú varst, þú varst of góður fyrir þennan stóra kalda heim enda er stundum sagt að besta fólkið fari fyrst, það á svo sannanlega við hér. Það er ekkert annað en gott, sem hægt er að segja um þig. Þú hugsaðir ævinlega um alla aðra áð- ur en þú hugsaðir um sjálfan þig. Ég held að það segi það sem segja þarf um þig. Þó að þetta hafi allt komið mjög snöggt þá er ég samt mjög þakklát fyrir þann tíma sem ég fékk með þér, þú varst búinn að berjast hetjulega á móti þínum veikindum en núna er þinn tími kominn til að kveðja þetta líf og byrja nýtt þarna hinum megin og ég veit þú hefur það gott hjá öllum þínum kisum sem þú hefur átt í gegnum tíðina. Ég sakna þín mjög sárt og á enn erfitt með að trúa þessu og hemja tárin. Kæru afi, amma, mamma, Helgi og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Saknaðarkveðjur. Litla stubba Guðrún Fjóla Bjarnadóttir. Elsku Teddi frændi. Það er mjög erfitt að hemja tárin sem renna niður kinn mína. Það er sárt að hugsa til þess að þú sért farinn. Ég hef fá orð til að segja við þess- um mikla missi. Þú sem varst svo góður við alla, vildir engum neitt illt. Ég man þegar þú kallaðir mig alltaf Ann- inku og klappaðir mér á kollinn um leið. Ég mun alltaf muna eftir þér og góðu minningunum um þig. Ég kveð þig með miklum söknuði og vona að þér líði vel þar sem þú ert. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur huggar mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Anna Sóley Bjarnadóttir. Elsku Teddi frændi. Það er fátt sem fær mann til þess að hætta að fella tár og hugsa hversu mikill missir þetta er. Maður tekur ekki eftir því hversu gott maður hefur það fyrr en maður missir það, þeg- ar maður lítur til baka og rifjar upp allar minningarnar. En ég veit að þín er bara hægt að minnast á góðan hátt. Þú hjálpaðir öllum sem áttu í erfiðleikum, fannst lausnir á öllu. Þú hugsaðir meira að segja það vel um alla í kringum þig, að þú hugsaðir því minna um sjálfan þig. Margt er sársaukafullt og svona atvik eru þar efst á lista. Það er erfitt að trúa að þinn tími skyldi hafa verið kominn, þú varst nú ekki nema 36 ára gamall. Enda er líka sagt að þeir bestu fari fyrst. Þú varst bara of góðhjartaður fyrir þennan grimma heim. Það er ekkert orð til sem lýsir nógu vel hversu ótrúlega góður maður þú varst. Það er líka frekar sárt að hugsa til þess að litla ófædda krílið mitt fái aldrei að kynnast né að hitta minn uppáhalds frænda. Ég vona að þú hafir það betra þarna hinum megin heldur en þú hafðir hér. Guð geymi þig, elsku frændi. Saknaðarkveðjur. Hjördís Lilja og Leifur. Theodór dáinn. Það var erfitt að trúa því þennan föstudag 16. maí rétt eftir 36 ára afmælisdaginn þinn, elsku Theodór. Ég sem hitti þig kvöldið áður og klippti hár þitt og átti góða en stutta stund með þér. Þú varst að fara í myndatöku daginn eftir. Þú áttir þann draum að fara til London og skoða þíg um og ætlaði fjölskyldan þín að fara með þér. En líklega verður þú á undan þeim. Þú varst rólegur og hlédrœgur og leið þér best í fámennum góðra vina hópi. Aldrei heyrði maður þig kvarta. Alltaf jafn yfirvegaður, þó svo að þú hafir stundum verið veikur, sérstaklega eftir aðgerð- irnar tvær. Gaman var að vera með þér í Kaupmannahöfn fyrir átta árum, þú áttir auðvelt með að rata og varst ansi fróður um ýmsa áhuga- verða staði sem við skoðuðum eins og t.d. Trekronen og Sívalaturn. Það kom fljótt í ljós að þú varst víðlesinn og ekki var til sá staður sem þú þekktir ekki. Við sem með þér vorum nutum góðs af því. Elsku Theodór, takk fyrir allar þær góðu stundir sem við höfum átt saman, Ég er viss um að þér er ætlað eitthvert mikilvægt hlutverk á þeim stað þar sem þú ert núna. Sá sem lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfír. (Hannes Pétursson.) Elsku Dúna, Svenni, Helgi, Lín- ey, öll systkinabörn þín og aðrir aðstandendur, við vottum ykkur innilega samúð okkar og biðjum Guð að veita ykkur styrk til að takast á við sorgina. Eygló, Baldur, Haukur og Silja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.